Morgunblaðið - 01.07.1998, Síða 56

Morgunblaðið - 01.07.1998, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 8040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ekki kom til neyðarástands á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík í nótt Ovissa um hversu margir draga uppsagnir til baka Forsætisráðherra boðar breytingar á löggjöf í haust Aðlögunarsamningurinn telst hluti af kjarasamningi hjúki-unar- fræðinga sem gerður var í fyrra og felur í sér nýja röðun í launa- ramma, m.a. með tilliti til mennt- unar, ábyi’gðar og hæfni. Tekur nýja launakerfið gildi frá og með 1. júlí. Hjúkrunarfræðingum verður skipað niður í þrjá launaramma, A, B og C, og munu um 75% hjúkrun- arfræðinga á spítulunum færast upp í B- og C-ramma en 25% verða í A-ramma, en það eru einkum ný- útskrifaðir hjúkrunarfræðingar og fólk sem vinnur almenn hjúkrunar- störf undir umsjón annarra. Ríkti mikil óánægja meðal hjúkrunar- fræðinga yfir því hversu margir v "lijúkrunarfræðingar lenda í A- ramma. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins felur samningurinn í sér nálægt 20% launahækkun fyrir meirihluta hjúkrunarfræðinga. Einnig var samið um nýtt fram- gangskerfi sem gefur kost á að færast upp innan hvers launa- ramma og á það að koma til fram- kvæmda 1. janúar nk. Skv. upplýs- ingum Geirs H. Haarde fjármála- ráðherra og Ingibjargar Pálma- dóttur heilbrigðisráðherra verður kostnaðarauki ríkisins vegna samningsins um 300 milljónir kr. Ekki áhrif á aðra hópa launþega Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í gærkvöldi að með sam- komulaginu væri að hluta til um að ræða lokaútfærslu á gerðum kjara- samningum en einnig kæmi til við- bótarkostnaður af hálfu ríkisins til að leysa deiluna. Astæðan fyrir því að samkomulagið var gert væri sú að í samningum ýmissa annarra stétta hefðu ýmsar sporslur og fleiri þættir verið felld inn í launa- grunninn, en slíku hefði ekki verið til að dreifa hjá hjúkrunarfræðing- um. „Pess vegna var staðan vand- meðfarin og erfið en við reyndum að gæta þess að halda þessu innan þeirra marka að boðlegt væri og viðunandi. Menn hafa væntanlega teygt sig til hins ýtrasta," sagði forsætisráðherra. Davíð kveðst ekki gera ráð fyrir því að samkomulagið muni hafa einhver áhrif á aðra hópa laun- þega. „Hins vegar þarf að endur- skoða reglur sem lúta að því með hvaða hætti kjarasamningar eru virtir. Þetta fyrirkomulag gengur ekki upp. Það er nauðsynlegt að huga að lagarammanum á nýjan leik og ég geri ráð fyrir að það verði gert á þinginu í haust,“ sagði Davíð. Aðspurður sagðist Davíð eiga við þætti í löggjöf sem gilti um starfsmenn hins opinbera. Koma þurfi í veg fyrir að deilur skapist þegar stai-fsmenn beita uppsögn- um af þessu tagi til að knýja fram breytingar og hafi kverkatak á hópum eins og sjúklingum, að sögn Davíðs. ■ Ekki gengið lengra/10-11 EKKI skapaðist neyðarástand á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík í nótt vegna uppsagna hjúkrunar- fræðinga en mikil óvissa ríkti á , ^jniðnætti um hversu margá^hjúkr- ^únarfræðingar ætla að draga upp- sagnir sínar til baka. Skv. upplýs- ingum hjúkrunarforstjóra sjúkra- húsanna höfðu margir dregið upp- sagnir til baka en mikill fjöldi hjúkrunarfræðinga var enn að hugsa sinn gang í nótt og fékk frest fram að hádegi í dag til að til- kynna ákvörðun sína. Viðtöl stóðu yfir fram eftir nóttu. I gærdag náðist kjarasamningur milli Félags íslenskra hjúkrunar- j^pfræðinga, ríkisins og Reykjavíkur- borgar sem var kynntur á vinnu- staðafundum á sjúkrahúsunum í gærkvöldi. Gætti óánægju meðal hjúkrunarfræðinga með samning- inn í gærkvöldi. „Fólk er að bíða eftir að komast í viðtal við sinn yf- irmann. yið verðum þvi frameftir nóttu og þetta verður ekki orðið ljóst fyrr en um hádegi,“ sagði Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri á Landspítalanum. Að sögn Önnu Stefánsdóttur var ekki útlit fyrir að neyðarástand kæmi upp í dag. Flestir fá nálægt 20% launahækkun Kaupaukinn reiknaður Morgunblaðið/Jim Smart STRAX eftir starfsmannafund á Sjúkrahúsi Reykja-. víkur í gærkvöldi, þar seni nýir samningar voru kynntir, hópuðust hjúkrunarfræðingar í kringum Margréti Tómasdóttur, hjúkrunarframkvæmdastjóra skurðlækningasviðs, og fjórar starfssystur hennar af öðrum sviðum, til að fá kaupaukann reiknaðan. Sjálfstæði dómstól- anna eflt NÝ DÓMSTÓLALÖG taka gildi í dag. Þau leysa af hólmi lög um Hæstarétt og I. kafla laganna um að- skilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði. Við samningu laganna var sérstaklega stefnt að því að styrkja stöðu og sjálfstæði dómstóla gagn- vart öðrum stoðum ríkisvaldsins og ákvörðunarvald þeirra um innri mál- efni. Til að ná þessum markmiðum eru gerðar þær breytingar helstai- að innri stjórnsýsla héraðsdómstólanna er að verulegu leyti falin dómstóla- ráði, fimm manna nefnd sem fer m.a. með fjárreiður héraðsdómstóla, ákveður fjölda dómara og annarra starfsmanna og setur almennar regl- ur um flutning á milli þeirra en sam- kvæmt lögunum verða héraðsdómar- ar ekki lengur skipaðir við ákveðinn dómstól. Önnur meginbreyting með lögun- um felst í skipan nefndar um dómara- störf. Hún setur almennar reglur um hvers konar aukastörf geti samrýmst embættisstörfum dómara og reglur um að hvaða marki samrýmanlegt sé embætti dómara að hann eigi hlut í félagi eða atvinnufyrirtæki. Nefndin tekur og við kvörtunum þeirra, sem telja að dómari hafi gert á hlut þeiira með störfum sínum. Þá breyta lögin nokkuð þeim skil- yrðum sem menn þurfa að uppfylla til að þá megi skipa í embætti hæsta- réttardómara, m.a. þurfa þeir nú að vera 35 ára og fallið er frá skilyrði um að hafa lokið lagaprófi með fyrstu einkunn. ■ Megintilgangur/28 ---------------- Starfsfólki Foldu og Snæ- fells sagt upp ÖLLU starfsfólki ullariðnaðarfyrir- tækisins Foldu á Akureyri hefur ver- ið sagt upp störfum. Að undanförnu hafa 47 manns verið á launaskrá hjá fyrirtækinu. Unnið verður að endur- skipulagningu reksti-ar fyrirtækisins á næstunni. Þá hefur Snæfell hf. sagt upp öllu starfsfólki sínu í Hrísey, en þar er m.a. rekin pökkunarstöð þar sem fiski er pakkað í neytendaumbúðir. Fyrh' dyrum standa breytingar á vinnufyrirkomulagi hjá fyrirtækinu en að sögn Arna Ólafssonar rekstr- arstjóra er markmið fyi’irtækisins að endurráða sem flesta starfsmenn og hugsanlega alla í júlímánuði. ■ Akureyri/16 Sólskinsstundir í Reykja- vík langt yfír meðallagi SÓLSKINSSTUNDIR í Reykjavík voru um 270 í júnímánuði eða nálægt ^70% yfir meðallagi, sem er 161 sól- skinsstund, og úrkoma mældist um 25 millimetrar, sem er langt undir meðallagi. Að sögn Trausta Jónsson- ar veðurfræðings er fjöldi sólskins- stunda með meira móti en þó eru bæði sólskinsstundir færri og úr- koma meiri en árið 1991. Meðalhiti '’^júnímánaðar í Reykjavík mældist '’^im 9 stig, sem er í meðallagi. Á Akureyri var meðalhiti í júní um 8 stig, sem er einni gráðu undir með- allagi. „Þetta er í kaldara lagi en þó ekki tiltakanlega, það var svipað hita- stig árið 1994 og 1973 og 1975,“ segir Trausti. Úrkoma á Akureyri mældist um 9 mm en er 28 mm að meðallagi. Á Raufarhöfn hefur verið í kald- ara lagi en þar var meðalhitastig júnímánaðar 4,7, sem er tæpum tveimur gráðum undir meðallagi, þar mældist úrkoma 18 mm en meðalúr- koma þar er 39 mm. Ekki voru komnar tölur yfir sólskinsstundir á Akureyri og Raufarhöfn í júní. Trausti segir þennan júnímánuð mjög líkan júní 1971 og júní 1952 hvað viðvíkur sólskini, hitastigi og úr- komu. Þurrast hafi verið við norðan- verðan Faxaflóa, Breiðafjörð og í inn- sveitum Norðurlands vestra, en enn hafi ekki borist úrkomutölur þaðan þannig að ekki sé unnt að gera sam- anburð milli ára enn. Veðurfar í Reykjavík í júní og meðallag Hiti meðallag í júní °C 12' 11°(— 10°[— 9“ 8° r 6° 4° ®> Úrkoma meðallag í júní mm 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 mm 100 90 80 70 60 50 50 40 30 20 10 r Sólskinsstundir í júní 270 meðallag A 161

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.