Morgunblaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 1
 f KNATTSPYRNA / HM I KNATTSPYRNU HM í FRAKKLANDI 1998 - ÚRSLITASLAGURINN LEIKIÐ UM TITILINN Sunnudagur, 12. júlí (París, kl. 19.00) mmwnahm Föstudagur, 3. júlí ÍTALÍA - FRAKKLAND (París, kl. 14.30) Föstudagur, 3. júlí BRASILÍA - DANMÖRK (Nantes, kl 19.00) Laugardagur, 4. júli ÞÝSKALAND - KRÓATÍA (Lyon, kl. 19.00) Laugardagur, 4. júlí HOLLAND - ARGENTÍNA (Marseille, kl. 14.30)___ LEIKIÐ UM 3. SÆTIÐ ’ Laugardagur, 11. júlí (París Parc, kl. 19.00) Nw^u»~..im.mi, II,II I III I ■ i. I'l 'I'X Miðvikudagur, 8. júli (París, kl. 19.00) ÍSLENSKA MÓTARÖDIN í GOLFI: KEILISFÓLKK) TRÓNAR Á TOPPNUM / B4 Fimmtudagur, 7. júli _ (Marseille, kl. 19.00) FRAKKLAND 98 Æfingin skapar meisfarann ARGENTÍNA vann England 4:3 í vítakeppni eftir að staðan hafði verið jöfn, 2:2, að loknum framlengdum leik í 16 liða úrslitum Heimsmeistarakeppninnar í knatt- spyrnu í St. Etienne í Frakklandi í gærkvöldi. Fyrri hálfleikur var frábær, hratt og markvisst spil og mörk eins og þau gerast best, en kaflaskipti urðu eftir að David Beckham var vildð af velli á 47. mínútu. Englendingar urðu að bakka og gerðu vel að halda fengnum hlut en Argentínumenn, sem hafa æft vítaspyrnur reglulega, sýndu í vítakeppninni án Gabriels Batistutas, helsta vítaspyrnusér- fræðings liðsins sem var farinn af velli, að æfingin skapar meistarann. Það á jafnt við um þá sem tóku vítin og, ekld síður, um markvörðinn Carlos Roa, sem varði m.a. þrjár vítaspyrnur fyrir Mallorca í víta- spyrnukeppni úrslitaleiks spænsku bikarkeppninnar í maí. Frammi- staða hans þá nægði ekki til sigurs þar sem Barcelona varð meistari en í gærkvöldi varði hann tvö víti og gerði gæfumuninn. „Þetta er erfið- ur biti að kyngja og við erum ger- samlega örvinglaðir en engu að síð- ur hreyknir af frammistöðu liðsins," sagði Glenn Hoddle, landsliðsþjálf- ari Englands. mrnmmhm* fMwgiiftiMiittfr 1998 MIÐVIKUDAGUR 1. JULI BLAD Reuters CARLOS Roa, markvörður Argentínu, varði tvær vítaspyrnur í vítakeppninni við England í gærkvöldi og tryggði þar með Argentínu sæti í átta liða úrslitum HM. Samherjar hans, Nelson Vivas til vinstri og Sergio Berti til hægri, kunnu vel að meta tilþrif Roas eftir að hann hafði varið fimmtu vítaspyrnu Englendinga, sem David Batty tók, en áður hafði hann varið frá Paul Ince. Mörg hundrnð leikmenn losna ídag á Englandi BÚIST er við geysilegum önnum hjá félagaskipta- nefnd enska knattspymusambandsins í dag þegar samningar renna út hjá yfir sex hundruð atvinnu- mönnum þar í landi. Margir kunuir kappar fá lausan samning í dag og geta farið til hvaða liðs sem er. Eftir Bosman-málið, þar sem réttur leikmanna gagnvart félagsliðum var viðurkenndur, hefur sí- fellt færst í vöxt að leikmenn fari á milli félaga með lausan samning, þ.e. án þess að greiðsla fáist fyrir þá. Fræg dæmi um þetta má nefna frá seinni tíð: Gianluca Vialli för frá Juventus til Clielsea og hirti söluhagnaðinn sjáifur og hið sama má segja um Brian Laudrup, sem nýgenginn er til liðs við Chelsea eftir nokk- urra ára dvöl hjá Glasgow Rangers. Meðal leikmanna, sem fá frjálsa sölu í dag má nefna Steve Staunton, Aston Villa, Peter Beardsley, Bolton, Dar- ren Peacock, Newcastle, Gary Mabbutt, Tottenham, og Shaka Hislop, Newcastle. Svissneskir meistarar mæta Svissneska drengjaliðið Signal tekur þátt í Essó- knattspyrnumótinu sem verður sett á Akur- Anna ^ 1 kvöld- Bjamadóttir Svissneska lið- skrífar ið vann meist- frá Sviss arakeppnina í knattspyrnu í Genf í sínum aldursflokki í byrjun júní. Urslit mótsins réð- ust í síðasta leiknum. íslending- urinn Þórður Karlsson, mark- vörður liðsins, lék þá úti í fyrsta sinn og skoraði mark sem stuðl- aði að sigri liðsins í keppninni. Liðið ákvað í haust að taka þátt í Essó-mótinu. Foreldi-ar ásamt leikmönnum hafa verið duglegir við að safna í ferðasjóð og fótboltakapparnir fengu nokkurra daga frí úr skóla til að komast á mótið á Islandi. Sviss- neska dagblaðið Tribune de Geneve sagði frá fyrirhugaðri Islandsferð í síðustu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.