Morgunblaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 4
Keilis- fólkið trónir á toppnum BJÖRGVIN Sigurbergsson og Ólöf María Jónsdóttir, kylfing- ar úr Keili, eru efst í stiga- keppni sumarsins til landsliða karla og kvenna er tveimur mótum um af sex er lokið í ís- lensku mótaröðinni. Bæði eiga þau titil að verja. jörgvin hefur leikið vel í sumar og sigrað í báðum mótunum, en það fyrra fór fram á Hellu 6. og 7. júní sl. Keilismenn hafa því verið áberandi efst á verðlaunapallinum, en Olöf María varð að sætta sig við annað sætið er Ragnhildi Sigurðar- dóttur, reyndum kylfingi úr GR, tókst að skáka Islandsmeistaran- um á Heliu. Þórður Emil Ólafsson, íslands- meistarinn frá Akranesi, og Akur- eyringurinn Sigurpáll Geir Sveins- son, fyrrum Islandsmeistari, veita Björgvini harða keppni. Sigurpáll hefur leikið best, ef miðað er við meðalhöggafjölda á hverjum átján holu hring. Hann leikur hvem hring á 2,2 höggum yfir pari að jafnaði, en Þórður Emil er á 2,6 höggum yfir pari. Björgvin, sem nú er efstur, leikur á 3,6 höggum yfir pari að meðaltali. Þeir Kristinn G. Bjamason, GR, og Davíð Jónsson, GS, hafa aðeins tekið þátt í fyrsta móti sumarsins á Hellu og hafa báðir leikið átján holur á 2,66 högg- um yfir pari að jafnaði. Landsliðið er þó ekki valið eftir meðalhöggafjölda, heldur fá kylfingamir aukastig ef þeir lenda í einu af þremur efstu sætunum í tilteknu móti. A landsmótinu í holukeppni höfðu aukastigin aukið vægi, því þar var leikið samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi eftir tvo hringi í undankeppni. Sömu sögu er að segja frá keppni í kvennaflokki. Efsti kepp- andinn, Ólöf María, hefur ekki lægsta meðalhöggafj öldann. Hún leikur á átta höggum yfir pari, en Ragnhildur leikur að jafnaði á 7,8 höggum yfir pari. Herborg Arnars- dóttir, GR, er í þriðja sæti með 8,8 högg yfir pari að meðaltali og Þór- dís Geirsdóttir, Keili, er á níu höggum yfir pari. TVeimur kylfingum hefur tekist að leika átján holur undir pari, Þórði Emil og Erni Ævari Hjartar- syni frá Suðurnesjum. Sá síðar- nefndi lék annan hringinn á Strandarvelli á Hellu á 68 höggum, tveimur höggum undir pai-i, en Þórður Emil lék sama hring á 69 höggum. Morgunblaðið/Frosti BJÖRGVIN Sigurbergsson hefur fimmtán stiga forskot á íslands- meistarann, Þórð Emil Ólafsson, í íslensku mótaröðinni. Næsta stigamót fer fram á Hólmsvelli í Leiru síðustu helgina í júlí - tíu dögum fyrir landsmótið, sem fer fram á sama stað. Því má búast við að Suðurnesjamennirnir fari að láta að sér kveða. Þeir Örn Ævar, Helgi Birfdr Þórisson og Davíð Jónsson. Árangur 15 efstu karla og 5 efstu kvenna í stigamótum GSÍ til þessa Staða f} Sí - f\ " A n keppni Kylfingur, golfklúbbur 1. cn CT) :0 X sti c s. gai HR Pa C3 g nót Str '70 o> o> :0 X G! and - §. 51, e arvc :r- ö S i.-7. Ilur r1 o> o> :0 X jún a í O S La 19 o> o> :0 X I +/- par rb q. >mc • jú 3ar CJ £ >tí lí, G n o> o> :0 X ho R, < C §. *í uk< 3raf 3 73 i >ppni arholt STIG f. sæti STIG f. sæti STIG samt. Meðalfjöldi högga yfir pari vallar 1. Björgvin Sigurbergsson, GK 70 0 26 71 +1 25 72 +2 24 79 +8 19 78 +7 20 20 10 144 +3,6 2. Þórður Emil Ólafsson, GL 72 +2 24 69 -1 27 73 +3 23 77 +6 27 74 +3 24 4 6 129 +2,6 3. Sigurpáll Sveinsson, GA 70 0 26 73 +3 23 71 +1 25 74 +3 24 75 +4 23 2 3 126 +2,2 4. Sveinn Sigurbergsson, GK 76 +6 20 74 +4 22 74 +4 22 75 +4 23 74 +3 24 10 121 +4,2 5. Ólafur Már Sigurðsson, GK 77 +7 19 75 +5 21 76 +6 20 76 +5 22 77 +6 21 15 118 +5,8 6. Birgir Haraldsson, GA 74 +4 22 74 +4 22 75 +5 21 75 +4 23 79 +8 19 4 111 +5,0 7. (var Hauksson, GKG 75 +5 21 73 +3 23 74 +4 22 77 +6 21 79 +8 19 4 110 +5,2 8. Helgi Birkir Þórisson, GS 71 +1 25 77 +7 19 75 +5 21 80 +9 18 75 4-4 23 2 108 +5,2 9. Öm Ævar Hjartarson, GS 77 +7 19 68 -2 28 72 +2 24 79 +8 19 81 +10 17 107 +5,0 10. Sæmundur Pálsson, GR 77 +7 19 75 +5 21 76 +6 20 73 +2 25 81 +10 17 2 104 +6,0 11. Björgvin Þorsteinsson, GA 77 +7 19 76 +6 20 78 +8 18 74 +3 24 77 +6 21 2 104 +6,0 12. Hjalti Pálmason, GR 70 0 26 73 +3 23 75 +5 21 81 +10 17 83 +12 15 102 +6,0 13. Ottó Sigurðsson, GKG 79 +9 17 77 +7 19 71 +1 25 75 +4 23 82 +11 16 2 102 +6,4 14. Tryggvi Pétursson, GR 75 +5 21 81 +11 15 73 +3 23 77 +6 21 78 +7 20 2 102 +6,4 15. Auðunn Einarsson, GÍ 75 +5 21 74 +4 22 74 +4 22 81 +10 17 79 +8 19 101 +6,2 1. Ólöf Maria Jónsdóttir, GK 79 +9 19 82 +12 16 72 +2 26 77 +6 21 82 +11 16 20 6 124 +8,0 2. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 74 +4 24 81 +11 17 72 +2 26 76 +5 22 88 +17 10 10 70 119 +7,8 3. Herborg Arnardóttir, GR 72 +2 26 80 +10 18 82 +12 16 81 +10 17 81 +10 17 15 3 112 +8,8 4. Þórdís Geirsdóttir, GK 76 +6 22 83 +13 15 77 +7 21 76 +5 22 85 +14 13 7 100 +9,0 5. Katla Kristjánsdóttir, GR 86 +15 12 86 +15 12 4 28 +15,0 IÞROTTAMANNVIRKI Öll íþróttamannvirki lands- ins skráð á einum stað „ÉG lýsi yfir ánægju minni og okkar hjá fþróttasambandinu með þá vinnu sem Mannvirkja- nefnd ÍSÍ hefur unnið við skráningu á íþróttamannvirkj- um á íslandi. Þetta kemur íþróttahreyfingunni að miklu gagni. Hér liggja fyrir á einum stað miklar upplýsingar, sem koma þeim að ómetanlegu gagni sem vinna við og að upp- byggingu eða viðhaldi á íþróttamannvirkjum," sagði Ellert B. Schram, forseti fþróttasambands Islands, þegar Mannvirkjanefnd ÍSÍ kynnti í gær skráningu á íþróttamann- virkjum á fslandi í öllum íþróttagreinum og hjá öllum sveitarfélögum landsins. Verkið hefur verið unnið sl. fimm ár í samvinnu við mennta- málaráðuneytið. Logi Kristjáns- son, formaður mannvirkja- nefndar, sagði að nefndin væri aðeins að skila ákveðnum áfanga. „Það er mikilvægt að viðhalda þessu starfí, halda áfram á sömu braut.“ 750 íþróttamannvirki víðs vegar um landið eru á skrá, en 90 mannvirki hafa verið aflögð að undanförnu. Skráin yfir mannvirkin var formlega opnuð á heimssíðu ÍSÍ á netinu - slóð www.toto.is - í gær af Ellert B. Schram, sem sagði við það tæki- færi: „Þetta er létt verk,“ þegar hann smellti á tölvumúsina og bætti síðan við: „Hér opnast nýr heimur, sem á eftir að koma mörgum að gagni.“ Þess má geta að önnur Norð- urlönd eru nú að vinna að skráningu íþróttamannvirkja. Clinton sár yfir tapj fyr- ir íran BILL Clinton Bandaríkja- forseti viðurkenndi í viðtali í gær að tap bandariska liðsins fyrir fran hefði ver- ið sár vonbrigði. „Betri að- ilinn vann leikinn, svo ein- falt var það.“ Ummæli Clintons féllu í viðtali við útvarpsstöð í Shanghai, en liann er sem kunnugt er í tveggja vikna opinberri heimsókn til Kína. „Ekki hefur verið mikil vinátta á milli írans og Bandaríkjanna í gegn- um tíðina,“ viðurkenndi foi-setinn, en bætti svo við: „Leikurinn var þó prúð- mannlega leikinn og snerist aðeins um íþróttir. Þar höfðu íranar vinninginn, en áhorfendur urðu vitni að frábærum leik.“ Clinton sagði að eftirlæt- is íþrótt sín væri golf og viðurkenndi, að hann væri li'till sérfræðingur í knatt- spyrnufræðum. Hann sagð- ist þó telja Brasilíumenn sigurstranglega á HM. „Ég hef séð marga leiki með þeim í gegnum tíðina og þeir eni alltaf erfiðir viður- eignar.“ Charlton fékk áminningu BOBBY Charlton hefur loks fengið staðfestingu hjá Alþjóðaknatt- spyrnusambandinu, FIFA, á því að hafa fengið áminningu frá dómara á ferli sínum með enska landsliðinu í knattspyrnu. Var hún rakin til undanúrshtaleiks Englands og Ar- gentínu í heimsmeistarakeppninni árið 1966, þegar Englendingar urðu heimsmeistarar. Charlton vissi ekki að hann hefði fengið tiltal frá dómara leiksins, Þjóðverjanum Rudolf Kreitlein, vegna ringulreiðarinnar sem ríkti innan vallar eftir misskilning og samskiptaörðugleika á milli leik- manna og dómara. Öll lætin hófust eftir að fyrirliði Argentínu, Anton- io Rattin, neitaði að yfirgefa völlinn þegar hann var rekinn af velli. Lögreglan var kölluð inn á völlinn og átta mínútna hlé var gert á leiknum. Gul og rauð spjöld tíðkuðust ekki í þá daga, en voru tekin í notk- un í heimsmeistarakeppninni árið 1970 í Mexíkó. Sagan segir að spjöldin hafi verið fundin upp af eftirlitsmanni leiks Englands og Argentínu, er bifreið hans nam staðar við umferðarljós eftir um- ræddan leik. Á ráðstefnu FIFA síðastliðið haust spurði Charlton hvort hann hefði nokkum tíma fengið áminn- ingu í landsleik. Hann vissi að hann hefði fengið áminningu í ensku deildarkeppninni eftir að hafa mis- skilið bendingar dómarans um framkvæmd aukaspyrnu. „Við leit- uðum í gagnasafni FIFA og sáum að Charlton hefði vissulega fengið áminningu, en hann varð ekki var við hana sjálfur,11 sagði Keith Cooper, talsmaður FIFA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.