Morgunblaðið - 09.10.1998, Page 3

Morgunblaðið - 09.10.1998, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FRJALSIÞROTTIR FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 C 8 ------------------------------> Morgunblaðið/Golli i formaður, Eggert Bogason, Ljósmynd/MHP við hlið hans kastvöllurinn. Hvíta anna en nú er verið að stækka það , nær því frá grunni, er öll unnin í hlið hans, segir Sigurður að það muni eingöngu hvetja félagsmenn enn frekar til dáða, hann hafi enga trú á að menn slaki á klónni og halli sér aftur í sætun- um. „Nú verðum við bara að vanda okk- ur og spila vel úr því sem sem höfum, framhaldið er undir okkur komið.“ Það hefur vakið athygli að þrátt fyrir allt skuldar deildin ekki krónu, þrátt fyrir góðan árangur hafa menn á síð- ustu árum sniðið sér stakk eftir vexti. „Fyrir fimm árum var lítilsháttar yfir- dráttur á reikningi okkar. í framhaldi af því var ákveðið að eyða ekki umfram efni, við það höfum við staðið. Frekar að framkvæma minna og eiga þá fyrir því sem gert er hverju sinni. Það telur fijótt að þurfa að borga dráttarvexti og yfir- drátt og svoleiðist. Reksturinn gengur, við höldum sjó og að sjálfsögðu er auð- veldara að fá peninga í kassann þegar vel gengur. Þetta er hins vegar ekkert auðvelt, en með vinnu gengur allt upp að lokum.“ Vildum standa og falla með okkar hóp „SIGURINN í bikarkeppninni á dögunum var sá sætasti af þeim ég hef tekið þátt í að vinna,“ segir Ragnheiður Ólafsdóttir, aðal- þjálfari FH. „ÍR-ingar voru með mjög sterkt lið og fyrirfram lík- legri til sigurs. Þeir voru búin að fá mikinn liðsauka og ætluðu að vinna bikarinn af okkur. Við vorum hinsvegar staðráðin í að standa og faila með okkar hóp, vitandi það að við ættum efnileg ungmenni í bland við eldri sem vert væri að gefa tækifæri. Þess vegna var þetta frábær sigur og afar sætur. Ef við hefðum orðið í öðru sæti vissi ég líka að við hefðum tapað með sæmd." Ragnheiður segir að það hafi ver- ið virkilega gaman að finna þá stemmningu sem var í hópnum, allir voru staðráðnir í að leggja sig fram og gera allt sem mögulegt væri til þess að vinna bikarkeppnina í ell- efta sinn. „Hópurinn sagði, við vinn- um, við vinnum og við skulum gera þetta. Spár gerðu ráð fyrir að við yrðum að hafa gott forskot eftir fyrri daginn og það tókst. Þá fór gleðibylgja um hópinn sem þjappaði mönnum enn meira saman. Ég get hins vegar ekki neitað því að ég var ofboðslega spennt og beinlínis á taugum þar til keppnin var yfirstað- in. Þá hafði mikill stuðningur á áhorfendapöllunum mikið að segja, þar sást berlega að við vorum ein heild jafnt utan vallar sem innan og það fleytti okkur yfir erfíðan hjalla. Samstaðan var rík og skilaði sér í frábærum árangri." Ragnheiður segir að starfið hjá deildinni hafi líklega sjaldan verið eins blómlegt og nú er. „Við erum með þrjár kynslóðir innan deildar- innar sem innsigluðu sigurinn. Þarna eru gamlir refir eins og Egg- ert Bogason, Jón Oddsson og Sig- urður T. Sigurðsson, síðan kemur stór hópur frá 20 til 25 ára og loks unglingar frá 14 ára aldri. Þessir hópar eni farnir að hafa mikil sam- skipti og það var virkilega gaman að sjá hversu vel þeir náðu saman við að vinna að þessu markmiði.“ Mikill mótbyr Ragnheiður hefur verið aðalþjálf- ari FH í fimm ár og vill hún ekki gera mikið úr sínum hiut i árangri síðustu ára. „Fyrst og fremst er hann að þakka gífurlegum metnaði og áhuga þein-a sem standa að deildinni. Ég hef átt að frábært fólk eins og Sigurð og Magnús Haralds- syni og eins Eggert eiginmann minn sem hefur staðið fullkomlega við bakið á mér auk þess að sjá um þjálfun kastfólksins síðustu ár. Þá hefur Eggert einnig séð um ailar lyftingaæfingar hjá frjálsíþrótta- fólkinu. Fyrst og fremst hefur þetta verið hugsjón hjá stjórnarmönnum og okkur hjónum og við höfum lagt metnað í að eiga gott starf. Einnig tel ég að það hafi leikið stórt hlutverk hversu erfitt það hef- ur verið að haida deildinni úti. Við höfum virkilega þruft að berjast fyrir tilverurétti okkar bæði utan og innan félagsins. Sú barátta hefur gert félagsmenn sterkari og stað- ráðnari í að standa sig, sýna fram á að við erum engin bóla sem spring- Það er ekki lengra síðan en í fyrra að við og foreldrar þurftum að fara með allan hópinn til Reykjavík- ur til æfinga fjórum til sex sinnum í viku. Síðan þegar við höfum loks fengið frábæra aðstöðu til æfinga og keppni þá gefur það okkur mjög mikið til baka. Það sem gleður mig fyrst og fremst er hversu vel börnin og unglingarnir standa sig.“ Ragnheiður segir að vissulega sé hætta á því nú þegai- aðstaðan hefur batnað að menn slaki á klónni, en slíkt má ekki gerast. „Vissulega er alltaf sú hætta fyrir hendi, sérstak- lega þegar fámennur hópur vinnur saman, að menn slaki á. Þá er líka mikið undir okkur komið að fá fleiri til samstarfs og dreifa kröftunum betur til að tryggja endurnýjun. Um leið vita fleiri af starfi okkar, það nýtur meiri viðurkenningar en það hefur notið. Nú þegar er ég far- in að finna að árangur okkar hefur orðið til þess að almenningur veit betur af okkur og það eru fleiri íþróttir stundaðar með sóma í bæn- um en t.d. handknattleikur sem bor- ið hefur uppi merki Hafnarfjarðar.“ Hættuleg þróun Barna- og unglingastaifið hefur gengið vel eftir að aðstaðan var tek- ur. Ungmennin skila sér áfram „UNGLINGARNIR eru farnir að skila sér upp í eldri fiokkinn þannig að nú er niaður farinn að sjá laun erfiðis undanfarinna ára,“ segir Eggert Bogason, kastaþjálfari FH-inga. „I haust komu rúmlega tuttugu einstaklingar í elsta flokkinn, sem er mun fleiri en undanfarin ár. Þetta er mjög jákvætt og aðstoðar verulega við þá ætlan okkar að halda áfram öflugu starfi innan félagsins og við getum verið í fremstu röð á næstu árum.“ Eggeri er ennfreinur bjartsýnn fyrir hönd frjálsiþróUa hér á landi. Mjög gott starf er unnið víða úti á landi og komi Reykjavíkur- svæðið inn með öflugra starf á næstu árum þá telur Eggert framtíð- ina góða. „Miðað við þann hóp sem ég sé, ekki bara hjá okkur held- ur á landinu í heild, þá lít ég mjög jákvæðum augum til framtíðar og við geturn búið á frjálsíþróttalandi. Það eiu víða nyög efnilegir ung- lingar á uppleið, mun stæni hópur en ég hef áður séð.“ in í gagnið í vor og segir Ragnheið- ur það eiga eftir að skila sér á næstu árum. „Við unnum stiga- keppni meistaramóts 14 ára og yngri með yfírburðum og vorum í öðru sæti í flokki 15 til 18 ára. Þetta segir ekki allt því ÍR-ingar hafa verið að fá til liðs við sig hóp ung-». linga. Það sem mér finnst ánægjulegt að sjá er, að þótt ÍR sé í 100.000 manna borg en við í miklu fámenn- ara bæjarfélagi, náum við samt að vinna bikarkeppnina og einnig barna- og unglingamót. IR-ingar hafa unnið gott starf meðal barna og unglinga undanfarin ár, en nú virðist hins vegar vera svo komið að þeir hafi misst þolinmæðina að bíða eftir að þessi ungmenni skili sér. Það fannst mér gerast í fyrra og í framhaldinu hafa fjölmargir sterkir íþróttamenn af lands- byggðinni gengið til liðs við þá. Skiljanlegt er að fólk leiti til ann- arra félaga, það er orðið algengt. A • hinn bóginn finnst mér ekki rétt að gera óhörðnuðum unglingum til- boð og semja við þá. Það var farið að fara fyrir brjóstið á mörgum að farið væri að hlaupa í unglinga sem var verið að þjálfa annars staðar. Þessi stefna er að mínu mati hættuleg. Ái-angur okkar á þessu ári og sú aðstaða sem hér er verður okkur vonandi hvatning til þess að gera enn betur og hlúa enn meira að þeim sem hjá okkur eru.“ Þolinmæðin er mikilvæg að mati Ragnheiðar við þjálfun og upp- byggingu frjálsíþróttaliðs í fremstu röð. Gott starf hjá börnum og ung- lingum þar sem reynt er hlúa að öllum þáttum skilar sér ríkulega að lokum. Máli sínu til stuðnings bendir hún á að félagið hafi í sumar eignast þrjá Norðurlandameistara unglinga og einn hafi hafnað í þriðja sæti í sinni grein. „Þarna er komin hvatning fyrir þau sem yngri eru, þau sjá að það er hægt með elju, dugnaði og samviskusemi að ná árangri.“ /ZJizrna iþrótt Skórnir haris Stemgríms Til hammgju Eyjamerm Skipholti SOd.sími 562 0025

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.