Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samgönguráðherra ræddi Húsavíkurflugið á fundi ríkisstjórnar 33,5% FJÖLGUN var á farþegum á Húsavíkurflugvelli fyrstu sex mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Flugfélagið Mýflug ætlar að kanna möguleika á áætl- unarflugi milli Reykjavíkur og Húsavíkurflugvallar. Halldór Blöndal samgönguráðherra segir að ákvörðun Flugfélags Islands um að hætta flugi til Húsavíkur um næstu mánaðamót sé hörmu- leg. Að sínu mati eigi þetta að vera álitleg flugleið. „Eg vonast til þess að annað flugfélag hlaupi í skarðið og hefji flug milli Húsavíkur og Reykjavíkur." Samgönguráðherra fór yfír þessi mál á ríkisstjórnarfundi í gær. Hann kvaðst vera þeirrar skoðunar að nauðsynlegt væri að rýmka um samkeppnisskilyrði í innanlands- fluginu þannig að Flugfélagi Is- lands, Islandsflugi og öðrum flug- rekstraraðilum sé frjálst að ræða hvaða leiðir sé hægt að fara til þess að auka hagræðingu í þessum rekstri og halda uppi nauðsynlegri þjónustu. Flugfélögin taki upp viðræður „Það er varla hægt að tala um að nægilegur fjöldi flugfarþega sé um nokkum flugvöll, nema Akureyri og Vestmannaeyjar, til þess að unnt sé að segja að samkeppni sé raunhæf. Við erum að mestum hluta til að tala um minni flugvelli með minni umferð sem ekki bjóða upp á samkeppni. Ég held þess vegna að nauðsynlegt sé að flugfé- lögin taki upp viðræður sín á milli til að reyna að skapa grundvöll fyr- Rýmka þarf sam- keppnisskilyrði Farþegum fjölgaði um 33,5% til Húsavíkur ir því að hægt sé að reka innan- landsflugið með hagnaði. Við sjáum öll hvar það endar ef halíinn á þeirri þjónustu heldur áfram að nema hundruðum milljóna króna. Ég vonast því til þess að það sem nú gerist á Húsavík verði okkur áminning um að gera betur. Ég vil líka ti'úa því í lengstu lög að annað flugfélag hlaupi í skarðið." Halldór setti sig í samband við forsvarsmenn íslandsflugs og Mýflugs og ræddi þessi mál við þá. Hann segir að stjórnvöld hafí ekki leyfi til þess að skipta flugleiðunum upp á milli flugrekenda því í okkar heimshluta sé flugið frjálst. „Ég tel á hinn bóginn að flugrekstraraðil1 um eigi að vera frjálst að tala sam- an og bera sig saman án þess að samkeppnisyfirvöld hafí afskipti af því vegna þess að markaðurinn er svo lítill að hann býður ekki upp á raunverulega samkeppni,“ sagði Halldór. Kristján Ásgeirsson, bæjarfull- trúi á Húsavík, segir að ákvörðun Flugfélags íslands komi mönnum ákaflega á óvart. Bæjarráð fund- aði um málið í gær og þar var ákveðið að ski-ifa Flugfélagi Is- lands bréf og sömuleiðis sam- gönguráðherra. Þá var ákveðið að kalla saman fund með aðilum í ferðaþjónustu á Húsavík og var hann haldinn í gærmorgunn. Fundinn sat bæjarráð og aðilar í ferðaþjónustu. Þar var tilkynning Flugfélagsins rædd og hvert stefna skyldi í málinu. Kosin var fjögurra manna nefnd, tveir fyrir hönd bæjarins og tveir fyrir hönd ferðaþjónustunnar, til að vinna í málinu. í gær var síðan fundur með Ómari Benediktssyni, fram- kvæmdastjóra Islandsflugs. „Það hefði hörmuleg áhrif á ferðaþjónustuna almennt ef flug til Húsavíkur legðist alveg niður og einnig yrðu mikil áhrif í atvinnu- legu tilliti. Það er mjög alvarlegt að málið skuli bera svona að. Flugfé- lagið og Flugleiðir hafa þjónustað Húsavík í áratugi og sífellt hefur Farþegafjöldi með flugi til Húsavíkur 1991-1997 91 92 93 94 95 96 97 Heimild: Flugmálastjóm verið byggt upp og aðstaðan íyrir flugið bætt,“ segir Kristján. Mýflug kannar áætlunarflug Flugfélagið Mýflug í Mývatns- sveit kannar möguleika á áætlun- arflugi milli Reykjavíkur og Húsa- víkurflugvallar. Framkvæmda- stjóri félagsins er að athuga mögu- leikana á að útvega 19 sæta flugvél í verkefnið. Mýflug er með áætlunarflug á sumrin milli Mývatns og Reykja- víkur og Mývatns og Hafnar í Hornafirði. „Ef farþegum til nýs rekstraraðila á Húsavík fækkar ekki verulega frá því sem nú er ætti þetta að geta gengið," segir Leifur Hallgrímsson framkvæmda- stjóri Mýflugs. Farþegafjöldinn hefur verið um 15-16 þúsund. „Þettá er hins vegar nokkuð á valdi Húsvíkinga sjálfra. Ef þeir hætta að nota þessa þjónustu og keyra til Akureyrar í stórum stíl brestur auðvitað grundvöllurinn." Innanlandsflugið hefur verið rekið með tapi hjá báðum stóru flugfélögunum. Leifur sagði að það sama gilti um flug Mýflugs. Innan- landsfargjöldin væru of lág. Telur hann víst að fargjöldin milli Reykjavíkur og Húsavíkur myndu hækka eitthvað ef Mýflug tæki flugið að sér. Samkvæmt upplýsingum frá flugmálastjórn varð 33,5% aukning á farþegafjölda um Húsavíkurflug- völl fyrstu sex mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Árið 1991 voru farþegar 18.941, 17.782 árið 1992, 16.366 árið 1993, 16.732 árið 1994, 17.376 árið 1995, 17.077 árið 1996 og 17.733 árið 1997. Fyrstu sex mánuði þessa árs voru farþegar 9.584 en 7.181 á sama tímabili í fyrra. Aukningin milli tímabilanna er því 33,5%. Hlutur Húsavíkurflugvallar af öllum inn- anlandsflugvöllum, að Keflavíkur- flugvelli undanskildum, er 2,22%. RÆST verður í maraþoni, hálfmaraþoni og 10 km hlaupi á morgun kl. 10 í Lækjargötu. 3 km og 7 km skemmtiskokk verður síðan ræst kl. 12.30. morgun FIMMTÁNDA alþjóðlega Reykjavík- urmaraþonið hefst á morgun, sunnu- dag, í Lækjargötu þar sem ræst verð- ur í fimm vegalengdum. í dag, laugar- dag, milli kl. 11 og 17 sækja þátttak- endur keppnisgögn sín í Laugardals- höll, þar sem einnig verður boðið til pastaveislu milli kl. 14 og 18. Keppt verður á morgun í maraþoni, hálfmaraþoni og 10 km hlaupi og ræst kl. 10 í Lækjargötu. Kl. 12.30 verður ræst í 3 km og 7 km skemmtiskokki. Allir sem ljúka viðkomandi vegalengd hljóta verðlaunapening og veitt verða verðlaun fyrir furðulegasta hlaupa- búninginn. Veitt verða sérverðlaun fyrir þijú fyrstu sætin í kvenna- og karlaflokki í maraþoni og hálfmara- þoni og fyrsti karl og fyrsta kona í 10 km hljóta sérverðlaun. Verðlaunaaf- hending fer fram í Broadway - Hótel Islandi annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21 og diskótek verður frá kl. 22. Búist er við á fjórða þúsund þátt- takendum í hlaupinu, en þeim hefur fjölgað mikið síðastiiðin ár. Fjöldi þátttakenda hefur ekki farið yfir 4.000 en næst fór fjöldinn þeirri tölu árið 1995, þegar þátttakendur voru um 3.700. Þorbergur Atlason varaformaður Starfsmannafélags Flugleiða Ahyggjur af erfíðum rekstri „VIÐ höfum auðvitað áhyggj- ur af tapi og erfiðum rekstri og því að segja þurfi upp starfsfólki í New York og Lúxemborg en á fundi for- stjórans með starfsmönnum var upplýst að reksturinn gæti orðið í járnum í ár og hugsanlega hagnaður á næsta ári,“ sagði Þorbergur Atla- son, varaformaður Starfs- mannafélags Flugleiða, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Tveir fundir með starfsmönnum Þorbergur sagði að sumar- ið kæmi vel út en spurning væri hvemig síðasti hluti árs- ins yrði. Haldnir voru tveir fundir með starfsmönnum Flugleiða í Reykjavík í gær- morgun og einn með starfs- mönnum í Keflavík eftir há- degi í gær. Þorbergur sagði að stjóm starfsmannafélagsins hefði ekki rætt aðgerðimar sem stjóm fyrirtækisins hefur ákveðið að grípa til og segja mætti að þær hefðu ekki áhrif á félaga starfsmannafélagsins þar sem engum þeirra hefði verið sagt upp. „Hér er ekki um samdrátt að ræða þar sem jafnmargar flugvélar eru í rekstri áfram og aðeins hægt á ferðinni og ekki fjölgað vélum,“ sagði Þorbergur ennfremur. Hann sagði Sigurð Helga- son forstjóra hafa útskýrt að- gerðimar vel og rækilega og sagði fundinn hafa verið góð- an og upplýsandi og lýsti ánægju sinni með hann. Þor- bergur sagði aðgerðirnar hafa komið á óvart en þó hefði verið í deiglunni um tíma að endurskoða flugið til Lúxem- borgar sem orðið væri óhag- stætt. Reykjavíkur- maraþonið hefst á Þjóðarpúls Gallups Háskólinn nýtur mikils trausts 85% þjóðarinnar AF ÞEIM sex stofnunum sem spurt var um þegar Gallup kannaði traust fólks til stofnana nýverið reyndist Háskóli íslands njóta hvað mests trausts, en samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups treysta nú 85% þjóðarinnar Háskólanum vel. Að- eins tæplega 35% aðspurðra bera hins vegar mikið traust til dóms- kerfisins. Heldur fleiri bera nú mikið traust til Alþingis en þegar síðast var spurt, eða rúmlega 39%. Það er svipað hlutfall og sagðist bera mik- ið traust til Alþingis í ágúst 1993 en nokkru minna en í júní 1995, þegar næstum helmingur að- spurðra kvaðst bera mikið traust til Alþingis. Fleiri karlar en konur treysta Alþingi vel, eða rúmlega 42%, en rösk 36% kvenna. Yngra fólk ber meira traust til Alþingis en þeir sem eldri eru og fleiri kjós- endur stjórnarflokkanna en kjós- endur stjómarandstöðunnar. Háskólinn hefur nú náð sama trausti og hann naut meðal þjóðar- innar í júní 1995 og í ágúst 1993, eða rúmlega 85%. I júní á síðasta ári báru hins vegar rúmlega 75% mikið traust til Háskólans. Svipað hlutfall ber mikið traust til lögreglunnar nú og fyrir ári, eða tæplega 65%. í næstu tveimur mælingum þar á undan hafði traust til lögreglunnar farið minnkandi. Örlitlu færri bera mikið traust til heilbrigðiskerfisins nú en fyrir ári, eða 61% á móti tæplega 63% þá. Hærra hlutfall karla en kvenna treystir vel heilbrigðiskerfinu, eða rösklega 67% á móti tæpum 54% kvenna. Fleiri treysta þjóðkirkjunni nú en fyrir ári Talsvert fleiri bera nú mikið traust til þjóðkirkjunnar en fyrir ári, eða rúmlega 56%. Kirkjan á þó töluvert í land með að ná fyrra trausti, sem var tæplega 67% árið 1995 og rúm 70% 1993. Heldur fleiri konur en karlar bera mikið traust til kirkjunnar. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir aldri. Þannig bera 45% þeirra sem eru á aldrinum 18-24 ára mikið traust til þjóðkirkjunnar en rúm 72% aldurs- hópsins 55-75 ára. Fleiri bera mikið traust til dóms- kerfisins nú en fyrir ári, eða tæp 35%, en í júní á síðasta ári voru þeir 25%. Karlar treysta dómskerf- inu frekar en konur, tæplega 38% karla en 31% kvenna. Einungis tæplega 19% þeirra sem eru á aldr- inum 18-24 ára bera mikið traust til dómskerfisins en rúmlega 41% fólks í aldurshópunum 35-44 ára og 55-75 ára. Sendiráð Bandaríkjanna Öryggisgæsla endurskoðuð ÖRYGGISGÆSLA við sendiráð Bandaríkjanna á íslandi við Lauf- ásveg hefur verið endurskoðuð í kjölfar atburða síðustu daga, að sögn Walter Douglas, blaðafulltrúa sendiráðsins. Aðspurður vildi hann ekki tjá sig um hvaða breytingar hefðu átt sér stað, sagði einungis að viðeigandi öryggisráðstafanir hefðu verið gerðar og að samráð hefði verið haft við íslensk yfírvöld. 1 I l I i I r r i t i l ■ þ \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.