Morgunblaðið - 23.08.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 23.08.1998, Síða 14
' 14 B SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Kvartett á ný Á SAFNPLÖTUNNI Sprotar sem kom út á síðasta ári vakti einna mesta athygli magnað keyrslulag hljómsveitarinnar Stjörnukisa. Á nýrri safnskífu, Kvistum, er Stjörnukisi enn á ferð, með nokkuð breyttar áherslur og nýjan liðsmann. Stjömukisi byrjaði sem fímm manna sveit, en varð síðan kvartett og loks trommuleikara- laust tríó og hefur verið svo um alllanga hríð. Bogi Stjömukisi segir að þeim félögum hafí bæst góður liðsauki, Bh-kir, trommu- leikari hljómsveitarinnar Bis- und. „Koma hans í sveitina gef- ur okkur nýja vídd,“ segir Bogi, en eftir að Birkir gekk til liðs við sveitina hefur hún unnið samfleytt að nýjum lögum og er komin með lungann úr breið- skífu. „Kvistalagið er íyrsta lag- ið sem við sömdum í samstarfí við Birki, en það er þó ekki dæmigert fyrir það sem við er- um að gera í dag, það má segja að við höfum verið að kynnast, en í dag eram við búnir að sprengja allar skilgreiningar.“ Bogi segir að þeir félagar hafi áttað sig á því þegar Birkir bættist við að ekki sé örgrannt um að þeir hafí I raun saknað þess að trymbil, sérstaklega á tónleikum, því þá skipti svo miklu að hafa ti-ymbil _til að berja sveitina áfram. ,Á móti kemur að það er þægilegra að semja lög með aðstoð tölvu og trommuheila. Það má segja að það séu bæði kostir og ókostir við að hafa trommara í sveitinni en við eram að reyna að bræða þetta saman, að vera með forrit- un og lifandi trommur í bland.“ Eins og getið er er framund- an upptökulota hjá Stjörnukis- um, átta lög era tilbúin til upp- töku og átta bætast við að sögn Boga áður en haldið verður í hljóðver þar sem ætlunin er að eyða ágústmánuði. í septem- ber segir Bogi að þeir félagar taki til óspilltra málanna að spila sem víðast, en platan kemur út síðar í haust. Woodie Guthrie gengur aftur Textasmiður Woodie Guthrie. ÞEGAR Woodie Guthrie féll frá fyrir rúmum þrjátíu ánim lét hann eftir sig mikið safn texta og laga sem honum auðnaðist ekki að taka upp. Textarnir sem Woodie Guthrie skildi eftir sig eru ólíkrar gerðar, sumir buli- textar fyrir börn, aðrir sögðu frá æsku hans og enn aðrir snerust um ástina. Á síðasta ári leitaði dóttir Guthries til breska trúbadúrsins Billys Braggs um að hann tæki að sér að semja lög við einhverja textanna og hljóðrita. Hann bað síðan bandarísku sveitina Wilco að leggja sér lið og þannig varð til breið- skífan Mermaid Avenue. Á Mermaid Avenue skipta Bragg og Wilco með sér verkum, sum lagamia semur Bragg og syngur, en önnur Jeff Tweety og félagar hans í Wilco og þá syngur Tweety eða annar Wilco-maður. Ekki eru skilin þó skarpari en svo að víða eru allir að í einu. I inngangi að plötunni segir Bragg að þeir félagar hafi ekki viljað gera minn- ingarplötu; frekar samstarfsplötu Woodies Guthries og nýrrar kynslóðar tónlistarmanna. Rappmynd Hluti myndarinnar gerist í fangelsi nema hvað. Yikmyndin Caught Up hefur ekki borist hingað til lands, en í henni leika meðal annarra Snoop Doggy Dog og LL Cool J. Sá fyrrnefndi kemur og við sögu á hljóðrásinni eins og heyra má á disk sem kom út fyrir skemmstu samnefndur mynd- inni. Þar rappar Snoop í samstarfí við Kurapt titillag myndarinnar, en á disknum er að fínna sitthvað fleira forvitnilegt. Þannig kemur Kurupt við sögu í öðru lagi, að þessu sinni með Luniz og Daz, Gang Starr legg- ur til lag, Mack 10 og Road Dawgs flytja saman lag, Lost Boyz eiga leik og KRS One, Mad Lion og Shaggy Rappmyndarsafn SÍFELLT verður algengara að skreyta hljóðrásir kvikmynda með rappi, ekki síst ef umfjöllunarefni myndarinnar er bófahasar og hama- gangur litra Bandaríkjamanna. Þá gefst rapplistamönnum og oft gott tækifæri til samstarfs sem annars er ekki mögulegt vegna útgáfu- samninga og álíka flækjustigs. hræra saman ólíkum straumum. MC Lyte lætur einnig í sér heyra í sam- starfí við Shiro. Luniz koma aftur við sögu, að þessu sinni með Crooked I. Mesta athygli vekur þó eflaust samstarf þeirar Wu-liða GZA, Inspectah Deh og Killa Priest, sem reyndar er einnig að fínna á sól- óskífu þess síðastnefnda. ||fri W.mk 1 v» M ' .i' • vsKiI R \ Sérkennilegur spuni Sérkennilegur Tom Waits bindur bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamennirnir. lög, ríflega 70 mínútur af tónlist. Flest eru lögin af tveimur fyrstu skífunum, sem er vel, en einnig era gefín tóndæmi af leikhúsplötunum sem fæstir hafa heyrt nema harðir aðdáendur. Tom Waits-vinir segja að smekk- ur hans fyrir sérkennilegan spuna sé áunninn og líkas til gefst ekki betra tækifæri til að komast á bragðið en með „Beautiful Mala- dies“. EINN sérkennilegasti tónlistar- maður seinni tíma er Tom Waits. Allt frá því hann hóf fyrst upp sér- kennilega rödd sína á plasti fyrir aldarfjórðungi hefur hann farið eig- in leiðir í sérkennilegri samsuðu af jassi, lúðrasveitapoppi, rokki og óteljandi stefnum og straumum öðram. Fyrir stuttu kom út safn- skífan „Beautiful Maladies" þar sem dregið er saman það helsta frá síðustu fímmtán árum. Tom Waits hefur sérkennilega rödd og enn sérkennilegri söngstíl og það tók hann drjúgan tíma að að móta eigin stíl. Þegar hann sendi frá sér fyrstu skífuna 1973 var hann þó búinn að fnna fjölina sína og tíu árum síðar pftir Árnn sendi hann frá sér Motlhíasson sína helstu Plötu- muimiu^vii 1 n. i , 1 „Swordfíshtrombo- nes“, þá kominn á mála hjá Island- útgáfunni. Á safnskífunni sem hér er gerð að umtalsefni er eimitt að finna safn laga með Tom Waits frá Island-ár- unum, eða allt frá 1983 til dagsins í dag, en síðasta skífa Waits á vegum Island kom út 1992, þótt síðan hafí komið tvær með leikhússtónlist. Ekki verður kvartað yfir nísku Waits á tónlist, því á plötunni eru 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.