Morgunblaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA HM í Frakklandi Rúmenía - Króatía 0:1 Bordeaux, 16 liða úrslit, þriðjudaginn 30. júní 1998. Mark Króatíu: Davor Suker (45. vsp.) Markskot: Rúmenía 6 - Króatía 10 Skot framlijá: Rúmenía 4 - Króatía 10 Horn: Rúmenía 2 - Króatía 8 Rangstaða: Rúmenía 1 - Króatía 4 Rautt spjald: Enginn. Gult spjaid: Rúmenamir Gheorghe Popescu 44., Dan Petrescu 70., Ilie Adrian 82. og Króatarnir Zvonimir Boban 27 og Slaven Bilic 71. Dómari: Javier Castrilli frá Argentínu. Áhorfendur: Um 36.500. Rúmenia: 12-Bogdan Stelea; 2-Dan Petrescu (15-Lucian Marinescu 76.), 13- Liviu Cibotariu, 6-Gheorghe Popescu, 18- Iulian Filipescu; 8-Dorinel Munteanu, 10- Gheorghe Hagi (fyrirliði) (21-Gheorghe Craioveanu 57.), 5-Constantin Galca, 16- Gabriel Popescu (14-Radu Niculescu 61.); 9- Viorel Moldovan, 11-Adrian Ilie. Króatia: 1-Drazen Ladic; 4-Igor Stimac; 17-Robert Jarni, 6-Slaven Bilic, 20-Dario Simic, 13-Mario Stanic (15-Igor Tudor 83.); 21-Krunoslav Jurcic, 7-Aljosa Asanovic, 10- Zvonimir Boban (fyrirliði); 19-Goran Vlaovic (2-Petar Krpan 77.), 9-Davor Suker. Argentína - England2:2 (4:3) St Etienne: Mörk Argentínu: Gabriel Batistuta (6. - vsp.), Javier Zanetti (45.). Mörk Englands: Alan Shearer (10. vps.), Michaet Owen (16.). ■Leikurinn var framlengdur og síðan vítakeppni sem Argentína vann 4:3. Vítakeppnin 16-Sergio Berti (Arg.) skoraði 1:0 9-Alan Shearer (Engl.) skoraði 1:1 19- Hernan Crespo (Arg.) varið 1:1 4-Paul Ince (Engl.) varið 1:1 11- Juan Veron (Arg.) skoraði 2:1 15-Paul Merson (Engl.) skoraði 2:2 20- Mercelo Gallardo (Arg.) skoraði 3:2 20-Michael Owen (Engl.) skoraði 3:3 2-Roberto Ayala (Ai-g.) skoraði 4:3 8-David Batty (Engl.) varið 4:3 Skot á mark: Argentína 5 - England 6 Skot framhjá: Argentína 23 - England 14 Hom: Argentína 7 - England 7 Rangstaða: Argentína 6 - England 1 Rautt spjald: David Beckham (47.), Englandi. Gult spjald: Juan Veron (44.), Diego Simeone (47.), Matias Almeyda (73.) og Carlos Roa (121.), allir Argentínu. David Seaman (5.) og Paul Ince (10.), Englandi. Dómari: Kim Nielsen, Danmörku. Áhorfendur: 36.000. Argentína: 1-Carlos Roa; 14-Nelson Vivas, 2-Roberto Ayala, 3-Jose Chamot; 22-Javier Zanetti, 5-Matias Almeyda, 11-Juan Veron, 10-Ariel Ortega, 8-Diego Simeone (fyrirl.) (16-Sergio Berti 92.); 9-GabrieI Batistuta (19-Heman Crespo 69.), 7-CIaudio Lopez (20-Marcelo Gallardo 69.). England: 1-David Seaman; 12-Gary Neville, 5-Tony Adams, 2-Sol Campbell; 14-Darren Anderton (8-David Batty 98.), 7-David Beekham, 4-PauI Ince, 16-Paul Seholes (15-Paul Merson 79.), 3-Graeme Le Saux (6-Gareth Southgate 71.); 20- Michael Owen, 9-Alan Shearer (fyrirl.). Markahæstir 5 - Christian Vieri (Ítalíu), Gabriel Batistuta (Argentínu) 4 - Marcelo Salas (Chile), Luis Hemandez (Mexíkó) 3 - Thierry Heniy (Frakkl.), Cesar Sampaio (Brasilíu), Ronaldo (Brasilíu), Júrgen Klinsmann (Þýskal.), Oliver Bierhoff (Þýskal.), Davor Suker (Króatíu). NM U-17 ára kvenna Finnland - ísland 1:0 Onnur úrslit: Danmörk - Þýskaland...............1:4 Holland - Ítalía .................2:0 Noregur - Svíþjóð.................1:2 1 kvöld Bikarkeppni KSÍ, Coca Cola- keppnin, 16 liða úrslit,: Eskifjörður: KVA - Leiftur . . .20 Garður: Víðir - Víkingur .. . . .20 Kópavogur: Breiðablik - ÍR .. .20 Akureyri: Þór - ÍBV .. .20 KR-vöÍlur: KR - Valur .... . . .20 3. deild: Laugard.: Óðinn - Ármann .. .20 Seyðisfj.: Huginn - Einherji . . .20 Sindrav.: Sindri - Leiknir F. ...20 FRAKKLAND 98 HEIMSMEISTARAKEPPNIN U ARNÓR Guðjohnsen lék kveðjuleik sinn með Örebro á mánudaginn, þegar liðið vann Elfsborg 4:2. Einnig lék Dan Sahlin sinn síðasta leik með liðinu, sem er í öðru sæti í Svíþjóð með 21 stig eftir tólf umferðir. Pétur Marteinsson og samherjar hjá Hammarby, sem gerðu jafntefli við Helsingborg, 3:3, eru í efsta sæti með 23 stig, en Helsingborg er með 20. ■ DANIEL Andersson og Yksel Osmanovski, sóknarleikmenn sænska liðsins Malmö FF, eru á leiðinni til ítalska liðsins Bari, sem borgar 270 millj. ísl. kr. fyrir sóknardúettinn. ■ MIKIL gleði braust út í Zagreb höfuðborg Króatíu eftir sigur liðsins á Rúmenum í gær. Stórum sjónvarpsskjá var komið fyrir í miðborginni þar sem nokkur þúsund manns fylgdust með leiknum. Fókið hrópaði „Suker, Suker“ eða nafn þess sem skoraði sigui-markið og dönsuðu við lagið „I Feel Good“ eftir James Brown. ■ KRÓATAR mæta Þjóðverjum í fjórðungsúrslitum á laugardag og geta þeir fyrrnefndu þá hefnt ófaranna frá því á EM í Englandi fyrir tveimur árum. Þá unnu Þjóðverjar 2:1 í 8-liða úrslitum. Brottvisun © SergioBerti @1 Hernán Crespo ® Juan Verón © Marcelo Gallardo © RobertoAyala O AlanShearer (f|) Paul Ince © Paul Merson o MichaelOwen (^) David Batty DANSKI dómarinn Kim M. Ni- elsen sýnir David Beckham rauða spjaldið. Alan Shearer, fyrirliði Englands, og Paul Schoales eru ekki kátir með gang mála en Matias Al- meyda og Diego Simone, fyr- irliði Argentínu, fylgjast með. Gabriel Batistuta skoraði fyrir nýfæddan son sinn eins og hann lofaði Vrtakeppni varð Eng- lendingum enn að falli Þjálfarar Körfuknattleiksdeild IR óskar eftir þjálfurum fyrir nokkra af yngri flokkum deildarinnar næsta vetur. Skriflegar umsóknir, sem innihalda upplýsingar um aldur, menntun og reynslu sendist Karli Jónssyni, yfirþjálfara, Ystaseli 31 n.h., 109 Reykjavík, fyrir 13. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir Karl í síma 898 7292 eða Aðalsteinn Hrafnkelsson í síma 553 5066 eftir kl. 18.00. ENGLENDINGAR féllu úr heimsmeistarakeppninni á Ítalíu 1990 eftir að hafa tapað í vítakeppni í undanúrslitum. Sama varð upp á teningnum í Evrópukeppninni fyrir tveimur árum og út- ganga þeirra í yfirstandandi heimsmeistarakeppni varð á sömu lund í gærkvöldi, þegar grípa varð til vítakeppni í fyrsta sinn í þessari keppni. útfærða aukaspyrnu. Hins vegar varð vendipunkturinn þegar David Beckham braut á fyrirliðanum Di- ego Simeone, sem hafði áður brotið á Englendingnum. Beckham var vikið af velli en Argentínumaðurinn slapp með gult spjald. „Þetta var dýrkeypt,“ sagði Glenn Hoddle, landsliðsþjálfari Englands. „Og leik- urinn ótrúlegur." Gabriel Batistuta gerði fimmta mark sitt í keppninni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu þegar á sjöttu mínútu. Á mánudag ól kona hans honum þriðja soninn og þá sagðist hann ætla að skora honum til heið- urs. Miðherji Fiorentina fagnaði markinu með því að vagga ímynd- uðu barni en sagðist ekki hafa hugs- Englendingar fóru á kostum á móti Argentínu í fyrri hálfleik, voru yfir, 2:1, eftir stundarfjórðung en sofnuðu á verðinum nokkrum sekúndum fyrir hlé og Argentínu- menn, sem gerðu fyrsta markið, jöfnuðu með frábæru marki eftir vel að um að verða markakóngur. „Ég hugsaði aðeins um að sigra.“ Alan Shearer jafnaði úr víti fjór- um mínútum síðar eftir að brotið hafði verið á táningnum Michael Owen, leikmanni Liverpool. Owen, sem er 18 ára og var kjörinn maður leiksins, gerði algert gull af marki eftir stundarfjórðungs leik; fékk boltann við miðju, sólaði tvo mótherja upp úr skónum á leið sinni á ofsahraða inn í vítateig mótherj- anna þar sem hann skoraði af öryggi með hægri fæti í gagnstætt horn. Javier Zanetti jafnaði rétt áður en flautað var til hálfleiks. Batistuta hljóp yfir boltann í aukaspyrnu frá hægri til vinstri, Juan Veron kom frá vinstri og sendi fram á Zanetti sem var kominn inn í teiginn og skoraði glæsilega með hægri fæti. Glæsilegt. Seinni hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu. Englendingar stóðu sig eins og hetjur en víta- keppnin varð þeim ofviða. „Við gát- um ekki beðið um meira frá leik- mönnunum," sagði Hoddle. „Ég veit ekki hvað þetta er, örlög eða hvað, en allt var okkur í mót. En þetta er ekki tími afsakana heldur getum við verið hreyknir af Englandi og frammistöðu liðsins." Daniel Passarella, þjálfari Ar- gentínu, sagði að næst væri það Hol- land en erfið hindrun væri að baki. „Þjóð okkar beið í ofvæni eftir þess- um leik og óskaði þess að Argentína færi áfram. Gleðin er mikil en þetta var mjög erfítt.“ Hann sagði líka að erfítt hefði verið að ákveða að láta Hernan Crespo inn á í staðinn fyrir Batistuta í seinni hálfleik. „Crespo nær yfirráðum á tilteknu svæði og tekur áhættu. Þegar mikið liggur við þarf að taka ákvarðanir sem stundum ganga upp og stundum ekki.“ Batistuta lét skiptinguna ekki á sig fá. „Við erum 22 í hópnum og að þessu sinni var komið að mér að fara af velli. Það breytir engu, við sigi’uðum og erum mjög ánægðir." MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 B 3 Reuters Iordenescu, þjálfari Rúmena. „Ég get fullyrt að við Rúmenar munum halda með Króötum í 8 liða úrslitum og út keppnina. Þeir eru með mjög gott lið.“ Miroslav Blazevic, þjálfari Króata, sagði að árangur landsliðs- ins væri sá besti hingað til. „Ég er mjög stoltur af liðinu mínu. Leik- menn gáfu sig að fullu í verkefnið í allar 90 mínúturnar og þannig á það líka að vera. Okkar litla þjóð hefur aldrei áður náð slíkum úrslitum og þetta er því stór dagur í lífi króat- ísku þjóðarinnar. Við munum leggja okkur fram við að vinna Þjóðverja í næstu umferð. Þjóðverjar eru vinir okkar og það er ekkert sætara í íþróttum en sigra vini sína,“ sagði Blazevic. Þess má geta að Þjóðverj- ar hafa unnið alla fjóra leikina sem þeir hafa spilað gegn Króötum. Stáltaugar Sukers KRÓATAR sigruðu Rúmena 1:0 í Bordeaux í gær og mæta Þjóðverjum í 8 liða úrslitum í Lyon á laugardag. Framherjinn Davor Suker, sem leikur með Real Ma- drid, gerði sigunnarkið úr víta- spyi’nu á lokamínútu fyrri hálfleiks. Króatar voru mun betri og áttu sig- urinn fyllilega skilinn. Besti leik- maður Rúmena var markvörðurinn Bogdan Stelea, sem kom í veg fyrir stærra tap sinna manna. Vítaspyrnudómur argentínska dómarans Javiers Castrillis var um- deildur, en hann dæmdi vítið vegna brots Gabriels Popescus á Aljosa Asanovic innan vítateigs. Suker þurfti tvívegis að taka vítaspyrnuna því í fyrra skiptið var spyrnan dæmd ógild vegna þess að samherji hans var innan vítateigs er hann spyrnti. En Suker sýndi að hann er með stáltaugar og brást ekki boga- listin í síðara skiptið og skoraði af öi’yggi í hægra hornið eins og í fyrra skiptið. Þetta var þriðja mark hans í keppninni. „Síðari vítaspyrnan tók svolítið á taugarnar og ég fann að hjartað sló aðeins hraðar. En við sigruðum og það er fyrir öllu. Við gáfum allt sem við áttum í þennan leik og kannski örlítið meira en það,“ sagði Suker. Ki’óatar ei’u að taka þátt í fyrsta sinn í úrslitakeppni HM, en þeir hlutu sjálfstæði frá sameinaðri Jú- góslavíu árið 1991. Liðið hefur ekki tapað nema fjórum leikjum í rúm tvö og hálft ár þannig að árangur liðsins í Frakklandi þarf ekki að koma á óvart. „Króatar verðskuluðu sigur því þeir voru miklu betri,“ sagði Anghel Páll fer til Essen PÁLL Þórólfsson, landsliðsmað- ur í bandknattleik, fer til þýska liðsins Essen, þegar æfingar hefjast í lok júlí, og vonast til að gera sanining við liðið. „Ekkert er öruggt fyrr en skrifað hefur veriö undir en Þjóðverjarnir væru ekki að bjóða mér út ef einhver alvara fylgdi ekki máli,“ sagði Páll við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Hann sagð- ist hafa verið í sambandi við þýska félagið undanfarna tvo mánuði og þetta hefði verið nið- urstaðan en áréttaði að Aftureld- ing hefði sýnt sér mikla biölund. „Afturelding getur varla beðið mikið lengur, því júlí þykir seint á þessum inarkaði, en ég fer út með Patreki [Jóhannessyni, leik- manni Essen] 24. eða 25. júlí, æfi með liðinu í viku og síðan verður tekin ákvörðuu um framhaldið.“ Reuters Gleði og sorg FÖGNUÐUR Króata var mikill þegar lokaflautið gall og að sama skapi voru vonbrigði Rúmena gríðar- leg, enda var þetta fyrsta tap liðsins í keppninni, bæði riðlakeppninni og úrslitakeppninni. Það er Li- viu Cibotariu, leikmaður Rúmena, sem starir á fagnandi Króata og trúir því varla að lið sitt sé úr leik. Hreinlæti Japana og Kóneumanna til fyrirmyndar FoiTáðamenn Alþjóða knattspyrnusam- bandsins, FIFA, hafa lýst yfir mikilli ánægju með framkomu áhangenda iands- liða Japans og Suður-Kóreu á HM í Frakk- landi. Þeir séu til fyrirmyndar, jafnt innan sem utan vallar. Talsmaður FIFA, Keith Cooper, sagði að framkoma áhangendanna væri glæsiiegur vitnisburður uni lönd og bjóðir Asíu og gæfi fögur fyrirheit fyrir HM 2002, en hún verður einmitt haldin í löndunum tveiniur, Japan og Suður-Kóreu. Hreinlæti gestanna frá Asíu hefur vakið mikla athygli og jafnvel furðu. Þannig hafa þeir til siðs að þrífa allt rusl eftír sig og pakka í plastpoka, allt frá flugmiðuni til drykkjaríláta. Cooper sagði að FIFA hefði tekið eftir þessu. „Stæði þessara áliorf- enda hafa jafnvei verið hreinni eftir leiki eii fyrir þá,“ sagði hann brosandi. „Slíkt er til eftirbreytni hvar sem er í heiminum og við megum því eiga von á hreinum og snyrtilegum leikvöngum eftir fjögrir ár.“ Fyrsta tap Rúmena á HM RlAlENAR töpuðu fyrsta leiknum í heims- mojstarakeppninni er þeir biðu lægri lilut fyrir Króötum í 16-liða úrslitum í gær. Rúinenar, sem voru í riðli með Islending- um, voru fyrstir til að tryggja sér sæti í úr- slitakeppninni í Frakklandi, unnu alla leik- ina í riðlinuin nema einn - á móti Makedón- íu sem endaði með jafutefli. Síðan fór liðið í gegnum riðlakeppnina í Frakklandi án þess að tapa, tveir sigrar og eitt jafntefli. 21. OPNA m MOTIÐ Golfklúbbur Reykjavíkur gengst fyrir opnu golfmóti í Grafarholti fyrir alla kylfinga, 15 ára og eldri, dagana 4. og 5. júlí 1998 Leikin verður punktakeppni - Stableford - með 7/8 forgjöf, tveir og tveir leika saman betri bolta. Hámarksgefin forgjöf er 18. 25 efstu sætin gefa verðlaun. Utanlandsferðir auk ýmissa nytsamlegra og fallegra hluta. Ford KA að verðmæti kr. 998.000,- fyrir þann sem fer holu í höggi á 17. braut. Fjöldi aukaverðlauna. /j /Á/s/Ö/n/® Þátttökugjald er kr. 5.000.- á mann. Tveir skrá sig saman í lið. Skráning og pantanir á rástímum er í síma 587 2215. Skráningu lýkur föstudaginn 3. júlí kl. 16.00. NATURAL COSMETICS 4 4 SMITH & NORLAND URVAL-UTSYN SOUUiNG TEPPABtJÐlN OgU( SIMINN □ Olíufélagið hf FLUGLEIÐIR Traustur (slettskurferðafélagi VAKA-HELGAFELL Síðumúla 6 - sími 550 3000 GOLFVERSLUN Sigurðar Péturssonar Grafadiolti Reykjavlk FRÓDI TAÚTGÁF IE Hótel BARBRÓ Akranesi __ Reidhjólaverslunin. BÓKA & BLAEAÚTGÁFA ORNINNW* STOFNAO102S □ BRIMB0RG KJARNAFÆÐi FANNAR - VERÐLAUNAGRIPIR SÍMI 551 6488, FAX 552 7594

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.