Morgunblaðið - 23.08.1998, Page 12

Morgunblaðið - 23.08.1998, Page 12
.V 12 B SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR MATARLIST/ Eru E íöllu? Matur er mannsins megin PAÐ ER oft sagt að maður sé það sem maður borðar, eða að matur sé mannsins megin. Hér á landi virðast margir tileinka sér annað fornkveðið, eða það að fötin skapi manninn og mataræðið sé látið í léttara rúmi liggja. Það er t.d. ótrúlegt hvað unglingar virðast almennt eyða í fót. Það er núm- er eitt, tvö og þrjú hjá þeim mörgum að vera í þessu eða hinu merkinu (þetta á reyndar við um marga fullorðna einnig). Hafragrauturinn, lýsið og grófmetið virðist því miður hins vegar ekki vera eins mikið „í tísku“. Talað hefur verið um „kókópöff- kynslóðina“ í þessu sambandi. Ég heyrði það orð íyrst notað af handboltaþjálfara einum í viðtali fyrir allnokkru. Hann minntist þar á að það eins og vantaði sama kraftinn oft í ungu strákana og var í gömlu jöxlunum, þótt þeir væru oft á tíðum aíbragðs leikmenn engu að síður. Þetta er náttúrlega ekki grey strákunum að kenna, eða kókópöffkynslóðinni. Hvað er eigin- lega í gangi og hvað erum við að borða öðruvísi en tíðkaðist í „gamla daga“? Hluta skýringarinnar er held ég að fínna í auknu magni alls kyns aukaefna í fæðunni. Það sama y á einnig við, tel ég, sem hluti skýr- ingar á öllum þeim „menningar- sjúkdómum" sem hrjá Vesturlanda- þjóðir í auknum mæli, s.s. krabba- mein. Ég á í fórum mínum lista með fræðilegum útlistunum á hinum frægu og oft umdeildu E-um sem allt úir og grúir af í fæðu okkar. Hann er að finna í frönsku bókinni „Des poubelles dans nos assiettes", sem gæti útlagst „Ruslaföturnar á diskunum okkar“. Undirtitill bókar- v innar er „Lærið að borða vel (eða rétt) til að halda góðri heilsu". Bók- in er eftir Fabien Perucca og Gér- ard Pouradier. Ég mæli með henni fyrir þá sem vilja spá virkilega af al- vöru í mataræði sitt, auk þess sem hún er bráðskemmtilega skrifuð. E- listinn atarna er svona smálisti til leiðbeiningar í völundarhúsi E- anna, þannig að maður geti betur komist undan þeim, að minnsta kosti að þau margfaldist ekki, því E-in eru 1 svo ótalmörgu, fleiru en við gerum okkur grein fyrir. Ég greip af handahófí nokkrar algeng- ar fæðutegundir og í þeim öllum voru þó nokkur E. Það sem ég valdi var íspakki, en í honum fann ég 8 E, salatsósa, í henni voru 7 E, ham- borgarasósa sem innihélt 6 E og að lokum hreinn rjómaostur sem meira að segja innihélt 3 E. E-in eru jafn- misjöfn og þau eru mörg, en fólk veit oft ekkert hvað þau þýða né hvað mikið er af þeim í matnum. Mér fyndist að manneldisráð ætti að gefa út svona lista til leiðbeining- ar fólki. Sá listi sem ég á spannar hvorki meira né minna en 156 mis- munandi E. Ég þýddi að gamni þau E sem ég fann á íspakkanum (sum orðin voru reyndar svo fræðileg að þau voru óþýðanleg). Bindiefnin voru E 422: Glýseról. Mjög algengt í sápum, leysiefnum, rakaefnum, frostlegi og líkjörum, það er líka eitt af grunnefnunum í nítróglýser- íni og skapar „stöðugleika" víns. E 471: Ein- og tvíglýseríð-fitusýra. E 466: Carboxyméthylcellulósi. E 412: Duft eða gúmmí úr „guar“, sem not- að er til að þykkja t.d. kastaníu- hnetumauk. E 407: Carraghénanes. Þörungaessens sem er leyfður án sérstakra skilyrða, svo framarlega sem ekki er farið yfír ráðlagðan dagskammt. Notað t.d. í sumar teg- undir skinku, sósur, rjómaís o.fl. E 401: Kolvetnissambönd sódíums, pótassíums, ammoníaks, kalsíums og própýlen-glýserols. E 410: Mjöl úr jóhannesarbrauðsaldini (karob). Mikið notað sem hleypir og bindi- efni. Leyfílegt hámarksmagn er 5 g pr/kíló (það hefur nýlega verið minnkað). Litarefnið í ísnum er hins vegar hið „gamalkunna" haha eða þannig E 160b: Karótín eða bixín (oft notað sem litarefni í alls kyns deig, mauk, hlaup o.s.frv.). Hér með lýkur þessari leiðinda- upptalningu. Og þetta var bara einn íspakki. Mig langaði bara að vekja athygli á þessum furðufískum í fæð- unni og vekja ykkur ögn til um- hugsunar um þá. Ég held að það hljóti að vera best fyrir líkama og sál að fá fæðuna sem ómengaðasta. Verum dugleg að borða lífrænt ræktaðan mat og verum iðin við að skoða innihaldslýsingar á öllu því sem við látum ofan í okkur og börn- in okkar. Sykurinn er náttúrlega líka mikil orkusuga og hann leynist víða, t.d. er gríðarlegt magn af hon- um í flestum gosdrykkjum, sætara morgunkorni og einnig í tómatsósu, en þetta þrennt er afar vinsælt oft hjá börnum og unglingum. Maður verður nú samt að leyfa sér að syndga endrum og sinnum og fá sér eitthvað sætt og gott, en það þarf samt ekki að vera allt „löðr- andi“ í sykri. Hér er uppskrift að dísætri og gómsætri súkkulaðiköku sem inniheldur mjög lítinn sykur og náttúrlega engin E. eftii Álfheiði Hönnu Ftiðriksdóttur Súkkulaðikaka ______1 bolli hrein jógúrt_ 3 bollar lífrænt ræktað hveiti 1/2-1 bolli náttúrulegur óunninn _______brúnn sykur_________ ___________1599____________ _______1 bolli ólífuolía__ 125 g suðusúkkulaði ________2 msk. kakó________ 1 tsk, salt Glassúr 100 g suðusúkkulaði 10 cl sýrður rjómi 1. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði ásamt 2 msk. af vatni. 2. Blandið saman jógúrt, sykri, eggjum, hveiti, salti og kakói. 3. Setjið að síðustu súkkulaði og olíu saman við. Hellið deiginu í velsmurt mót og bakið við 175°C í 35 til 40 mín. 4. Skerið kökuna þversum og þekið annan botninn með aprikósumauki (sykurlausu). 5. Setjið botnana saman á ný og smyrjið glassúmum jafnt yfir (súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði og sýrða rjómanum bætt út í). * GÁSKI sjúkrapjAlfun Harpo Helgadóttir, sjúkraþjálfari byrjar 2. september. I bakleikfiminni er ráðist að rótum vandans og unnið kerfisbundið að uppbyggingu líkamans í heild. Undir léttri samba- og salsatónlist aukum við úthald, styrk og liðleika og bætum líkamsstöðu og líkamsbeitingu með nýstárlegum aðferðum. 3'/2 mánaða námskeið í lokuðum hópum með hámarki 1 8 manns í hverjum hóp. Fullkominn tækjasalur og góð aðstaða. Hóparnir verða eftirfarandi: Byrjendur 1 món. og mið 16.15 til 17.30 Byrjendur 2 mán. og mið. 17.30 til 18.45 Framhald 1 þri. og fim. 16.15 til 17.30 Framhald 2 (ori. og fim. 17.30 til 18.45 Skráning frá 24. til 31. ágúst í Gáska, Bolholti 6, eða í síma 568 9009. Bakleikfimin Tækni / Getapeir sagt til um númerið á bílnumþínum ? Njósnagervihnettir Á ÞESSARI mynd af sovéskri skipasmíðastöð frá árinu 1984 má greina bifreiðir og allt að því fólk ef myndin prentast vel. FYRSTU njósnagervihnettir eru vitaskuld nokkurn veginn jafn- gamlir gervihnöttunum sjálfum, eða frá því um eða rétt fyrir árið 1960. Samt var það hin gamla njósnaflugvél Bandaríkjamanna, U2, sem myndaði sovéskar eld- flaugar á hafnarbakka á Kúbu árið 1962, og varð þar með til þess að koma af stað alvarlegustu ógnun mannkynssögunnar um kjarnorku- stríð. Að sjálfsögðu er leynd yfir gerð og fjölda njósnagervihnatt- anna sem bæði Sovétríkin og síðar Rússland og einnig Bandaríkin hafa sent á loft, en alkunnugt er að verulegur hluti geimferðakapp- hlaups stórveldanna hefur ætíð verið hernaðarlegs eðlis. Ekki þarf þó nema góðan útbúnað áhuga- manns um geimgláp til að sjá njósnagervitunglin, og með tækjum stjörnuathugunarstöðva má vel sjá ytri gerð þeirra. Sú tækni sem er notuð við gervi- hnattanjósnir hefur margar hliðar. Það er spurning hvers konar braut eigi að velja gervitunglinu um jörðu, hvaða myndtækni eigi að nota og einnig hvaða tækni nota eigi til að ná myndum til jarðar. Algengt er að nota aflangar brautir sem liggja yfir bæði skaut jarðar með jarðnánd yfir norðurhveli, því að þar er flest af því sem skoða þarf. Mikil hæð yfír suðurhluta brautarinnar dregur úr loftnúningi tunglsins og lengir endingartíma þess. Gæði myndarinnar ef vanaleg ljósmyndatækni er notuð ákvarðast af þrennu: stærð opsins á ljós- myndavélinni, kornastærð filmunn- ar og hæð hnattarins yfir jörðu. Hæðinni eru takmörk sett af loft- hjúpi jarðar. Lítil hæð gefur skýi-a mynd, en hemlun lofthjúpsins stytt- ir endingu tunglsins. Stórt ljósop (eða stórir speglar, séu þeir notað- ir) gefur skýra mynd, og myndin verður þeim mun skýrari sem öldu- styttra ljós er notað. I upphafi var lengi notuð venjuleg ljósmynda- tækni og áteknum fílmum „hent“ til jarðar. Þetta var seinleg aðferð og ekki nógu virk í þeim kringum- stæðum er á reyndi, í stríði eða deilum sem nálgast að vera stríð. Bandaríkjaher lítur á þess háttar sem tilraunauppsetningu til að prófa þá tækni er sífellt er í þróun. I Flóabardaga reyndust tunglin ekki betur en svo að gamalreyndur generáll sagði fýlulega: „Þeim er bara stjórnað af Guði og Kepler.“ Við Kepler eru kennd lögmálin sem stjóma brautarhreyfingu fylgi- hnatta um móðurhnött. En smám saman hefur tækninni fleygt fram, ekki þarf nú að safna saman filmu- baukum úr flugvél, heldur varð víd- eótæknin til að safna mátti upplýs- ingunum sem fólust í myndinni á form rafmerkja sem senda mátti til jarðar. Þótt fyrirbrigðið sé ekki alls kostar hugnanlegt friðarsinnum hafa hnettirnir gert stórveldunum kleift að fylgjast með framkvæmd afvopnunarsáttmála hvort hjá öðru. Eitt ákvæði slíks samkomulags fólst í að ekki mætti breyta lengd ákveðinnar eldflaugar nema sem næmi 15 cm. Þetta er sú lengdar- breyting sem má nema í njósna- hnöttum. Samkvæmt þessu eru njósnahnettirnir að nálgast það mark að lesa bflnúmerið þitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.