Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KNATTSPYRNA KARFA Barátta sem fýrr BLAÐ Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Rodrick Hay farinn frá Skailagrimi BANDARÍSKI körfuknattleiks- maðurinn Rodrick Hay hefur verið látinn fara frá úrvalsdeildarliði Skallagríms, þar sem hann stóð ekki undir væntingum. Skallagrím- ur hefur misst báða útlendingana sem voru í herbúðum liðsins. Fjórir erlendir leikmenn, sem hófu keppnistímabilið með úrvals- deildarliðum, eru farnir af landi brott eftir tvær umferðir. Michael Jackson fór frá Skagamönnum og Rodney Odrick fór frá Njarðvíking- um, en faðir hans lenti í bílslysi. 1998 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER Ríkharður Daðason verður í fremstu víglínu gegn Rússum RÍKHARÐUR Daðason verður í fremstu víglínu þegar fsland tekur á móti Rússlandi í Evrópukeppninni á Laugardalsvelli í dag. „Ég á von á að þetta verði ámóta barátta og þegar við lékum við Frakka,“ sagði miðherj- inn við Morgunblaðið í gær. Rússar hafa ekki fengið stig í keppninni til þessa og gera má ráð fyrir að þeir sæki á fullu fyrstu 20 mínútumar en því er mikilvægt að við verðum tilbúnir að taka á móti þeim. Þó að við séum með tvö stig og á heimavelli er ljóst að við verðum í varn- arhlutverki, því við leikum við alvöru knattspymuþjóð með mikla hefð, lið sem er mjög sterkt. Við verðum að vera mjög skynsamir og getum ekki leyft okkur einhverja glæframennsku. Við eigum að geta skapað okkur sóknarfæri og við þrír í fremstu röð verðum að vera aðeins kaldari og sýna meiri áræðni en við gerðum í Armeníu. En markmiðið er fyrst og fremst að fá ekki á okkur mark. Við vitum að við getum skorað og þurfum að nýta tækifærin sem gefast til að skapa færin.“ Ríkharður var í strangri gæslu á móti Armeníu og á von á að svipað verði uppi á teningnum í kvöld. „Sóknarhlutverkið er erfítt að því leyti að yfirleitt eru tveir menn á mér. Hins vegar á ég að geta unnið boltann í loftinu og komið honum út á kant- mennina eða haldið honum með þáð í huga að nýta svæðin í kring. Bæði Þórður og Arnar eru það góðir og fljótir að fái þeir tækifæri einn á móti einum geta þeir komist í gegn og annað hvort komið boltanum fyrir marldð eða lokið sókninni sjálfir. Þetta gekk ekki vel í Armeníu en þar var völlurinn erfiður. Hins vegar á þetta að geta gengið á góðum velli eins og Laugardals- vellinum." Miðherjinn sagði Ijóst að til að ná árangri þyrfti allt að ganga upp. „Sóknin stendur og fellur með okkur þremur frammi og við verðum að hafa trú á því sem við erum að gera en vissulega er alltaf erfiðast að skora.“ Hann áréttaði að vamarleikurinn væri byrjunin á öllu. „Frakkar áttu í ei-fiðleikum með að skora í HM en urðu heimsmeistarar vegna þess að þeir fengu fá mörk á sig. Ég líki okkur ekki við heimsmeist- arana en þeir byggðu leik sinn á ög- RÍKHARÐUR Daðason uðum vamarleik. Við eigum ekki var 1 strangri gæslu i möguleika á móti liðum eins og Jerewan í Armeníu. Rússlandi og Frakklandi ef við ætl- um að spila eins og hver og einn gerir með sínu félagsliði þar sem áhætta er tekin að gera fleiri mörk en mótherjinn hverju sinni. Við er- um að spila við milljóna þjóðir sem refsa okkur um leið, gefum við færi á því. Rússar eru stórþjóð í knatt- spyrnu og það segir sig sjálft að við getum ekki sótt á þá með sex eða sjö mönnum. En við getum gert ým- islegt með færri mönnum og mörg- um áhorfendum eins og sást á móti Frökkum. Þá var stuðningurinn stórkostlegur og ég vona að sem flestir sjái sér fært að mæta á síð- asta landsleik ársins, því sterkur heimavöllm- er svo mikilvægur." Síðasti landsleikur Eyjólfs EYJÓLFUR Ólafsson, milli- ríkjadómari, dæmir síðasta landsleik sinn í dag en þá dæmir hann leik Tékklands og Eistlands í Evrópukeppninni en leikurinn fer fram í Prag. Eyjólfur nær aldursmörkum FIFA-dómara um næstu ára- mót og hættir þá sem milli- ríkjadóniari. Pjetur Sigurðs- son og Ólafur Ragnarsson verða á línunni hjá Eyjólfi í dag og Gylfi Þór Orrason er varadómari. Þess má geta að Eyjólfur mun geta talað íslensku við þjálfara Eistlands, en liðinu stjórnar Teitur Þórðarson frá Akranesi. Sama byrjunar- lið íslands og í Armeníu BYRJUNARLIÐ íslands á móti Rússlandi verður eins og það var í Armeníu á laugardag. Birkir Kristinsson verður í marki og Sigurður fyrirliði Jónsson aftasti maður varnar en Steinar Adolfs- son og Lárus Orri Sigurðsson fyrir framan hann. Auðun Helgason verður hægri bakvörður og Hennann Hreiðarsson vinstra megin en Rúnar Kristinsson og Helgi Kolviðsson á miðjunni. Þórður Guðjónsson verður á hægri kanti og Arn- ar Gunniaugsson vinstra megin en Ríkharður Daðason fremstur. Varamenn verða lfka þeir sömu. Árni Gautur Arason er varamarkvörður en aðrir varamenn þeir Bi-ynjar Björn Gunnarsson, Sigurður Örn Jónsson, Sverrir Sverrisson, Helgi Sigurðsson, Tryggvi Guðmundsson og Stefán Þór Þórðarson. Pétur Marteinsson liefur ekki náð sér eftir að hafa tognað á nára og er ekki í hópnum frekar en í Armernu. HANDKNATTLEIKUR Patrekur ekki með gegn Sviss „ÞAÐ er mjög slæmt fyrir okkur ef Patrekur getur ekki leikið með gegn Svisslendingum. Hann hefur leikið eitt af lykilhlutverkunum hjá okkur,“ sagði Þorbjöm Jensson, iandsliðsþjálfari í handknattleik. Patrekur Jóhannesson meiddist í nára í leik gegn Finnum í Helsinki á dögunum og hefur ekki leikið með Essen síðan. Þýskii’ fjölmiðlar sögðu frá þvi um helgina að Patrekur hefði skorað eitt mark í síðasta leik Essen. Það er ekki rétt - hann lék ekki gegn Eisenach. „Leikirnir gegn Sviss, fyrst í Aarau miðvikudaginn 21. október og síðan hér heima í Laugardals- höllinni sunnudaginn 25. október, eru afar þýðingarmiklir fyrir okk- ur. Við verðum að leggja allt í söl- urnar til að leggja Svisslendinga að velli í báðum viðureignunum og vera með tveggja stiga forskot á Ungverja áður en við leikum síð- ustu leikina í riðlinum gegn þeim,“ sagði Þorbjörn. Ef íslenska liðið nær góðum úr- slitum gegn Sviss þarf ekki nema sigur í fyrri leiknum gegn Ungverj- um, í Reykjavík 25. nóvember, til að farseðill á heimsmeistarakeppnina í Egyptalandi sé tryggður. BYSHOVETS, ÞJALFARI RUSSA: „OKKAR SIÐASTA VON“ / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.