Morgunblaðið - 01.07.1998, Side 48

Morgunblaðið - 01.07.1998, Side 48
48 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Rithöfund draumasm Elmore Leonard vinnur við framhaldið að Náið þeim stutta eða „Get Shorty“ segir í grein Arnaldar Indriðasonar, sem skoðar skrykkjótt samskipti hins vinsæla rithöf- undar við stjörnurnar í Hollywood. FÁIR bandan'skir rithöfundar þekkja betur til Hollywood-samfé- lagsins en Elmore Leonard. Fjöldi bóka hans hefur verið gerður að kvik- myndum með ákaflega misjöfnum ár- angri og hann hefur skrifað háðslega um persónui- og leikendur drauma- verksmiðjunnar í bók eins og „Get Shorty", þehni einu sem honum finnst að hafi tekist bærilega að kvikmynda. Sumum myndum gerðum eftir bókum hans eða kvikmyndahandritum hefur hann þurft að labba út af. A meðal þeiira sem honum kannski þykir slappastar eru „Hombre“ með Paul Newman, „52 Pick-Up“ með Roy Seheider, „Mr. Majestyk" með Charles Bronson og „Joe Kidd“ með Clint Eastwood. Nú nýlega hefur leik- stjórinn Quentin Tarantino sýnt bók- um Leonards verulegan áhuga; hann reyndi að stela einni þeirra úr bókabúð þegar hann var unglingur. Hann hefur þegar kvikmyndað „Rum Punch“, sem hann kallar að vísu „Jackie Brown“, og hefur réttinn til að kvikmynda fjórar aðrar bækur höfúndarins. Mikill áhugi Þessi áhugi Tarantin- os virðist hafa kveikt í fleirum því sögur Elmore Leonards eru nú til skoðunar í flestum kvikmyndafyrirtækjum vestra. Það er Miramax sem keypt hefur kvik- myndaréttinn að skáld- sögum Leonards fyrir Tarantino. Þær eru „Killshot", „Freaky Deaky“, „Bandits“ og „Forty Lashes Less One“. Onnur fyrirtæki hafa keypt bækumar „Swag“, „The Switch“, „City Primeval", „Unknown Man No. 89“, „LaBrava“ og „Cuba Libre“. Steven Soderberg hefur nú nýlega kvikmyndað „Out of Sight“ með Geor- ge Clooney og Jennifer Lopez í aðal- hlutverkum og verður myndin fi-um- sýnd í sumar. ABC-sjónvarpsstöðin ætlai- að gera þáttaröð úr „Maximum Bob“. Leonard er orðinn 73 ára gam- all en sendir frá sér bók á ári og vinn- ur nú við framhald „Get Shorty" eða Náið þeim stutta sem heitir „Be Cool“ en John Travolta hefur lýst yfir áhuga sínum á að endurtaka hlutverkið þeg- ar framhaldsmyndin verðm- gerð eftir bókinni. Leonard hefur skrifað 34 bækur og um 12 kvikmyndahandrit og er loksins að njóta þeirrar virðing- ar sem honum ber í kvikmyndaborg- inni. Hann hefui- í 30 ár átt í erfiðu sambandi við kvikmyndagerðarmenn- ina þar og rakti sumt af því sem á daga hans hefur drifið í skemmtilegu viðtali í bandaríska kvikmyndatíma- ritinu Movieline. Kemur þar margt forvitnilegt fram sem gaman er að staldra við. Leonard þakkar sjálfur Tarantino hinn mikla áhuga sem honum er sýnd- ur nú um stundir. „Ég þekki hann ekki það vel. Við ræddum eitthvað tvisvar saman um bíómyndir meðan á tökum „Jackie Brown“ stóð. Hann þekkir mínar sögur út og inn og benti á hluti sem ég hef aldrei pælt i. Hann vill gera handritið að „Killshot" og leika hlutverk í henni á móti Robert De Niro. Hann vill að Tony Scott leik- stýri. Það er hans hugmynd og hún varð næstum því að veruleika en þeg- ar þessir karlar eiga í hlut er kostnað- urinn kominn upp í 50 milljón dollara áður en hægt er að setja upp ljósin." Ánægður með Clooney Hæsta greiðsla sem Leonard hefur fengið fyrir kvikmyndai’étt er 2,5 milljónir dollara fyrir „Out of Sight“ og hann segir að myndin líti ágætlega út. Hann hrósar George Clooney og líkir honum við Steve McQueen en sjálfur sá hann fyrst Jack Nicholson fyiir sér í hlutverkinu og lagði síðar til að Sean Conneiy léki það; aldur skipt- fr hann engu máli. Hann skrifaði einu sinni handrit fyrir McQueen. „Það var kallað ,American Flag“ (Ameríski fáninn) og var um litla manninn sem réðst gegn stóru námufyrirtæki en aldrei varð kvikmynd úr því.“ Um svipað leyti bað Clint Eastwood hann um að skrifa fyrir sig eitthvað í líkingu við „Dh-ty Harry“ og Leonard útlistaði hugmynd á nokkrum síðum og einhver annai' vann með hana og skrifaði handritið að „Mr. Majestyk". Eastwood datt út úr myndinni en Bronson kom inn í staðinn. Síðar skrifaði Leonard bók eftir bíómynd- inni. Þekktasti vestrinn sem Leonard skiifaði er „Hombre" með Newman frá árinu 1967 en Leonard hóf einmitt rithöfundaferil sinn á því að skrifa vestrasögur. „Einu sinni sá ég Newm- an í fatabúð í Beverly Hills og konan mín sagði mér að fara til hans og segja honum að ég hefði skrifað skáld- söguna sem „Hombre" var gerð eftir. Ég sagði: En ef honum líkaði ekki myndin? Við fylgdumst með honum máta á sig jakka og svo fórum við.“ Greiðslan sem hann fékk fyrir vestrann gerði honum kleyft að ein- beita sér að næstu sögu, „The Big Bounce“, sem varð skelfing vond bíó- mynd með Ryan O’Neal. Þegar þeir hittust mörgum árum síðar áttu þeir vinsamlegt spjall þar sem þeir kenndu leikstjóranum um hvemig fór. Eftir hana tók Leonard á það ráð að skrifa sjálfur kvikmyndahandrit og gerði „The Moonshine War“ eða Bruggara- stríðið árið 1970. Alan Alda, Richard Widmark og Patrick McGoohan léku í myndinni en Leonard var ekki ánægður með útkomuna. „Patrick McGoohan gekk upp að mér eina dag- inn sem ég var viðstaddur tökur á myndinni og spurði: Hvemig tilfinn- ing er það að sjá skrif manns gersam- lega eyðilögð?“ Alfred Hitchcock sýndi áhuga á að EASTWOOD í „Joe Kidd“. SIFELLD barátta; Elmore Leonard. REYNOLDS í „Stick“. kvikmynda eina af sögum Leonards, „Unknown Man No. 89“. Leonard hefm- það eftir Truffaut að meistari spennumyndanna hafi viljað kvik- mynda söguna en fann enga leið til þess að gera það almennilega. Það gekk svo langt að Universal keypti kvikmyndaréttinn fyrir hann og er rétturinn ennþá hjá kvikmyndaver- inu. Burt Reynolds gerði „Stick“ árið 1985 eftir einni af sögum Leonards og höfundurinn var hundóánægður með hana og sagði svo opinberlega. Farið var í að lappa upp á myndina með því að taka fleiri atriði fyiir milljónir doll- ara en Leonard fannst hún ennþá verri fyrir vikið. Reynolds lét hafa eft- ir sér að framleiðandinn, Universal, JOHN Travolta í Náið þeim stutta, einu myndinni sem Leon- ard er virkilega ánægður með. og rithöfundurinn hefðu eyðilagt myndina og sagði að Leonard væri góður höfundur en ekki góðm- maður. „Hvemig getur hann kennt mér um hvemig fór?“ spyr Leonard. „Það var hann sem lét endurskrifa handritið og leikstýrði myndinni.“ Næsta Hollywood-goðið sem Leon- ard komst í kynni við var leikarinn Dustin Hoffman. Hann var áfjáður í að leika í mynd eftir sögunni „LaBrava" en vildi að aðalpersónan yrði ástfangin af sér mun yngri kven- manni. Leonard skrifaði allt upp á nýtt en þá var Hoffman búinn að finna eldri leikkonu sem honum líkaði, hina frönsku Anouk Aimee. Hún er búsett í París en Hoffman hringdi í hana í tíma og ótíma og lét menn hlusta á röddina hennar í símanum. Ekkert vai'ð úr myndinni en Leonard mun hafa nýtt sér kynnin af Hoffman þeg- ar hann skrifaði um stuttvaxna stór- leikarann í Náið þeim stutta. AI Pacino las „LaBrava" og sýndi áhuga, einnig Norman Mailer en handritið, sem Buck Henry skrifaði á endanum, liggm’ hjá Universal. Þetta er bara bíó Mai'gai' fleii'i sögur eru til. Diane Keaton ætlaði að leika í mynd gerðri eftir „The Switch" frá 1978 (sú sem Tarantino stal ungur). Sá stórundar- legi leikstjóri Sam Peckinpah ætlaði að filma „City Primeval“ frá 1980 og átti hún að heita „Hang Tough" en „við höfðum ekki sama skopskyn” segir Leonard; Joel og Ethan Coen eru að vinna handrit úr nýjustu sög- unni, „Cuba Libre“, en það á eftir að koma í Ijós hvort þeir stýri mynd- inni. Aðspurður hvort einhver þrýsting- ur sé á að hann skrifi framhaldið af „Get Shorty“ á einhvern ákveðinn hátt vegna þess hversu vel myndinni var tekið, segir hann að svo sé ekki. Eftir að hafa unnið við skriftir í 45 ár er honum sama hvort úr verði bíó- mynd eða ekki. „Það sem ég lærði helst um miðjan níunda áratuginn var að taka Hollywood ekki of alvar- lega. Hitchcock sagði við handrits- höfundinn sinn, Ernest Lehman, þegar hann var að puða við Norðnorðvestur: Emie, þetta er bara bíómynd.“ Og þannig lítur Leonard á það nú til dags. Unnið meðal annars upp úr tímritinu Movieline.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.