Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MESSUR A MORGUN LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 41 t Guðspjall dagsins: Farísei og tollheimtumaður. (Lúk. 18.) í olíuvinnslu vegna þess að einn jarðfræðingur héldi því fram að ol- íu væri að finna á einhverjum ákveðnum stað. Hann segir að stjómendur fyrir- tækja sjái til þess að vísindamenn stjómi ekki of miklu innan þeirra. Það sé á vissan hátt gott mál þar sem vísindamenn sem standa of nálægt verkefninu séu sjaldnast reiðubúnir tU að skýra frá örðug- leikum, þeir séu undir miklum þrýstingi við að sýna árangur, enda séu miklir fjármunir í húfi. Miðlægur gagnagrunnur siðferðilega rangur? Það er ekki aðeins fróðlegt held- ur nauðsynlegt að fylgjast með þeim umræðu sem fer fram er- íendis í sambandi við gagnagrunna, erfðarannsóknir og ásælni lyfjafyr- irtækja og tryggingafélaga í per- sónuupplýsingar. Hér á landi geng- ur stefna í meðferð persónuupplýs- inga í þveröfuga átt við stefnu ann- arra vestrænna þjóða. Á sama tíma og aðrar þjóðir vinna að aukinni verndun persónuupplýsinga vilja stjórnvöld hér gera slíkar upplýs- ingar að söluvöru á heimsmarkaði. Miðlægur gagnagmnnur, eins og hér er fyrirhugað að setja upp með viðkvæmustu heilsufarsupplýsing- um þjóðarinnar, hefur ekki verið settur upp annars staðar, en það þýðir ekki að slíkt hafi ekki verið reynt áður. í umræðunni sem fór fram í Bretlandi í vor um uppsetn- ingu þjóðargagnagrunns kom fram, að lyfjafyrirtækið Hoffmann- La Roche hafi í sex ár reynt að fá einkaleyfi á slíkum gagnagrunni í Sviss, en þeirri beiðni verið hafnað tvisvar í kosningum, þrátt fyrir hótanir fyrirtækisins um að flytja starfsemina annars úr landi. Svissneskir læknar virðast einnig hafa tekið mjög ákveðna af- stöðu. Vitnað var í svissneskan vís- indamann sem rekur fyrirtæki í genarannsóknum í Basel. Hann sagði að fyrir sig myndi slíkt einka- leyfi þýða að hann yrði að senda vísindagreinar sínar til einkaleyfis- hafa til yfirlits, áður en hann gæti sent þær til birtingar, og það kæmi ekld til mála. I hinu endurskoðaða gagna- grunnsfrumvarpi hefur verið geng- ið gróflega á rétt almennings til friðhelgi einkalífs með því að fella út ákvæði, sem er eina öryggisnet fólksins í landinu í frumvarpinu, um að heilsufarsupplýsingum verði ekki ráðstafað nema fyrir liggi skriflegt samþykki viðkomandi. Ætlar verkalýðshreyfingin og aðrir launþegar virkilega að láta slíkt yf- ir sig ganga? Ef setja á allar heilufarsupplýs- ingar þjóðarinnar í miðlægan gagnagrunn er eðlilegt að spurt sé um siðferðisþáttinn. Er allt falt ef peningar eru í boði? Læknar sverja eið við upphaf starfsferils síns þar sem þeir heita trúnaði við sjúklinga sína. Verður þessi eiðstafur, aðals- merki stéttarinnar um aldir, gerð- ur ómerkur? Læknar verða að svara þessum siðferðisspurningum sjálfir vegna þess að heilsufarsupp- lýsingar fólksins eru í þeirra vörslu. Þegar heilsufarsupplýsingar voru gefnar á læknastofu eða heil- brigðisstofnun var ekki gert ráð fyrir að þær yrðu að söluvöru. Ekki er heldur víst að maður eða kona, sem hafa misstigið sig á vegi dyggðarinnar einhvern tíma á lífs- leiðinni og leitað til læknis til að fá lyf t.d. við kynsjúkdómi, hafi látið sér koma í hug að slíkar ujiplýsing- ar gætu orðið söluvara. Oþægileg- ar upplýsingar hafa ætíð haft til- hneigingu til að koma í bakið á fólki þegar þær hafa komið því verst. Miðlægur gagnagrunnur eins og sá sem nú er fyrirhugaður er óvið- unandi. Verði frumvarpið sam- þykkt þrátt fyrir mótmæli verður að fá úr því skorið hver eigi heilsu- farsupplýsingar. Það gæti orðið viðfangsefni Mannréttindadóm- stólsins. ÁSKIRKJA:Safnaðarferö Safnaðar- félags og Kirkjukórs Áskirkju í Hreppa og Biskupstungur. Farið frá Áskirkju kl. 9. Messa í Skálholtskirkju kl. 11. Kvöldverður snæddur á Laug- arvatni. Ámi Bergur Sigurbjömsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10.15. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Kjartan Öm Sigur- björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Ámi Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Laugardagur: í tilefni af Menningarnótt í Reykjavík verður samfelld dagskrá í Hallgrims- kirkju frá kl. 17 og lýkur með mið- næturguðsþjónustu kl. 23 í umsjón presta kirkjunnar. Mótettukór Hall- grímskirkju syngur undir stjóm Harð- ar Áskelssonar. Organisti Douglas A. Brotchie. Sunnudagur: Messa og bamasamkoma kl. 11. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Orgeltón- leikar kl. 20.30. Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, leikur. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Fermdur verður Hlynur Fannar Bald- vinsson, Sólheimum 34. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Félagar úr Kór Lang- holtskirkju syngja. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Altarisganga. Samvera með bömum meðan á prédikun og altarisgöngu stendur. Organisti Bjarni Jónatansson. Prestur sr. Bjarni Karisson. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Halldór Reynisson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Sigrún Steingríms- dóttir. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. ÓHAÐI SÖFNUÐURINN: Fermingar- messa kl. 14. Fenndur verður Unnar Öm Rósinkransson, Krummahólum 6, Reykjavík. Guðsþjónusta kl. 20.30. Ólafur Þórisson guðfræðingur pré- dikar. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta í Safnaðarheimili Árbæjarkirkju kl. 11. Organleikari Kristín G. Jónsdóttir. Engin guðsþjónusta verður sunnu- daginn 30. ágúst vegna safnaðar- ferðar Árbæjarsóknar vestur í Dali. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messur falla niður vegna sumarleyfa starfsfólks og uppsetningar orgels til ágústsloka. Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum í prófastsdæminu. DIGRANESKIRKJA: Kvöldsamvera kl. 20.30 með altarisgöngu. Lofgjörð- arhópur leiðir safnaðarsöng. Prestur dr. Sigurjón Ámi Eyjólfsson. Fríkirkjan t Reykjavík Kyrrðar- og tónlistarkvöld við kertaljós verður í Fríkirkjunni laugar- dagskvöidið 22. ágúst í tengsl- um við menningarnótt í Reykja- vík. Kirkjan verður opin frá kl. 20.00 til 23.30. Tónlistardag- skrá verður frá kl. 21.00 til 22.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hjörtur Magni Jóhannsson. '■ s: tbb •• : ■ /t!\ BQ- r—■ rk t-—t ffli i i fi’á § i FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta í kvöld, sunnudagskvöld, á vegum Kvennakirkjunnar. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigurður Amarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Prestamir. HJALLAKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20.30. Sr. íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar leiða söng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Að messu lokinni er boðið upp á kvöld- kaffi í safnaðarsal kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir. Prestamir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta fellur niður vegna sumarleyfa og framkvæmda við kirkjuna. SELJAKIRKJA: Messur falla niður fram til 30. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Bendum á guðsþjónust- ur í öðrum kirkjum prófastsdæmis- ins. Bænastundir em í kirkjunni alla miðvikudaga kl. 18. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Kyrrðar- og tónlistarkvöld við kertaljós verður í Fríkirkjunni laugardagskvöldið 22. ágúst í tengslum við menningamótt í Reykjavík. Kirkjan verður opin frá kl. 20-23.30. Tónlistardagskrá verður frá kl. 21 -22.30. Allir hjartanlega vel- komnir. Hjörtur Magni Jóhannsson. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður Vörður L. Trausta- son. Allir hjartanlega velkomnir. fSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Sam- koma verður sunnudaginn 23. ágúst að Bíldshöfða 10, 2. hæð, kl. 20. Mikil lofgjörð, vitnisburður og fyrir- bænir í lok samkomunnar. Ragnar Snær Karisson prédikar. Allir hjart- anlega velkomnir. FRfKIRKJAN VEGURINN: Sam- koma sunnudag kl. 20. Mikil lofgjörð, prédikun orðsins og fyrirbæn. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 hjálpræðissam- koma. Kafteinn Miriam Óskarsdóttir talar. KFUM og KFUK, Holtavegi: Almenn samkoma kl. 20.30. Halldór Reynisson talar. KLETTURINN: Samkoma kl. 20. Jón Þór Eyjólfsson prédikar. Allir vel- komnir. KRISTSKIRKJA, Undakoti: Messur sunnudaga kl. 10.30, 14. Messa kl. 18 á ensku. Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laug- ardag og virka daga kl. 18.30. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laug- ardag og virka daga kl. 18.30. RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag kl. 17. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Prestur sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson. Organisti Hrönn S. Helgadóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Þema: Á ég að gæta BlLDSHÖFÐA - Blldshöfða 20 - Slmi: 510 8020 húfa • ••• •: :• & VINTERSPORT ÞlN FRfSTUND - OKKAR FAG bróður míns? Prestur sr. Þórhallur Heimisson. GARÐASÓKN, Garðabæ:Guðsþjón- usta verður í Garðakirkju sunnudag- inn 23. ágúst kl. 20.30. Kór kirkjunn- ar leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti Jóhann Baldvinsson. Sr. Hans Markús Hafsteinsson sóknar- prestur. FRÍKIRKJAN ( Hafnarfirði: Kvöldguðsþjónusta í safnaðarheimil- inu kl. 20.30. Sigríður Valdimarsdóttir djákni prédikar. Organisti Þóra Guð- mundsdóttir. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta á púttvellinum við Mánaflöt á sunnudag kl. 14. Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Allir velkomnir. Hið árlega púttmót verður að guðs- þjónustu lokinni. Kaffi í boði Kefla- víkursóknar í Kirkjulundi að móti loknu. Guðsþjónustan færist I Röstina ef veður bregst. Starfsfólk Keflavíkurkirkju. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Barn borið til skírnar. Sóknar- prestur. LAUGARDÆLAKIRKJA: Fermingar- guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Fermdur verður Magnús Þór Bjarna- son, Úthaga 8, Selfossi. Kristinn Á. Friðfinnsson. SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Sr. Ámi Bergur Sig- urbjömsson prédikar. Sr. Egill Hall- grímsson þjónar fyrir altari. Kór Ás- kirkju syngur. Organisti Kristján Sig- tryggsson. SKÓGAKIRKJA: Guðsþjónusta verður í Skógakirkju sunnudaginn 23. ágúst kl. 14. Almennur kirkju- söngur. Sr. Halldór Gunnarsson þjónar. Verið velkomin. Þórður Tóm- asson safnstjóri. AKRANESKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. BORGARPRESTAKALL: Messa í < Borgarneskirkju kl. 14. Sóknarprest- ur. BREIÐABÓLSTAÐARKIRKJA í Vesturhópi: Messa laugardag kl. 14. Altarisganga. Kór Víðidalstungu- kirkju syngur. Organisti Guðmundur St. Sigurðsson. Sr. Kristján Bjöms- son kveður söfnuð sinn. Sóknar- prestur. TJARNARKIRKJA á Vatnsnesi: Messa laugardag kl. 16. Altaris- ganga. Kirkjukór Vesturhóps og Vatnsness syngur. Organisti Helgi S. Ólafsson. Sr. Kristján Bjömsson kveður söfnuð sinn. Aðalsafnaðar- fundur eftir messu. Sóknarprestur og sóknamefnd. VESTURHÓPSHÓLAKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. Altaris- ganga. Kirkjukór Vesturhóps og Vatnsness syngur. Organisti Helgi S. Ólafsson. Sr. Kristján Bjömsson kveður söfnuð sinn. Aðalsafnaðar- fundur eftir messu. Sóknarprestur og sóknamefnd. HVAMMSTANGAKIRKJA: Kvöld- messa kl. 20. Altarisganga. Kirkjukór Hvammstanga syngur. Organisti Helgi S. Olafsson. Sr. Kristján Bjömsson kveður söfnuð sinn. Að lokinni messu, um kl. 21, verður sameiginlegt kirkjukaffi og kveðjuhóf á vegum sóknarnefnda prestakalls- ins, í Félagsheimili Hvammstanga. Sóknarprestur og sóknamefndir. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Ingunn Hildur Hauksdóttir. Sóknarprestur. Innilegar þakkir fœri ég öllum þeim, sem glöddu mig á ýmsan hátt a sjötugsafmœli mínu þann 22. júlí. Lifið heil. Ingvar Helgason. HVERNIG EIGA STJÓRNVÖLD AÐ ÖRVA SPARNAÐ? Opinn morgunverðarfundur í veislusalnum Gullhömrum, Húsi iðnaðarins, Hallveigarstíg I, miðvikudaginn 2. september nk. frá kl. 8:00 til 10:00. Sveinn Hannesson Geir H. Haarde Halldór J. Kristjánsson FriSrik Hár Balduraon Framsögumenn: 08:00 Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. 08:20 Geir H. Haarde, fjármálaráðherra. 08:45 Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Islands hf. og formaður Sambands íslenskra viðskiptabanka. 09:10 Friðrik Már Baldursson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. 09:35 Almennar umræður og spurningar úr sal. 10:00 Fundarslit. SAMTÖK iÐNAÐARINS HALLVEIGARSTÍG 1 • PÓSTHÓLF 1450 • 121 REYKJAVÍK SÍMI 511 5555 • FAX 511 5566 • HEIMASÍÐA www.si.is TÖLVUPÓSTUR mottaka@si.is W * Höfundur er blaðamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.