Morgunblaðið - 12.08.1998, Side 1
= HÉÐINN =
VERSLUN
SELJAVEGI 2 SÍMI 510 4100
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998
BLAD
Afiabrögð
4 Aflayfirlit og
staðsetning
fiskiskipanna
Viðtal
5 Rækjuverk-
smiðjan Dögun
á Sauðárkróki
sótt heim
Markaðsmál
6 Framtíð
verksmiðjuskipa
nna til umræðu á
Bandaríkjaþingi
Rannsóknír
7 Heilsufar
þorskfiska
VEL SNYRTUR UM BORÐ
Ljósmynd/iÞorgeir Baldursson
•MENN vilja ekki sfður vera vel
snyrtir úti á rúmsjd en (Iandi. Sig-
urður Dagbjartssou, sem verið hef-
ur eftirlitsmaður Fiskistofu um
borð í Eyborgu EA undanfarnar
vikur sem er á raekjuveiðum á
Flæmingjagrunni, brást því vel við
þegar Guðbjart Bjarnason, vúl-
stjóra, vantaði klippingu. Eins og
glöggt, má sjá stóð Sigurður fag-
mannlega að verki enda skín ein-
beitnin úr svip hans. Að sögn Birg-
is Siguijónssonar, útgerðarmanns
Eyborgarinnar, er skipið nú í sín-
um þriðja og síðasta veiðitúr á
Fiæmska hattinum, og er væntan-
legt heim um mánaðamótin og fer
þá annaðhvort í Smuguna eða á
heimamið. „Það er svo sein ekki úr
mörgu að velja. Þetta hefur verið
ágætis kropp í rækjunni og er
skipið nú að ljúka við að veiða 300
tonna rækjukvóta, sem við leigðum
til okkar.“
5,-
i
Lágl gengi japanska jensins
skilar lægra afurðaverði
FALLANDI gengi jap-
anska jensins hefur skilað
útflytjendum íslensks sjáv-
arfangs lægra afurðaverði í
krónum talið, en slæmt
efnahagsástand í Asíu hefur að öðru leyti ekki haft áhrif á sölu íslensks sjávar-
fangs í álfunni að sögn Kristjáns Hjaltasonar, framkvæmdastjóra markaðs- og
þjónustumála hjá Sölumiðstöð hraðfiystihúsanna, en SH hefur síðustu árin flutt
talsvert af sjávarafurðum til Asíu, einkum Japans
Hefur ekki dregið úr
sölu íslensks sjávarfangs
Gengi japanska jensins hefur ekki
verið lægra gagnvart Bandaríkjadal
síðan í ágúst 1990. Jenið hefur lækkað
um 10% gagnvart íslensku krónunni
síðasta hálfa árið. Kristján segir
gengislækkunina skila færri krónum
fyrir afurðimar en hins vegar hafi
salan ekki dregist saman vegna
efnahagsástandsins. Hann segir sölu
sjávarafurða til Asíu engu að síður hafa
dregist saman á árinu en það stafi
einungis af minni veiði á helstu
útflutningstegundum á íslandsmiðum.
Minna hafi verið flutt út af loðnu til
Japans í vor, samdráttur hafi orðið
bæði í veiðum og kvóta á grálúðu, auk
þess sem rækjuveiði hafi verið léleg og
útflutningur á skelrækju til Japans því
minni en áður. Aftur á móti hafi
útflutningur á karfa til Japans aukist
nokkuð vegna betri veiði á
Reykjaneshrygg.
Neytendur óöruggari og spara við
sig í innkaupum
Kristján segir ennfremur að minni
kaupgeta japanskra neytenda bitni
seinna á íslenskum sjávarafurðum þar
sem þær séu tiltölulega ódýrar. „Þrátt
fyrir efnahagsástandið í Asíu er
markaðurinn nokkuð sterkur og verð
er svipað í jenum og fyrir ári. Það sem
við heyrum hins vegar af markaðnum
er að ótryggt efnahagsástand gerir
neytendur óöruggari og þeir spara við
sig í innkaupum. Við höfum hins vegar
ekki fundið fyrir því vegna þess að
okkar fiskur er almennt fyrir
tiltölulega hefðbundna neyslu og því í
ódýrari kantinum. Því má reikna með
því að við verðum seinna fyrir barðinu
á slæmu efnahagsástandi en
framleiðendur dýrari afurða sem selja
fisk inn á dýra sushi-bari og þess
háttar,“ segir Kristján.
SH hefur einnig selt sjávarafurðir til
Taívans og segir Kristján að þar hafi
markaðir verið að ná sér eftir
gengisfellingu á taívanska dollarnum
fyrir einu ári. „Menn urðu nokkuð
óöruggir í grálúðunni eftir þann skell
og verð féll þar á liðnu ári.
Markaðurinn í Taívan hefur hins vegar
verið að ná sér á strik og verð hækkað
það sem af er þessu ári,“ segir
Kristján.
Fréttir
Flyija má inn
mlarkarfann
•BANNI við innflutningi á
ferskum nflarkarfa til Evr-
ópu, sem sett var á um síð-
ustu áramót, hefur nú verið
aflétt. Innflutningsbannið
hafði ekki teljandi áhrif á
markaði islenskra söluaðila í
Evrópu, en að sögn Péturs
Edvinssonar, framkvæmda-
stjóra söluskrifstofu SH í
Belgíu, varð á hinn bóginn
vart aukningar í sölu á fryst-
um flökum á meðan á bann-
inu stóð./2
Enginn kvóti
á gulllaxinn
•Ekki hefur verið rætt um að
setja kvóta á gulllaxveiðar á
næsta fiskveiðiári, að sögn
Árna Kolbeinssonar, ráðu-
neytisstjóra í sjávarútvegs-
ráðuneytinu. A þessu fisk-
veiðiári hafa veiðst tæplega
12 þúsund tonn af gulllaxi, en
Hafrannsóknastofnunin hefur
lagt til að aflinn á næsta fisk-
veiðiári fari ekki yfir sex þús-
und tonn./2
Batnandi
humarveiði
•HUMARVERTÍÐ er nú á
síðasta snúningi og hefur
veiðin gengið vel á flestum
veiðisvæðum. Enn kvarta
menn þó yfir smáhumri á
austari veiðisvæðum en eru
bjartsýnir á að þar nái
humarstofninn sér vel á strik
á næstu árum. Humarbátar
eru almennt fyrr búnir með
kvóta sína samanborið við síð-
asta ár og hafa síðustu vikur
veitt kvóta sem fluttur var frá
síðasta fiskveiðiári. Bjartsýni
ríkir með batnandi humar-
veiði á næstu árum eftir tals-
verða lægð síðustu vertíð-
ar./3
Uppsagnir hjá
Fiskifélaginu
•EFTIR að þær breytingar,
sem samþykktar voru á síð-
asta aðalfundi Fiskifélags Is-
lands á uppbyggingu þess,
munu taka gildi um næstu
áramót er aðeins gert ráð fyr-
ir þremur til fimm starfs-
mönnum og því er ljóst að
átta til tíu af núverandi
starfsmönnum félagsins muni
fá uppsagnarbréf á næstunni,
en starfsmenn Fiskifélagsins
eru nú samtals þrettán tals-
ins./8
Markaðir
Þorsk og botnfiskafli
íslenska fiskveiðiflotans ( árið 1997. Kjördæmi. porsk- Botnfisk- afli, tonn aflialls
Suðurland 11.636 29.481
Reykjanes 63.684 119.842
Reykjavík 21.960 65.595
Vesturland 13.434 26.104
Vestfirðir 24.982 37.314
Norðuri. v. 12.946 24.033
Norðurt. e. 33.914 64.599
Austfirðir 21.202 36.337
L. eriendis 4.878 27.164
SAMTALS 208.636 430.469
Austfírðir
aflahæstir
•HEILDARAFLI fiskveiði-
flotans sló öll met í fyrra þeg-
ar hann nam alls 2,2 milljón-
um lesta og í fyrsta skipti frá
árinu 1993 fór þorskafiinn á
Islandsmiðum yfir 200 þús-
und lestir. Þorskaflinn í fyrra
nam 209 þúsund tonnum og
jókst þar með um 25 þúsund
tonn frá árinu áður og um 40
þúsund tonn frá árinu 1995,
að því er fram kemur í
nýjasta Útvegi. Af heildar-
botnfiskaflanum, sem barst
að landi og nam rúmum 430
þús. tonnum, þar af 27 þús.
tonn af erlendum skipum, fór
langmest á Reykjanes, sam-
tals 120 þús. tonn, sé hagnýt-
ing afla skoðuð eftir kjör-
dæmum. 65.600 tonn fóru á
land í Reykjavík og litlu
minna á Norðurland eystra.
Uppsjávar- og heildarafli íslenska fiskveiðiflotans árið 1997. Kjördæmi. Uppsjávar- Heildar- afli, tonn afli, tonn
Suðurland 187.862 229.417
Reykjanes 138.999 273.828
Reykjavík 40.396 110.888
Vesturiand 106.536 153.498
Vestfirðir 28.174 92.084
Norðuri. v. 107.450 156.403
Norðurl. e. 219.892 315.708
Austfirðir 782.230 825.255
L. erlendis 9.247 42.029
SAMTALS 1.620.787 2.199.111
•AF metafla ársins 1997 fór
langmest til Austfjarða eða
samtals 825 þúsund tonn.
Munaði mest um loðnu, en af
henni veiddust 1,3 milljónir
tonna. Hlutfallslega barst
langmest af uppsjávaraflan-
um, sem samtals nam rúmum
1,6 milljónum tonna í fyrra,
til Austfjarðarhafna, eða 782
þús. tonn. Næstmest barst til
hafna á Norðurlandi eystra,
eða 220 þús. tonn og 188 þús.
tonn bárust til Suðurlands-
kjördæmis. Afli á öðrum teg-
undum var svipaður og á ár-
inu 1996.