Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 1
B L A Ð
A L L R A
LANDSMANNA
Tap Rússa í
Reykjavík
kallar á
uppstokkun
1998
KNATTSPYRNA
FIMMTUDACUR 5. NOVEMBER
BLAÐ
RÚSSNESKA landsliðið í knattspyrnu hefur ekki
riðið feitum hesti frá leikjum sínum að undanfornu
og gerast raddir þar í landi nú háværari um að
skipta beri um forystu knattspyrnusambandsins.
Nikoli Tolstykh, formaður rússnesku deildarinnar
sein einnig er forseti Dynamo Moskvu, hefur verið
nefndur til sögunnar. Hann er mikils metinn innan
rússnesku knattspyrnuhreyfingarinnar og gæti
veitt forseta sambandsins, Vyatjslav Koioskov,
harða keppni um embættið.
Rússar náðu ekki að kom-
ast í úrslitakeppni HM í sum-
ar - í fyrsta sinn í 20 ár og
þeim hefur gengið mjög illa í
undankeppni EM. 1:0 tapið
fyrir fslendingum er talið það
sem fyllti mæiinn þvx þar með
var möguleiki þeii'ra á að
komast í úrslitakeppni EM
úti. Stjórnarkosning í knatt-
spyrnusambandinu verður 8.
desember og er búist við upp-
stokkun í stjórninni. Tilnefn-
ingar þurfa að berast mánuði
fyrr, eða 8. nóvember. Talið
er að Koloskov gefi áfram
kost á sér auk Tolstykh og
eins er Kirsan Ilyumzhinov,
sem er stjórnamaður Alþjóða
skáksambandsins, FIDE, tal-
inn líklegur eftirmaður í
starfið. Hann er mikill áhuga-
maður um knattspyrnu.
Þeir hrelldu Arna Gaut
ARNI Gautur Arason mátti hirða knöttinn þrisvar
sinnum úr netinu hjá sér í gærkvöldi í Istanbúl, þar
sem Rosenborg tapaði fyrir Galatasaray, 3:0. Þessir
tveir menn hrelldu Árna Gaut - Arif Erdem fagnar
Hakan Sukur, sem skoraði tvö mörk.
Bjarki ekki
til Pneston
BJARKl Gunnlaugsson knatt-
spyrnumaður verður ekki við
æfingar til reynslu hjá enska 2.
deildarliðinu Preston North
End eins og til stóð. David
Moyes, knattspyrnustjóri liðs-
inc, segir að sökum þess að
Bjarki sé meiddur verði ekkert
af því að sinni af leikmaðurinn
komi til félagsins. Vel komi til
greina að af því verði þegar
Bjarki hafi jafnað sig.
„Ef Bjarki er eitthvað í lík-
ingu við bróður sinn þá hef ég
svo sannarlega áliuga á að láta
hann spreyta sig. Ég gerði mér
vonir um að hann yrði hjá okk-
ur í nokkra daga en hann er
meiddur þannig að af því verð-
ur ekki,“ sagði Moyes í gær.
Norrköping
gerir Þórði tilboð
Þórður Þórðarson, markvörður
ÍA, hefur æft með liði sænska
félagsins Norrköping undanfama
daga og á von á tilboði í dag. „Þjálf-
arinn boðaði mig á fund árla dags
og síðan er fundur með fram-
kvæmdastjóranum og stjórnar-
mönnum, sem ætla að gera mér til-
boð,“ sagði Stefán við Morgunblaðið
eftir æfingu í gærkvöldi.
Samningur Þórðar við Skaga-
menn er útrunninn. Hann lék æf-
ingaleik með varaliðinu í fyrradag
og hélt hreinu, en lið hans vann 7:0.
„Mér hefur gengið mjög vel á æf-
ingum og þjálfarinn hrósaði mér
fyrir frammistöðuna í leiknum. Eg
finn að þeir vilja fá mig og þó að
ekki hafi verið rætt um samning er
ljóst að verði samið verður það til að
minnsta kosti tveggja ára. Hins
vegar er enginn samningur á borð-
inu og þótt ég sé tilbúinn að fara í
atvinnumennsku fer ég ekki bara til
að fara. Ég hef fyrir fjölskyldu að
sjá og verð að hugsa um það.“
Birkir enn óákveðinn
Birkir Kristinsson, markvörður
Norrköping og íslenska landsliðsins,
hefur ekki enn svarað tilboði Lil-
leström í Noregi. „Ég hef ekki gefið
mér tíma til að hugsa málið til enda,“
sagði Birkir við Morgunblaðið. „Ég
hafði ákveðið að fara heim og því er
skrýtið að vera farinn að hugsa um
að snúa aftur til Noregs með tvö ár
þar í huga. Ég hef ekkert út á tilboð-
ið sjálft að setja en vil fá að vita
hvort miklar breytingar verða á
hópnum áður en ég tek ákvörðun."
Norrköping sækir Elfsborg heim
í síðustu umferð sænsku deildarinn-
ar á sunnudag en norska keppnis-
tímabilinu lauk um liðna helgi.
Guivarc’h
fer til
Rangers
FRANSKI sóknarmaðurinn
Stephane Guivarc’h, sem hefur
verið á mála hjá Newcastle en
gengið illa að festa sig í sessi
þar, hefur ákveðið að ganga til
liðs við skoska liðið Glasgow
Rangers. Félögin hafa komist
að samkomulagi um verðið, ríf-
lega 400 milljónir króna, og
sagði Guivarc’h í gær að hann
hlakkaði til að leika með fyrrum
félaga sínum frá Auxerre, mark-
verðinum Lionel Charbonnier.
„Ég fer til Glasgow á fimmtu-
daginn með umboðsmanni mín-
um. Við horfum á Rangers og
Leverkusen í Evrópukeppni
bikarhafa og daginn eftir fer ég
í læknisskoðun og skrifa svo
undir,“ sagði kappinn í gær.
í sumar neitaði hann tilboði
frá Rangers og ákvað að fara
frekar til Newcastle. Þar hefur
hann ekki fest sig í sessi og
Ruud Gullit telur hann ekki
falla inn í framtíðarmynd sína
af liðinu og því ákvað Guivarc’h
að færa sig um set. Hann var
markakóngur í frönsku deild-
inni tvö síðustu keppnistímabil
og var valinn í landsliðið út á
það, en hann hefur aðeins gert
eitt mark í þeim 13 landsleikj-
um sem hann hefur leikið.
KNATTSPYRNA: ÓVÆNTUR SIGUR BÆJARA í BARCELONA/C3