Morgunblaðið - 08.10.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.10.1998, Qupperneq 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA Æfingaleikjum aflýst í NBA Óvíst að leiktímabilið 1998 KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER BLAÐ ÚHamir vilja fá Amar Grétarsson „ÉG veit að AEK hafa borist tvö tilboð í mig, annað er frá Vitesse Arnheim í Hollandi og hitt er frá Wolves í Englandi og er tilboð þeirra síðartöldu mjög hátt eftir því sem ég kemst næst,“ sagði Arnar Grétarsson, leikmaður AEK í Grikklandi, sem er um þessar mundir í efsta sæti deildarinn- ar þar í landi. Forseti Amheim hefur rætt við mig og eftir því sem ég kemst næst er tilboð þeirra a.m.k. upp á tvö hundruð milljónir króna, en til- boð Úlfanna mun vera talsvert hærra. Hins vegar hafa forráða- menn AEK ekkert verið rætt við mig ennþá um þessi tilboð en þeir gera það örugglega mjög fljótlega þar sem ég veit að tilboð Úlfanna stendur ekki nema fram á næst- komandi mánudag. Ég er að sjálf- sögðu mjög spenntur fyrir að skoða þessa kosti og meta þá hver kost- anna er hagstæðastur fyrir mig. En það er ljóst að það er mikið um að vera og eitthvað gerist á næstu dög- um.“ Arnar sagði ennfremur að upp- hafið að þessum tilboðum væri það að eignarhaldsfélagið Enic væri minnka eignarhlut sinn í félaginu úr sjötíu af hundraði niður í fímmtíu og fimm af hundraði og um leið vildi það selja nokkra sterka leikmenn til þess að fá inn fjármagn. „Það er fyrrverandi forseti AEK sem er að kaupa þennan hlut af Enic. Hann er hins vegar mjög hliðhollur mér og vill ekki að ég verði seldur, en margt bendir samt til þess að svo verði þar sem tilboðin eru hagstæð og því erfítt að neita þeim.“ Auk tilboða Vitesse og Úlfanna sagðist Amar vita af því að Ander- lecht hefði endurnýjað áhuga sinn á sér, en belgíska félagið var að bera víumar í hann sl. vor. „Sá áhugi datt upp fyrir þegar Arie Haan vai- leystur frá starfi þjálfara á dögun- um. Þá veit ég af áhuga Olympi- akos, en AEK selur mig aldrei þangað því þeir eru aðalkeppninaut- ur okkar.“ Amar sagði að hvað sem öllum tilboðum liði hefði hann það ágætt í Grikklandi. AEK-liðinu gengi vel, það væri í efsta sæti deildarinnar og hefjist á réttum tíma ÆFINGALEIKJUM hefur verið aflýst í banda- ríska körfuboltanum og telja nú margir ólíklegt að kcppnistímabilið í NBA geti hafist á tilsettum tíma 3. nóvember. Alls átti að leika 114 æfinga- leiki. 24 hafði verið aflýst áður og á mánudag var ákveðið að aflýsa þeim 90 ieikjum, sem eftir voru. Sagði Russ Granik, aðstoðarformaður NBA, í samtali við dagblaðið The New York Times að sennilega hefðu tekjur vegna miðasölu af þessum leikjum orðið milli 35 og 40 miiljónir doilara (2,4 til 2,7 milljarða króna), sem deiidin yrði þá af, og væru aðrar tekjur af leikjunum, svo sem sjón- varpsútsendingar, ekki teknar með í reikninginn. Eigendur liðanna settu verkbann 1. júlí. f dag verður sest að samningaborðinu á ný eftir nokkurt hlé. Deilan snýst um iaun ieikmanna og hversu stór hluti þau megi vera af heildartekjum liðanna. Eig- endur segja að nýjasta tillaga þeirra geri ráð fyrir 3,1 millj- ónar dollara (um 210 milljóna króna) meðalárslaunum og 750 þúsund dollara (tæpra 52 miiljóna króna) lágmarks- launum fyrir Ieikinann, sem spilað hefur í 10 ár í deildinni. Eigi leiktímabilið að geta hafist á réttum tíma þurfa samningar að takast í næstu viku, en það hefur aldrei gei-st í sögu NBA að leikur hafi fallið niður vegna launa- deilu. Morgunblaðid/Golli ARNAR Grétarsson hefur leikið vel f Grikklandi. Hér keppast (jósmyndarar að taka mynd af Arnari fyrir leik í Aþenu. hann hefði leikið frá upphafi til enda í fjórum leikjum í deildinni og kom- ið inn á sem varamaður í tveimur. „Þrátt fyrir okkur gangi vel í deild- inni er mikil óánægja með þjálfar- ann sem ráðinn var í sumar og mjög líklegt að hann verði látinn taka pokann sinn þegar nýi forsetinn tekur við. Þá hefur verið rætt um að hann muni ráða Dusan Bajevic, þjálfara Olympiakos, en Bajevic þjálfaði AEK í tíð þess forseta og stýrði þá AEK til sigurs í deildinni þrjú ári í röð áður en hann fór til Olympiakos og gerði þá að meisturum í vor og árið þar áður. Mér og fjölskyldunni líkar vel og við munum því spá vel í þá möguleika sem bjóðast þótt það sé vissulega spennandi að komast til Hollands eða Englands, málið er bara það hverjir bjóða best.“ ■Það er of... / C3 nn ovissa með Pétur Pétur Marteinsson fann aðeins til í nára eftir létta æfingu með landsliðinu á ÍR-vellinum í gær- kvöldi en árdegis í dag skýrist hvort hann fer með til Armeníu á morgun eða Sigurður Örn Jónsson í KR taki sæti hans. Pétur tognaði í liðinni viku og varð að fara af velli undir lok fyrri hálfleiks þegar Hammarby gerði jafntefli í Gautaborg. Við komuna til íslands í gær endurtók hann það sem hann hafði áður sagt; sagðist aldrei hafa meiðst áður og vissi því ekki hvað þetta væri alvarlegt. Læknir og sjúkraþjálfari landsliðs- ins skoðuðu hann í gærkvöldi en álagið var ekki mikið á æfingunni og verður ákvörðun um framhaldið tekin eftir æfinguna fyrir hádegi í dag. „Við tökun enga áhættu með Pétur,“ sagði Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið í gærkvöldi og bætti við að ef óvissa ríkti með Pétur kæmi til greina að Sigurður Örn færi til Armeníu og síðan yrði séð til með Pétur fyrir leikinn við Rússa á miðvikudag. Kristlnn og Arn- ór áfram með Val KRISTINN Bjömsson verður áfram þjálfari meistaraflokks Vals í knatt- spymu en hann gerði ramma- samning til þriggja ára í fyrra. Amór Guðjohnsen, sem gekk til liðs við Val í júlíbyrjun og varð aðstoðarmaður Kristins þegar Þorlákur Ámason hætti, verður áfram í því hlutverki auk þess sem hann ætlar að leika með liðinu næsta tímabil eins og í sumar. Skiptar skoðanir vora innan stjórnar knattspymudeildar um framhaldið varðandi þjálfunina en ákveðið var í gær að halda settu marki og halda áfram því starfi sem byijað var á í fyrra. „Ég er þakklátur fyr- ir þessa ákvörðun,“ sagði Kristinn við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Það var lagt af stað með þrjú ár í huga og mik- ilvægt er að unnið sé á fagleg- an hátt í þessu sem öðra. Það vora skiptar skoðanir um hvað ætti að gera en þjálfun snýst um gæðastjórnun og stöðug- leika, þar sem tilfinningar mega ekki ráða fór.“ Amór sagði að stefnan væri að fara út í þjálfun og þetta væri áfangi á þeirri leið. „Nú get ég verið með frá byijun og það er nýtt hjá mér í þessu,“ sagði hann. KNATTSPYRNA: VANDA TALDI SIG HAFA FUNDIÐ DRAUMASTARFID / C4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.