Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 C § IÞROTTIR ’OStavanger LondonO ARMENIA “~*Vereyán Koma á staðinn að kvöldi 9. okt. Kvennalandslið í handknattleik fer til Tyrklands iwnilr -Jg- HANDKNATTLEIKUR Gunnar Andrésson byijar vel í Sviss GUNNAR Andrésson skoraði sjö mörk og var markahæstur leik- manna ZMC Amicitia Ziirich er liðið vann TV Zofingen, 21:20, á útivelli í 4. umferð svissneksa handknattleiksins um helgina. Var þetta fyrsti leikur Gunnars með liðinu í deildinni eftir að hann gekk til liðs við það í sumar frá Aftureldingu. Gunnar varð íyrir því óláni að lið- þófi í hné rifnaði fyrir keppnis- tímabilið og því lék hann ekkert í I kvöld HANDKN ATTLEIKUE 1. deild kvenna: KA-heimili: 10\ - Stjarnan .... 20.30 Austurberg: ÍR - FH ........20.00 Framhús: Fram - Grótta-KR .. 20.00 Strandgata: Haukar - Víkingur 20.00 Valsheimili: Valur - ÍBV....20.00 Knattspyrna á Netinu FÆREYINGAR hafa sett upp knatt- spyrnuvef á netinu - Greenbet.com, með ýmsum upplýsingum um knatt- spyrnu í Englandi, allar deildir, Skotlandi, allar deildir, Spáni, Frakklandi, Hollandi, Belgíu, Þýska- landi, 1. og 2. deild, Ítalíu, 1. og 2. deild, Danmörku, meistaradeild og 1. deild, Noregi, Svíþjóð, íslandi, Portúgal, Sviss, Austurríki og Tyrk- landi. Einnig eru fréttir frá Evrópu- keppni og Evrópukeppni landsliða. Þeir sem hafa áhuga á að gerast áskrifendur hjá Greenber.com geta haft samband við fyrirtækið í síma 90 298 44 99 03, eða sent fax í 90 298 44 77 95. Einnig er hægt að hafa sam- band á netinu - slóð www.green- bet.com. Var búinn að flauta GUÐJÓN L. Sigurðsson handknatt- leiksdómari hafði samband við Morg- unblaðið vegna ummæla í blaðinu í gær um sig og Ólaf Haraldsson þess efnis að þeir hefðu gert afdrifarík mistök, þegar þeir ráku Guðjón Árnason af velli í leik Fram og FH. „I blaðinu segir að boltinn hafi ekki verið kominn í leik en sekúndu eða tveimur áður en Guðjóni var vikið af velli í tvær mínútur flautaði Ólafur miðju. Síðan sendi Guðjón honum tóninn, tíminn var stöðvaður, leik- maðurinn sendur út af og Fram dæmdur boltinn," sagði Guðjón. þremur fyrstu umferðunum, en kom síðan sterkur til leiks um liðna helgi. Amicitia Zúrich hefur farið þokka- lega af stað í svissneksu deildar- keppninni, hefur unnið tvo leiki en tapað tveimur, en aðeins leikið einn leik á heimavelli. Liðið er í 7. sæti af tólf liðum í deildinni en átta þau efstu komast í úrslitakeppni, sem hefst eftir áramót. TV Suhr, sem Suik Hyung Lee, fyri-verandi mark- vörður FH, leikur með, er í efsta sæti með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Hefur Lee leikið mjög vel fyrir sitt nýja félag og átti m.a. stór- leik er Suhr vann Gunnar og félaga í Amicitia Zúrich á dögunum, 36:19. Júlíus Jónasson og samherjar hans í St. Otmar St. Gallen eru í öðru sæti með 7 stig að loknum fjór- um leikjum. I síðustu umferð vann St. Otmar Borba frá Luzern, 29:22, á útivelli. Júlíus gerði þrjú mörk í leiknum og hefur alls gert sex mörk á leiktíðinni, en Júlíus missti einn leik úr vegna meiðsla. Aðallega hef- ur hann leikið með í vörninni og staðið sig vel að vanda í því hlut- verki. A sunnudaginn vann St. Otmar slóvenska liðið Gorenje Velenje, 31:26 í fyrri leik liðanna í 16-liða úr- slitum Evrópukeppni bikarhafa. Leikurinn fór fram í Sviss en síðari viðureignin fer fram í Slóveníu nk. laugardag. Júlíus lék með St. Otmar í leiknum en var ekki á meðal marka- hæstu leikmanna liðsins. Ólafur og félagar áfram ÓLAFUR Stefánsson og samherjar lians lijá Magdeburg eru komnir í aðra umferð EHF-keppninnar í handknattleik. Þeir lögðu Steaua frá Búkarest að velli í tveimur leikjum - fyrst 26:16 í Magdeburg og síðan 30:21 í Dessau í Þýskalandi á mánudags- kvöldið. Ólafur skoraði tvö mörk í leiknum, eins og hann skoraði í fyrri leiknum. Morgunblaðið/Golli STEFÁN Þórðarson, Rfkharður Daðason, Lárus Orri Sigurðsson, Rúnar Kristinsson, Pétur Marteinsson, Hermann Hreiðarsso og Þórður Guðjónsson fagna jafnteflinu við Frakka og þakka áhorfendum stuðninginn. Þeir verða í cldlínunni í Armeníu á laugardag og taka á móti Rússum á miðvikudag í næstu viku. Eiður Smári í lands- liðið á ný Eiður Smári Guðjohnsen er í hópnum sem Atli Eðvaldsson valdi fyrir leik ungmennaliðsins, U21, í Armeníu á laugardag. Eiður Smári bætist við 16 manna hópinn sem var valinn fyrir leikinn við Frakka á Akranesi 5. september sl. „Hann smellur vel inní hópinn og honum verður vel fagnað,“ sagði Atli, þegar hann tilkynnti hópinn í gær, en Eiður Smári hefur ekki leikið landsleik síðan hann meidd- ist í leik með 18 ára liðinu vorið 1996. Atli sagði að óvenjulegt væri að hefja leik klukkan níu að morgni að íslenskum tíma en strákarnir hefðu kynnst ýmsu. „Við fórum í erfiða ferð til Rúmeníu í fyrra eftir leik við íra heima en erum betur búnir undir átökin að þessu sinni þótt við vitum ekkert um mótherjana og rennum blint í sjóinn.“ Eftirtaldir leikmenn eru í hópn- um: Ólafur Þór Gunnarsson, ÍR, Fjalar Þorgeirsson, Þrótti, Arnar Þór Viðarsson, Lilleström, Eiður Smári Guðjohnsen, Bolton, Þor- bjöm Atli Sveinsson, Bröndby, Valur Fannar Gíslason, Strömsr - godset, Bjarni Guðjónsson, Newcastle, ívar Ingimai-sson, ÍBV, Jóhann B. Guðmundsson, Watford, Heiðar Helguson, Lilleström, Haukur Ingi Guðnason, Liverpool, Andri Sigþórsson, KR, Davíð Örv- ar Ólafsson, FH, Björn Jakobsson, KR, Reynir Leósson, ÍA, Edilon Hreinsson, KR, og Sigurður Elí Haraldsson, FH. Bjarni með þijú mörk BJARNI Guðjónsson var heldur betur á skotskónum með varaliði Newcastle í bik- arkeppni varaliða í fyrra- kvöld. Bjarni gerði þrjú mörk í 8:1 sigri liðsins á Lemington. Rússar eru í vandræðum Ieiðsli lykilmanna rússneska landsliðsins hafa sett Anatoly Byshovets, þjálfai-a, í erfiða stöðu því hann er nú aðeins með tvo sókn- armenn í landsliðshópnum sem leik- ur við Frakka í undankeppni EM um helgina í Moskvu. Rússar töpuðu fyrsta leiknum í riðlinum á móti Ukraínu, 3:2, og því er mikið atriði 1. deild kvenna Hlíðarendi í kvöld kl. 20 Valur - ÍBV Valsmenn fjölmennið! Borgir fasteignasala IBV7 Knattspyrnuþjálfarar íþróttafélagió Höttur á Egilsstöðum óskar eftir að ráóa knattspyrnuþjálfara fyrir meistaraflokk karla næsta tímabil. Nánari upplýsingar gefur Hetgi, s. 471 2427, og Árni, s. 471 1708. fyrir þá að ná hagstæðum úrslitum á heimavelli gegn Frökkum ætli þeir sér stóra hluti í keppninni. Rússar leika síðan við Islendinga á Laugar- dalsvelli í næstu viku. I gær var ljóst að bæði Igor Kolyvanov hjá Bologna sem er með flensu og Sergei Kiryakov hjá HSV, sem er meiddur, geta ekki leikið. Þeir eru báðir framherjar. Eftir í hópnum eru þá aðeins tveir sóknar- menn, Vladimir Beschastnykh, Racing Santander, sem hefur ekki leikið heilan landsleik í meira en ár, og síðan Oleg Teryokhin, leikmaður með Dynamo Moskvu. Við þetta bætist að tveir af bestu miðvallarleikmönnum Rússa, Andrei Kanchelskis, Glasgow Rangers, og Ilya Tsymbalai-, sem skoraði fyrir Spartak Moskvu í sigrinum á Real SKYLMINGAR Madrid í Meistaradeildinni í síðustu viku, verða heldur ekki með gegn heimsmeisturunum. Báðir eru þeir meiddir. „Ég tel að við þurfum ekki að breyta áformum okkar í sambandi við leikskipulagið á móti Frökkum þrátt fyrir allt,“ sagði Byshovets eft- ir æfingu rússneska landsliðsins á Navogrska-æfingasvæðinu rétt utan við Moskvu í gær. „Það eru alltaf einhverjir mejddh- af lykilmönnun- um. A móti Ukraínu vorum við án nokkura lykilmanna í vörninni, en nú eru það fjórir sóknarmenn sem verða fjarri.“ Byshovets ætlar þrátt fyiir forföll- in ekki að kalla í Sergei Yuran, sem leikur með Bochum í Þýskalandi. Hann hefur ekkert leikið með þýska liðinu það sem af er tímabili. Skrokkamót Breiðabliks verður haldið dagana 12.-18. október á sandgrasvellinum í Kópavogi. Þátttökugjald er kr. 12.000 á lið. Ef tvö lið koma frá sama félagi er gjaldið kr. 9.000 á lið. Leikið er í 7 manna liðum. Glæsileg verðlaun eru í boði. Allar nánari upplýsingar og skráningu veita: Valgeir Ólafsson, sími 564 2699 valgeirol@islandia.is Atli Þórsson sími 564 1836 eða 893 9566 atlith@islandia.is Helga Eygló Aheimsmeistaramóti í skylming- um, sem nú stendur yfír í La Caux-de-Fonds í Sviss, var sl. mánu- dag í fyrsta skipti á heimsmeistara- móti keppt í skylmingum kvenna með höggsverði (saber), sem sýning- argrein. Helga Eygló Magnúsdóttir, fulltrúi íslands, stóð sig vel í keppn- inni og hreppti sjötta sætið. Eftir riðlakeppni var Helga Eygló í þriðja sæti í uppröðun fyrir 16 manna útsláttarkeppni. I fyrsta bar- daganum keppti hún við Rebeccu Van Emden frá Hollandi. Helga sigraði og komst í átta manna úrslit þar sem hún beið lægri hlut fyrir bandarísku stúlkunni Kelly Willi- ams, sem hafnaði í öðru sæti keppn- innar. Sigurvegari keppninnar var stúlka frá Kanada, Donna Saworski. Til þessa hefur ekki verið kvenna- keppni í þessari grein skylminga á heimsmeistaramótum en keppnin sem nú var haldin er liður í því að taka hana upp sem fasta keppnis- grein. Forsala á leik- inn við Rússa FORSALA á leik íslands og Rússlands í Evrópukeppni landsliða, sem verður á Laugardalsvelli miðvikudaginn 14. október, stendur yfir á bensínstöðvum Esso til kvölds 13. október. Bestu sætin kosta 2.000 kr. í forsölu en 2.500 kr. á leikdag en önnur sæti kosta 1.200 kr. í forsölu en 1.500 kr. á leikdag. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði að miðaverð hefði verið lækkað frá leiknum við Frakka en þá hefði verið uppselt í for- sölu. „Allir vita hvað Rússar geta og við treystum á áframhaldandi stuðning áhorf- enda,“ sagði formaðurinn. „Þeir sem voru á leiknum við Frakka muna eflaust hvað var gaman og við þurfum góðan stuðning til að ná árangri á móti Rússum.“ Rússar hindr- uðu leik í ágúst RÚSSAR komu í veg fyrir að leikur Armen- íu og íslands yrði í ágúst eins og KSI vildi og aðrar þjóðir í riðlinum samþykktu. „Ein- hugur verður að ríkja um niðurröðunina og Rússar tóku ekki í mál að við spiluðum í Ar- meníu í ágúst,“ sagði Eggert. ,,Þeir sögðu það óeðlilegt að þeir kæmu til Islands eftir að hafa leikið við Frakka í Moskvu og spil- uðu við óþreytta íslendinga.“ Sýn sýnir frá Armeníu SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn ætlar að sýna beint frá landsleik íslands í Armeníu á laug- ardaginn. Leikurinn hefst kl. 18 að staðar- tíma eða kl. 13 að íslenskum tíma. Strákarnir sigruðu Letta ÍSLAND vann Lettland 5:2 í riðlakeppni piltalandsliða, U18, sem fer fram í Frakk- landi. Veigar Gunnarsson gerði tvö mörk í gær en Jóhannes Karl Guðjónsson, Bald- ur Bett og Ingi Hrannaar Heimisson sitt markið hvor. Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari gerði þrjár breytingar á hópnum frá jafnteflinu við Frakka Værí að Ijúga ef ég ist ánægður með jafntefli GUÐJÓN Þórðarson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í gær 18 manna iandsliðshóp sinn fyrir viðureignina við Armeníu í Evrópukeppninni ytra á laugardag og heimaleikinn við Rússland á miðvikudag, en hann gerði þrjár breytingar á hópnum frá jafn- teflisleiknum við Frakka í byrjun september. Hann stefnir á sigur en segist hugsanlega verða að sætta sig við jafntefli. Hins vegar komi tap alls ekki til greina. Steinþór Guðbjartsson skriíar Guðjón sagðist stöðugt vera að velta hópnum fyrir sér og að vandlega athuguðu máli hefði hann ákveð- ið að gera örlitlar breytingar að þessu sinni. Eyjólfur Sverr- isson, sem hefði verið fyrirliði í tveimur undangegnum leikjum og staðið sig vel, gæti ekki leikið vegna meiðsla en Sigurður Jónsson tæki stöðu hans. Brynjar Björn Gunnarsson kæmi líka aftur inn eftir að hafa verið frá vegna meiðsla og þá væri Helgi Sigm'ðsson valinn á ný. Ólafur Örn Bjarnason og Sigurður Örn Jónsson voru í hópn- um fyrir leikinn við Frakka en voru ekki valdir að þessu sinni. Vanir menn „Mesta breytingin er að Eyjólfur Sverrisson verður ekki með í þessum leikjum," sagði Guðjón. „Það er skarð fyrir skildi í stöðu sem skiptir mjög miklu máli og því er missir liðs- ins mikill. Hins vegar kemur maður í manns stað og vonir standa til að Sigurður Jónsson fylli í skarðið." Brynjar Björn hefur ekki leikið lengi en Guðjón sagði að hann væri tilbúinn eftir að hafa verið frá vegna meiðsla og traustsins verður. „Brynjar Björn ristarbrotnaði skömmu eftir komuna til Moss fi’á Váleringa en hefur æft á fullu í um það bil mánuð og er tilbúinn," sagði Guðjón, þegar Morgunblaðið spurði hann um valið á leikmanninum. „Hann var í landsliðinu áður en hann meiddist og hefur ávallt staðið sig feikivel, síðast á móti Suður-Afríku í júní. Hann er fjölhæfur leikmaður, getur leikið í öftustu varnarlínu eða á miðjunni. Hann er í góðu líkamlegu ástandi og ég valdi hann vegna karaktersins og þess að ég treysti honum fullkomlega." Sigurður Öm Jónsson er viðbúinn ef á þarf að halda en Pétur Mar- teinsson er tæpur. „Pétur á í smá- vægilegum erfiðleikum en hann telur að hann verði tilbúinn,“ sagði Guð- jón. „Það kemur í ljós á æfingunum fyrir brottfór en Sigurður Örn er til- búinn.“ Guðjón sagði að Hlynur Stef- ánsson, fyrirliði Islands- og bikar- meistara IBV, hefði ekki hug á að spila framar með landsliðinu og hann hefði ekki velt Guðna Bergssyni, fyr- irliða Bolton, fyrir sér. „Við höfum verið að leika ákveðið kerfi og mikil- vægt er að menn viti að hverju þeir ganga og séu tilbúnir að gera það sem þai’f. Sigurður Jónsson þekkir þetta kerfi og Sigurður Örn líka.“ Arnar Grétarsson hefur ekki verið valinn í landsliðið síðan á æf- ingamótinu á Kýpur í febrúar sem leið. „Ég hef ekki fylgst sérstaklega með því sem hann hefur verið að gera að undanförnu," sagði Guðjón. „Hann fékk ákveðið tækifæri til að sýna hvað í honum býr en frammi- staða hans þá verðskuldaði ekki áframhaldandi val. Hins vegar er þetta ekki endanlegt og kannski fæ ég tækifæri til að fylgjast með hon- um í vetur.“ Sýnd veiði en ekki gefin Armenía vann Andorra 3:1 í liðn- um mánuði en í nýliðinni heims- meistai’akeppni fagnaði liðið fyrsta og eina sigri sínum í HM til þessa, vann Albaníu 3:1 heima. Guðjón sagðist ekki vita mikið um væntan- lega mótherja, en þjálfai-i AndoiTa hefði veitt sér ákveðnar upplýsingar. „Það er knattspyrnuhefð í landinu og Armenía er sýnd veiði en ekki gefin. Leikmennirnir eru einstaklings- ísland Stelpurnar halda af stað mánudaginn 12. október Strákarnir fljúga af stað Knattspyrnulandsliðin fara til Armeníu okt. keppnisstað þriðjudaginn 13. okt. hyggjumenn, vilja halda boltanum sjálfir í stað þess að spila honum á milli sín. Það getur hjálpað okkur að skipuleggja vörnina og takist það er mikilvægt að nýta sóknarfærin sem gefast. Þjálfari Andorra sagði að fyrst Andorra hefði skorað ættum við að geta gert það líka auk þess sem við værum með sterkari vörn en Andorra. Hann sagðist vera bjart- sýnn fyi’ir okkar hönd en aðalatriðið hjá okkur er að halda hreinu eins lengi og hægt er. Best væri að við skoruðum á 88. mínútu og ynnum 1:0 en svona er auðvelt að segja og erfitt að fylgja eftir. Hins vegar er ljóst að ef við ætlum að styrkja stöðu okkar verðum við að hætta að tapa leikjum eins og á móti Armeníu á útivelli." Næsti leikur mikilvægastur Guðjón sagði að allir leikh- væru mikilvægir en næsti leikur værj, alltaf mikilvægastur. „Við sáum á móti Frökkum að hægt er að gera góða hluti og jákvæðir hlutir eru að gerast í okkar röðum. Ríkharður er að standa sig vel í Noregi, Arnar blómstrar í Englandi og Þórður i Belgíu auk þess sem Helgi hefur átt góða leiki í Þýskalandi og Rúnar í Noregi. Ég hef trú á að liðið geti staðið sig í komandi átökum og ljóst er að við gerum allt sem við getum til að vera Islandi til sóma. Fljótlega eftir að flautað hefur verið af í Ar- meníu fórum við að einbeita okkur að leiknum við Rússa en næst er þaij Ai-menía. Það er alltaf erfitt að leika á útivelli og yfirleitt eru menn sáttir við jafntefli á útivelli en ég væri að ljúga ef ég segðist ánægður með jafntefli í Jerevan. Markmiðið er sig- ur, sem hugsanlega er óraunhæft, kannski verðum við að sætta okkur við jafntefli en tap kemur ekki til greina." A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.