Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 3
2 C FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR Valur - ÍBV 25:14 íþróttahúsið að Hlíðarenda, íslands- mótið í handknattleik -1. deild kvenna, miðvikudaginn 7. október 1998. Gangur leiksins: 0:2, 2:4, 4:4, 4:5, 7:5, 8:9, 10:9,11:10,15:10,17:13,21:13, 25:14. Mörk Vals: Gerður Beta Jóhannsdóttir 8/4, Þóra B. Helgadóttir 6, Eivor Pála Blöndal 3, Sigurlaug Rúnarsdóttir 3, Anna Halldórs- dóttir 2, Lilja Valdimarsdóttir 2, Elísabet Sveinsdóttir 1. Varin skot: Larissa Luber 19/1 (þar af fjög- ur til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. MBrk ÍBV: Amela Hegic 6/2, Ingibjörg Jónsdóttir 4/2, Marie Therese Axelsson 3, Guðbjörg Guðmannsdótttir 1. Varin skot: Likrecia Bokan 8 (þar af eitt til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Guðmundur Erlendsson og Tómas Sigurdórsson leyfðu stundum hörku og gerðu sinn skammt af mistökum. Áhorfendur: 38 til 46. Haukar - Víklngur 24:21 íþróttahúsið við Strandgötu: Mörk Hauka: Judit Ezstergal 9, Harpa Mel- steð 6, Hekla Daðadóttir 4, Hanna G. Stef- ánsdóttir 3, Thelma Bj. Árnadóttir 2. Mörk Víkinga: Halla María Helgadóttir 7, Eva Halldórsdóttir 5, Guðmunda Kristjáns- dóttir 4, Kristín Guðmundsdóttir 2, Svava Sigurðardóttir 2, Inga Lára Þórisdóttir 1. KA - Sfjaman 17:24 KA-heimilið Akureyri: Mörk KA: Ásdís Sigurðardóttir 6, Ebba Særún Brynjólfsdóttir 3, Heiða Valgeirs- dóttir 3, Sólveig Sigurðardóttir 3, Þóra Atla- dóttir 2. Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Stephensen 12, Hrund Grétarsdóttir 6, Inga S. Björg- vinsdóttir 2, Margrét Vilhjálmsdóttir 1, Anna Blöndal 1, Elva Björk Erlingsdóttir 1. ÍR-FH 11:22 íþróttahúsið við Austurberg: Mörk ÍR: Hrund Seheving 3, Katrín Guð- mundsdóttir 3, Helga Ýr Jóhannsdóttir 3, Guðný Björk Atladóttir 2. Mörk FH: Þórdís Brynjólfsdóttir 6, Dagný Skúladóttir 5, Björk Ægisdóttir 3, Guðrún Hólmgeirsdóttir 3, Gunnur Sveinsdóttir 2, Hildur Erlingsdóttir 1, Drífa Skúladóttir 1, Eva Albrecthsen 1. Fram - Grótta/KR 34:23 Iþróttahúsið við Safamýri: MBrk Fram: Jóna Björg Pálmadóttir 11, Steinunn Tómasdóttir 6, Marina Zoveia 6, Svanhildur Þengilsdóttir 4, Olga Prohorva 3, Díana Guðjónsdóttir 2, Katrín Tómasdótt- ir 1, Bjarney Ólafsdóttir 1. Mörk Grótfu/KR: Edda Hrönn Kristins- dóttir 6, Harpa María Ingólfsdóttir 5, Krist- ín Þórðardóttir 5, Eva Björk Hlöðversdóttir 3, Brynja Jónsdóttir 2, Helga Ormsdóttir 2. Fj. leikja U J T Mörk Stig VALUR 3 3 0 0 67:46 6 HAUKAR 3 3 0 0 68:62 6 FRAM 3 2 1 0 85:67 5 STJARNAN 3 2 0 1 81:59 4 ÍBV 3 2 0 1 69:64 4 VlKlNGUR 3 1 1 1 62:62 3 FH 3 1 0 2 66:63 2 GRÓTTA/KR 3 0 0 3 56:73 0 KA 3 0 0 3 54:76 0 ÍR 3 0 0 3 49:85 0 í kvöld KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni úrvalsdeildarliða og fjögurra liða sem urðu efst í 1. deild, Eggjabikarinn - íyrri leikir: Kennarskóli: ÍS - UMFN......20 Grindavík: þfMFG - Þór Ak...20 Seljaskóli: ÍR - Keflavík...20 Stykkish.: Snæfell - Haukar ... .20 Garðabær: Stjarnan - KR.....20 • A morgun leika Skallagrímur - Tindastóll, Þór Þorlákshöfn - í A og Valur KFI. BLAK I. deild konur: Víkin: Víkingur - Þróttur R.. .19.30 Fólskuspark Hartsons JOHN Hartson, leikmaður West Ham, sparkaði vísvitandi í andlit ísraelska landsliðsmannsins Eyal Berkovic á æfingu liðsins í síðustu viku. Myndbandsupptaka af atvikinu var sýnd á sjónvarpsstöðinni Sky í gær. Forráðamenn West Ham ætl- uðu ekki að gera fréttamat úr þessu, en áhugamaður tók upp æfínguna og seldi síðan myndbandið. „Ef höfuðið væri fótbolti hefði það endað efst í markhorninu,“ sagði Berkovic. „Það er eitthvað að þeim einstaklingi sem sparkar í annan leikmann, burtséð frá kringumstæð- um. Svona spark gæti auðveldlega bundið enda á knattspyrnuferil leik- manns.“ Berkovic sagðist ekki búast við að vera áfram í herbúðum West Ham eftir þetta. Hann sagði að Hart- son hafði hringt í sig og beðist afsök- unar. „En ég held að afsökunin komi of seint. Eg er ekki aðeins reiður út í Hartson heldur Hka félagið. Það hef- ur ekkert aðhafst í málinu, ekki sett hann í leikbann eða látið hann greiða sekt,“ sagði Berkovic. Hartson, sem er staddur í Frakk- landi til meðferðar hjá lækni vegna meiðsla á ökkla, sagðist hafa beðið Berkovic afsökunar og vonaðist til að hann myndi ekki yfirgefa West Ham. ÞJÁLFARAMENNTUN KSÍ A-STIG 16.—18. október Fræðslunefnd KSÍ heldur A-stigs þjálfaranámskeið í Reykjavík 16, —18. október 1998 samkvæmt kennsluskrá um þjálfaramenntun. Námskeiðsþættir: - Næringarfræði - Sálarfræði - Líffæra- og lífeðlisfræði - Knattspyrnutækni - Leikfræði - Þjálffræði - Kennslufræði - íþróttameiðsl Skráning er hafin á skrifstofu KSÍ sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 510 2900. GÓÐ ÞJÁLFUN - BETRI KNATTSPYRNA. _ Nei!_ Ekki úr gulli, en úr flestum öðrum málmum smíðum við hluti í tölvustýrðum vélum, t.d varahluti í fisk-, kjöt-, trésmíða- og sælgætisgerðarvélar, auk fjölda hluta í vökvakerfi. Er hægt að gera eitthvað fyrir þig? Kannaðu málið! S.S.C VELSMIÐJA unnzmzziR TrSnuhraun 10, sími 555 3343 Wuppertal sigraði ÍSLENDINGALIÐIÐ Wuppertal sigraði Wallau-Massenheim 27:25 á útivelli í 5. umferð þýsku 1. deildar- innar í handkn,attleik í gærkvöldi. Minden, lið Sigurðar Bjarnasonar, gerði jafntefli á heimavelli við Flens- burg-Handewitt, 28:28, og Kiel vann Dutenhofen 29:20, en það var frestaður leikur úr 3. umferð. Flensburg er efst með 8 stig eftir 5 leiki, Minden kemur næst með 7 stig efth’ 4 leiki, Kiel, Nettelsted og Wuppertal eru með 6 stig, en Wupp- ertal hefur leikið fimm leiki en hin tvö þrjá leiki. Theódór velur Tyrk- landsfara THEÓDÓR Guðfinnsson, þjálf- ari landsliðs kvenna í hand- knattleik, valdi í gær sextán stúlkur til Tyrklandsferðar, þar sem landsliðið tekur þátt í sex liða móti ásamt liðum Tyrk- lands, Króatíu, Hollands, Portú- gals og Austurríki 14. til 18. október. Landsliðshópurinn er þannig: Fanney Rúnarsdóttir, Tertnes, Helga Torfadóttir, Bryne og Hjördís Guðmundsdóttir, Vík- ingi, markverðir. Aðrir leik- menn: Halla María Helgadóttir, fyrirliði og Svava Sigurðardótt- ir, Víkingi, Herdfs Sigurbergs- dóttir, Inga Fríða Tryggvadótt- ir og Ragnheiður Stephensen, Stjörnunni, Auður Hermanns- dóttir og Judit Rán Estergal, Haukum, Björk Ægisdóttir, FH, Gerður Beta Jóhannsdóttir, Val, Hrafnhildur Skúladóttir, Bryne, Brynja Steinsen, Mindec, Heiða Erlingsdóttir, HSG Albstadt og Águsta Björnsdóttir, Ribe. ísland leikur fyrst. gegn Tyrk- landi 15. október. Morgunblaðið/Golli Í&/K. l||fp HPFj / ý ■ ÉpP& ÞÓRA B. Helgadóttir lét Ijós sitt skína þegar efstu lið 1. deildar kvenna mættust og skoraði 6 mörk fyrir Val í 25:14 sigri á ÍBV. Hér er hún að sleppa framhjá Eyjastúlkunni Amelu Hegic. Þóra Helgadóttir lék lausum hala að Hlíðarenda HART var barist á Hlíðarenda í gærkvöldi þegar áttust við efstu lið deildarinnar, Valur og ÍBV, en eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik, þegar aðeins eitt mark skildi liðin að tóku Valsstúlkur leikinn ( sínar hendur og Þóra B. Helgadóttir lék á als oddi og skoraði grimmt í 11 marka sigri, 25:14. í öðrum leikjum vann Fram góðan 34:23 sigur á Gróttu/KR í Safamýrinni, Haukastúlkur settust við hlið Vals á topp deildarinnar með 24:21 sigri á Vík- ingum í Hafnarfirði, í Breiðholtinu vann FH nýliða ÍR 22:11 og á Akureyri unnu meistarar Stjörnunnar KA 24:17. Eyjastúlkur byrjuðu betur á með- an Valsstúlkur stilltu strengi sína undir áköfum ráðleggingum tggUKKKKU Borisar Akbachev að- Stefán stoðarþjálfara. Eftir Stefánsson tíu mínútur höfðu sknfar þær gtappað stálinu í vörnina en gestirnir úr Eyjum létu samt ekki yfirbuga sig, tóku Gerði Betu Jóhannsdóttur, helstu skyttu Vals, úr umferð og skiptust liðin á um að hafa forystu fram að leikhléi. Valsstúlkur réðu ráðum sínum í leikhléi og Þóra fór strax að láta til sín taka auk þess sem Larissa Lu- ber í marki Vals stóð sína vakt með prýði. Eyjastúlkur reyndu að sporna við þessari þróun en það dugði ekki til því Valur bætti stöðugt við. „Okkur kemur ekkert á óvart að vera í efsta sætinu þó að margir hafi haldið að liðið yrði ekki mikið án Brynju Steinsen," sagði Þóra eftir leikinn en sem fyrr sagði átti hún góðan leik. „Það var um að gera að nota tækifærið þegar Gerður var tekin úr umferð því við fengum þá mikið pláss í sókninni. Nú kemur hvíld en svo tökum við Stjörnuna í næsta leik.“ Vöm Vals var gríðar- sterk og bestar voru, auk Larissu og Þóru, Gerður og Anna Halldórs- dóttir. Hjá ÍBV voru Ingibjörg Jónsdóttir, Amela Hegic og Marie Therese Axelsson allt í öllu. Haukar vinna enn I Hafnarfirði sigruðu Hauka- stúlkur Víkinga 24:21 í hörkuleik þar sem jafnt var fram eftir leik. „Við vorum lengi í gang eins og við eigum að okkur,“ sagði Harpa Mel- steð, fyrirliði Hauka, eftir leikinn en lið hennar hefur ekki tapað leik. „Við erum búnar að fá Stjörnuna, FH og Víking og höfum staðist þá raun, sem segir sína sögu en við söknum þess að vera á toppnum og ætlum að koma okkur þangað núna.“ Nýliðar IR áttu ekkert svar við baráttuglöðum FH-ingum, sem náðu strax ágætri 14:4 forystu en Breiðhyltingum tókst að halda í horfinu er leið á leikinn. „Við vitum að þetta verður erfitt í vetur, það eru margar nýjar stelpur að byrja frá grunni en við gefumst ekki upp,“ sagði Anna Margi’ét Sigurð- ardóttir hjá ÍR eftir leikinn. Held við spjörum okkur Framstúlkur eru á góðri siglingu og unnu Gróttu/KR 34:23 í Safa- mýrinni. Fram náði fljótlega góðri forystu og hélt henni út leikinn. „Það gekk allt upp í sókninni og all- ir leikmenn fengu að spreyta sig,“ sagði Hugrún Þorsteinsdóttir, fyrir- liði Fram, hin hressasta eftir leik- inn. „Það er létt yfir hópnum, mér líst vei á framhaldið og held að við spjörum okkur.“ KA-stúlkur náðu að halda í við meistara Stjörnunnar fyrir norðan en urðu að játa sig sigi’aðar að lok- um þegar reynsla og reynsluleysi fór að segja til sín. „Ef við hefðum spilað ár í deildinni hefðum við átt meiri möguleika en það áttu ekki margir von á þessari mótspyrnu okkar gegn meisturunum," sagði Sólveig Sigurðardóttir úr KA MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1998 C 3 IÞROTTIR KNATTSPYRNA Arnar segist ekki hafa heyrt í Guðjóni síðan í febrúar Það er of langt til Grikklands „GUÐJÓN Þórðarson hefur ekkert leitað eftir mínum kröftum fyr- ir landsliðið og reyndar hef ég ekkert heyrt í honum frá því ég var með landsliðinu í æfingaferðinni á Kýpur í febrúar," segir Arnar Grétarsson, leikmaður með AEK á Grikklandi. Arnar lék mjög vel með liðinu í fyrravetur og hefur haldið uppteknum hætti nú í fyrstu leikjum mótsins, en liðið er sem stendur í efsta sæti grísku deildarinnar. Ætli það sé ekki bara of langt til Grikklands eða þá að menn haldi að grísk knattspyrna sé svo slök að ég eigi ekki möguleika á að vera í landsliðinu? Ég hef enga skýi’ingu á því að ekki hefur verið haft að minnsta kosti samband við mig. Ég leik með einu af þremur bestu liðunum í Grikklandi, AÉK, og hin tvö, Olympiakos og Panathinai- kos, hafa staðið sig vel í meistara- deildinni þannig að gæðin hér á landi eiga að vera í lagi að mínu mati. Auk þess þykir mér einkenni- legt, eftir að hafa leikið rúmlega fjöi’utíu landsleiki og meira og minna átt sæti í landsliðinu undanfarin ár, að nú þegar ég hef aldrei verið í betri æfingu á ferlinum og lék mitt besta keppnistímabil í fyrra eigi ég ekki möguleika á landsliðssæti. Mið- að við hvernig ég hef verið að leika ætti ég að eiga möguleika núna, - ef einhvern tímann hefur verið ástæða til þess að ég væri í liðinu.“ Arnar segir að úr því að hann hafi ekki verið í landsliðshópnum gegn Frakklandi hafi hann ekki átt von á að verða valinn fyrir leikina framundan - gegn Armeníu og Rússlandi. „Það er kannski skiljan- legt að liðinu sem lék við Frakka sé lítið breytt. Auðvitað vil ég vera í landsliðinu, eins og metnaður allra sem em í mínum sporum hlýtur að standa til. Úr því sem komið er þýð- ir ekkert annað en að standa sig með félagsliðinu og gera bara enn betur en áður.“ Án taps AEK hefur ekki tapað leik það sem af er leiktíðinni í Grikklandi, unnið fimm leiki og gert eitt jafn- tefli, en vonbrigði voru að falla úr keppni i 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa fyrir Vitesse Ai’nheim frá Hollandi. „Við höfum verið að vinna lakari liðin auk þess sem við unnum góðan útisigur á OFI frá Kn't á dög- unum, en þangað er ekki gott að sækja sigur og reyndar hafði verið reiknað að við myndum jafnvel tapa þeim leik, enda fá lið sem vinna á Krít.“ Ai-nar segir að þrátt fyrir góðan árangur heima sé þung undiralda innan félagsins, jafnt meðal stjórn- Breytingar á Evrópumótunum UEFA, Knattspyrnusamband Evr- ópu, boðaði í gær stórfelldar breytingar á fyrirkomulagi Evrópu- mótanna í knattspyrnu. Breytingin mun hafa í för með sér fjölgun leikja, aukið fjármagn til féiaganna auk þess sem liðum verður fjölgað um átta í Meistaradeildinni og keppni bikarhafa iögð niður og keppni félagsiiða efld í staðinn. TiUögur UEFA eru svar við háværum kröfum stórliða um aukið fjármagn og túlkaðar sem tifraun til að slá á hug- myndir um stofnun nýrrar Ofurdeildar í evrópskrí knattspyrnu. Lennart Johan- son, hinn sænski forseti sambandsins, sagðist vona að öll lið sæju sér fært að taka þátt í keppnunum. „Við neyðum enga til að taka þátt í mótum okkar, en setlum svo sannarlega ekki að láta eitt- hvert einkafyrfrtæki stela okkar dýrasta djásni,“ 0g átti þar við Meistaradeildina og hugmyndir um stofnun Ofurdeildar henni til höfuðs. Alis munu nálega tvö hundruð knatt- spyrnulið í Evi’ópu fá keppnisrétt á Evr- ópumótunum tveimur, annars vegai’ í Meistaradeildinni og hins vegar í UEFA-keppninni, eða Evrópukeppni fé- lagsliða. Þetta er fjölgun frá því sem nú er, enda þótt keppni bikarhafa sé lögð niður, en fyi-st var keppt í henni 1960. Stærri Meistaradeild Helst er horft til fyrirhugaðra breyt- inga í Meistaradeildinni. í vetur etja þar kappi 26 lið, en frá og með næsta tímabili mun þeim fjölga um átta í 34. Öll 48 meistaralið Evrópulandanna munu eiga rétt til þátttöku í forkeppni deildarinnar, auk þeiira liða sem urðu í öðru, þriðja og fjórða sæti í sterkustu deildum álfunnar, samtals 71 lið. Fimmtán lið, auk sigurliðsins frá árinu áður, fá sjálfkrafa sæti í Meistaradeild- inni - og síðan munu bætast við þau sextán lið sem komast áfram í þriggja umferða forkeppni, sem fram fer í júlí og ágúst. Meistaradeildinni verður aftur skipt upp í átta fjögurra liða riðla og tvö efstu lið hvers riðils komast í aðra um- ferðina, en hún felst einnig í riðlakeppni og þar verða fjórir fjögurra liða riðlai’. Tvö efstu lið þessara riðla, samtals átta lið, munu síðan keppa í fjórðungsúrslit- um hefðbundinnar útsláttarkeppni, þar sem leikið verður heima og heiman, nema úrslitaleikurinn sjálfur, sem að venju fer fram á hlutlausum velli. Breytingin þýðfr að leikjum margra liða mun fjölga umtalsvert. Úrslitaleik- inn sjálfan munu þannig leika lið sem hafa tekið þátt í 17-24 Evrópuleikjum frá miðjum júlí til loka maí og er fastlega búist við að afleiðingin verði sú, að leik- mannahópar iiða muni stækka enn frek- ar en orðið er svo unnt sé að dreifa álag- inu. Komiö til móts við óskir I Evrópukeppni félagsliða munu síðan ríflega 150 lið etja kappi í hefðbundinni útsláttarkeppni, fyi-st með forkeppni eins og þein’i sem tíðkast hefur á undan- förnum árum og íslensku liðin hafa tekið þátt í. I fyrstu umferð munu síðan bæt- ast þau lið sem biðu lægri hlut í for- keppni Meistaradeildai-innar og því er ljóst að í UEFA-keppninni munu einhver mejstaralið eiga sæti. Á kynningai’fundi með blaðamönnum í fyrradag sagði Johanson að með breyt- ingunum vildu forráðamenn UEÉA enda, leikmanna og stuðnings- manna, og ríki mikil óánægja með þjálfarann sem ráðinn var í sumar. Hann sé mjög fastheldinn á að leika leikkerfið 3-5-2, sem henti oft ágæt- lega en hafi t.d. orðið AEK að falli í Evrópukeppninni. Arnar hefur verið í byrjunarliði AEK í fjórum leikjum í deildinni og komið inn á sem varamaður í tveim- ur. Þá lék hann þrjá af fjórum leikj- um liðsins í Evrópukeppni bikar- hafa. „Ég lék sem hægri kantmaður til að byi’ja með en í síðasta leik var ég í mínu gamla hlutverki og kunni mun betur við mig, enda fékk ég talsvert betri dóma fyrir frammi- stöðu mína og þjálfarinn fékk um leið gagnrýni fyrir að hafa ekki not- að mig í þeirri stöðu fyrr, en í henni lék ég allan fyrravetur og gekk vel. Hins vegar er líklegt að forseta- skipti verði hjá félaginu á næstunni og í framhaldi af því skipt um þjálf- ara. Það eina sem kemur í veg fyrir að núverandi stjórn reki þjálfarann er að hann hefur það ákvæði í samningi sínum að verði honum sagt upp áður en samningurinn rennur út verði honum greiddur samningurinn upp og það er tals- verður biti.“ Grikkinn hjá Skallagrími fór án þess að kveðja GRÍSKI körfuboltainaðurinn Antonis Moumoglous, sem gekk til liðs við Skallagrím fyrir nokkrum vikum, héit að landi brott um síðustu helgi og leikur ekki meira með liðinu. Hann lék með Borgnesingum á móti Grindvíkingum í fyrstu umferð en mætti ekki í leikinn á móti Haukum síðasta sunnu- dag. Henning Henningsson, þjálf- ari Skallagríms, sagði að Moumoglous hefði ekki mætt á æfingu á laugardaginn og þá hefði verið farið að athuga málið. „Það koin í ljós að hann hafði pakkað samau og var greinilega farinn. Við vitum ekki hvar hann er niðurkom- inn og biðum eftir að heyra frá Grikklandi. Þetta hátterni hans koin nokkuð á óvart því liann hafði ekki kvartað yfír neinu. Hann fór héðan án þess að kveðja uokkurn mann. Hann er aðeins 17 ára og var að fara í fyrsta siun að heiman og líklega hefur liann fengið heimþrá," sagði Henning. Bandaríski leikmaðurinn Michaei Jackson er farinn frá Akranesi og leikur því ekki meira með IA. Hann lék tvo fyrstu leikina og skoraði sam- tals 77 stig og þótti mjög góð- ur leikinaður. Skagamenn eru nú að leita að öðrum eriendum leikmanni til að fylla skarð Jacksons. AÐALFUNDUR Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Þróttar verður haldinn í Þróttheimum í kvöld og hefst kl. 20.00. Félagar fjölmennið! Aðalstjórn koma til móts við óskir allra aðilarland- anna, stórliðanna og smáliðanna. „Fyinr stóru liðin munu breytingarnar skila sér í auknum tekjum af t.d. miðasölu og sölu útsendingaréttar í sjónvarpi, en fyrir þau minni er nú meiri möguleiki en áður á að komast í Evrópukeppni," sagði hann. Enn á eftfr að móta ýmis atriði viðvíkj- andi skipulagi keppnanna tveggja og mun það verða gert á næstu tveimur mánuðum. Á fundi aðalstjórnar UEFA í Tel Aviv í desember er svo búist við að þær verði endanlega staðfestar. Forráðamenn margi-a stórliða keppt- ust í gær við að tjá sig um fyrirhugaðar breytingar og virðist sem svo að fleiri séu með en á móti. Þannig sagðist Lor- enzo Sanz, forseti Evrópumeistai’a Real Madrid, telja þetta mikið glapræði og að stórliðin fengju alls ekki nægilegt fjár- magn með þessu móti. Talsmenn ann- arra spænskra liða, þar á meðal Barcelona og Atletieo Madrid, báru hins vegar lof á breytingarnar og sögðust sér- staklega ánægðir með fjölgun í Meist- aradeildinni. Þess má geta, að Sanz upp- lýsti nýlega að skuldir Madridai’liðsins næmu nú tæpum tíu milljörðum ki’óna og gerðu fréttaskýrendur því skóna í gær að peningaskorturinn litaði mjög neikvæða afstöðu forsetans. Forráðamenn ítalska fyi’irtækisins Media, sem undirbúið hefur stofnun Of- urdeildarinnar, sögðu í gær að breyt- ingar UEFA hefðu engin áhrif á fyrir- ætlanir sínar, þær gengju allt of skammt og meiri peningar væru í boði í þeirra deild. 'A | ..l mmm tJj '(] ÍY . SMAIR HERMENN LASER TAG & HÁSKÓLABÍÓ KYNNA STEIN HÁSKA CCHIP HAZARD I MAJÓR ^SMALL^ MUNIÐ NETLEIKINN Glæsilegir vinningar. 75 mi&ar í Laser Tag, 600 mi&ar ó Small Soldiers, Smali Soldiers leikföng. www.visir. is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.