Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 4
Bríans KNATTSPYRNA Danski landsliðsmaðurinn Brian Laudrup heldur uppi heiðri fjölskyldunnar Eftir Bjöm Inga Hrafnsson Hann er aðeins þrítugur að aldri en hefur samt sem áður náð að leika með nokkrum af stærstu knattspyrnuliðum Evr- ópu. Faðir hans þótti frábær afreksmaður á sinni tíð og eldri bróðir hans er einnig goðsögn í lifanda lífi. Hann er danskur, heitir Brian Laudrup og gekk til liðs við Lundúnalið- ið Chelsea nú í sumar. rian Laudrup er hlédrægur 'maður sem fremur tjáir sig á knattspymuvellinum en í fjölmiðl- um. Þannig hefur hann eftir megni reynt að forðast kastljós fjölmiðl- anna, en seint verður þó sagt að brotthvarf hans á vor- mánuðum frá skoska stórliðinu Rangers í Glasgow hafi gengið átakalaust fyrir sig. í Skotlandi hafði hann leikið um þriggja ára skeið og átt einna stærstan þátt í meistaratitli félags- ins tvö fyrstu árin, m.a. verið út- nefndur leikmaður ársins. Samning- ur hans vai- að renna út og honum frjálst að yfirgefa herbúðir liðsins án nokkurra eftirmála. Reyndin varð þó ekki svo einfold og í hönd fór erfiður tími; enska stórliðið Chelsea undir stjóm Hollendings- ins Ruuds Gullits bar víumar í Dan- ann snjalla og hið sama gerðu hol- lensku meistaramir í Ajax, en með þeim leikur einmitt eldri bróðir hans, Michael. Bæði lið töldu sig eiga góða möguleika, ekki síst hol- lenska liðið sem kvaðst hafa munn- legt samþykki leikmannsins. Hjá Chelsea var staðan öllu óljósari - Gianluca Vialli, leikmaður liðsins, hafði milligöngu um fund með Laudrup í umboði félagsins, sem á sama tíma stóð fyrir uppsögn Gullits og óvæntum samningi við Vialli um stöðu knattspyrnustjóra í kjölfarið. Inn í þau leiðindamál bland- aðist Brian og stóm orðin vora síst spörað. Ekki bættu fullyrðingar Ajax úr skák og loks kastaði tólfunum er forráða- menn Rangers kúventu í afstöðu sinni og kröfðust hárrar greiðslu fyrir leikmanninn, sem samkvæmt samningum átti að vera laus allra mála. í kjölfarið fylgdu hártoganir á laganna bókstaf, menn greindi á um hvort flutningur leikmanns frá Skotlandi til Englands heyrði til innanlands- eða milliríkjaviðskipta. Loks fóru þó málin að skýrast; .Chelsea hótaði að draga Rangers fyrir Evrópudómstólinn og féllu þá Skotamir frá kröfum sínum. Hið sama gerðu forráðamenn Ajax eftir að Brian bað þá afsökunar, á því sem hann kallaði ótímabærar yfir- lýsingar, og því var komið grænt ljós á flutning til Vestur-Lundúna. Útslagið gerði þó þegar Colin Hutchison, stjómarmaður í Chel- sea, mætti á einn samningafundinn, opnaði skjalatösku sína og tók út bláa skyrtu liðsins og afhenti hana Brian. Aftan á henni var ritað Niko- lai - nafn sonar leikmannsins. Ekki spillti svo fyrir að launin vora ekk- ert til að fúlsa við og þar komust fjölmiðlar í feitt - vikukaup hans er áætlað á bilinu sex til níu milljónir íslenskra króna. Ýmsir urðu til að býsnast yfir svo fáheyrðum launa- greiðslum og í kjölfarið óx þeim ás- megin er töldu of mikla aukningu í fjölda erlendra leikmanna í ensku knattspymunni. Það var því ljóst, að hinn hógværi og allt að því feimni Laudrap naut óskiptrar athygli hvar sem hann kom að málum. „Slíkt er mér ekki að skapi,“ sagði hann í félagsskrá Chelsea fýrir skemmstu, aðspurður um fárið í kringum félagaskiptin. „Eg sem hugðist eitt sinn snúa mér að tennis eða skák svo mér væri ekki sífellt líkt við fóður minn eða bróður og væri ekki alltaf í sviðs- ljósinu." Sífelldur samanburður Það reyndist Brian erfitt að vera í sífellu líkt við þá frægu feðga, Finn og Michael. Finn Laudrup, faðir Brians, var á áram áður sérlega snjall knattspyrnumaður og mikil stjama í heimalandinu. Hann var á sínum tíma fyrirliði danska lands- liðsins og tók m.a. þátt í þeim fræga leik, Danmörk - Island, á Idræt- sparken í Kaupmannahöfn 1967 sem lyktaði 14:2. Eldri soninn, Michael, þarf vart að kynna, og víst er að hann bar hróður fjölskyldunn- ar enn víðar með stórliðum á borð við Juventus, Barcelona, Real Ma- drid og síðast Ajax. Síðast gafst okkur Islendingum tækifæri nú í sumar til að fylgjast með listfengi hans og leikni með knöttinn er hann lék með Dönum á HM í Frakklandi. Þar lék hann einmitt við hlið yngri bróður síns, sem smám saman færði sig úr skugganum og skóp sitt eigið orðspor sem einn snjallasti leikmað- ur samtímans. Brian Laudrup hóf feril sinn hjá danska liðinu Bröndby og naut þar jafnan óskiptrar athygli fjölmiðla, fyrst sökum ættarnafnsins en seinna vegna eigin verðleika. Hæfi- leikar hans þóttu nefnilega miklir og þeir lágu ekki síst í boltameð- ferðinni sem var einstök. Sá hæfi- Laudrup Fæddur: 22. febrúar 1969 í Vínarborg í Austurríki. Fcrilb Bröndby Bayer Ú. Bayem M. Fiorentina 31 leikur - 5 mörk. AC Milan 9 leikir -1 mark. G. Rangers 131 leikur - 44 mörk. 68 leikir -18 mörk. 34 leikir - 6 mörk. 44 leikir -11 mörk. BRIAN Laudrup í baráttu við Jamie Redknapp, leikmann Liverpool. Skyrtan gerði útslagið leiki hefur fylgt honum æ síðan. Frá Bröndby hélt Brian til Þýskalands, fyrst til Bayer Uerdingen og síðan til Bayern Múnchen. Hjá báðum liðum komu ótvíræðir hæfileikar hans í Ijós og fræg era þau ummæli stjóra Leverkusen á sínum tíma, að Brian væri því miður alltof góður leikmað- ur fyrir þetta lið. Daninn ungi var orðinn frábær leikmaður á alþjóð- legan mælikvarða, vissulega stóð hann enn í skugga eldri bróður síns, en leiðin virtist greið og framtíðin björt. Næsti áfangastaður var í samræmi við það - Italía. Vonbrigði og sigur Brian Laudrap var leikmaður Fi- orentina frá Flórens keppnistíma- bilið 1992-3 og komst lítt áleiðis í ákaflega vamarsinnaðri knatt- spyrnu heimamanna. Ekki bætti úr skák að kastljós þarlendra fjölmiðla hvíldi stöðugt á leikmönnum liðsins og það átti sem fyrr ekki við pilt. Hann fluttist því næst um set til risaliðs AC frá Mflanó og þar var hið sama uppi á teningnum, Brian fékk fá tækifæri, enda liðið með sannkallaða úrvalssveit og náði ekki nema níu leikjum á leiktíðinni. Það var því ljóst að framtíðin lá ekki hjá því félaginu og því var hann seldur til skosku meistaranna í Glasgow Rangers. Þetta þótti ekki stórt skref upp á við, en menn töldu orðið ljóst að lengra kæmist Brian ekki og hann myndi aldrei njóta saman- burðarins við eldri bróðurinn Mich- ael. Þar reyndust menn ekki alveg sannspáir. Vissulega er skoska úr- valsdeildin ekkert í líkingu við þá ítölsku, en í Skotlandi naut Brian þess að vera laus við ágang ítölsku pressunnar og hann fór aftur að njóta sín sem knattspyrnumaður. Hróður hans tók aftur að berast um Evrópu og áhrif hans á leikstíl liðs- ins vora augljós. Hann var valinn leikmaður ársins og vann til allra mögulegra titla með liðinu og þess vegna segir hann að tími hafi verið kominn á breytingar. „Vissulega era meiri peningar í ensku knattspymunni en þeirri skosku og fleiri lið era sterk á al- þjóðlegan mælikvarða," segir hann. „Vissulega vora leikirnir erfiðir í Skotlandi, en samt voru sum lið þar miklu sterkari en önnur og krafan hjá okkur snerist um stóra sigra. Eg er í knattspymu til að vinna til metorða og við unnum allt sem er í boði þar. Enska knattspyman hent- ar mér vel og staðreyndin er sú að Chelsea hefur ekki unnið meistara- titilinn síðan 1955. Liðið er Evrópu- meistari bikarhafa, handhafi deild- arbikarsins og Meistari meistar- anna í Evrópu. Hjá liðinu era firna- sterkir leikmenn víðs vegar að úr Evrópu og margir þeirra era marg- faldir sigurvegarar með öðram lið- um. Fyrir metnaðarfullan leikmann er vart hægt að hugsa sér það betra.“ Fast sæti í liðinu? Fyrstu leikir Chelsea á leiktíðinni hafa gengið upp og ofan, en ljóst er að liðið styrkist með hverjum leikn- um. Eins og venjulega standa þó deilur um val framkvæmdastjórans á byrjunarliðinu hverju sinni. Þar hafa fáir átt öraggt sæti og mann- valið er geypilegt. Af því hefur Laudrup sjálfur þeg- ar þurft að súpa og hann fékk lítið að spreyta sig í byrjun, en í síðustu leikjum hefur komið betur í ljós hvaða hlutverk Laudrup er ætlað að inna af hendi í liðinu. Spá menn því nú að leikstíll Chelsea muni einkum byggjast upp í kringum hann. Maurice Malpas, íyrrverandi leikmaður og þjálfari skoska liðsins Dundee United, hefur reynsluna af því að leika gegn Brian og hann spáir honum miklum frama í ensku knattspyrnunni, enda sé hann magnaður leikmaður. „Hann getur sprett skyndilega úr spori og hraða- breytingamar era magnaðar. Hann skiptir sífellt um stefnu án þess að vamarmaðurinn fái við neitt ráðið og þess vegna verða flest lið að láta einn vamarmann taka hann úr um- ferð. Slíkt gekk stundum í Skotlandi, en ég sé það ekki ganga upp í ensku úrvalsdeildinni, því Brian sækir beint að vamarmönnunum og hefur alltaf þann möguleika að gefa á samherja. I Chelsea era þeir ekki beinlínis af verri gerðinni. Hvernig sem fer er því alltaf stórhætta á ferðum," segir hann. í fjölþjóðlegum leikmannahópi Chelsea eru margir landsliðsmenn. Brian Laudrup er þó ekki einn þeirra, því hann kvaddi landsliðið með snilldarframmistöðu á HM í sumar og segist nú vilja einbeita sér að félagsliðinu og fjölskyldunni. „Ég hef orðið Evrópumeistari með danska landsliðinu og það tók öll- um væntingum fram. Svo vorum við næstum búnir að slá Brasilíu út úr fjórðungsúrslitunum á HM og því kveð ég sáttur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.