Morgunblaðið - 14.10.1998, Page 4

Morgunblaðið - 14.10.1998, Page 4
wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm wmmm FRJÁLSÍÞRÓTTIR Edwards og Arron best í Evrópu JONATHAN Edwards, heimsmethafi í þrístökki karla frá Bret- landi, og franski spretthlauparinn Christine Arron voru kjörin frjálsíþróttamenn Evrópu fyrir yfirstandandi ár. Það voru blaðamenn og mótshaldarar í Evrópu auk nefndar á vegum Frjálsíþróttasambands Evrópu sem stóðu að kjörinu sem fram fer ár hvert. Edwards varð Evrópumeistari á Evrópumeistaramótinu í Búda- pest í sumar, stökk 17,99 metra sem er lengsta stökk heimsins í ár og einnig mótsmet. I tveimur næstu sætum í kjörinu höfnuðu landar hans Colin Jackson, Evr- ópumeistari og heimsmethafi í 110 m grindahlaupi, og spjótkastarinn Steve Backley. Jacksons og Backley unnu báðir sín þriðju gull- verðlaun á Evrópumeistaramóti í -» sumar. Arron vann tvenn gullverðlaun á Evrópumeistaramótinu, í 100 m hlaupi og 4x100 m boðhlaupi þar sem hún innsiglaði sigur frönsku sveitarinnar með einstaklega kraft- miklum lokaspretti. Sigurtími Leikmenn Tottenham varaðir við GEORGE Graham, knatt- spyrnustjdri Tottenham, ræddi einslega við hvern leikmann félagsins í gær og sagði að menn hefðu fjórar vikur til að taka sig saman í andlitinu, að sýna að þeir væru menn til að koma liðinu í fremstu röð. Norðmaðurinn Steffen Iversen hafði eftir sljóranum að allir fengju sanngjarnt. tækifæri en þeir sem stæðu sig ekki yrðu látnir fara. hennar í 100 m hlaupi, 10,73 sek., er þriðji besti árangur í greininni frá upphafi. Irinn Sonia Sullivan sem einnig vann tvenn gullverð- laun í Búdapest varð í öðru sæti og Þjóðverjinn Heike Drechsler hreppti þriðja sætið. Drechsler vann sín fimmtu gullverðlaun á Evrópumeistaramótinu í sumar, en hún vann fyrst gullverðlaun á EM í Stuttgart 1986, þá í langstökki og 200 m hlaupi. Reuters CHRISTINE Arron glaðbeitt með önnur gullverðlaun sín á EM og Jonathan Edwards í sigurstökki sínu á sama móti. HANDKNATTLEIKUR / NOREGUR Viking græðir milljónir Viking frá Stavanger tryggði sér þátttöku í Meistaradeild Evrópu í handknattleik með því að sigra Red Boys frá Luxembourg samanlagt með 80 mörkum gegn 46. Með þátttöku sinni í meistaradeildinni reikna for- ráðamenn Viking með tekjum upp á a.m.k. 12 milljónir ísl. kr., jafnvel enn meira ef liðið dregst gegn liðum eins og Kiel eða Barcelona. I gær var síðan dreg- Bnar Guðmundsson skrífar frá Noregi ið og er Viking í riðli með Kiel, Þýskalandi, GOG Gudme, Dan- mörku og Kaustik Volgugrad, Rússlandi. Viking fær að meðaltali um sjö hundruð áhorfendur á heimaleiki sína í deildinni, en reiknar með milli 3000 til 5000 áhorfendum á leiki í meistaradeildinni. Einnig þénar félagið stórlega á sölu sjónvarpsréttar, u.þ.b. l.milljón fyrir hvern leik, ásamt aukatekj- um frá auglýsendum og styrktar- aðilum. Formaður Viking, Aivild Lökke, segir fjárhagslega framtíð félagsins með þessu vera tryggða og næsta skref sé að koma á fót hálf-atvinnumennsku hjá félaginu og koma því í fremstu röð félags- liða í heiminum. En bestu leik- menn Viking þéna í dag um 800 þús. á ári og er ætlunin að tvö- falda eða jafnvel þrefalda þá upp- hæð. Þess má geta að Viking gerði fyrir þessa leiktíð stærsta aug- lýsingasamning sem norrænt fél- gaslið í handknattleik hefur gert, er þeir gerðu fjögurra ára samn- ing við ljósaperuframleiðandann Philips að verðmæti 40 milljónir kr. Þetta tryggir Viking sérstöðu meðal norskra karlaliða hvað varðar tekjur. Þetta eru mun stærri fjárhæð- ir en íslensk handknattleiksfélög hafa fengið fyrir sinn snúð á þátttöku í evrópukeppni en slík þátttaka hefur undantekninga- lítið skilað tapi upp á nokkrar milljónir. Gregory ætlar sér Sutton JOHN Gregory, knatt- spyi-nustjóri Aston Villa, sem hefur sex stiga forskot í úr- valsdeildinni í Englandi, ætl- ar að styrkja lið sitt í meist- arabaráttunni. Sagt er að hann hafi liug á að nota 18 millj. punda til að kaupa nýja leikmenn og í vikunni mun hann bjóða Blackburn tíu millj. punda í miðheijann Chris Sutton. Gregory hefúr áður boðið átta millj. punda í Sutton, en því boði var hafn- að. Þá er Gregory tilbúinn að borga Newcastle átta millj. punda fyrir miðvallarspilar- ann David Batty og varnar- manninn Steve Watson, sem eru á sölulista hjá liðinu.m FOLK ■ VINCENZO Montella, miðherji Sampdoria, verður frá keppni í þrjá mánuði vegna meiðsla á ökkla. Montella, sem er 24 ára, hefur skor- að 42 mörk fyrir liðið sl. tvö keppn- istímabil. ■ GILBERT Gress, landsliðsþjálf- ari Sviss, liggur yfir myndbands- upptöku frá leik Wales og Dan- merkur, sem Walesbúar unnu 2:1. Hann ætlar sér að finna út sigur- uppskrift fyrir Evrópuleik gegn Dönum í Kaupmannahöfn í dag. ■ VICTOR Piturea, þjálfari Rúm- enfu, vonast eftir fyrsta sigri Rúm- ena á Ungverjum, þegar þjóðimar mætast í Búdapest. Það eru nú liðin sautján ár síðan þær mættust síð- ast, 1981. Þær hafa leikið fjórtán landsleiki - Ungverjar hafa unnið tíu, fjórum sinnum hefur orðið jafn- tefli. ■ GLENN Hoddle, landsliðsþjálf- ari Englands, er undir smásjánni eftir að lið hans lék illa gegn Búlgaríu á Wembley, 0:0. Englend- ingar leika í Lúxemborg í dag. „Það eina sem skiptir máli er að við fáum þrjú stig. Hvað sigurinn er stór skiptir engu máli,“ sagði Hoddle. ■ ENGLAND leikur án Andy Hinchcliffe og Tony Adams, sem eru meiddir. Paul Merson, sem er meiddur á baki, verður líklega vara- maður. ■ JAMIE Redknapp og Paul Ince eru í leikbanni. Aftur á móti kemur David Beckham aftur í liðið, en hann lék ekki með gegn Búlgaríu. ■ BRASILÍSKI sóknarleikmaður- inn Ailton hefur ákveðið að ganga til liðs við þýska liðið Werder Bremen. Ailton, sem er 25 ára, hef- ur leikið með Tigres Monterrey í Mexíkó. ■ MARTIN O’NeiU, knattspyrnu- stjóri Leicester, hefur óskað eftir því að fá að ræða við forráðamenn Leeds, sem vilja fá hann til EUand Road. ■ HARRY Redknapp knattspyrnu- stjóri West Ham keypti í gær Neil Ruddock frá Liverpool og Chilem- anninn Javier Margas frá Deporti- vo Catalina sem félagslið í Chile. Samtals greiddi West Ham um 300 millj. króna fyrir vamarmennina tvo. ■ KAUPINá Margas hafa staðið til um tíma en voru ekki ákveðin fyn- en í gær er atvinnuleyfið var sam- þykkt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.