Morgunblaðið - 23.08.1998, Page 10

Morgunblaðið - 23.08.1998, Page 10
10 B SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jim Smart Miskunnsami Samverjinn er maðurinn fyrir syndafallið _______Um þessar mundir lætur séra Jón Bjarman sjúkrahúsprestur af störfum sökum aldurs. Auk starfa sinna á Land- spítalanum var hann m.a. fangaprestur. Það var á þeim árum, sem Geirfínns- og Guðmundarmál plöguðu þjóðlífíð og gefur augaleið, að fangapresturinn fór ekki var- hluta af því, sem þá gekk á. Auk prest- starfanna hefur séra Jón lagt stund á ritstörf. Pjetur Hafstein Lárusson tók hann tali, og fer samtal þeirra hér á eftir. Nú hófst þú þinn prest- skap alla leið vestur í Manitóba í Kanada. Hvemig vék því við? „Það stóð þannig á því að ég hafði lokið prófí í guðfræði vorið 1958. Einn kennara minna síð- asta veturinn minn í guðfræðinni og sá sem leiðbeindi mér við sérefnis- ritgerð mína, var séra Harald Sig- mar, vestur-íslenskur prestur. Mig langaði til að fara í framhaldsnám í hagnýtri guðfræði og ráðfærði mig við hann. Hann ráðlagði mér að fara vestur um haf, skynsamlegasta að- ferðin til að kynna sér hagnýta guð- fræði, væri sú, að vinna að henni við aðstæður sem væru ólíkar því, sem menn ættu að venjast hér heima. Það var svo fyrir hans milligöngu og séra Ólafs Skúlasonar, að lítill söfnuður í Lundar í Manitóba sendi mér kall um að koma til þjónustu. Þangað fór ég svo eftir að hafa teldð vígslu hinn 19. október 1958. Ég þjónaði þar í þrjú ár. Það vildi svo tö, að vígsludagur minn var ellefti afmælisdagur Æskulýðsfélags Akureyrarkirkju. Ég var einn af stofnfélögum þess. Það var stofnað af fyrsta fermingarbarnahópi séra Péturs Sigurgeirssonar, sem þá var kominn til Akureyrar sem aðstoðar- prestur séra Friðriks J. Rafnar. Séra Pétur hafði afgerandi áhrif á lífshlaup mitt. Því hef ég aldrei gleymt." Hvernig var þetta samfélag Vest- ur-íslendinga í Lundar? „Það var um margt ólíkt því ís- lenska samfélagi sem ég óx upp í, nema hvað allt eldra fólk talaði ís- lensku, eða réttara sagt vestur-íslensku. Þeir yngri töluðu ensku. Lífs- stíll þess var allur annar. Aðal áhugamál flestra var ísíþróttir, hockey og cur- ling á vetrum, en boltaleikir á sumr- in. Aftur á móti fann ég engan áhuga á bókmenntum, sem var aðal- áhugamál mitt. Það tók mig nokkurn tíma að skilja það, hvers vegna þetta var svona. Ég held að ástæðan hafi verið sú, að fólkið var að stíga skrefíð frá einu tungumáli til annars. Islenskan var að hverfa sem móðurmál þess og enskan að taka við. Það skapaðist því tómarúm á milli tungumálanna. Én nú, fjöru- tíu árum síðar, eiga Kanadamenn af íslensku bergi brotnh’ öflugar bók- menntir á ensku um málefni sín og sögu, og lifandi áhuga í þeim efnum. Á íslendingadegi á Gimli er bók- menntaþáttur nú fastur liður á dag- skránni. Það hefði verið óhugsandi á árum áður, í mesta lagi var lesið há- tíðarljóð á íslensku, sem fæstir skildu. í söfnuði mínum voru bænd- ur og fiskimenn. Landið á Lundar er harðbýlt. Ég man að þegai- herra Sigurbjörn Einarsson biskup kom að vísitera mig ári eftir að ég fór vestur, tók hann strax eftir þessu. Ætli Lundar hafí ekki venð ein harðbýlasta byggðin, sem Islend- ingar námu þar vestra.“ Hefurðu haldið sambandi vestur? „Já, já. Ég hef oft farið að heim- sækja fólkið mitt þar og það hefur komið til mín. Fyrir þremur árum komu t.d. hjón, jafnaldrar mínir, sem ég hef verið í stöðugu sam- bandi við og við hjónin höfum mikið nauðað í þeim að koma og heim- sækja okkur. Loks létu þau verða að því. Nú var íslenska ekki það mál, sem þau töluðu dags daglega, þó kom hún til þeirra um leið og þau heyrðu hana talaða allt í kring- um sig, þótt þau hefði ekki talað hana að neinu ráði síðan í bernsku. Enskan hefur sem sagt orðið þeirra tunga en ræturnar eru íslenskai’. Auknar ferðir milli Islands og Kanada hafa treyst böndin við Vestur-íslendinga. í því sambandi vil ég minnast á Vesturfarasafnið á Hofsósi sem ég heimsótti nýlega. Það er stórmerki- leg stofnun. Þangað kem- ur fólk vestan frá til að finna rætur sínar og fræðast um það hvers vegna forfeður þess og formæður fóru vestur um haf.“ Frá Kanada í Eyjafjörð Hvert lá svo leiðin eftir þjónust- una í Lundar? „Ég hafði ekki ætlað mér að ílengjast í Vesturheimi. Prestþjón- usta mín þar var einfaldlega mitt framhaldsnám og reyndist mér vel. Söfnuðurinn taldi um 250 sálir. Samt tókst fólkinu að reka kirkju og safnaðarstarf og launa prest. Þó var þetta fátækt fólk og launin því ekki há. Ég sótti sem sagt um Laufás við Eyjafjörð og var kosinn þangað óséður. Og heim kom ég 22. október 1961. Mér þóttu það nokkur um- skipti frá prestskapnum vestra. Vestra var messufall t.d. gjörsam- lega óhugsandi mál. Á Islandi koma bændur hins vegar til prestsins um sauðbui’ðinn og biðja hann að taka það rólega, vera nú ekki að messa of mikið á næstunni, því nú standi fólk í verkum. Fyrsta mánuðinn minn í Laufási var ég snjóaður inni og gat mig hvergi hreyft. Þá tók ég mig til og þýddi bók, sem á ensku kallast Lutheran Prayer Book. Reyndar kom þýðing mín ekki út fyrr en 1966. En ég tel að hún hafí haft mik- il áhrif og verið mikið notuð, hún er löngu uppseld. Og nú þegar ég er að yfirgefa prestskapinn, þá sendi ég frá mér annað lítið kver. Það er bænakver í ljóðum og heith’ Andar- dráttur umhyggjunnar, og er efth’ Caroline Ki-ook, sem nýlega var vígð sem biskup í Stokkhólmsstifti. Annai’s leið mér vel í Laufási, ég var með smábúskap á jörðinni, sem hjálpaði mér til að skilja sóknarfólk mitt og setja mig í þess spor. Eins og fólkið vestra, var flest af því bændur og fiskimenn.“ Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar Hvað tók við að loknum prest- skap í Laufási? „Árið 1966 fluttist ég til Reykjavíkur og tók við stöðu æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar. Frum- herji æskulýðsstarfs á vegum kirkjunnar sjálfrar var séra Olafur Skúlason. Mig minnh- að hann hafi verið í þessu starfí í fjög- ur ár. Þá gegndi séra Hjalti Guð- mundsson, sem lengi hefrn- verið dómkirkjuprestur, starfinu í eitt ár. Ég var sá þriðji í röðinni. Mikið og öflugt starf var rekið frá skrifstofu æskulýðsfulltrúans. Sumir gagn- rýndu að starfið skyldi ekki unnið í söfnuðunum sjálfum, einkum og sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu. Það var ýmislegt reynt til að haga hlut- um þannig að svo mætti verða. En ég tel að það hafí strandað á því að safnaðarvitund var ekki til í þessum stóru söfnuðum. Þar vissi fólk tæp- ast að það tilheyrði nokkrum söfn- uði. En þetta er ef til vill að breyt- ast til batnaðar nú, mér finnst safn- aðarvitund fólks hafa skerpst og vera vaxandi með aukinni kirkju- sókn. Ég var æskulýðsfulltrúi í fjögur ár eða fram til ársins 1970. Það sem ég tel þessum árum helst til gildis fyrir mig og konu mína eru tengsl okkar við nemendaskipti þjóðkirkjunnar. Raunar höfum við hjónin allar götur síðan þá tekið þátt í því starfí, sem nú er löngu orðið sjálfstætt, undir nafninu Al- þjóðleg ungmennaskipti. Við höfum haft á heimilinu ungt fólk utan úr heimi, frá Frakklandi, Mexíkó, Hondúras, Kenýa og Gana. Þessi tengsl okkar við útlönd hafa haft mikil áhrif á hugmyndir okkar um heimsmálin, ekki síst um málefni ungs fólks í þriðja heiminum. Ann- ars hefur það verið einkenni á heimili okkar frá fyrstu tíð, að þar hefur gjarnan verið „auka heimilis- fólk“, sem síðar hefur hætt að vera „auka“ og einfaldlega orðið heimil- isfólk." Af Geirfínns- og Guðmundarmálum Þegar þú laukst störfum sem æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar hófstu störf sem fangaprestur og starfaðir jafnframt í stjórn Vemdar. Það var einmitt á þessum árum, sem Geirfínns- og Guð- mundarmál dundu yfir. Hvað gekk eiginlega á að þínu mati? „Frú Þóra Einarsdóttir var stofnandi og aðalforvígismaður Verndar allt fram til 1987, minnir mig. Það var fýrir hennar tilstilli og herra Sigurbjörns Einarssonar biskups, að ég fór í þetta starf árið 1970. Embættið var stofnað með lögum þetta sama ár. Staða mín var skilgreind sem staða fangaprests en ekki fangelsisprests, ólíkt því sem gerist í öðrum löndum þar sem ég þekki til. Presturinn er m.ö.o. í þjónustu fanganna en ekki fangels- isins. Þetta skiptir miklu máli. Má vera að ég hafi mótað þessa skil- greiningu sjálfur. Alla vega hefur jafnan verið lögð mikil áhersla á þetta í starfí fangapresta. Áður en ég ræði Geirfinns- og Guðmundar- mál sérstaklega, langar mig til að víkja aðeins að afstöðu minni til þessa starfs. Ég var mjög gagntek- inn af því og tók vinnuna bæði inn á mig og heim með mér. Þegar ég fann að þetta var farið að þrúga heimilið, ákvað ég að gera eitthvað í málinu. Ég fór því til Minneapolis í Bandaríkjunum 1974 og settist þar Landið á Lundar harðbýlt Presturinn er í þjónustu fanganna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.