Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 C 3 Fórnarlamb jarðsprengju. Eitt fjölmargra götubarna í höfuðborginni Bagdad. Opið skólpræsi í borginni Nasriyah í suðurhluta landsins. Ein margra brúa í suðurhluta landsins sem sprengdar voru I sundur í Persaflóastríðinu. geróu sprengjuárás 13. febrúar 1991. írakar halda fram að þar hafi rúmlega 1.000 manns látist en bandamenn töldu að Hussein for- seti og herstjórn hans héldi til í byrginu. Sprengja úr orrustuþotu gerði gat á þak þess og skrúfaði sig áfram áleiðis. Fimm mínútum síöar var öðru skeyti skotið á nákvæm- lega sama punkt og það náði í gegnum tveggja metra þykka, járn- styrkta steypuna. Byrgið er sagt hugsað vegna efnavopna- eða kjarn- orkusprengingar og við fyrri spreng- inguna lokuðust allar dyr þangað inn sjálfkrafa. Þegar seinni sþrengjan fór í gegn og sþrakk er talið að hit- inn í byrginu hafi náö allt að 4.000 gráðum á Celcius eitt andartak. Á veggjum má sjá veikar útlínur fólks, þar sem það hefur staðið. Fjórtán liföu af; stóðu nálægt dyrunum og þeyttust út, áður en þær lokuöust, þegar fyrri sprengjan skall á því. Kona sem Ijósmyndarinn hitti, Um Ghaida einsog hún er kölluð - mamma Ghaida - missti fimm börn í sprengingunni, öll nema eitt, sem var með henni annars staðar. Þessi kona var ofboðslega beisk; lýsti hatri á Bandaríkjamönnum, að- allega George Bush þáverandi for- seta og fékk mikla útrás fyrir sökn- uð og beiskju. Hún er alla daga í byrginu og segir öllum sem heyra vilja sögu sína. 48 klukkutíma tók aö opna byrg- ið. Mittisdjúpt vatn hafði safnast þar saman, vegna þess að sjálfvirkur slökkvibúnaður fór í gang, og var yl- volgt þegar loks náðist að opna. Lík- in voru flest algjörlega óþekkjanleg. Nýtt vandamál eru götubörnin svokölluðu, þau eru einhverjar þús- undir í Bagdad og talsvert áberandi. Sum börnin eru afar illa á sig kom- in, en ekkert skipulagt hjálparstarf er til aðstoöar þeim. í mörgum til- fellum er um aö ræða börn her- manna sem féllu eða örkumluðust í stríðinu. Félagslega kerfið er að miklu leyti hruniö þannig aö fólk fær enga aöstoö þaðan. Eina von margra fjölskyldna er þvf að senda börnin út á götu, ýmist til að selja eitthvaó smálegt eða betla. Og betlið er mest áberandi. Sláandi er að sjá hve sum þessara barna eru ung, skítug og illa til fara. Skv. ný- legri könnun er 10% þeirra talin á aldrinum 6-8 ára. Af ýmsu má ráða að ekki sé of- sagt í skýrslu MECC að viöskipta- bannið hafi breytt írak úr þróuðu ríki í vanþróað. Eldur í stærstu olíuhreinsunarstöó landsins í norðurhéruðunum. Gífurlegan reyk lagði frá einni fjöimargra bygginga stöðvarinnar og mengun var mikil í grenndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.