Morgunblaðið - 12.08.1998, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVTKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 C 7
FRÉTTIR
Reglugerð um viðbrögð
við bráðamengun sjávar
UMHVE RFISRÁÐHERRA
hefur gefið út reglugerð um við-
brögð við bráðamengun sjávar.
Markmið hennar er að sam-
ræma aðgerðir sem beita þarf
þegar sjór og strendur mengast skyndilega vegna olíuslyss eða sambæri-
legra óhappa. Einnig er kveðið á um hvernig reyna skuli að draga úr tjóni
eða koma í veg fyrir hugsanlegt tjón vegna bráðamengunar eftir því sem
kostur er.
Markmiðið er að
samræma aðgerðir
Safnar efniviði til að
kanna heilsufar þorsksins
SIGURÐUR Helgason,
T-ii i • <»• i • fisksjúkdómafræðingur og
Eldisnskar næman en yfirmaður fisksjúkdóma
villtir fyrir sýklum Sl™laSSS
I í fór með rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni þegar það lagði upp í árlegan
i seiðaleiðangur sinn eftir verslunarmannahelgina, í þeim tilgangi að safna
' efnivið í athugun, sem hann hyggst gera á heilsufari þorskfiska. Athugunin
tekur til villtra þorskseiða og er, að sögn Sigurðar, eins konar framhald á
rannsókn, sem staðið hefur yfir undanfarin tvö til þrjú árin á stærri þorski.
„Ég hef verið að kanna hvað er
að finna af sýklum og þvíumlíku í
þorski og er nú kominn með vissar
grunnupplýsingar. I framhaldinu
j vildum við svo fá upplýsingar um
) hvort og raunar hvenær einstakar
■ tegundir þessara sýkla færu að
' berast í þorskseiði. Ég er því sem
stendur að ná mér í efnivið til úr-
vinnslu,“ sagði Sigurður í samtali
við Verið er hann var á leið frá ísa-
firði til Reykjavíkur með þau sýni,
sem hann var þegar búinn að safna
í leiðangrinum. Hann á síðan von á
viðbótargögnum í október nk., en
þá fer hann væntanlega með rann-
sóknaskipinu Dröfn í ísafjarðar-
! djúpið til að ná sér í stærri fisk.
| „Ég er að fá þetta allt frá lirfustigi
I og upp úr, en á ekki von á niður-
stöðum fyrr en í byrjun næsta árs.“
Sjúkdómar virkastir
þegar dýrin eru í haldi
Sigurður vildi aðspurður sem
minnst segja til um hvað sýklar í
þorski gætu haft í för með sér.
a Engin ástæða væri hins vegar til
þess fyrir fólk að örvænta þar sem
} sýklar væru ósköp eðlilegur hluti
| af náttúrunni og fylgdu öllum dýra-
j tegundum jarðarinnar. „Það er ein-
faldlega verið að kanna ástand
þorsksins með tilliti til sýkla svo
við getum áttað okkur á því hvað
einstakir sýklar eru líklegir til að
gera. í þorski, eins og öðrum teg-
undum, verða sýklamir fyrst var-
hugaverðir þegar fiskurinn er
| fluttur úr sínu villta umhvei-fi og
yfir í eldi, líkt og við höfum verið að
upplifa með laxfiska. Sjúkdómar
I eru tíðastir og virkastfr þegar dýr-
in eru í einhvers konar haldi í stað
þess að fá að lifa villt. Á hinn bóg-
inn eru til gögn um einstaka sjúk-
dóma, sem komið hafa upp í villtum
stofnum og valdið afföllum, en það
er mun sjaldgæfara en hitt og ger-
ist helst ef einhverjar umhverfisað-
stæður verða fiskunum óhagstæð-
ar.“
Sigurður sagðist ekki vita til
þess að sambærilegar úttektir á
svo smáum þorski hefðu verið
gerðar áður. Þó hafi Hafrann-
sóknastofnun og hringormanefnd
verið með afmarkaðar athuganir
tengdar hringormum. Þessi rann-
sókn væri mun umfangsmeiri og
tæki til mun fleiri sýklategunda og
yngri aldursstiga.
Mengunarefni slæva
ónæmiskerfi fiska
Að sögn Sigurðar hafa menn
vissulega verið að leiða að Jiví lík-
um að sýklar í fiski við Islands-
strendur séu fátíðari en í mengaðri
sjó þar sem ýmis mengunarefni
kunni að veikja ónæmiskerfi
fiskanna og gera þá þar með við-
kvæmari fyrir þeim sýklum, sem
þeir mæta og sýkjast af við nátt-
úrulegar aðstæður. „En þótt fiskar
smitist er ekki þar með sagt að
þeir verði sjúkir þótt mengandi
efni séu líkleg til að gera þá við-
kvæmari fyrir sýklum. Þá er hætta
á að ónæmiskerfið slævist og sýkl-
amir, sem í fiskinum eru, nái yfir-
hendinni og valdi sjúkdómum þar
með,“ sagði Sigurður og bætti við
að vonandi leiddu niðurstöðumar í
ljós að ástandið væri með besta
móti hér.
Reglugerðin fjallar um ábyrgð
og verksvið þeirra sem eiga að
bregðast við bráðamengun sjávar
og um gerð viðbragðsáætlana inn-
an sem utan hafnarsvæða í sam-
ræmi við ákvæði laga um vamir
gegn mengun sjávar.
Landinu skipt í fimm svæði
Varðandi viðbrögð og búnað inn-
an hafnarsvæða þá er landinu skipt
í fimm svæði eftir landshlutum og
skal 3-5 manna svæðisráð hafa um-
sjón með rekstri, viðhaldi og endur-
nýjun mengunarvamarbúnaðs í
hverju þeirra. Ein aðalhöfn er í
hverjum landshluta, en þar skulu
vera a.m.k. 300 m af flotgirðingum
og eitt upptökutæki. Aðalhafnir eru
Reykjavík, Isafjörður, Akureyri,
Reyðarfjörður og Vestmannaeyjar.
I hverjum landshluta em síðan 1-3
svæðishafnir þar sem skulu vera
a.m.k. 150 m af flotgirðingum en í
öðmm höfnum skal taka ákvörðun
um viðbúnað eftir aðstæðum.
Svæðisráð skal koma upp við-
bragðsáætlunum í hverri höfn í
samvinnu við Hollustuvemd ríkis-
ins auk þess að sjá um sldpun um-
sjónarmanns með mengunarvam-
arbúnaði. Mengunarvamaráð skal
vera tengiliður milli svæðisráðanna
og hlutaðeigandi eftirlitsaðila. Það
skal skipað formönnum svæðisráða
og fulltrúa Hollustuvemdar ríksins
sem jafnframt er formaður.
Samkomulag um samvinnu
I höfn þar sem bráðamengun
hefur orðið ber hafnarstjóri ábyrgð
á að aðgerðir gegn mengun hefjist
og segir til um þegar þeim er lokið.
Hafnarstjóri stjómar aðgerðum í
samráði við umsjónarmann meng-
unarvamarbúnaðarins.
Varðandi viðbrögð og búnað ut-
an hafnarsvæða þá er kveðið á um
að Hollustuvemd ríkisins, Sigl-
ingastofnun Islands og Almanna-
vamir ríkisins skuli gera með sér
skriflegt samkomulag um sam-
vinnu, verkaskiptingu og viðbrögð
við bráðamengun. Hollustuvernd
skal sjá um gerð viðbragðsáætlana
um hafnarsvæði í samráði við Al-
mannavamir ríkisins. Tilkynna
skal um bráðamengunaróhöpp til
stjómstöðvar Landhelgisgæslu Is-
lands sem kallar síðan til viðkom-
andi heilbrigðisfulltrúa eða vakt-
hafandi aðila innan Hollustuvemd-
ar ríkisins eftir atvikum.
Skipa skal verkefnisstjóra
Hollustuvernd ríkisins skal skipa
verkefnisstjóra mengunarvama
sem ákveður í samráði við um-
hverfisráðuneytið hvenær hefja
skuli aðgerðir gegn mengun og
segir til um hvenær þeim er lokið.
Vettvangsaðgerðir skulu eftir því
sem kostur er taka mið af fyrir-
liggjandi viðbragðsáætlunum og
neyðarskipulag Almannavarna
ávallt notað þegar ætla má að al-
menningi stafi bráð hætta af meng-
uninni.
Minni tollar
á alaskaufsa
LÍTIÐ framboð og hátt verð á
hvítfiski á heimsmarkaðnum hefur
gert það að verkum að
Evrópusambandið hefur ákveðið að
lækka innflutningstolla á alaska-
ufsa úr 7% niður í 3% og verður
lækkunin í gildi frá ágúst fram í
desember á þessu ári.
Ljósmynd/Muggur
SIGURÐUR Helgason, fisksjúkdómafræðingur, hefur verið við
sýnatökur undanfarna daga um borð í Árna Friðrikssyni til að greina
sjúkdóma í þorskseiðum.
AUGLÝSINGAR
ATVIMISIU-
AUGLÝSINGAR
1
ísAco
VÉLSTJÓRI/VÉLVIRKI ÓSKAST
| (alt mulig man.)
ÍSACO ehf er fyrirtæki sem starfar
á svið hreinlætis í matvælaiðnaði.
Starfsvið fyrirtækisins er framleiðsla og sala
á hreinsiefnum og tækjum til þrifa
í matvælavinnslu.
Við leitum að starfsmanni sem getur tekið að sér
véladeild fyrirtækisins.
Starfið felst m.a. í hönnun og framleiðslu,
|i á tækjum og búnaði
ásamt uppsetningu og viðgerðum.
Hæfniskröfur:
Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun
í vélvirkjun/vélstjórn, plötu eða rennismíði
eða aðra sambærilega menntun eða þjálfun.
Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt.
Áhugasamir sendi inn umsóknir
v til Morgunblaðsins
L merkt „ísaco“ fyrir 20. ágúst.
9 Allar umsóknir verður farið með sem trúnaðarmál.
Ráðningarmiðlun
fyrir sjómenn
Okkur vantar nú þegar menn í föst störf og
afleysingar í eftirfarandi:
1-vélstjóra á loðnuskip, réttindi VF.I.
1-y vélstjóra á rækjufrystitogara, réttindi VF.I.
Y-vélstjóra á ísrækjutogara, réttindi VS.I.
1-y vélstjóra á rækjufrystitogara, réttindi VS.I.
1-vélstjóra á ísrækjutogara og báta, réttindi
VS.I-VS.III.
Vélvörð eða VS.III á rækju-/trollbát.
2. stýrimann á rækjufrystitogara, réttindi A-4.
Okkur vantar alltaf vana háseta á skrá, sem eru
tilbúnir að fara á sjó með stuttum fyrirvara.
Sjótak,
„snögg þjónusta",
símar 562 0910 og 899 0910,
netfang: eliikr@heimsnet.is
______KVÓTi
I<V<0ITABANI<INN
Nú er rétti tíminn til að
lagfæra stöðuna
Vantar þorsk til leigu.
Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson.
TIL SÖLU
r
Dragnótartóg, kraftkaðlar.
Sími 551 1747.
BÁTAR/SKIP
Fiskiskip til sölu
Vélbáturinn Fridrik Bergmann SH 240,
sskrnr. 0936, sem er 72 brúttórúmlesta eikar-
bátur byggður í Danmörku árið 1963. Aðalvél
Cummins 675 hö. 1994. Báturinn selst með
veiðileyfi en án aflahlutdeilda. Báturinn er
mjög vel útbúin til veiða með dragnót. Hluta
kaupverðs má greiða með rétti til endurnýjunar
fiskiskips, úreldingu.
Fiskiskip — skipasaia,
Hafnarhvoli v/Tryggvagötu,
sími 552 2475.
Skarphéðinn Bjarnason, sölustjóri,
Gunnar i. Hafsteinsson, hdl.,
Magnús Helgi Árnason, hdl.