Morgunblaðið - 23.08.1998, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 B 15
Kennurum sagt að
bera ekki sólvörn
á nemendur
London. Reuters.
BRESKUM bamakennurum
var í gær ráðið frá því að setja
sólvamarkrem á nemendur sina
vegna hættu á því að þeir yrðu
fyrir vikið sakaðir um að mis-
nota bömin.
Sagði Ivor Widdison, sér-
fræðingur um menntamál hjá
samtökum sveitarfélaga, að
kennarar væra afar berskjald-
aðir fyrir ásökunum um kyn-
ferðislega misnotkun, sem og
ásökunum um óþarfa valdbeit-
ing. „Þess vegna eigum við
þann kost einan að ráða öllum
kennurum frá því að aðstoða
böm við að verja sig gegn geisl-
um sólarinnar nema foreldram-
ir gefi formlegt leyfi,“ sagði
Widdison.
David Hart, framkvæmda-
stjóri hjá Landssamtökum
kennara, samsinnti því að kenn-
umm bæri að varast að koma
sjálfum sér í aðstöðu sem leitt
gæti til þess að þeir yrðu sakað-
ir um misnotkun. Hann sagði
viðvaranir Samtaka sveitarfé-
laga eigi að síður ganga of langt
og kvaðst óttast hvert breskt
samfélag stefndi þegar svona
væri komið.
„Við þurfum að hefja aftur til
vegs og virðingar trúna á það
sem ég myndi kalla heilbrigða
dómgreind kennara. Við drög-
um kennarastarfið niður í svað-
ið ef við eram sífellt að segja
kennuram að sleppa því að
framkvæma hluti sem við
ákveðnar aðstæður era fullkom-
lega eðlilegir," sagði Hart.
Hjó nef-
broddinn af
RÚSSNESKRI konu, sem hafði
hugsað sér að höggva höfuð elsk-
huga síns af í reiðikasti, mistókst
ætlunarverk sitt svo hrapallega
að hún Qarlægði einungis fremsta
hluta nefsins. Þegar maðurinn
kom á sjúkrahús var hann
greindur undir áhrifum áfengis
og „með höggsár...á nefinu.“ Var
broddur nefsins saumaður aftur á
manninn og hann sendur heim.
Hvemig
getur
svona
flaslla
mikil
haft
svona
1 daglegu lífi verður fólk fyrir ýmsum
áreitum sem hafa skaðleg áhrif á
heilsuna. Þetta eru þættir eins og
vinnuálag, streita, mengun og svefn-
leysi. Afleiðingamar geta verið veikara
ónæmiskerfi og ójafnvægi í meltingu.
LGG+ er unnið úr fitulausri mjólk
og inniheldur LGG-gerla. Plúsinn
stendur fynr aðra æskilega gerla,
svo sem a- og b-gerla sem
neytendur þekkja af góðri reynslu
auk oligófrúktósa sem er trefjaefni
sem m.a. ðrvar vöxt heilnæmra
gerla í meltingarveginum.
ahrif?
* uTZrHfnvægp hana
► mikid motstöduafl
stuðlar að velliöan
LGG-gerlar búa
yfir einna mestu
mótstöðuafli allra
þekktra mjólkursýru-
gerla og hafa fjölþætta
vamarverkun, bæta
meltinguna og stuðla að vellíðan.
Ein flaska af LGG+ er styrkjandi
dagskammtur fyrir heilbrigt fólk á
öllum aldri, böm jafnt sem fullorðna.
Einnig er mælt með drykknum fyrir
fólk sem býr við ójafnvægi í meltingu
af völdum ytri þátta eins og streitu,
kaffidrykkju, inntöku fúkkalyfja,
geislameðferða o.fl. Það tekur LGG+
einn mánuð að byggja gerlaflóruna
upp á ný og til að viðhalda áhrifunum
til fulls er æskilegt að neyta þess
daglega. Fjölgun LGG-gerlanna í
sjálfum meltingarveginum er fremur
hæg og því tryggir stöðug neysla virkni
þeirra best.
styrkjandi dagskammtur
frá
Fylgstu daglega með
öflugustu úrvalsdeild
í heimi á mbl.is
Boltavefur mbl.is vindur enn upp á
sig með ítarlegri og lifandi umfjöllun
um enska boltann í vetur. Fréttir af hverri
einustu umferð á meðan leikirnir fara fram.
Liðin, leikirnir og leikmennirnir. Heimasiður
félaganna, nýjar fréttir á hverjum degi, nánast
allar upplýsingar sem hægt er að finna
um árangur allra liða. Fylgstu með
J frá upphafi. Enski boltinn er byrjaður
A aö rúlla á mbl.is
mbl.is/boltinn/enski
Enski boltinn á mbl.is - þar sem hlutirnir gerast hratt!