Morgunblaðið - 04.09.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.09.1998, Qupperneq 4
Á AKSTURSÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Fljótir feðgar RÚNAR Jónsson og Jón Ragnarsson á Subaru voru fyrstir eftir fyrsta keppnisdag af þremur í alþjóðarallinu. Rúnar fór sprett með lög- reglustjóra um Öskjuhlíð i gær og fór á sama tíma með hann og föður sinn í sitthvorri umferðinni. Fimm sekúndur á milli efstu manna ■ STEINGRÍMUR Ingason var full- grimmur á malbikinu í Öskjuhlíð og ók á barð í lok beins kafla, eins og fjölmargir aðrir ökumenn. Stein- grímur hefur keppt oftar en nokkur annar á malbiksleiðum erlendis. ■ ÓSKAR Birgisson og Geir Birgis- son veltu harkalega á sérleið um skógræktina í Hafnarfirði. Þeir fóru nokkrar veltur og eru hættir keppni. ■ HJÖRTUR P. Jónsson og Isak Guðjónsson á sérútbúnum Toyota Corolla voru í fimmta sæti í gær. Hjörtur gerði mikið af mistökum, enda að venjast bílnum. Ætlaði að stilla fjórhjóladrifið þannig að 60% afls væri að aftan, en 40 að framan. Beita afturdrifstöktum, en Hjörtur varð meistai-i í flokki einsdrifsbíla í fyn-a á afturdrifnum Nissan. ■ HALLDÓR Úifarsson og Skúli Karlsson voru fremsir í jeppaflokki á Toyota Double Cab með dísel-vél. Þeir etja kappi við flota Land Rover jeppa frá breska hernum. Onnur ís- lensk áhöfn er í öðru sæti,_ þeir Sig- hvatur Sigurðsson og lílfar Ey- steinsson á Jeep Cherokee. ■ LÚÐA kallast ökutæki Halldórs, en Hvalur ökutæki Sighvats. tílfar kvað Hvalinn éta Lúðuna áður en komið yrði í endamark. ■ RÚNAR Jónsson náði besta tíma á fyrstu leið ásamt Páli Halldóri. Þeir óku á 1,35, Sigurður Bragi á 1,37. Á sérleið við Hvaleyrarvatn ók Rúnar á 4,12 mínútum, Sigurður á 4,14 og Páíl á 4,23. Rúnar ók seinni umferð í Öskjuhlíð á 1,35, Sigurður á 1,36 og Páll Halldór á 1,37. STAÐAN HÉR er staðan í Alþjóðarallinu eft- ir fyrsta keppnisdag af þremur. Ökumenn refsing /mínútur Rúnar Jónsson...............7.22 Sigurður Bragi Guðmundsson .7.27 Páll H. Halldórsson..........7.27 Þorsteinn P. Sverrisson ....7.43 Hjörtur P. Jónsson .........7.47 Steingrímur Ingason..........7.57 Stúart Cpupe................8.05 Halldór Úlfarsson ..........8.15 Garðar Þór Hilmarsson.......8.20 Hjörleifur Hilmarsson.......8.23 Jón B. Hrólfsson.............8.25 Sighvatur Sigurðsson ........8.25 Hermann Halldórsson.........8.51 Jóhannes V. Gunnarsson.......8.57 FEÐGARNIR Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á Subaru tóku forystu í Alþjóðarallinu, sem hófst í gær og stendur yfir fram á laugardag. Þrjár sérleiðir voru eknar í gær og hafa feðgarnir 5 sekúndna forskot á Sigurð Braga Guðmundsson og Rögnvald Pálmason á Rover Metro, en þeir síðarnefndu unnu þessa keppni í fyrra. Páll H. Halldórsson og Jóhannes Jóhannesson á Mitsubishi Lancer voru í þriðja sæti. Fjórðu eru Þorsteinn P. Sverrisson og Witek Bogdanski á Mazda 323, en þeir eru jafnir feðgunum að stigum í íslandsmótinu í rallakstri. Eg er sáttur við stöðuna og það var ekki ónýtt að fara með lög- reglustjórann um sérleið í Oskju- hlíð, innan borgar- Gunnlaugur markanna á fullri Rögnvaldsson ferð. Hann var góður skrifar farþegi, sagði ekki orð og fannst bara gaman. Þetta er gott fyrir akstursíþróttimar að svona maður skuli hafa áhuga,“ sagði Rúnar Jónsson í gærkvöldi. Þá voru ökumenn í viðgerðarhléi. „Við verðum í góðum gír á löngum og ströngum fóstudegi, verðum að gæta okkar á fyrstu sérleiðunum, um Tungnaá og Dómadal. Þá er , Gunnarsholt þröng og erfið leið, engin mistök má gera. Það er ekki víst að við höldum forystu allan daginn, aðalmálið er að við komum fyrstir í endamark. Ég býst við að við notum tólf til fjórtán dekk í slag- inn á föstudag, því átökin eru mik- il,“ sagði Rúnar. Sigurður Bragi hyggst fylgja Rúnari fast eftir á bíl sem hefur unnið alþjóðarallið fimm sinnum. „Það er allt samkvæmt áætlun. Ég er ánægður með stöðu okkar Rögn- valdar, en verð að passa mig á því að vera ekki að skoða fór Rúnars, sem er á undan. Má ekki gleyma mér við það eins og stundum, held- ur aka eftir mínum línum. Ég held að fyrsti dagurinn hafi gefið vís- bendingu um hvernig slagurinn verður, en ég komst hratt í gang núna. Hef stundum verið seinn í gang, en það dugar ekki til sigurs núna,“ sagði Sigurður. „Við töpuðum dýrmætum tíma á sérleið við Hvaleyrarvatn í tveimur vinkilbeygjum, eftir að hafa náð besta tíma ásamt Rúnari í Öskju- hlíð. Þurfum að breyta afstöðu stýr- isins. Við ætlum að keyra mjög þétt á öðrum keppnisdegi, án þess að skemma bílinn. Það mun reyna mik- ið á bíl og áhöfn á öllum sérleiðum“, sagði Jóhannes. Þorsteinn Páll kvaðst sáttur að vera í fjórða sæti. „Við höldum þokkalegri ferð á eftir forystubílunum, það er 500 km akstur á föstudag, sem verður erfið- ur. Hver mistök eru dýrkeypt og menn verða að fara gætilega á sér- leið við Tungnaá. Þá gæti Gunnars- holt orðið sleip og varasöm keppnis- leið. Líklega verður sett met á Lyngdalsheiði og við ætlum okkur í fullan slag um titilinn, gætilega þó,“ sagði Þorsteinn. Leiðarlýsing ídag 4. Lyngdalsheiði.......7.55 5. Tungnaá a...........9.55 6. Dómadalur a........10.45 7. Næfurholt a .......11.45 8. Gunnarsholt a......12.02 Hádegishlé á Hellu 9. Gunnarsholt b......13.15 10. Næfurholt b .......13.44 11. Dómadalur b........14.05 12. Tungnaá b..........15.03 13. Gunnarsholt c......17.15 14. Geitháls...........18.37 Viðgerðarhlé við Olís Mjódd kl. 21.10 BRESKI sendiherrann, James McCulloch, slóst í för með Alan Parramore f einum af sex Land Rover herjeppum f rallinu og var hvergi banginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.