Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 9
8 B SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 B 9 Á HVERJUM morgni þurfti að blása á samskeytin á tjaldsúiunum til að ná þeim í sundur. Ekki það að við höfum verið að hlaða veggi í tíma og ótíma, þetta var í ann- að skiptið sem við þurftum að fara í slíka aðgerð í ferðinni og jafnframt það síðasta. Þegar búið var að koma upp tjöld- unum var orðið nokkuð ljóst að út í þetta veður væri vart hundi sigandi og því best að klára sig af áður en maður kæmi sér í skjól. Þegar maður einu sinni væri kominn úr öllum þess- um skjólfatnaði yrði það heljarinnar aðgerð að klæða sig í hann aftur til þess eins að geta létt á sér. Hafí mað- ur oft hrósað happi yfir því að geta pissað standandi þá held ég þetta hafi verið sá dagur sem við stöllumar hugsuðum hvað hlýlegast til þvag- trektanna okkar og léttum á okkur með hvað breiðustu sælubrosinu enda lítt frýnilegur kostur að smella sér á hækjur og bera hold í veðri sem þessu. Þá var að koma sjálfum sér og nauðsynlegum búnaði innfyrir tjald- skörina og hefjast handa við að bursta af sér snjó og klaka sem nóg var af. Reyndi maður að hafa sem hröðust handtök því bæði voru ef- laust allir orðnir svangir og enginn öfundsverður af því að bíða utan tjaldsins. En það tók samt tímann sinn að gera allt tilbúið til þess að hægt væri að ganga til kvöldverðar. Það var fastur Iiður að bræða snjó kvölds og morgna og snarkaði glatt í prímusinum meðan á slíkri bræðslu stóð og fékkst af dágóður ylur sem reyndar kom sér best að kveldi dags því að morgni voru tjöldin oft vel hrímuð eftir útgufun þá sem orðið hafði um nóttina og varð jafnan að hafa hraðar hendur og skafa hrímið af tjaldhimninum áður það færi að rigna niður. Sameiginiegur kvöldverður Við höfðum þann hátt á að snæða kvöldverð saman í stóra tjaldinu og á meðan þess var beðið að suðan kæmi upp á vatninu var nartað í forréttina sem ýmist voru kæfa, ostur, spægipylsa eða pepperoni og teknar saman tölulegar staðreyndir dagsins s.s. hnattstaða, gengin vegalengd, hæð yfir sjávarmáli osírv. og annan hvern dag hringdum við í heimasíðu- tengil okkar og gáfum skýrslu. Og það var heldur betur glatt á hjalla í „hótelinu" þetta kvöld þar sem við sötruðum súpu og gleyptum í okkur spægipylsu og ost meðan beðið var eftir aðalréttinum. ' Atgang Kára fyrir utan létum við sem vind um eyru þjóta enda óhult í skjóli garðanna og jafnvel á fólki að heyra að viðlega hér á þessum stað væri kærkomin. Og alla nóttina blés hann og másaði blessaður vindurinn en við sváfum næsta áhyggjulaus enda viðlegubúnaður okkar með því besta sem gerist. Að morgni hafði eitthvað lægt en ekki nóg og því af- ráðið að hafast við uns veðri slotaði og öllum púðursnjó hefði verið feykt út í veður og vind. Það væsti ekki um okkur í tjöldunum og auk þess að spjalla var litið í bók, dormað, spilað og jafnvel hlustað á útvarp. Þær sem þjáðust af fráhvarfsein- kennum frá snjó og útiveru brugðu sér út undir bert loft þegar veðurhæð hafði stillst nokkuð og tóku sér það fyrir hendur að hlaða kamar, nokkuð sem ekki hafði reynst vinnandi vegur kvöldið áður og það sem reynt hafði verið í þeim málum hafði vindurinn gert að hlálegri þúst sem ekkert skjól veitti. Kamargerð var hinsvegar hlut- ur sem við tókum allar þátt í dags daglega og náðum mikilli leikni í bæði hvað hönnun og útfærslu varðar, en venjulega var um að ræða skeifulaga vegg ríflega metra háan sem umfram allt veitti manni þann kost að geta gengið örna sinna í einrúmi og skjóli fyrir veðri og vindum. þó svo að þvag- trektirnar væru mikið og vel notaðar þá var það líka alltaf kærkomin til- breyting að pissa bara með gamla laginu, eins og við komumst að orði og, ef einhver veðurhæð var, ákjósan- legt að hlaupa í skjól kamarsins á meðan dvalið var í nóttstað. Undir kvöld var veður orðið með besta móti og tilhlökkun í öllum að leggja upp á nýjan leik í færi sem skilaði okkur eitthvað betur áleiðis. Að morgni voru því hröð handtök við að koma sér af stað og áður en varði vorum við komin inní þann takt sem einkenndi næstu daga. Eingöngu mis- munandi rofmyndir snævarins og brot ljóssins í þeim brutu upp þessa hvítu tilveru, þar sem manni leið einna helst líkt og væri maður stadd- ur úti á reginhafi sem væri allt úr snjó. Það var með ólíkindum hvernig vindurinn þjappaði snjónum í skafla sem lögðust hver ofan á annan, oft þannig að maður átti fullt í fangi með að koma púlkunni yfir heilu og höldnu og án þess að þurfa að leggjast mjög í taumana. Annars staðar virtist eins og hann hefði farið öllu mýkri hönd- um um yfirborðið og sjá mátti marg- vísleg munstur sem voru líkt og blás- in af einstakri natni og samviskusemi í snjóinn. Tímaskyn veg allrar veraldar Tíminn var mældur í fjölda göngu- lotna og ytra tímaskyn fór veg allrar veraldar, einungis númeraðir matar- pokarnir fullvissuðu mann um það að hann liði eins og hann hefur alltaf gert á sinn afstæða hátt. Það hjálpaði svos- em ekki að það var líkt og sjóndeildar- hringurinn væri alltaf eins, og því alls- eridis óvíst hvemig okkur miðaði á þessari óravíðáttu og ekki laust við að maður fengi það á tilfinninguna að þetta væri ámóta tilgangslaust og það að eltast við regnbogann, hinsvegar var það nokkur sáluhjálp að vita það að einhvers staðar þarna handan við allar þessar snjóöldur væri fast land, hæð 660, takmark okkar. Og mitt úti á þessari óravíðáttu flaug okkur uppi snjótittlingsgrey sem virtist orðinn býsna þrekaður á ferðalagi sínu yfir þennan jökul. Við tókum honum að sjálfsögðu með kost- um og kynjum og dreifðum köku- mylsnu og musli skammt frá tjöldun- um, honum veitti örugglega ekki af og eins var það svolítið heimilisleg til- hugsun að hafa fugl í föruneytinu, ....... - - - - - - VONSKUVEÐUR á jöklinum og hópurinn hjálpast að við að hlaða skjólvegg fyrir tjöldin. SKÍÐAÐ yfir jökullón á leið til byggða. LEIÐANGURSSTJÓRINN Einar Torfi Finnsson við prímusinn. færi svo að hann ákvæði að verða okkur samferða. Hann var á flögri kringum okkur eina 3-4 daga en svo var hann horfinn, sjálfsagt orðinn óþreyjufullur að komast á sumarslóð- ir sínar handan jökuls. Glímt við fjallhlífarnar Eins var það hin ágætasta tilbreyt- ing að kljást við fjallhlífarnar, en fjallhlífar eru segl sem hægt er að nota til þess að nýta þá krafta sem til staðar eru í umhverfinu, nefnilega vindinn. Engin okkar stallna var með mikla reynslu í notkun slíkra segla og því býsna kátlegt að sjá okkur fyrstu skiptin sem reynt var við seglin, kannski ekki við bestu aðstæður því sigla þurfti beitivind sem var annað hvort býsna sterkur og kom jafnvel í hviðum og rokum sem oftar en ekki komu jafnvæginu á óvart eða þá að það gekk á með éljum svo dimmum að drægist maður afturúr einhverra hluta vegna, oftast til að reyna að koma skikki á þræði seglsins eftir einhverja byltuna mátti maður ekki dvelja lengi við þann gjörning áður maður var búinn að tapa sjónum á hópnum. Og það er fráleitt létt verk fyrir tíu kalda fingur að reyna að greiða úr átta grönnum spottum úti á víðátt- unni þar sem ekkert skjól er að hafa. En með þolinmæði og þrautseigju komst um síðir sátt á, milli okkar og seglanna sem við sinntum jafnan að kveldi dags inni í tjaldi og sáum til þess að þau væru rétt upp gerð og með öllu óflækt næst þegar þeirra yrði not. Þá hins vegar lygndi hann um hríð og um tíma vorum við orðin vonlítil um að við gætum nokkuð not- að þau til að skila okkur eitthvað hraðar í áfangastað en seglin biðu ónotuð ofarlega í púlkunni, alltaf til taks ef ske kynni að hann gæfi nú byr. Og viti menn, dag einn náðum við að sigla heilan dag í hinum ákjósan- legasta vindi sem skilaði okkur hvorki meira né minna en 57km áður en við Búnaður leiðangursins TIL gamans getur hér að líta lista yfir þann búnað sem hver og einn leiðangursmanna hafði meðferðis og er það merkilegt nokk hvað margt smátt tínist til og jafnvel er einhvers vangetið. En byrjum á því augljósa: Skíði, skíðastafir, skinn undir skíði, skíðaáburður, skíðaskór, púlka og púlkupoki, dráttar- beisli, fjallhíf, skófla, ísexi, mannbroddar, sigbelti, tveir bak- pokar, svefnpoki, tvær einangr- unardýnur, flísteppi, koddi, tjald- sokkar, gps-tæki, áttaviti, kort, bók, dagbók, penni, blýantur, vasadiskó, útvarp, hitabrúsi, vatnsflöskur, vasahnífur, skeið, bolli/skál. Fatnaður var ekki í miklu úr- vali og lítil von til þess að geta skipt oft um nema ef vera skyldi sokka. Byrji maður frá toppi þá lítur fataskápurinn svona út: Lambhúshetta, húfa, nátthúfa, óveðursgríma, nærskyrta úr ull, millipeysa úr ull eða flisi, þykk peysa úr ull eða flísi, stakkur (goretex eða sambærilegt), dún- úlpa. Griplur, fingravettlingar, ullarvettlingar og utanyfirvett- lingar. Nærbuxur úr ull eða gerviefni, síðar nærbuxur úr ull, flísbuxur, utanyfirbuxur (gortex eða sambærilegt), 4-6 pör af sokkum úr ullarblöndu, legghlíf- ar/geitur, sandalar. Sameiginlegur búnaður leið- angursins skiptist jafnt á leiðang- ursmenn og var sem hér segir: Tvö tjöld, þrír prímusar, 40 1 af bensíni, eldfæri, fjórir pottar, ketill, fataburstar, tjaldtuskur, stunguskófla, snjósög, línur til tryggingar og björgunar, ís- skrúfur, karabínur, aukapar af skíðastöfum, skiðabindingar til vara, lím, vindmælir, talstöð, neyðarsendir, neyðarblys, sími og sólarrafhlöður og síðast en ekki síst matur. I hlut hvers og eins komu sex matarpokar merktir 1 til 30 og innihélt hver þeirra dagskammt fyrir allan hópinn, en það var allt saman vísindalega útreiknað fyr- irfram og mið tekið af kaloríu- þörf einstaklings við aðstæður sem þessar, þ.e. langvarandi kulda og nánast stöðuga brennslu. Maturinn var því fyrst og fremst fítumikill og einnig lögð áhersia á orkuinnihald hans. Hver poki var u.þ.b. 5 kg og matseðill hvers dags leit út eitt- hvað í þessa áttina: Morgunmat- ur: Músli, kakó, hrökkbrauð, smjör. Göngunesti: Súkkulaði, orkudrykkur, sætt te, kex, mar- sípan, brjóstsykur. Hádegismat- ur: Harðfískur, smjör, hrökk- brauð, drykkir. Kvöldmatur: Súpa, ostur, kæfa, pepperóní eða spægipylsa, tilreiddur þurrmatur. BÖNDIN á fjallhlífinni áttu það til að fara í hnút og hér er Þórey að greiða úr flækjunni. BÚIÐ að tjalda að lokinni dagsgöngu, kamarinn tilbúinn og verið að viðra svefnpokana. VINDUR kominn í seglinn og þá er gaman að lifa. ÞEGAR komið var niður af jöklinum og orðið snjólaust þurfti að fara að bera farangurinn á bakinu og ekki alltaf greiðfært vegna kraps og leysinga. ákváðum að láta þar staðar numið sem við vorum enda farið að sjá fyrir endann á jökulgöngu okkar og fjallatoppa faiið að bera, bláa og tígu- lega, við himin framundan. í völdunarhús skriðjökulsins Það var svo með blendnum hug sem við tókum land á hæð 660, eftir langan og erfiðan dag þar sem við höfðum fetað okkur í gegnum völund- arhús skriðjökulsins. Það var líkt og í ævintýrunum að við þyrftum að leysa einhverja þraut til þess að losna úr viðjum jökulsins, og gætum við það ekki hyrfum við í faðm þessa hvíta risa. En með magellaninn og púnkta sem leiðarhnoð komust við klakklaust frá þeirri þraut og gátum stolt litið til baka yfu- farinn veg þar sem við skál- uðum í kampavíninu við hæð 660. Þetta hafði umfram allt verið skemmtileg ferð á mörkum hins jarð- neska þar sem við, mitt á milli himins og þessa snæhafs, höfðum fengið að ganga inní heima og geima jökulsins. Kvenna- ferðir Á FYRRI hluta þessarar aldar fór Lydía Pálsdóttir á ýmsa tinda með manni sinum, Guðmundi Ein- arssyni frá Miðdal. Hún fór m.a. á Tindinn í Tindfjöllum, á einn tinda Kverkíjalla og á Loðmund í Kerlingarfjöllum, auk þess að ferðast um flesta jökla landsins. ^ Fyrst kvenna á Mont Blanc var Ólafía Aðalsteinsdóttir og var það árið 1975. Síðan hafa nokkr- ar íslenskar konur gengið á fjall- ið. Árið 1982 gengu fjórar konur algengustu leiðina á fjallið ásamt eiginmönnum sinum, það voru þær Anna Lára Friðriksdóttir, Anna Guðrún Líndal, Ásdís Stein- grimsdóttir og Guðrún Þóra Magnúsdóttir. Tveimur árum síð- ar fór Anna Lára aftur á fjallið ásamt tveimur félögum sfnum, nú eftir Brenva-hryggnum, og árið 1985 gengu Salbjörg Óskarsdótt- ir og Margrét Júlíusdóttir hina venjubundnu leið á Mont Blanc eftir að hafa flækst milli fjalla- svæða Evrópu á Inter-rail-ferða- lagi. Árið 1981 klifu Vilborg Hann- esdóttir og félagar Þumal í Vatnajökli og sama ár fór Anna Lára Friðriksdóttir suðurhlið Hrútfjallstinda ásamt nokkrum félögum sínum og var það fyrsta uppganga þar. Ári seinna var Snókur í Esjufjöllum klifínn fyrsta sinni og meðal þeirra sem þar voru á ferð var Anna Guðrún Líndal. Árið 1985 klifu Anna Lára Friðriksdóttir og félagar Heljar- gnípu í norðaustanverðum Oræfajökli og sama ár héldu þau til Perú, þar sem þau klifu meðal annars hið glæsilega fjall Allpamayo (5.947 m) og hæsta fjall Perú, Huascarán, sem er 6.768 m hátt. Árið 1987 efndi síð- an sami hópur til ieiðangurs f Himalaja-fjallgarðinn og átti að klífa fjallið Gangapurna, sem er 7.455 m hátt. Veður setti þó strik í reikninginn og komust þau hæst í 5.500 m hæð. Árið 1995 héldu þær Katrín Oddsdóttir og Anna Kristín Ás- björnsdóttir til Nepal og fóru langleiðina á hæsta tind Imja Tse (6.189 m). Áttu þær einungis eftir um 20 m hækkun er þær urðu að snúa við. Ein kona var í fimm manna hópi sem gekk á gönguskíðum þvert yfir landið árið 1997. Var það Eyrún Björnsdóttir. Hópur- inn lagði upp frá Fonti á Langa- nesi og endaði fór sína á Reykja- nestá. Þessar upplýsingar eru fengn- ar frá Islenska alpaklúbbnum og þurfa ekki að vera tæmandi um afrek kvenna á þessu sviði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.