Morgunblaðið - 22.08.1998, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 22.08.1998, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 9 FRÉTTIR > Forseti eistneska þingsins í Islandsheimsókn Islendingar aðstoða við ESB-aðildarundirbúning ÍSLENDINGAR hjálpa Eistum að nálg- ast það takmark sitt að fá aðild að Evrópusam- bandinu, meðal annars með því að miðla þeim af reynslu sinni af starfsháttum Alþingis, elzta þjóðþings heims. Petta segir Toomas Savi, forseti eistneska þingsins, sem lauk í gær þriggja daga heim- sókn sinni til Islands. Með honum í för voru eiginkona hans og þrír aðrir þingmenn frá Eistlandi. Að ioknu ferðalagi um Pingeyjarsýslur og viðræður við forseta Álþingis og utanríkismála- nefnd, forseta Islands og forsætis- ráðherra sagði Savi í samtali við Morgunblaðið að heimsóknin hefði verið liður í því að styrkja tengsl Is- lands og Eistlands. í Karlskrona í Svíþjóð komu í fyrra saman í fyrsta sinn á formlegum samráðsfundi full- trúar allra Norðurlandanna fimm og fulltrúar Eystrasaltslandanna þriggja, innan ramma „5+3“-sam- starfs ríkjanna átta. Að sögn Savis var þar ákveðið að Eistlendingai’ og íslendingar styrktu tengsl sín með því að skiptast reglulega á heim- sóknum forseta þjóðþinganna og jafnframt yrði komið á reglulegum tengslum milli fastanefnda þinganna. Með Savi í fór nú voru formenn um- hverfis- og fjárlaganefndar eistneska þingsins; auk varaforseta þess. I maí sl. fór Olafur G. Einarsson, forseti Aiþingis, í opinbera heimsókn til Eistlands. Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB-aðildarsamning Meðal helztu mála sem bar á góma í viðræðum Savis við íslenzka ráða- Breytingar á vaktafyr- irkomulagi lögregl- unnar í Reykjavík menn sagði hann að hefði verið þau stefnumið Eistlands, að fá sem fyrst inngöngu í Evrópusambandið (ESB) og Atlantshafs- bandalagið (NATO). ís- lenzk stjórnvöld styðja bæði þessi stefnumið, en að sögn Savis lék eistnesku gestunum forvitni á að fræðast um ástæður þess, að Island skyldi sjálft kjósa að standa utan við ESB. „Með því að kynnast ástæðum þess að ríki á borð við ísland og Nor- eg kjósa að vera ekki meðlimir í ESB eigum við auðveld- ai'a með að gera okkur grein fyrir kostum og göllum okkar valkosta," sagði Savi. Á svipaðan hátt væri að hans mati framlag efasemdamanna um Evrópustefnuna í Eistlandi til umi’æðunnai’ þai- jákvætt. Lífleg umræða efldi lýðræðið og væri nauð- synleg forsenda þess að þjóðarat- kvæðagi’eiðsla um málið sé fram- kvæmanleg, en þegar að því kemur að gengið verður frá aðildai’samningi landsins, sem verið er að vinna að, telur Savi rétt að hann verði borinn undir þjóðaratkvæði. Hvað varðar ósk landsins um NATO-aðild sagði Savi að þar skipti miklu máli að Eystrasalts- löndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, fylgdu því markmiði eftir samstiga. Þar færu hagsmunir og framtíðarsýn allra þjóðanna þriggja saman. Dragtirnar komnar verð kr. 12.900 Mikið úrval af buxum. Opið kl. 10.00-18.30 mánud. til föstud., laugard. kl. 10.00-14.00. Eddufelli 2, sími 557 1730 Mikið úrval af nýjuxn stretsbuxum, bolum, peysum og „kexinarajökkum“ hj&Qý&afiikiUi J Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.30, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Toomas Savi Auðveldar skipulag og stjórnun VAKTAKERFI lögreglunnar í Reykjavík var breytt til samræmis við vinnutímatilskipun Evrópusam- bandsins hinn 1. júlí síðastliðinn. Vakthópum var fjölgað í fimm úr fjórum og vaktir styttar. Lögreglu- menn ganga nú vaktahring á þremur vikum sem áður var genginn á sex dögum. Karl Steinar Valsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn segir engan vafa á að þetta fyrirkomulag sé mun mann- eskjulegra auk þess sem möguleikar á skipulagi og stjórnun séu betri í nýja vaktakerfinu. Jónmundur Kjartansson yfirlög- regluþjónn segir ýmsar nýjungar hafa fylgt þessum breytingum, nú eigi yfn-maður vaktar og aðrir stjórnendur eftir atvikum hálftíma fund með þeh’ri vakt sem sé að taka við þar sem farið sé yfir stöðu mála og fræðslu komið á framfæri. Þetta geri löggæsluna mun skilvirkari. Nýja kerfið enn að slípast „Löggæsla er þó órofin á vakta- skiptum þar sem eiginleg vaktaskipti eiga sér ekki stað fyrr en eftir fund- inn sem haldinn er með vaktinni sem er að taka við.“ Hann segir áætlanir hafa gert ráð fyrir að fjölgað yrði um sex lögreglumenn í kjölfar breyting- anna en það sé enn í skoðun. Nýja kerfið sé enn að slípast en þegar sé ljóst að það bjóði upp á betri skipu- lagningu. • • Vorum að bæta þessum sportgöllum á útsöluna (2 litasamsetningar). Verð 1995- krónur (jakki og buxur). Útsölunni lýkur kl. 16. SENDUM UM ALLT LAND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.