Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Flóðin yfirvofandi í Harbin Harbin. Reuters. FLÓÐIN í Kína mjökuðust hratt og örugglega í átt að borginni Harbin í norðaustur- hluta landsins í gær og unnu kínverskir hermenn af mikilli eljusemi að því að stafla upp sandpokum til að byggja borg- inni varnargarða. Gert er ráð fyrir að flóðin skelli á borginni í dag. Rúmlega þrjú hundruð og áttatíu þúsund hermenn hafa verið sendir til Hai’bin á síð- ustu dögum til að vinna við gerð varnargarða og berjast gegn óstýrilátum vatns- straumnum. Er þetta stærsti liðsflutningur hersins frá stofnun Alþýðulýðveldisins Kína árið 1949 en Harbin er nú í fremstu víglínu barátt- unnar við mestu flóð í Kína um áratuga skeið. Ef marka má opinberar tölur kínverskra stjómvalda hafa rúmlega tvö þúsund manns farist í náttúru- hamfórum þessum en reyndar er talið að talan sé mun hærri. Ibúar Harbin héldu ró sinni í gær þrátt fyrir að flætt hefði yfír þjóðveginn og járnbraut- ina sem tengir Harbin við ná- grannborgina Daqing, en á þessar slóðir fær nú enginn að fara nema farartæki hersins. Flóðin hafa hingað til ekki náð til stórborga í Kína og hafa kínversk stjómvöld heitið því að allt verði gert til að tryggja að svo fari ekki. Vom uppi áform um að grafa frárennsl- isskurði til að beina flóðunum í átt frá Harbin, áður en það væri um seinan. Loftsteinn úr öðru sólkerfí? Kaupmannahöfn. Reuters. LOFTSTEINN sem sást falla til jarðar á Grænlandi í des- ember sl. kann að hafa borist frá öðru sólkerfí. Sé raunin sú er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist, svo vitað sé. Danskir vísindamenn hafa leitað loftsteinsins frá því í desember er um 100 manns sáu hann falla til jarðar en hafa ekki fundið nein brot úr honum, aðeins ryk í snjónum. Þykir það renna stoðum undir kenningar um að steinninn hafi borist úr öðm sólkerfi á geysilegum hraða. Sýnishom af rykinu hafa nú verið flutt til Niels Bohr-stofnunarinnar í Kaupmannahöfn þar sem efnasamsetning ryksins verð- ur rannsökuð og verður þá hægt að staðfesta hvaðan steinninn er. Barnaskór frá Bopy Svartir • brúnir St. 22-34 smáskór í bláu húsi v/Fákafen á ýmsum afbrigðum bókstafsins X, þeirra helstar Prófessor X og E-X. E-X átti lög á neðanjarðarsafn- snældu en auðnaðist aldrei að gefa út plötu þó einu sinni hafí legið við því, og smám saman fjaraði hún út meðal annars vegna þess að Pétur fór utan til náms. Pétur stofnaði síðar aðra rokksveit, Regn, á rúst- um E-X, en sú varð ekki ýkja lang- líf. Þegar þeir félagar náðu saman í Lhooq vantaði söngkonu, þó báðir hafí sungið í hljómsveitum áður. Pétur er hafnfirskur í húð og hár og þekkti til ungi’ar söngkonu í Hafnarfirði, Söm Guðmundsdótt; ur, sem þeir fengu til liðs við sig. í kjölfarið kom samningur, upphitun fyrir David Bowie að hans ósk og smá- og breiðskífur i útlöndum. Ekki nema fjögur lög tilbúin Lhooq gerði útgáfusamning við bresku útgáfuna Echo, sem hefur meðal annars á sínum snæmm Ge- orge Martin upptökustjóra Bítl- anna, D’Influence, Moloko og Ba- bybird. Síðan eru liðin tvö ár og fyrsta breiðskífan því verið drjúg- an tíma í smíðum. Þeir félagar hafa reyndar látið þau orð falla að það hafí verið hið besta mál að svo dróst að ljúka plötunni, enda hafí í raun ekki nema Ijögur lög verið til- búin þegar skrifað var undir. „Við þurftum að semja fleiri lög og svo að finna einhvern sem okkur líkaði að vinna með í hljóðveri, en ekki síst var einfaldlega mikið að gera,“ segja þeir félagar og má til sanns vegar færa því þeir hafa meðal annarra unnið með Páli Óskari, Möggu Stínu, Hafler tríóinu og Mark Almond, stóðu að útgáfu og unnu fímm af Megasarlögunum á samnefndri plötu. Við það bætist síðan að Jóhann er að vinna að upptökum með Sigtryggi Baldurs- syni og Pétur lagðist í ferðalög í vetur sem gítarleikari, íyrst með Kylie Minogue og lék síðan inn á plötu fyrir M People, aukinheldur sem hann er í hljómsveit Möggu Stínu. Einnig segja þeir félagar að drjúgan tíma hafi tekið að fínna góðan umboðsmann ytra, því þeir gátu ekki hugsað sér að flytja út að svo stöddu. „Tíminn hefur því nýst okkur vel og því má við bæta að á þessum tíma höfum við líka náð miklu betur saman, kynnst miklu betur og erum sterkari fyrir vikið. Það hefur líka aldrei verið neinn þrýstingur á okkur frá útgáfunni en þar á bæ hafa menn mikla trú á plötunni og eru mjög ánægðir með viðtökurnar sem Losing Hand og I Don’t Want to Know (Bogus) hafa fengið," segja þeir Jóhann og Pét- ur og bæta við að tilgangur með smáskífunum hafi verið að koma nafninu inn hjá þeim sem starfa í tónlistariðnaðinum ytra og fyrir plötusnúðum sem hafi tekist bæri- lega. Echo hefur lagt talsvert fé í Lhooq og þeir félagar segja að þar á bæ segist menn ætlað að byggja hljómsveitina upp hægt og bítandi. „Það verður enginn hamagangur, enda segja þeir að ekkert liggi á, Lhooq sé hljómsveit sem þurfi að byggja upp á tveimur til þremur plötum.“ Lærdómsríkt að vinna með öðrum Fram kemur að þeir Pétur og Jóhann hafi unnið með ýmsum listamönnum á þessum tíma, innan lands og utan, enda segja þeir að það sé mjög gott að vinna með öðr- um, öðlast reynslu og innsýn í aðr- ar vinnuaðferðir. „Það er mjög lær- dómsríkt að vinna með öðrum og vera ekki alltaf bara við tveir í hljóðverinu. Með því að taka að okkur verkefni með hinum og þess- um gefst okkur kostur á að prófa ýmsar hugmyndir sem koma okkur til góða í eigin vinnu. Við gátum líka hvenær sem við vildum læst að okkur og haldið áfram með okkar tónlist." Þeir Pétur og Jóhann hafa byrj- uðu snemma í tónlistinni, en segj- ast þó ekki þreyttir á stússinu og hafna því að það sé bara fyrir ung- linga að standa í slíku útstáelsi. „Við höfum tiltölulega lítið spilað á tónleikum í gegnum árin,“ segir Jóhann, „þannig að það er ekkert til að þreytast á. Pétur hefur þó reyndar verið duglegri við að spila, en það er svo auðvelt fyrir okkur að vera á sviði þegar Sara er með því hún er í brennipunktinum, en við getum skotið okkur á bak við hana og einbeitt okkur að tónlist- inni. Þetta er nýtt fyrir henni og vonandi hefur hún þá gaman af því.“ Lhooq stefnir á að fara út á næstunni og halda fáeina tónleika í tilefni af útgáfu plötunnar, en þeir Jóhann og Pétur segjast ekki spá mikið í þau mál sjálfir, umboðs- skrifstofan í Englandi sér um þau mál fyrir sveitina. Þegar komið er að utan verða síðan haldnir tónleik- ar hér á landi, sem verða þá þriðju tónleikar Lhooq hér frá stofnun. Eins og getið er hafa þeir félag- ar viljað halda sig hér heima meðal annars til að fá frið til að vinna tón- list, en einnig segja þeir að það sé einfaldlega miklu meira að gerast í tónlist hér á landi en ytra. „Okkur fannst ekki vera grundvöllur íyrir því að flyta út á sínum tíma og okk- ur finnst það ekki enn. Það er ekk- ert fengið með því að fara út í ein- hverja óvissu og þó við séum búnir að vinna okkur orð úti þá er eftir- spurnin ekki orðin það mikil að rétt sé að fara út. Það hefur sína ókosti að vera svo langt frá útgáfunni, en Sara hefur dvalist úti og það hjálp- ar til og svo fóru hlutirnir að ganga mun hraðar fyrir sig þegar Pétur var úti í vetur.“ Þótt þeir félagar fáist ekki nema við tónlist í dag, segjast þeir ekki hafa gert það nema í tvö ár eða svo, fram að því hafi þeir verið í námi eða fullri vinnu meðfram tónlist- inni. „Það er sérkennilegt að vera ekki að fást við neitt nema tónlist og vissulega er það gott á meðan maður getur gert það sem maður vill, en þó er betra að vera í annarri vinnu og með músík sem aukastarf frekar en að sveigja af leið. Það að fást bara við tónlist hefur galla, til að mynda lág laun, en það hefur líka mikla kosti, ekki síst þann að okkur hefur alla tíð langað til að lifa af tónlist. Það er aftur á móti svo mikið umstang í kringum það að reka hljómsveit, en með góðu skipulagi tekst það.“ Pótt mikið sé fengið með því að komast á samning ytra er vinn- an rétt að byrja. Árni Matthíasson tók tali þá Lhooq-félaga, en fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út ytra nú nýverið. ■■■■■■■ Þótt þeir félagar fáist ekki nema við tónlist í dag, segjast þeir ekki hafa gert það nema í tvö ár eða svo, fram að því hafi þeir verið í námi eða fullri vinnu meðfram tónlistinni LHOOQ-TRÍÓIÐ, sem skipað er Pétri Hallgríms- syni, Jóhanni Jóhannssyni og Söru Guðmundsdóttur, þekkja væntanlega flestir tónlist- aráhugamenn. Bæði er að þeir Pét- ur og Jóhann hafa verið iðnir við tónlist á mörgum sviðum, sem hljóðfæraleikarar, upptökumenn og -stjóra, og svo hitt að sveitin hefur sent frá sér smáskífur sem notið hafa hylli, Losing Hand og I Don’t Want to Know (Bogus). Báð- ar eru þær smáskífur á þreiðskífu sveitarinnar sem kom út í liðinni viku á vegum bresku útgáfunnar Echo. Jóhann Jóhannsson og Pétur Hallgrímsson koma úr ólíkum átt- um í tónlist. Jóhann var á sínum tíma íremstur meðal jafningja í Sendi frá sér smáskífu sem meðal annars innihélt Blondie- lagið Heart of Glass og hlaut fyrir góða dóma í breskri popppressu hljómsveitinni Daisy Hill Puppy Farm, sem sendi meðal annars frá sér smáskífu sem meðal annars innihélt Blondie-lagið Heart of Glass og hlaut fyrir góða dóma í breskri popppressu. Eftir að sú lagði upp laupana fór Jóhann að fást við tölvutól og tæki, en gerðist þó um tíma liðsmaður erkirokksveitarinnar Ham. Uppúr Ham varð til fönksveitin magnaða Funkstrafle. í Funkstrafle léku þeir meðal annars saman Pétur Hallgrímsson og Jóhann og þau kynni urðu að Lhooq. Pétur Hallgrímsson er einnig sprottinn úr rokkinu og lengstaf í hljómsveitum sem byggja heiti sitt EKKERT ! I I 1 i ! I I l l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.