Morgunblaðið - 04.11.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 04.11.1998, Síða 4
KNATTSPYRNA Genk verðleggur Þórð Guðjónsson á hálfan milljarð Kosta það sem sett er á mig ÞÓRÐUR Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skrifaði í gær undir nýjan samning við belgíska félagið Genk og gildir hann út tímabilið 2003. í viðræðunum lagði Þórður áherslu á að hafa ákvæði í samningnum þess efnis að hann væri laus á hverju ári en síðan var samið um óuppsegjanlegan samning og þar með hærri greiðslur til Þórðar en hann hafði gert ráð fyrir. „Félagið verðleggur mig á hálfan milljarð og ég kosta það sem sett er á mig,“ sagði Þórður við Morgunblaðið skömmu eftir undirritunina en hann er sennilega dýrasti ieikmaður félagsins. órður var kjörinn besti leik- maður liðsins á liðnu tímabili og byrjaði nýhafið tímabil eins og best verður á kosið en meiddist í byrjun landsleiksins við Rússa um miðjan október og hefur ekki leikið síðan. Hann fer með liðinu til Mall- orka í dag vegna seinni leiksins við spænska liðið í 16 liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa á morgun en liðin gerðu jafntefli, 1:1, í Belg- íu. „Ég er allur að koma til og 90% öruggt er að ég spila Evrópuleik- inn. Hann verður erfiður og þónokkru breytir hjá okkur að við verðum með tvo menn í banni.“ Bjarni, bróðir Pórðar, gerði um helgina samning við Genk til fimm ára og fyrir skömmu gekk Jóhann- es Karl, þriðji bróðirinn, frá ámóta samningi við félagið. Bræðurnir þrír eru því allir samningsbundir belgíska félaginu út tímabilið 2003. „Ég er mjög ánægður með minn hlut og samningurinn er mun betri en ég átti von á. Félaginu hefur gengið vel innan sem utan vallar og allt er á uppleið sem gerir það að verkum að það gat boðið mér mjög góðan samning. Þetta þýðir að nú get ég einbeitt mér að dvölinni hér og þarf ekki að hugsa um annað en að spila með Genk. Há upphæð er sett á mig og ljóst er að aðeins stór félög greiða slíkar upphæðir sem hér um ræðir. Því má gera því skóna að ég verði hér út samnings- tímann." 1 Yw i>nj >•* Morgunblaðið/Einar Falur ÞORÐUR Guðjónsson í landsleik gegn Armeníu. Heimir þjálfar kvennalið ÍBV HEIMIR Hallgrímsson hefur varið ráðinn þjálfari meistaraflokks ÍBV í kvennaknattspymu. Heimir náði mjög góðum árangri með 2. flokk kvenna á þessu ári, liðið varð Íslandsmeistari. Hann tekur við starfi Sigurlás Þorleifsson, sem þjálfað hefur meistaraflokk kvenna hjá IBV sl. þrjú ár. Sigurlás náði góðum árangri með lið ÍBV. Liðið náði stöðuleika undir hans stjórn eftir flakk á milli deilda áður en hann tók við því 1996. Fyrsta árið varð liðið í sjötta sæti, það næsta náðist 5. sætið og nú í ár varð liðið í fjórða sæti. Konur skulu klæðast þröngu AUGU margra áhugamanna um blak beindust að allt öðru en leiknum þegar fyrstu leikir heimsmeistaramótsins fóru fram í Japan í gær. Margir voru uppteknir af að skoða nýju bún- ingana sem stúlkurnar eru skikkaðar til að klæðast sam- kvæmt nýjum reglum alþjóða blaksambandsins (FIVB). Þar segir meðal annars að konur skuli klæðast stuttbuxum sem eru helmingi styttri en stuttbux- ur karla í sömu íþrótt og er ætl- ast til þess að buxurnar séu þröngar um mjaðmir. Reglurn- ar hvetja stúlkurnar einnig til að klæðast helst nokkurs konar sundbolum, þ.e.a.s ekki buxum og bol. „Með sömu þróun verða það bara fyrirsætur sem geta verið í blaki,“ sagði keppandi frá Suð- ur-Afríku og bætti við: „Hvern- ig stendur á því að við þurfum að vera í styttri stuttbuxum en karlarnir?" Ein stúlka frá Evr- ópu sagði: „Maður verður að vera með fullkominn skrokk til að geta verið í þessum búning- um.“ Ruben Acosta, forseti FIVB, varði reglurnar. „Leikmenn verða að hafa ákveðna ímynd, annars koma áhorfendur ekki,“ sagði hann. HM í blaki karla og kvenna hófst í gær og stendur næsta mánuðinn í 15 borgum í Japan. Þar keppa 21 kvennalið og 23 karlalið og er þetta í fyrsta sinn síðan 1974 að HM karla og kvenna er haldið á sama tíma í sama Iandi. Sigur- stranglegastar eru taldar stúlk- ur frá Kúbu og Brasilíu en í karlaflokki er talið að baráttan standi á milli ftala og Jú- góslava. PAOK vill gera samning við Jóhann Jóhann Benediktsson, knatt- spyrnumaðurinn ungi frá Eski- firði, er nýkominn heim frá Grikk- landi þar sem hann æfði með PAOK Saloniki í tíu daga. „Það var mjög gaman að vera hjá félaginu og mér leist vel á allar aðstæður. Ég æfði með aðalliðinu í viku. Forráðamenn félagsins sýndu mér mikinn áhuga og þeir buðu mér að koma aftur út í janúar. Þeir hafa áhuga á að gera við mig samning og ef af því verður mun liðið líklega leigja mig til liðs í neðri deildum til að byrja með. Þar á ég að öðlast leikreynslu," sagði Jóhann við Morgunblaðið. Jóhann er 18 ára og lék með 1. deildai'liði KVA sl. sumar. Hann er bakvörður og þykir mjög efnilegur. Það var þjálfari hans hjá KVA, Miroslav, sem kom honum í sam- band við gríska liðið. Jóhann hefur leikið með 18 ára landsliðinu undan- farna mánuði. Hann segist stefna að því að komast í atvinnumennsku og telur sig eiga ágæta möguleika á því eftir ferðina til Grikklands. Hann sagðist hafa orðið vitni af miklum ólátum í leik PAOK og Olympiakos um síðustu helgi. „Það voru um 30 þúsund áhorfendur á vellinum í Saloniki. Þegar um tvær mínútui' voru eftir af leiknum skor- uðu POAK mark sem dómarinn dæmdi af. Þá brutust út mikil læti á meðal stuðningsmanna liðsins sem ruddust inn á völlinn og börðu m.a. línuvörðinn og varð að flytja hann með sjúkrabíl á sjúkrahús. Dómai'- anum leist gi-einilega ekkert á blik- una og flautaði leikinn af. Það var ótrúlegt að upplifa þetta úr stúkunni. Þeir eru greinilega nokkuð blóðheit- ir Grikkirnir,“ sagði Jóhann. , Reuters STULKURNAR frá Kúbu virtust ekki allt of ánægðar í nýju búningunum þegar þær hituðu upp fyrir leikinn við Bandaríkin í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.