Morgunblaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
I kvöld er dregið
I Vfkingalottóinu um
tugi milljóna króna!
Fáðu þér miða fyrir kl. 16 í dag.
FÓLK í FRÉTTUM
Brjóstahald-
arar gegn
brjósta-
krabbameini
FYRIRSÆTURNAR á mynd-
inni stilltu sér upp fyrir fram-
an tunnu sem komið var upp í
tilefni átaksins „brjóstahald-
arar gegn brjóstakrabba-
meini“ sem hófst í Hong Kong
á dögunum. Átakið mun
standa yfir í júlímánuði og
hvetur konur til að gefa
brjóstahaldara sína og vekja
þar með athygli á
brjóstakrabbameini. Brjósta- gerð veggteppis í líki Frelsis-
haldararnir verða notaðir við styttunnar.
MYNDBOND
Þegar er
farið yfir strikið
Kraftur: Orkuboltamynd
(Turbo: A Power Rangers Movie)
llruniu
y2
Framleiðendur: Jonathan Tzachor.
Leikstjórar: Shuki Levy, David
Winning. Handritshöfundar: Shuki
Levy og Shell Danielson. Kvik-
myndataka: Ilan Rosenberg. Tón-
list: Shuki Levy. Aðalhlutverk: Ja-
son David Frank, Catherine
Sutherland, Amy Jo Johnson,
Austin St. John, Johnny Yong
Bosch, Nakia Burrise, Hilary
Shepard. 90 mín. Bandaríkin. Skíf-
an 1998. Myndin er ekki við hæfi
mjög ungra bama.
Orkuboltamir eða „Power Ran-
gers“ eins og þeir heita á frummál-
T lHíiíQ
sælt sjónvarpsefni
vestan hafs og hafa
ævintýri þeirra náð
tvisvar að komast á
hvíta tjaldið. I
þetta skiptið þurfa
Orkuboltarnir að
hindra áætlun
hinnar illu geim-
drottningar Divatox, um að vekja
upp óvættinn Maligore.
Það er óhætt að segja að þessi
mynd sé sú lélegasta sem kemur út á
myndbandi á þessu ári. „Batman and
Robin“ og „Lost World“ fölna í ná-
vist þessarar ótrúlegu myndar. Sögu-
þráðurinn er hlægilegur og handritið
inniheldur marga gullmola sem unn-
endur lélegra mynda eiga eftir njóta
að endursegja. Förðunin er sérstak-
lega léleg, Lerigot, sem er lítill
galdrakarl sem hefur lykilinn að því
að vekja upp Maligore, er plastleg-
asta hetja sem litið hefur dagsins ljós
og sama má segja um heimska að-
stoðarmenn Divatox. Orkuboltamir
eru neonklæddar fimleikahetjur sem
geta sagt svalar setningai- ásamt því
að geta gert h'tið úr vondu körlunum
með „sniðugum" slagsmálabrögðum
og flottum aukahlutum. Ekki má
gleyma lokabardaganum þar sem
óvætturinn Maligore berst við sam-
einaðan mátt Orkboltanna (sem
minnir verulega á japanska vélmenn-
ið Voltron), en þar rifjast upp minn-
ingar um gömlu japönsku Godzilla
myndimar, þar sem menn í gúmmí-
fötum trömpuðu á pappírsborgum.
Einn einstaklingur stendur uppi sem
sigurvegari í þessari mynd en það er
Hilary Shepard, sem leikur Divatox,
en hún gæðir senumar sinar hall-
ærislegum krafti sem óneitanlega er
skemmtilegur. Unnendur vondra
mynda ættu að gleðjast yfir þessum
óskapnaði og í þeirra bókum ætti
hann örugglega fullt hús skihð.
Ottó Geir Borg
Safnar blaðburðarkerra
eða blaðburðarpoki ryki í geymslunni þinni ?
Þeir blaðberar, íyrrverandi og núverandi, sem eru með blaðburðarkerrur
og/eða -poka en þurfe ekki á að halda við blaðburð, vinsamlegast hafi samband
við áskriftardeild í síma 569 1122.
Við sækjum kerruna og/eða pokann til þín.
§®li0y|pinMnM!>