Morgunblaðið - 29.09.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.09.1998, Qupperneq 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ É. UM ER að ræða aðra og þriðju hæð hússins við Hafnargötu 9, sem eru samtals um 2.000 ferm. Asett verð er 20-30 millj. kr., en óskað er eftir tilboðum. Húsnæði þetta er til sölu hjá Stóreign. hús í hverfi geymslur eru ennfremur í húsinu. Garðurinn er fallegur og vel gróinn og fyrir utan lóðina er stórt opið svæði með miklu af trjám sem nær alveg upp að Bústaðakirkju. Húsið heitir Vindás og er eitt elsta húsið í hverfinu. Asett verð er 16,8 millj.kr. Frystihús á Stokkseyri HJÁ fasteignasölunni Stóreign er nú til sölu frystihús á Stokkseyri. Húsið er í eigu Árness og stendur við Hafnargötu 9. Um er að ræða sölu á annarri og þriðju hæð húss- ins, sem eru samtals um 2.000 ferm., en húsið er steinhús á þremur hæð- um. Heildarstærð þess er 5.534 ferm., en húsið var byggt 1971 og viðbyggingar við það 1974 og 1980, en þá voru byggðir 3.262 ferm. „Þetta er óvenjulega glæsilegt og vel byggt hús og vel við haldið,“ sagði Jón G. Sandholt hjá Stóreign. „Eignin sem á að selja er á annarri og þriðju hæð. Önnur hæðin hefur verið vinnslu- og pökkunarsalur en þriðja hæðin var byggð sem fisk- vinnsluhús en er ófrágengið rými að stærstum hluta. Þó er kaffistofa á þessari hæð og eldhús. Eignin hentar vel undir ýmiss konar framleiðslufyrirtæki, hvort sem er í matvælaiðnaði eða öðrum iðnaði. Húsið er á góðum stað í bæn- um, rétt við sjávarsíðuna. Ásett verð er 20-30 millj. kr., en óskað er eftir tilboðum. boðum á íbúðarhúsnæði fólks. Þær aðgerðir hafa tekist gagnvart mörg- um en alls ekki öllum. Því hefði mátt búast við að erfíðleikar undanfar- inna ára væru ferskir í minni fólks og að með kaupmáttaraukningu og minna atvinnuleysi myndi sparnað- ur aukast, eða í það minnsta, að skuldaaukning heimilanna myndi ekki verða eins mikil og raun ber vitni. Engu er hins vegar líkara en flestir geri hreinlega ekki ráð fyrir að upp komi aftur samdráttarskeið í þjóðlífinu. Auknir lánamöguleikar Sú jákvæða breyting hefur verið að eiga sér stað í lánakerfinu að undanfórnu, að lánastofnanir eru al- mennt farnar að bjóða upp á lengri lánstíma og hæm lán en áður. Og almennt séð er auðveldara er að fá lán nú en áður þekktist til að standa undir fjárfestingum eða öðru. Þetta er jákvætt fyrir íbúðarkaupendur, húsbyggjendur og íbúðareigendur ef rétt er að staðið. Lán sem eru tekin til að standa undir fjárfesting- um í íbúðarhúsnæði, til að stuðla að öryggi í húsnæðismálum, eru af hinu góða, svo fremi sem greiðslubyrði viðkomandi er í samræmi við greiðslugetu. En það er jafnframt varhugavert að ráðast út í lántökur til langs tíma, sem taka mið af hámarksgreiðslu- getu við núverandi aðstæður, sér- staklega ef það er gert til að fjár- magna neyslu. Þetta á ekki hvað síst við ef raunveruleg þörf fyrir að miða greiðslugetu við hámark er ekki fyr- ir hendi. Þá er verið að taka óþarfa áhættu. Eflaust er erfitt fyrir marga að standast öll þau girnilegu tilboð um að dreifa greiðslubyrði vegna kaupa á hinu og þessu til langs tíma, svo sem ef það er til þess að fá í hendurnar nýjan bíl fyrir örfáar þúsundkrónur á mánuði og jafnvel enga útborgun. En freistingamar eru ekki bara til að falla fyrir þeim. Þegar ráðgjöf í húsnæðislánakerf- inu hófst fyrir rúmum áratug lögðu þeir ráðgjafar, sem við það unnu, af stað með eina þumalputtareglu. Hún var sú að ekki væri ráðlegt fyr- ir íbúðareigendur að skulda meira en um það bil tvöfóld árslaun þeirra. Það sýndi sig að þetta gat átt ágæt- lega við, svona almennt séð, miðað við meðallaun. Þetta er bara þumal- puttaregla sem byggir ekki á nein- um vísindalegum forsendum, ein- ungis á reynslu. En í ljós hefur kom- ið að þessi regla reyndist oft býsna góð, svo langt sem hún náði. Ekki verður annað séð en töluverður fjöldi fólks sé verulega yfir þessum mörkum í skuldum í dag. Þá er bara að vona að áfram verði uppgangur í þjóðfélaginu og að draga muni úr skuldasöfnun heimilanna. Annars er hætta á erfiðleikum íbúðareigenda einhvem tíma. AUSTURGERÐI 7 í Reykjavík, Vindás, er til sölu hjá Skeifunni. Ásett verð er 16,8 millj. kr. Stórl grónu HJÁ fasteignamiðluninni Skeifan er til sölu 300 ferm. einbýlishús að Austurgerði 7 í Reykjavík. Þetta hús er byggt í tvennu lagi, eldri hlutinn árið 1933 en sá yngri 1949. Eldri hlutinn er forskalað timbur- hús en viðbyggingin, sem er megn- ið af húsinu, er steypt. Húsið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá 1941. Það er kjallari, hæð og ris. „Þetta er fallegt og vel við hald- ið hús, sem er mjög vel staðsett og í grónu hverfi," sagði Haukur Guð- jónsson hjá Skeifunni. ,Á aðalhæð er forstofa, snyrting, hol og stórar stofur, þ.e. stofa, borðstofa og sól- skáli. Ur honum er útgengt út á timburverönd og út í garðinn. Á aðalhæð er einnig eldhús með borðkrók, baðherbergi og þrjú svefnherbergi. Niðri í kjallara eru tvö herbergi, stórt þvottahús, snyrting og sturta, kæliherbergi og lítill inn- byggður bflskúr. Sérinngangur er í kjallara. Uppi í risi er eitt her- bergi, stórt baðstofuloft, sem býð- ur upp á mikla möguleika. Góðar Fasteignasölur í blaðinu í dag Agnar Gústafsson bls. 8 Ás bls. 28 Ásbyrgi bls. 8 Berg bls. 21 Bifröst bls. 7 Borgir bls. 20 Brú bls. 12 Eignamiðlun bls. 15 Eignaval bls. 22 Fasteignamarkaöur bls. 19 Fasteignamiðlunin bls. 6 Fasteignasala íslands bls. 8 Fasteignasala Mosfellsb. bls. 17 Fasteignamiðstöðin bls. 14 Fjárfesting bls. 11 Fold bls. 4 Frón bls. 28 Gimli bls. 5 Hátún bls. 14 Hóll bls. 10-11 Hóll Hafnarfiröi bls. 12 Hraunhamar bls. 25 Húsakaup bls. 18 Húsvangur bls. 13 Höfði bls. 3 Kjöreign bls. 24 Lundur bls. 23 Lyngvík bls. 14 Miðborg bls. 26 Skeifan bls. 9 Stakfell bls. 6 Stóreign bls. 11 Valhöll bls. 27 Morgunblaðið/Einar Falur Skuldasöfnun heimilanna Markaðurinn Lán vegna íbúðarkaupa eru af hinu góða, ef þau miðast við greiðslugetu, segir Grétar J. Guð- mundsson, rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. En lántökur til langs tíma til að fjár- magna neyslu, sem taka mið af hámarks- greiðslugetu, eru varhugaverðar. IÝLEGAR upplýsingar um aukningu á skuldum heimilanna við opinberar lánastofnanir eru ekki uppörvandi. Skuldirnar jukust um 43 milljarða króna frá miðju ári 1997 til miðs þessa árs. Árið áður var skuldaaukningin 28 milljarðar. Þetta gerist á sama tíma og dregið hefur úr atvinnuleysi og kaupmáttur hefur aukist. Halda mætti að þróunin hefði átt að vera þveröfug. Það hefði alla veg- ana verið heppilegra. Fólk virðist því skuldsetja sig til að standa undir meiri neyslu en áður, væntanlega á grundvelli þess að kaupmáttur lækki ekki og að atvinnuleysi komi ekki til með að aukast að nýju. Von- andi kemur heldur ekki til þess. En þótt það sé yfirleitt kostur að líta með bjartsýni á sem flest er var- hugavert að byggja um of á slíku í húsnæðismálum. Fyrir íbúðarkaupendur, hús- byggjendur og íbúðareigendur er ekki skynsamlegt að taka ákvarðan- ir um kaup, framkvæmdir eða neyslu út frá bestu stöðu og gera ráð fyrir að hún haldist um aldur og ævi. Næsta víst er að einhvern tíma getur komið til samdráttar í þjóðfé- laginu. Þá lendir það á einhverjum. Greiðsluerfíðleikar áður Kannski er fólk almennt fljótt að gleyma því sem er leiðinlegt eða nei- kvætt. Ekki eru mörg ár liðin frá því mikill fjöldi íbúðareigenda var í verulegum greiðsluerfiðleikum. Fyrir rúmum áratug voru erfiðleik- arnir sérstaklega miklir. Þeir voru aðallega tilkomnir vegna breytinga á forsendum við flDÚðarkaup eða húsbyggingu, sem rekja mátti til að- gerða stjórnvalda til að ná niður verðbólgu. Skemmra er hins vegar síðan samdráttur í atvinnulífinu var meg- inástæðan fyrir erfiðleikum íbúðar- eigenda. Stjórnvöld hafa gripið til sérstakra aðgerða ár eftir ár til að reyna að draga úr nauðungarupp- árá j j j j Hjá SPR0N faerð þú alhliða fjármálaráðgjöf og viðtæka þjónustu. Þjónustufulltrúar veita þér allar nánari uppiýsingar og svara lánsumsóknum fljótt og vel. www.spr

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.