Morgunblaðið - 23.08.1998, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 B 11 <m
i
í
i
i
í
i
\
i
í
i
i
1
i
i
i
i
I
i
i
i
í
í
i
i
i
á skólabekk. Þar lærði ég m.a. að
nota sjálfan mig sem verkfæri. Þeg-
ar heim kom tókst mér svo að nálg-
ast starfið betur, án þess að ganga
of nærri sjálfum mér og fjölskyldu
minni. Árið 1983-84 var ég svo við
nám og störf í New York þar sem
ég lærði klínísk sálgæslufræði.
En þú varst að spyrja um Geir-
finns- og Guðmundarmálin. Ja,
hvað skal nú segja um þau? Ég held
að það hafi verið krafa fjölmiðla og
þjóðarinnar allrar, sem var heltekin
af „hysteríu", að málin yrðu upplýst
og einhverjh- dregnir til saka. Ég
held að „kerfið“ hafi verið of hug-
myndasnautt, mér liggur við að
segja of saklaust, til að bregðast
rétt við ög ráða við þetta ástand.
Lögreglan var drifin áfram af kröf-
unni um að finna lausn, sem hægt
væri að sætta sig við. Og
þegar til kasta dómstóla
kom, reyndust þeir ekki
vandanum vaxnir, fi-ekar
en aðrir, sem að þessum
málum komu. Sakborn-
ingarnir voru dæmdir vegna játn-
inga einna, sem þeir síðar drógu all-
ir til baka. Það fundust engin lík,
engar efnisleifar og ekkert líklegt
tilefni, það var ekki heldur um að
ræða öruggan vitnisburð annarra,
sem skotið gat stoðum undir sak-
fellingu hinna ákærðu. Og auk þess
kom í ljós, að við rannsókn málsins
var beitt ótilhlýðilegu harðræði,
sem aldrei yrði liðið nú. Allt gerii’
þetta niðurstöðuna tortryggilega.
Og það er augljóst, að við slíkt verð-
ur ekki unað.“
Heldur þú að þessi mál verði tek-
in upp eins og nú er krafist?
„Það er náttúrulega orðið æði
framorðið. Margir þeirra, sem væru
mikilvæg vitni við upptöku málsins
eru ekki lengur á meðal okkar. Ég
veit ekki hvort málið verður tekið
upp fyrir dómi. Það er nú til skoð-
unar hjá mannréttindanefndinni í
Strasbourg hvort leyfa eigi mál-
flutning á því eða ekki og sennilega
fellir hún úrskurð sinn í haust. En
ég held að þetta mál hvíli það þungt
á kerfinu og einstaklingum innan
þess, að þeim verið ekki rótt fyrr en
málið hefur verið tekið upp með
einhverjum hætti, hvernig svo sem
það verður gert.“
Sjálfsvígin á Litla-Hrauni
Nú hafa á undanförnum mánuð-
um gerst hryggilegir atbm-ðir aust-
ur á Litla-Hrauni, þ.e.a.s. sjálfsvíg
þriggja fanga. Menn spyrja sig
óneitanlega hvað eiginlega sé að
gerast. Þú starfar í evrópskri
nefnd, sem fylgist með fangelsis-
málum. Hefur þetta komið til henn-
ar kasta?
„Já, ég er fulltrúi í nefnd til varn-
ar gegn illri meðferð á fóngum,
venjulega kölluð CPT eftir upphafs-
stöfum þriggja fyrstu orðanna í
heiti hennar á ensku. Nefndarmenn
voru hér í vitjun um líkt leyti og
þessir hryggilegu atburðir áttu sér
stað. Vitanlega sló óhug á þá út af
þessu máli. En því miður
á ég erfitt með að ræða
um skoðanir nefndarinn-
ar, hún vinnur störf sín í
kyrrþey og nefndarmenn
eru bundnir þagnarheiti
um þau. En stjómvöld viðkomandi
landa eru hins vegar hvött til að
gera opinberar skýrslur hennar
þegar þær hafa borist þeim. Ég get
því ekki tjáð mig nánar um álit
sendinefndarinnai-. Ég tel ekki rétt
að varpa sök á neinn. En þetta er
vísbending um það, að hlutirnir séu
ekki eins og þeir eiga að vera. Mér
vitanlega var ekkert marktækt gert
öðrum föngum til aðstoðar eftir tvö
fyrstu sjálfsvígin, þeim var ekki
veitt áfallahjálp, ekki var reynt að
nálgast þá frelsissviptu til að finna
hvar skórinn kreppir og hvað helst
sé til bóta. Það má sjálfsagt segja,
að í fangelsum séu ákveðnar for-
sendur þess, að svona nokkuð ger-
ist. Frelsissviptingin sjálf er alvar-
legt mál, en hún ein nægir þó tæp-
ast til slíkrar örvæntingar, að til
sjálfsvíga komi.“
Nú hefur það orð löngum farið af
Litla-Hrauni, að lyfjanotkun sé þar
æði mikil. Telur þú hana spila
þarna inn í?
„Vafalaust geiir hún það að ein-
hverju leyti. Læknir gæti auðvitað
svarað því betur en ég, hvernig lyf
virka hvert gegn öðru. Það er vitað,
að fangarnir taka inn lyf, sem lækn-
ar ávísa á, auk þess sem þeir neyta
lyfja og fíkniefna, sem smyglað er
inn í fangelsið. Ég held þó að það
erfiðasta, sem fangarnir eiga við að
glíma sé tilgangsleysi, tilgangsleysi
lífs þeirra og tilgangsleysi refsing-
arinnar. Þegai- ég byrjaði sem
fangaprestur var samhengi afbrota
og refsingar ekkert að velkjast fyrh’
mönnum. Þá sögðu þeir það hreint
út, „að það að drepa mann kostaði
sextán ár“. Innbrot kostaði svo ein-
hverja mánuði, allt eftir eðli þess,
hverju var stolið, magni þýfis og því
hver dæmdi. Það var sem sagt
ákveðið orsakasamhengi í hlutun-
um, sem ekki virðist vera til að
dreifa lengur. Svo má spyrja sig að
orsökum þess. Kannski er hér um
að ræða afleiðingu auk-
innar fíkniefnanotkunar,
kannski endurspeglar
þetta þróun samfélagsins,
nema hvort tveggja sé.“
Preststörf á Landspítalanum
Nú hefur þú í allnokkur ár gegnt
stöðu sjúkrahúsprests á Landspít-
alanum. Er þetta starf líkt starfi
fangaprests?
„Til að svara þessari spurningu
er best að ég lýsi reynslu, sem ég
varð fyrir um daginn, enda sýnir
hún vel, hversu kringumstæður
þeiira sem lenda á sjúkrahúsi og
hinna, sem hafna í fangelsi, eru
svipaðar. í báðum tilfellum eru
menn nefnilega komnir „undh'
manna hendur", eins og það er orð-
að. Það gerðist um daginn, að ég
komst undir manna hendur. Ég var
að koma heim frá Finnlandi. Rétt
áður en flugvélin fór í loftið fékk ég
aðsvif. Það varð uppi fótur og fit og
flugstjórinn var í vafa um, hvort
hann ætti að leyfa mér að halda
áfram för minni. Hann lét þó slag
standa. Þegar til Stokkhólmsflug-
vallar kom, en þar átti ég að skipta
um flugvél, kom læknir til mín og
úrskurðaði, að ég skyldi fluttur á
sjúkrahús til að gangast undir
rannsókn. Það sem gerðist í þessu
sambandi, var nákvæmlega það
sama og um fanga hefði verið að
ræða. Fyrst kemur maður, sem hef-
ur vald, sem er æðra mínu, grípur
inn í mitt lífshlaup og fer að stjórna.
Ég er tekinn höndum og leiddur á
brott af tveimur mönnum. Þeh' fara
með mig í torkennilegan bíl. Ástæð-
an fyrir þessu inngripi eru óvana-
legar kringumstæður, sem ég hef
lent í. En sem sagt, ég er fluttur í
þessum sérkennilega bfl, ásamt ein-
kennisklæddu fólki. Og alla leiðina
er verið að spyrja mig kjánalegra
spurninga. Þegar á sjúkrahúsið
kemur er ég svo settur í rannsókn,
sem ég botna ekkert í. Fötin eru
tekin af mér og þau fjarlægð. Ég
stend eftir á nærbuxunum. Síðan er
ég settur í hjólastól, sem að visu
gerist ekki í fangelsi, því mér er
bannað að ganga. Ég fæ með naum-
indum að gera konu minni grein
fyrir því með símtali hvar
ég sé, þannig að hún grípi
ekki í tómt á flugvellinum
heima. Síðan er ég, gegn
vilja mínum, færður inn í
klefa, sem kallast sjúkra-
stofa. Þar er ég lagður upp í rúm og
sagt að hreyfa mig ekki. Og ef ég
hreyfi mig, þá er þegar komin ein-
kennisklædd vera til að líta eftir
mér. Þetta er nákvæmlega sama
ferlið og menn ganga í gegnum,
þegar þeir eru settir í gæsluvarð-
hald, allt nema hjólastóllinn. Það er
gripið inn í líf manns þegar hann er
í óvenjulegum kringumstæðum,
rétt eins og gerist með fanga. Þeir
eru að visu flestir teknir fyrir ein-
hverja sök, þó alls ekki allh', eða
eins og annar ræningjanna, sem
krossfestur var með Kristi sagði,
„við erum hér með réttu en hann
hefur ekkert illt aðhafst“. Þetta er
eini munurinn á fóngum og sjúkum
mönnum. Venjulega hafa þeir sjúku
ekkert illt aðhafst, svo vitað sé. En
eins og fangar, hafa þeir lent í að-
stæðum, sem þeir stjórna ekki sjálf-
ir. Það er mjög sláandi, að þegar
starfsfólk fangelsa talar við fanga,
þá eru þeir ávarpaðir í allt öðrum
tón en annað fólk. Það er eins og
þeir séu álitnir fávitar. Og þær upp-
lýsingar sem þeir fá, eru í algjöru
lágmarki, miðað við þær upplýsing-
Ekki rétt
að varpa sök
á neinn
Líkindi með
fangelsum og
sjúkrahúsum
ar, sem af þeim er krafist. Ef fangi
kvartar undan einhverju, t.d. að-
búnaði, þá er honum sagt, að hann
sé ekki á fimm stjörnu hóteli. Með-
ferðin á sjúklingum er afar svipuð.
Sem dæmi um þetta má nefna, að
þegar ég var fluttur á sjúkrahúsið í
Stokkhólmi um daginn, var ég
spurður nafns. Eftir það kallaði
fólkið mig Jón en notaði ekki eftir-
nafn mitt, sem þó er vaninn í út-
löndum. „Veistu hvaða dagur er í
dag, Jón,“ sagði það. Þó að venju-
legur starfsmaður á sjúkrahúsi,
læknir eða hjúkrunarfræðingur
mundi aldrei samþykkja það, þá er
það nú samt svo, að líkindin með
fangelsum og sjúkrahúsum eru slá-
andi. Þó verð ég að taka það fram,
að meðferð sjúkra hefur að sjálf-
sögðu mun ákveðnari tilgang og
stefnu. Mér fannst það einnig að
öllu leyti betra fyrir mig sem prest
á sjúkrahúsi, að finna að ég væri
þátttakandi í teymi, sem ynni sam-
taka að því að bæta heilsu sjúk-
lingsins. En forsendur sálgæslunn-
ar eru þær sömu í báðum tilvikum,
þ.e.a.s. að flytja þeim huggun sem
eru í neyð.“
Miskunnsami Samverjinn
- maðurinn fyrir syndafallið
Mig langai' að víkja að lítilli bók,
sem þú sendir frá þér árið 1996, AÐ
HEIMAN OG HEIM. Þar skil-
greinir þú miskunnsama Samverj-
ann sem Adam fyrir syndafallið.
Hvað áttu við með því?
„í þessari bók, sem þú vitnar til,
eru sex stuttar hugleiðingar, sem
ég flutti í Skálholti fyrir nokkrum
árum. Þar er ég að hugleiða fall
mannsins, sem ég tel hverjum
manni raunverulegt, ef hann hugs-
ar um það út frá ófullkomleika sín-
um. Þýski guðfræðingurinn og písl-
arvotturinn, Dietrich Bonhoeffer,
segir einhvers staðar, að fyrir fallið
hafi maðurinn einungis þekkt einn
vilja, vilja Guðs. Þegar maðurinn
étur af skilningstré góðs og ills,
uppgötvar hann annan vilja, sinn
eigin vilja eða annarra. í þeirri upp-
götvun er fólgið fallið sjálft.
Miskunnsami Samverjinn er mað-
urinn fyiir fallið, vegna þess, að
hann þekkir einungis einn vilja,
vilja Guðs.“
Fáein orð
um skáldskap
Þú sagðir áðan lítillega frá þýð-
ingarstörfum þínum, en þú hefur
einnig fengist við frumortan skáld-
skap. Hvað hefurðu sent frá þér af
slíku efni?
„Ég kýs nú að kalla þetta rit-
störf, fremur en skáldskap. Og þau
eru orðin töluverð. Eins og svo
margir fyrr og síðar, byrjaði ég á að
skrifa í skólablöð. Síðar, meðan ég
vai' í guðfræðinni og fyrstu starfs-
árin, hætti ég gjörsamlega að huga
að þessu. Það var ekki fyrr en ég
kom í Laufás, að ég hafði aftur tíma
til að leiða hugann að slíkum rit-
störfum. Eftir áskorun fóðurbróður
míns byrjaði ég á því að þýða stórt
og mikið verk úr norsku, sem hét
Himinn og jörð og er ítölsk skáld-
saga, eftir Carlo Coccioli. Þetta er
bók upp á 350 síður. Ég var að
glíma við þýðinguna í tvo vetur og
lauk henni, en fann engan útgef-
anda, sem treysti sér til að gefa
hana út. En hún var lesin í útvarpi.
Þetta losaði um eitthvað, þannig að
ég fór að skrifa aftur. Síðan hef ég
sent frá mér nokkrar þýðingar,
þ.á m. tvær bækur þýddar úr fær-
eysku og fleira smálegt úr því máli,
sömuleiðis eitthvað úr ensku og
sænsku. Stundum hefur þetta verið
efni, sem ég hef álitið þarft að kæmi
fyrir almennings sjónir hér, m.a.
vegna kirkjunnar minnar. Annað
hefur verið það sem kallað er fagur-
bókmenntir, hvað sem það nú er. Þá
hef ég sent frá mér tvö bindi af
smásögum, í óljósri mynd og Dauf-
ir heyra. Síðari bókin er skrifuð út
frá sjónarhóli prestsins, og sú fyrri
er að nokkru leyti uppgjör við æsku
mína og æskustöðvar. Seinna meii’
tók það, sem ég var að ski-ifa að
styttast, þannig að á endanum var
ég farinn að yrkja órímuð ljóð. Af
þeim hef ég sent frá mér tvö lítil
bindi, Lýsing og Úr þögninni. Þetta
efni safnast saman, enda held ég
iðju minni áfram,“ segir séra Jón
Bjarman að lokum.
Kanarí
veisla
Heimsferða
í vetur
frá kr. 39.932
Leiðandi í lægra verði
til Kanaríeyja og
þjónustu við farþega
20.000 kr.
afslátfur fyrir
4 manna fjöfskyldu
10.000 kr.
afsláffur fyrir h/on ef
pu bókar fyrir io. sept.
Heimsferðir kynna nú glæsilega
vetraráætlun sína með spennandi ferðatil
boðum í vetur þar sem þú getur valið um ævintýraferðir til Kanarí-
eyja í beinu vikulegu flugi flesta mánudaga í allan vetur. Þú getur
valið um þá ferðalengd sem þér best hentar, 2,3,4 vikur eða lengur,
og nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra meðan á dvölinni stend-
ur. Beint flug með glæsilegum Boeing 757 vélum án millilendingar
og við kynnum nú glæsilega nýja gististaði í hjarta Ensku strandar-
innar og verðið hefur aldrei verið lægra en nú í vetur.
Vikulegt flug
í vetur
Glæsilegar nýjar íbúðir
á Jardin Atlantico
Brottfar-
ardagar
21. okt
25. nóv
14. des
21. dcs
28. des
4. jan
11. jan
l.feb
8. feb
22. feb
1. mars
15. mars
22. mars
29. mars
5. apr
12. apr
19. apr
dacskrá í vetur
Sigurður Guðmundsson verður með spenn-
andi dagskrá fyrir Heimsferðafarþega í vetur.
Sérferðir Heimsborgara
21.október 25. nóvember 4. janúar
ll.janúar l.mars 19. apríl
Sigurður
Guðmundsson
Ótrúlegt verð
Verðkr. 39.932 Verð kr. 48.632
Vikuferð til Kanarí 28. des. m.v. hjón með 2 böm, Tanife. Ferð í 19 daga, 25. nóv. m.v. hjón með 2 böm, Tanife.
Innifalið í verði er, flug, gisting, ferðir til og Verðkr 59.960
frá ttugvelli, íslensk fararstjórn og skattar. M.v. 2 í íbúð, Tanife, 25. nóvember, 19 daga.
fisÉSÍfSj
■ jmr
/ /“
HEIMSFERÐIR
*«* :£!.
Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is