Morgunblaðið - 14.10.1998, Side 2

Morgunblaðið - 14.10.1998, Side 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 C 3 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Guðjón Þórðarson segir að meðbyrinn sé mikilvægur er liðið okkar ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu fékk frí til kvölds eftir morg- unæfingu á mánudag, æfði tvisvar í gær og tekur léttan göngu- túr árdegis í dag fyrir Evrópuleikinn við Rússa síðdegis. „Ég veit auðvitað ekki hvernig Rússarnir stilla upp en ég geri ráð fyrir að þeir byrji með látum því fyrir þá er um Iff eða dauða að tefla,“ sagði Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari, við Morgun- blaðið eftir æfingu í gær. „Ef Rússar tapa stigum hér má segja að þeir séu út úr keppninni og því er mikið álag á þjálfara og leikmenn. Ég kem til með að hafa þetta að leiðarljósi því Ijóst er að verði þeim ekki ágengt með þessum atgangi til að byrja með ókyrrast þeir - óróleiki og stress grípa um sig.“ Landsliðshópurinn var þreyttur eftir erfiða ferð til Armeníu um helgina. „Það var mjög erfitt að ferðast með flugi í 22 Steinþór tíma af rúmlega 40 Gubjartsson tíma ferðalagi en það skrifar sem skiptir máli er að allur aðbúnaður hér á hótel Loftleiðum er mjög góður og menn eiga að vera búnir að jafna sig andlega og líkamlega eftir Ar- meníuferðina.“ Guðjón hefur ekki verið með miklar mannabreytingar hjá sér og ávallt látið lið sitt spila sama leikk- erfi en miklar mannabreytingar hafa verið hjá Rússum að undan- förnu auk þess sem þeir hafa farið úr einu leikkerfinu í annað. „Eg á alveg eins von á að þeir hafi góðar gætur á Ríkharði og dekki líka Þórð og Arnar. Eins geta þeir spil- að 4-4-2 sem fellur vel að okkar kerfi.“ Það háði liðinu í Armeníu hvað sóknirnar voru ómarkvissar en Guðjón sagði að reynt yrði að bæta úr því. „Við þurfum að ná örlítið meiri þéttleika í liðið - að vörnin fylgi betur með þegar við sækjum og gæta þess að liðið skiptist ekki í tvennt. Við vissum að Armenar byrjuðu mjög grimmir en seinni hlutann í fyrri hálfleik virtist að- eins tímaspursmál hvenær við kæmumst í nógu gott færi til að skora. Völlurinn bauð ekki upp á nett spil en þó við séum að spila við sterkari mótherja eigum við að geta látið spilið ganga mun betur á Laugardalsvellinum. Það er það sem við reynum að gera því ef við eigum að eiga möguleika á að sigra Rússa verðum við að skora. Svo einfalt er það. En í sambandi við fjöldann í sókninni má benda á að Frakkar sóttu tveir á móti fimm eða sex Rússum en skoruðu samt. Zidane „sprengdi upp“ miðjuna og renndi á Anelka. Það er ekki fjöldi sóknarmanna sem ræður heldur gæði sóknartilburðanna sem gera útslagið." Rússar hafa gert tvö mörk eftir horn, eitt úr aukaspymu og annað úr vítaspyrnu í undanfömum leikj- um. „Þetta segir okkur ýmislegt, meðal annars það að htið er um gegnumbrot í leikstíl þeirra. Þeir era mjög góðir í því að halda bolt- anum og því verðum við að vara í dag 14 KNATTSPYRNA EM 21 árs landsliða: Kópavogur: ísland - Rússland, EM landsliða: Laugard.: ísiand - Rússland.. 17.45 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Hagaskóli: KR - ÍS.....20.30 BLAK 1. deild karla: Hagas.: Þróttur R. - Stjaman... 19 okkur verulega á því að vera hvorki með klaufaleg né ótímabær brot á síðasta þriðjungi vallarins. Hins vegar hefur okkur tekist að verjast föstum leikaðferðum betur upp á síðkastið en áður en samt verðum við að hafa hugfast að erfitt er að verjast langskotum eins og við sáum þegar Rússar skoraðu á móti Frökkum." Talandi um skot þá vakti athygli að Islendingar áttu fá markskot í Armeníu. „Þetta er spuming um sjálfstraust hjá viðkomandi leik- manni hverju sinni. Nú er það upp- álagt af minni hálfu að menn ljúki sóknum með fyrirgjöfum og skalla eða skoti en helst með skotum. Hvað síðan verður er undir við- komandi leikmanni komið og spurningar sem hann einn getur svarað þegar hann þarf að taka ákvörðun um hvað hann eigi að gera í viðkomandi stöðu.“ Guðjón sagði að leikurinn yrði mjög erfiður. „Það reynir vera- lega á liðið í þessum leik því miðað við stöðu Rússa og stöðuna í riðl- inum er um að ræða erfiðasta leik liðsins undir minni stjórn. Staðan er svo krítísk en ef okkur tekst vel upp og eigum möguleika á að sigra væri komin upp sú staða að við væram allt í einu að berjast við Úkraínu um annað sætið. Þetta er auðvitað draumórakennt en engu að síður staða sem gæti komið upp. Sérstaklega með þetta í huga ber að vara við bjartsýni en við sjáum á stuðningi áhorfenda hvaða væntingar fólkið ber í brjósti. Stuðningurinn er alltaf mjög mikilvægur því árangur næst aðeins með því móti að fólk þyrpist á völlinn og styðji við bak- ið á liðinu sínu hvað sem á dynur, að hugsunin sé sú að þetta sé liðið okkar.“ Vöm er besta sóknin Þórður Guðjónsson verður á hægri kantin- um sem fyrr þegar íslendingar taka á móti Rússum á Laugardalsvellinum í kvöld. „Þetta verður gríðarlega erfitt og ljóst er að sem fyrr verðum við að hugsa um að verjast en sóknirn- ar eiga að byggjast á því að geta sótt hratt,“ sagði hann við Morgunblaðið í gær. Kantmennirnir fengu ekki mikla aðstoð í Ai’- meníu og verða að vera viðbúnir því að gera hlutina upp á eigin spýtur í kvöld. „Það er skilj- anlegt að við fáum litla aðstoð því við byggjum upp á sterkum vamarleik og hann verður að vera aðal okkar.“ Island hefur gert jafntefli við Frakka og Ar- mena í Evrópukeppninni að þessu sinni en Rússar era án stiga. „Ég hef trá á að þetta verði álíka leikur og á móti Frökkunum en held samt að Rússarnir gefi meiri færi á sér því þeir era meira sóknarlið. Fyi-ir vikið getum við hugsanlega fengið fjórar til fimm góðar sóknir og æskilegt er að geta nýtt þær.“ Islendingar náðu aðeins átta markskotum í Armeníu en Þórður sagði að það ætti ekki að koma á óvart. „Við vissum fyrirfram að eftir níu tíma flug og erfitt ferðalag gæti liðið ekki spilað bullandi sóknarleik skömmu síðar. Hins vegar verður að hafa í huga að Rússar era mjög sterkir, gríðarlega teknískir og vel skipu- lagðir eins og þeir hafa alltaf verið en allir vita að gömlu Sovétríkin og ríkin sem komu upp úr þeim hafa gefið af sér marga góða leik- menn, sem enginn valtar yfir. Því getum við ekki breytt miklu en við sáum í leiknum á móti Lettum að við getum vel sótt. Þá sköpuðum við okkur 22 marktækifæri og gerðum fjögur mörk en hefðum getað skorað fleiri. Þá byggðum við leik okkar á sterkum varnar- leik og höldum því áfram. Síðan er að sjá hvernig færin nýtast en vörn er besta sóknin." Morgunblaðið/Einar Falur ÞÓRÐUR Guðjónsson er í varnarhlutverki á hægri kantinum en einnig helsti sóknarmaður íslenska landsliðsins. Anatoly Byshovets, þjálfari Rússa, fyrir leikinn gegn íslendingum Okkar síðasta vori RÚSSNESKA landsliðið æfði í kulda og trekki á Laugardals- velli í hádeginu í gær. Þó svo að hitastigið væri ekki nema um 6 gráður létu rússnesku leikmennirnir það ekki á sig fá enda voru þeir kappklæddir, með húfur og vettlinga. Þeir voru einbeittir og sást ekki bros á nokkrum manni. Haukur Ingi með flensu Iskipað leikmönnum 21 árs og yngii, mætir jafnöldrum sínum frá Rússlandi í dag og hefst leik- urinn kl. 14 á Kópavogsvelli. Atli Eðvaldsson, þjálfari liðsins, valdi byrjunarliðið í gær, en nokkrar breytingar hafa orðið á hópnum frá því í leiknum við Armeníu á laugardaginn. „Heiðar [Helguson] fékk annað gula spjaldið sitt á laugardaginn og verður því í banni í leiknum við Rússa og það fór liðþófi hjá Eiði Smára [Guðjohnsen] þannig að þar fækkaði um tvo í hópnum," sagði Atli í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hann var með sautján manna hóp fyrir leikina tvo þannig að nú er hann skipað- ur 15 leikmönnum, en svo gæti farið að hann breyttist í dag því Haukur Ingi Guðnason fékk ein- hverja flensu í gær og var rúm- fastur. „Vonandi getum við haft hann með á morgun, í það minnsta á varamannabekknum,“ sagði Atli. Olafur Þór Gunnarsson úr ÍR ver mark Islands í dag. Miðverðir verða Reynir Leósson úr IA og Valur Fannar Gíslason úr Strömsgodset, hægri bakvörður verður Björn Jakobsson úr KR og vinstra megin Sigurðui’ Elí Haraldsson úr FH. Ai-nai’ Þór Viðarsson úr Lilleström og ívar Ingimarsson úr ÍBV verða á miðjunni og þeir Jóhann B. Guð- mundsson, Watford, og Davíð Olafsson úr FH á sitt hvorum kantinum. Frammi verða þeir Bjarní Guðjónsson úr Newcastle og Andri Sigþórsson úr KR. Þeir gera sér grein fyrir mikilvægi leiksins og það skiptir höfuðmáli fyrir þá að ná góðum úrslitum í dag. Þeir hafa tapað fyrstu Valur B. tveimur leikjum í riðlin- Jónatansson um og mega ekki við að sknfar tapa fleiri stigum ætli þeir sér að komast í úr- slitakeppnina. Anatoly Byshovets, Jijálfari liðsins, sem er af úkraínskum ættum, tók við liðinu fyrir rúmum mánuði. Liðið hef- ur leikið fjóra leiki undir hans stjórn og tapað þeim öllum. Tveimur vináttu- leikjum, við Svía og Spánverja sem töpuðust báðir 1:0 og síðan 3:2 á móti Ukraínu og Frakklandi í undankeppni EM. „Ég geri mér gi-ein fyrir mikilvægi þessa leiks fyrir okkur. Við hreinlega verðum að vinna ætlum við okkur að eiga möguleika á að komast áfram. Leikurinn verður erfiður því ég veit að íslenska liðið er vel skipulagt og agað. Það er erfitt heim að sækja og úrslitin á móti heimsmeisturam Érakka hér á Laugardalsvelli undirstrika það enn frekar," sagði Byshovets við Morgun- blaðið í gær. Nú hefur rússneska liðið tapað fyrstu tveimur leikjunum og er án stiga, er ekki mikilvægt að snúa blað- inu við? „Jú, auðvitað og það hlýtur að stytt- ast í fyrsta sigurinn hjá okkur. Ég hef aðeins haft liðið í samtals tólf daga og það tekur lengri tíma að stilla það saman. Eins hafa lykilmenn verið meiddir og ég hef aldrei getað stillt upp sama liði tvo leiki í röð. Ég get ekki verið með sama lið hér og í Moskvu því þrír leikmenn sem léku þar era ekki með hér vegna meiðsla eða veikinda. Auðvitað er pressa á mig og liðið. Við ætlum að ná í stig hér. En við gerum það ekki nema leikmenn leggi sig fram og sýni góðan leik.“ Hverja telur þú möguleika rúss- neska liðsins á að komast áfram í keppninni? „Við eigum enn von og það eiga Is- lendingar líka. Það lið sem vinnur á Laugardalsvelli er í góðri stöðu en tapliðið á litla möguleika á að komast áfram. Þetta er því mikilvægur leikur fyrir bæði liðin. Við verðum bara að sjá hvað gerist, ég vona auðvitað að við vinnum fyrsta leik okkar.“ Þrjár breytingar á liði Rússa frá því í Moskvu Byshovets hefur stjórnar liðinu í fjór- um leikjum, sem hafa allir tapast. Hann hefur ekki getað stillt upp sama liði tvo leiki í röð og sama verður upp á teningnum hjá þeim þegar þeir mæta íslendingum á Laugardalsvelli kl. 17.45 í dag. Þrír leikmenn sem léku á móti heimsmeisturum Frakka í Moskvu um síðustu helgi komu ekki Rússum til ís- lands. Þeir era markvörðurinn Serguei Ovchinnikov, varnarmaðurinn Dmitry Khlestov og Serguei Semak, miðvallarleikmaður sem kom inn á sem varamaður í Moskvu. Ovchinnikov markvörður meiddist í baki á síðustu mínútum leiksins í Moskvu eftir samstuð við Zinedine Zi- dane. Khlestov fékk flensu og gat því ekki komið og sömu sögu er að segja af Semak. Þetta er haft eftir blaðafull- trúa rússneska liðsins. Inn í liðið núna kom m.a. varnar- maðurinn sterki Yuri Nikiforov, sem leikur með PSV Eindhoven, og Igor Shalimov, leikmaður Napolí. Rússar koma hingað með þrjá markverði og Arnar vill vera áfram hjá Bolton ARNAR Gunnlaugsson verður í eldlínunni á vinstri kantinum þegar Island mætir Rússlandi á Laugardalsvelli í kvöld en síð- an stendur til að huga að samn- ingi við Bolton á Englandi. Arnar hefur verið lykilmað- ur hjá Bolton í haust og er markahæsti maður liðsins. „Ég er samningsbundinn út tímabil- ið 2000 með þeim fyrirvara að endurskoða átti samninginn eftir 20 leiki,“ sagði Arnar við Morgunblaðið, aðspurður um framhaldið hjá enska félaginu. „Ég hef leikið nær 30 leiki en vildi bíða með að ákveða með framhaldið þar til ég væri í betri stöðu og nú er sú stund komin. Colin Todd, knatt- Sigurður Jónsson fyrirliði varar við bjartsýni Verðum að vera eins og grenj- andi Ijón Sigurður 1< Jónsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins í knatt- spyrnu, sagði við Morgunblaðið eftir æfingu í gær að leikstíll liðsins hefði skilað góðum árangri og því væri ástæðulaust að gera breytingar frá fyrri leikjum. „Við leggjum upp með ákveðinn leikstíl, leikstíl sem hefur skilað okkur taplausum úr fimm leikjum, og engin ástæða er til breyt- inga. Aðalati-iðið er að spila agaðan og skipulagðan leik þar sem við leggjum áherslu á að loka svæðum þeir era: Dmitri Kharin, Chelesea, sem er að koma úr tveggja leikja banni, Alexandre Filimonov, Spartak Moskvu og Stanislav Cherchessov, FC Tirol. Reiknað er með að Kharin byrji leikinn í dag, en hann hefur leikið 32 landsleiki fyi’ir Rússa. Líklegt byrjunarlið Rússa: Dmitry Kharin - Viktor Onopko, Yuri Nildforov, Yevgeny Varlamov, Igor Yanovsky - Alexander Mostovoi, Igor Shalimov, Yegor Titov, Andrei Tikhonov - Valery Karpin, Vladimir Beschastnykh. Stórsigur Úkraínu ÚKRAÍNA burstaði Armeníu, 8:0, í undankeppni EM 21 árs landsliða í Kiev í gær. A þessum úrslitum má ráða að lið Úkraínu er geysilega sterkt því Armenar unnu Islendinga 3:1 í sama riðli um síðustu helgi. Úkraína er efst í riðlinum með sex stig eftir tvo leiki og er eina liðið sem unnið hefur báða leiki sína. Staðan Úki-aína....2 2 0 0 9:0 6 Frakkland.. 2 1 0 1 3:2 3 Armenía......2 1 0 1 3:9 3 Rússland.....2 1 0 1 2:2 3 ísland.......2 0 0 2 1:5 0 ■Island leikur við Rússa á Kópavogsvelli í dag. og fá ekki á okkur mark. Við vitum að leikurinn við Rússa verður gífur- lega erfiður. Þeh’ hafa lýst því yfir að þeir ætli sér sigur og eftir úrslitin í fyrri leikjum verða þeir að sigra til að eiga einhverja möguleika á að komast áfram.“ Rússar eru sterkir og hafa nýtt vel aukaspyrnurnar í undanfórnum leikjum. „Við förum vandlega yfir öll fóst leikatriði þeirra og vitum á hverju við eigum von, enda fylgst vel með rússneskum liðum. Við vitum að Rússar eiga eitt af bestu liðum Evr- ópu þótt þeii’ hafi ekki komist í úr- slitakeppni HM í sumar og því er eins gott fyrir okkur að halda fullri einbeitingu. Þetta er átak sem krefst allra okkar krafta,“ sagði Sigurður um viðureign kvöldsins. Sigurður sagði að þrátt fyrir góð úrslit að undanfömu hefðu þau ekk- ert að segja í kvöld. „Við fáum ekk- ert fyrir þá leiki sem við höfum spil- að. Þetta er nýtt verkefni sem við verðum að leggja okkur 100% í. Heimavöllurinn getur haft mikið að segja, eins og sást berlega í leiknum við Frakka, og með það í huga vona ég að sem flestir sjái sér fært að mæta og hvetja liðið. Stuðningurinn hefur ótrúlega mikið að segja og mikil áhrif, en ég vil árétta að við eigum sérstaklega erfitt verkefni fyrir höndum. Við höfum fundið fyrir ákveðnum væntingum en ég vara við allri bjartsýni. Við verðum að vera á varðbergi gagnvart allri værukærð, koma í leikinn eins og grenjandi ljón og svo spyrjum við að leikslokum." spyrnustjóri, hefur sagt mér að hann vilji ekki seija mig heldur gera nýjan samning. Ef liðið fer upp yrði í síðasta lagi samið um framhaldið í vor en mér líð- ur vel í Bolton og kann vel við mig hjá félaginu og þess vegna er ég tilbúinn að skoða málið, gera jafnvel samning til eins eða tveggja ára til viðbótar." Frakkar segjast ekki vanmeta lið Andorra FRAKKAR leika við Andorra á Þjóðarleikvanginum í París í kvöld ( og verður þetta fyi’sti leikur liðsins á heimavelli eftir að þeir hömpuðu heimsmeistaratitlinum í sumar. Franski þjálfai-inn, Roger Lemerre, segir alla leiki jafnmikilvæga og van- metur ekki andstæðinginn. „Þrjú stig gegn Andorra eru jafn mikilvæg og þrjú stig á móti Rússum. Ég geri engan greinarmun á þessum liðum því ég lít á alla leiki sem sjálfstætt verkefni," sagði Lemerre. „Það bjóst enginn við að liðið spil- aði svona vel á móti Rússum í Moskvu eins og raunin varð. Nú — verðum við að halda áfram á sömu braut. Næsti leikur er alltaf sá erfið- asti. Ég geri mér grein fyrh’ því að Andorra er ekki hátt skrifað í knatt- spyrnuheiminum, en það segir ekki allt. Þeir koma hingað og gefa allt sem þeir eiga, sérstaklega á móti heimsmeisturunum," sagði Lemerre. Margir vilja meina að markamet franska liðsins gæti fallið, en það er 10:0 sigur á móti Aserbaidsjan í und- ankeppni HM í fyrra. Frammistaða liðs Andorra, sem er að mestu skipað áhugamönnum, gegn Úkraínu á sunnudag ætti að sýna að það ber að taka það alvarlega. Nokkrar breytingar verða á liði Frakka frá því sem lék í Moskvu á sunnudaginn. Robert Pires og Laurent Blanc, leikmenn Marseille, byrja á varamannabekknum. Astæð- an er að þeir eiga að leika með félagi sínu á móti Werder Bremen í UEFA-keppninni í næstu viku. Tony Vairelles og Frank Leboeuf munu taka stöður þeirra. Emmanuel Petit er meiddur og kemur Alain Bog- hossian líklega inn í byrjunarliðið fyrir hann. Þá má jafnvel búast við að Nicolas Anelka, sem átti mjög góðan leik í Moskvu, verði hvíldur og David Trezeguet taki stöðu hans. Líklegt, byrjunarlið Frakka: Bernai’d Lama - Lilian Thui-am, Frank Leboeuf, Marcel Desailly, Bix- ente Lizarazu - Didier Deschamps, Alain Boghossian, Zinedine Zidane, _ Youri Djorkaeff - Tony Vairelles, Da- vid Trezeguet. Kristín Rós sigraði KRISTÍN Rós Hákonardóttir í íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík (ÍFR), sigraði í 100 metra bringusundi á heinisnieistaramóti fatlaðra sem fram fer í Nýja-Sjálandi. Hún synti á einni mínútii 39,64 sekúndum. Keppnin liófst á inánudaginn og þá keppti Kristín Rós í 200 metra fjór- sundi og kom fyrst í mark í úrslitasundinu, en var dænid úr keppni, nokkuð sem forráðamenn hópsins skildu ekki. Pálmar Guðmundsson úr IFR varð í gær í iiðni saíti í 50 metra sundi með frjálsri aðferð, synti á 56,47 sekúnduni sem er íslandsmet. Pálmar og Kristín Rós keppa í flokki hreyfihamlaðra, en þriðji keppandinn, Bára B. Erlingsdóttir úr Osp, keppir í flokki þroskaheftra. Bára koinst ekki í úrslit í 200 metra fjórsundi á mánudaginn, varð í 9. sæti á 3.03,62 mínútum en í gær varð hún í áttunda sæti í tveimur greinum, synti 50 metra bringusund á 46,69 sekúndum og 100 metra sund með fijálsri aðferð á 1.12,93. I Knattspyrnufélag I A UPPSKERUHATIÐ verður haldin í Bárunni-hótelinu, föstudaginn 16. okt. nk. Miðapantanir og aðrar upplýsingar á skrif- stofu félagsins eða í síma 431 3311 / 431 4400. Miðaverð kr. 2.500,- Allir velkomnir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.