Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Kúlukoppar og sólskinsbörn Þorvaldur á Hólmi, betur þekktur sem Valdi koppasali, hefur í gegnum tíðina komið sér upp myndarlegu hjólkoppasafni. Hann er flestum Islendingum góðkunnur og hafa þeir allmargir fengið kopp undir --------—--------3»--—- bílinn hjá honum. Gunnlaugur Arnason hitti Valda á heimili hans, Hólmi við Suð- urlandsveg, og spjallaði við hann um djass, fornbíla, hjólkoppa og Hvalfjarðargöngin. AÐ ER föstudagur. Og bflaröðin hlykkjast eftir Suðurlandsveginum, út úr bænum. „Sko, þennan vantar nú sett,“ segir Þorvaldur á Hólmi, betur þekktur sem Valdi koppasali. „Þeir eru allir koppalausir. Það ætti að banna koppalausa bfla á vegunum," held- ur hann áfram. „Þetta er svo ljótt.“ Og svo er hann rokinn. Gamall am- erískur dreki rennir í bæjarhlaðið og Valdi bendir í áttina að bflnum . „Þetta er nú meiri jámpramminn, bara bruðl á stáli, en svona á þetta að vera. Ekkert plastdrasl," og því næst býðúr hann ökumanninn og lítinn dreng, sem er með í för, vel- komna. „Sjáðu segir hann,“ og hnippir í mig. „Þetta er alvörubíll, ekkert einnota japanskt drasl. Það eru gervibílar, bara einnota. Það er meira stál í frambrettinu á þessum en í heilum japönskum." Drengur- inn er kominn með hjólkopp, sem hann fann, til þess að gefa Valda. Valdi þakkar fyrir sig og leiðir hann inn í eina skemmuna. Og við faðir drengsins fylgjum þeim eftir. „Váááá,“ segir drengurinn. Þá seg- ir faðir hans á móti. „Já, ég sagði þér að það væri mikið af hjólkopp- um héma.“ Matthfas hver? Þegar mesti reytingurinn er genginn yfír og viðskiptavinimir famir heim á gljáfægðum koppun- um setjumst við Valdi niður fyrir utan eina skemmuna. Sólin skín á heiðum himni og þá segir Valdi: „Sjáðu þennan þama,“ og bendir á fínpússaðan kopp sem hengdur er upp á útihurðina á skemmunni, „þetta er sólskinsbam, en það er hann kallaður vegna þess hve glampar á hann í sólskininu.“ En skyndilega snýr hann sér að mér og spyr: „Sendi Matthías þig?“ „Matthías hver,“ segi ég. „Nú, Matthías ritstjóri, hver annar? Er þetta ekki fyrir Morgunblaðið? Ég man að einu sinni auglýsti hann eftir hjólkoppum undan Ford Falcon ‘67 sem hann hafði misst af á Sandskeiði. Þetta var nú fyrir löngu en ég er viss um að hann hef- ur ekkert þurft að borga fyrir þá auglýsingu." En hvenær skyldi Valdi hafa byrjað að safna hjólkoppum? „Ætli það hafí ekki byrjað með þessum," segir hann og bendir á Benz kúlu- kopp. „Þetta er ‘55 módelið, en kunningi minn í Fombflaklúbbnum á svona Benz í dag. Rauðan, voða fallegan. Ég var bara strákur þeg- ar ég fann þennan og þurfti ekkert að hafa fyrir honum. Hann bara lá þama, en stundum þurfti maður nú að vaða upp í klof út í ána héma til þess að ná þeim,“ segir Valdi sem í gegnum tíðina hefur náð að fylla tvær myndarlegar skemmur af notuðum hjólkoppum út að dymm og hvergi er auður blettur, ekki einu sinni háaloftið. „Sjáðu,“ segir hann, „héma er allt í röð og reglu og þannig vil ég hafa það,“ bætir hann við, en það virðist sama hvaða hjólkopp beðið er um, Valdi veit nákvæmlega hvar hann er í öllum stöflunum. Hemaðar- leyndarmál Að sögn Valda fínnur hann kopp- ana hér og þar. „Oftast bara innan- bæjar á götunum, en annars fer ég nú ekki að segja frá því, þá yrði bara algjör rányrkja. Þetta er auð- vitað hernaðarleyndarmál,“ segir hann brosandi. „Hins vegar fann maður oft mikið af koppum í kring- um gamla Botnsskálann en eftir að göngin komu og veginum var breytt er ekkert þar lengur.“ Að- spurður hvað honum finnist nú þá um Hvalfjarðargöngin segir Valdi: „Rottuhola, bara rottuhola. Maður þarf að borga þúsundkall og svo bensín. Ef maður myndi fínna tíu koppa kæmi maður samt út í stór- tapi. Ég held að maður geti þá al- veg eins verið heima.“ Og sam- keppnin er alltaf að harðna. „Það er einhver tíska í hjólkoppum í dag, að allir vilja þetta einnota plastdrasl. Allir hættir að búa til þessa gömlu góðu, eins og á fom- bflunum. Það þýðir víst ekkert að bjóða unglingunum svoleiðis,“ seg- ir hann og réttir upp pússaðan málmkopp sem hægt er að spegla sig í. „En það sem verst er,“ heldur Valdi áfram, „að nú kaupa flestir þetta nýtt af því að hjólkopparnir eru orðnir svo ódýrir. Þetta gerir samkeppnin, jafnvel bensínstöðv- amar em famar að flytja inn og selja koppa. Annars vil ég skora á fólkið í landinu að hætta þessu bmðli og nýta það sem til er í land- inu, ekki henda koppunum í tunn- una og kaupa bara nýja, heldur koma tfl mín. Ekki getur maður hætt af því að þá grenja allir en maður verður að hafa eitthvað upp úr þessu. Annars er ekkert gaman að lifa.“ Þá misstu gömlu bílarnir einkenni sitt Að sögn Valda era kunningjar hans í Fombflaklúbbnun tíðir gestir. „Ég er með eina skemmu með hjólkoppum undan gömlum bílum, bara fyrir vini mína í Fom- bílaklúbbnum," segir Valdi. „Ef þeir finna ekki koppana hjá mér era þeir ekki til á landinu og verða þeir þá bara að snúa sér til Amer- íku. Þama eru til dæmis koppar sem ég er búinn að taka frá fyrir Hörð Pétursson, vin minn,“ segir hann og bendir mér á þá þar sem þeir liggja í einni hillunni og bíða eftir nýjum eiganda sínum. „Hann bað mig um að minnast á sig þegar ég sagði honum að taka ætti viðtal við mig fyrir Morgunblaðið og svaraði ég: Já, það skal ég gera.“ Við höldum lengra inn í skemm- una, og að því er virðist, lengra aftur í tímann. „Þarna sérðu húddskraut af ‘55 Bel Air,“ segir hann. „Þetta var bannað í gamla daga hér á íslandi, þegar tíska var að hafa svona á bflunum, að ég held upp úr 1960. Þetta gat slasað fólk illa en með banninu misstu gömlu bflarnir einkenni sitt. Bflar í dag hafa engan karakter.“ Ég þoli ekki Eirík Hauks En Valdi safnar öðra en hjól- koppum og er hann mikill áhuga- maður um djass og sveiflutónlist. „Flestir mínir uppáhaldstónlistar- menn vora upp á sitt besta um 1940-1960,“ segir Valdi og telur upp nokkra. „Count Basie, Glenn Miller, Sinatra, Bing Crosby, og Ella Fitzgerald era mitt fólk, ásamt Ragga Bjama en ég þoli ekki Eirík Hauks. Ég á nóg af plötum heima og svo hlustaði ég alltaf á djassþættina hans Jóns Múla.“ Aðspurður hvað honum finnist svona hrífandi við þessa tegund tónlistar segir Valdi: „Það er laglína í þessu, ekki svona ær- andi, glymjandi hávaði eins og margt þetta dót í dag. Takturinn í þessari nýrri músík, margri, er eins og að vera staddur í grjót- námu, hann er svo harður. Tónlist á að vera mjúk,“ segir Valdi og bætir við svona í lokin. „En þá er þetta búið í bili, eins og Jón Múli sagði.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.