Morgunblaðið - 29.09.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 29.09.1998, Qupperneq 16
16 C ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ PARHUSIN eru flögur og því með átta íbúðum alls. Grunnflötur íbúðanna er 76 ferm., en þær eru á tveimur hæðum og hver íbúð því 152 ferm. Sex af íbúðunum eru með bflskúr, sem er 28 ferm., en tvær af íbúðunum með bflskýli. Ibúðirnar verða seldar fullbúnar að utan með frágenginni lóð og tilbúnar undir málningu og innréttingar að innan. Verð á íbúðunum þannig verður 14.340.000 kr., en þær eru til sölu hjá Fasteignamarkaðnum. Ný parhús við Suðurmýri á Seltjarnarnesi Seltjarnarnes hefur ávallt verið mjög eftirsótt til íbúðar og eftirspurn eftir eignum þar mikil. Magnús Sigurðsson kynnti sér ný parhús, sem Innrétt- ingasmiðjan sf. er með í smíðum við Suðurmýri sölu, að þær eru seldar án auglýs- ingar, því að yfirleitt er langur biðlisti eftir þeim. Þessi mikla ásókn gerir auðvitað sitt til þess að halda verðinu uppi. Stór skágluggi á suðurhh'ð Parhús þau sem Innréttinga- smiðjan er með í smíðum við Suð- urmýri eru fjögur og því með átta íbúðum alls. Grunnflötur íbúðanna er 76 ferm., en þær eru á tveimur hæðum og hver íbúð því 152 ferm. Sex af íbúðunum eru þar að auki með bílskúr, sem er 28 ferm., en tvær af íbúðunum eru með bíl- skýli. Skiptingin á íbúðunum er ein- föld en hentug. Dagi'ýmið er á neðri hæðinni en svefnherbergin uppi. Þau eru 3-4 eftir vali. Reikn- að er með þremur svefnherbergj- um, en uppi verður auk þess myndarlegur pallur, þar sem auð- veldlega mætti koma fyrir fjórða svefnherberginu. A neðri hæð er eldhús, borð- stofa, stofa, gestasalerni, þvotta- hús og geymsla. Anddyrið verður gott, en gengið er inn við bílskúr og leitast við að láta bílskúrinn skapa skjól. Eldhús og stofur verða mjög bjartar, því að á suð- urhlið verður stór skágluggi, sem nær upp á efri hæðina. Glugginn er því sameiginlegur með efri og neðri hæð. A suðurhlið borðstofu verður ennfremur stór gluggi með vængjahurðum út í garð. Ur stofu- rými liggur stigi upp á efri hæð, en þaðan er útgengt út á svalir, sem snúa í norður með útsýni til vesturs eða austurs. Burðarvirki húsanna er stein- steypt svo og plata og milligólf, en brandveggur gengur upp úr þak- inu og skiptir húsunum í tvær ein- ingar. Innveggir eru timburveggir klæddir með gifsi. „Það er það bezta, sem hægt er að fá, með til- liti til hljóðeinangrunar, bruna- varna og góðs andrúmslofts," segja þeir Vernharður Skarphéð- insson og Gústaf Fransson, sem standa fyrir þessum bygginga- framkvæmdum. Húsin eru að mestu einangruð að utan með steinull og klædd með varanlegu efni, það er við- haldsafrírri klæðningu. Þakið verður væntanlega úr áli með inn- brenndum lit. Á lóðinni stóðu áður húsin Kol- beinsstaðir og Hof. Kolbeinsstaðir var íbúðarhús reist á þriðja ára- tugnum, en þar var áður stórbýli. I Hofi var vinnufatagerð og síðan prentsmiðja. Aðkoma að þremur parhúsanna er frá Suðurmýri, sem AÐ er ekki á hverjum degi, sem nýjar íbúðir koma í sölu á Seltjamamesi. Markaðurinn þar hefur einkennzt af meiri eftirspum en framboði í gegnum tíðina og mjög lítið er þar eftir af auðum lóðum. Margir ættu því að hafa áhuga á parhúsum, sem bygginga- fyrirtækið Innréttingasmiðjan sf. hefur hafið framkvæmdir við að Suðurmýri 40-46, en þessi hús era hönnuð af Áma Þorvaldi Jónssyni arkitekt. Ásókn í fasteignir á Seltjamar- nesi þarf ekki að koma á óvart. Nesið er fyrst og fremst íbúðar- svæði og víða með með miklu sjáv- arútsýni og ferskum hafblæ. At- vinnuhúsnæði í bænum miðast fyrst og fremst við verzlun og aðra þjónustu, sem þjónar byggðinni. Norðan megin er útsýnið til norð- urs út yfir sundin, en síðan blasa við Skarðsheiði og Akrafjall að ógleymdri Esjunni. Sunnan megin er útsýni yfír sjóinn til Reykjanes- fjallgarðs. Lítið er um nýbyggingar á Sel- tjamamesi. í Kolbeinsstaðamýr- inni svonefndu, sem stendur við Nesveg næst Reykjavík, hefur þó risið nýtt hverfi á undanförnum áratug með raðhúsum, parhúsum og nokkram fjölbýlishúsum. Þetta hverfi hefur byggzt upp á tiltölu- lega skömmum tíma og skemmti- legt er að sjá, hve það er orðið gró- ið og fallegt. Hús og íbúðir þar þykja yfirleitt vel heppnuð og era í háu verði eins og annars staðar á Nesinu. Helzt má að því finna, að þröngt er um aðkeyrslu að sumum þeirra. Óvíða er aðstaða til útivistar betri eða skemmtilegri en á Sel- tjamamesi. Vestursvæðið svo- nefnda, sem nær m. a. yfir allt Suðumesið og Gróttu á vart sinn líkan sem útivistarsvæði svo ná- lægt byggð á höfuðborgarsvæðinu, enda era þeir margir, sem þangað leggja leið sína hvort heldur á vet- uma eða á sumrin. Að sögn fasteignasala kemur það ekki ósjaldan fyrir, þegar góð- ar eignir á Seltjamamesi koma í Á LÓÐINNI stóðu áður húsin Kolbeinsstaðir og Hof. Kolbeinsstaðir var íbúðarhús reist á þriðja áratugnum, en þar var áður stórbýli. Mynd þessi var tekin fyrr í sumar, þegar húsið var rifíð. Hof verður rifið bráðlega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.