Morgunblaðið - 05.11.1998, Side 4

Morgunblaðið - 05.11.1998, Side 4
KNATTSPYRNA Hakan Súkurfann leið- ina framhjá Áma Gauti Reuters RÚMENINN Gheorghe Hagi, leikstjórnandi Galatasary, i baráttu við Bent Skammelsrud hjá Rosanborg. ÁRNI Gautur Arason var í markinu hjá norska liðinu Ros- enborg sem varð að sætta sig við 3:0 tap fyrir Galatasaray í Istanbúl og gerði tyrkneski landsliðsmaðurinn Hakan Súkiir tvö markanna. Með sigrinum er liðið með tveggja stiga forystu í B-riðili. í hinum leik riðilsins gerði Juventus , jafntefli við Athletic Bilbao, 1:1, í Tórínó. Markalaust var í leikhléi í Istan- búl eftir frekar tíðindalítinn fyrri hálfleik. Pó svo að mörkin yrðu þrjú var Ámi Gautur nokkuð sáttur við frammistöðu sína í mark- inu. „í raun var lítið við þessum mörkum að gera. Fyrsta markið kom eftir stungusendingu inn fyrir vömina og ég lenti einn á móti ein- um. Þegar ég var kominn út á móti sendi hann fyrir á félaga sinn sem 1 skoraði í autt markið. Annað markið kom eftir að tveir Tyrkir komust inn fyrir vömina. Ég fór út á móti en þá „vippaði" annar þeirra yfir mig og í markið. Þriðja markið var svipað og annað markið, nema þá skaut hann föstu skoti framhjá mér,“ sagði Ámi Gautur. „Við spiluðum frekar illa. Tyrk- neska liðið pressaði allan tímann, en náði þó ekki að skapa sér hættuleg færi fyrr en í síðari hálfleik. Ég held að margir leikmanna okkar hafí verið þreyttir eftir erfiðan bikarúr- slitaleik á sunnudaginn gegn Sta- bæk. Auk þess sem hðið saknaði lykilmanna úr vörninni. Mér fannst nokkuð erfitt að koma aftur inn í byrjunarliðið undir þessum kring- umstæðum. Jamtfall markvörður var gagnrýndur harðlega í norskum blöðum eftir bikarleikinn. Ég er þó ánægður að hafa fengið tækifærið og ég tel að ég hafi komist ágætlega frá leiknum," sagði íslenski mark- vörðurinn. Hakan Súkiir gerði tvö marka Galatasaray og varamaðurinn Arif Erdem það þriðja. Erdem kom inn á miðjuna strax eftir leikhlé og við það breyttist leikur liðsins til hins betra. Hann var höfundurinn á bak við flestar sóknir liðsins. Rúmenski leikmaðurinn Gheorghe Hagi átti mörg skot að marki Rosenborgar en þau misstu öll marks eða þá að Ami Gautur var á réttum stað. „Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir Galatasaray. Þetta var stór- leikur og við unnum og erum efstir í riðlinum,“ sagði Hagi. Terim, þjálfari Galatasaray, var ánægður með sína menn, enda eygir félagið nú möguleika á að komast áfram í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Ég er ánægð- ur með allt liðið, sem gaf sig hund- rað prósent í leikinn. Ég var sér- staklega ánægður með síðari hálf- leikinn því þá lékum við eins og al- vöru Evrópulið - stjómuðum leikn- um og skoraðum falleg mörk,“ sagði þjálfarinn. Juventus mátti sætta sig við eitt stig úr viðureigninni við Athletie Bilbao. ítalska liðið var betra en al- gjört lánleysi gerði það að verkum að það gerði ekki fleiri mörk. Julen Guerrero kom spænska liðinu yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir undirbúning Jose Exterberria. Urúgvæmaðurinn Paolo Montero jafnaði fyrir Juve um miðjan síðari hálfleik með skalla eftir horn- spymu Dels Pieros. Þetta var fjórða jafntefli Juves í röð í keppn- inni og er liðið nú fjórum stigum á eftir Galatasaray. ■ GEIR Sveinsson, fyrirliði hand- knattleikslandsliðsins, var vahnn í lið vikunnar í þýska blaðinu Hand- ball Wochen eftir góðan leik með Wuppertal gegn Niederwurzbach um sl. helgi. Félagi hans, Dimitri Filippow, var einnig valinn í liðið. ■ MAGNÚS Sigurðsson, leikmaður með Willstatt, var skorinn upp fyrir meiðslum á hásin hægri fótar á sjúkarhúsi í Offenburg á þriðjudag- inn. Kom þá í ljós að hásinin var slit- in og varð að skera 30 cm skurð upp eftir kálfa til að ná að koma hásin- inni saman. Magnús útskrifast af sjúkrahúsinu á morgun. ■ MARK Schwarzer, markvörður Middlesbrough, hefur gert samning við félagið til ársins 2005. Er þetta lengsti samningur sem Middles- brough hefur gert við leikmann. Schwarzer er 26 ára gamall og hafði orðið var við áhuga frá Liverpool og Manchester United. ■ DERBY mun hafa áhuga á að fá Mark Hughes í sínar raðir, en Hug- hes hefur ekki verið í byrjunarliði Southampton um tíma. „Við höfum verið í viðræðum við umboðsmann hans,“ sagði Jim Smith, knatt- spymustjóri Derby, í vikunni. ■ GEORGE Graham hefur í hyggju að bjóða rúmlega 200 milljónir króna í Mauricio Taricco, vamar- mann Ipswich, eftir að hafa átt í samningaviðræðum við þennan 25 ára gamla Argentínumann síðustu daga. ■ COVENTRY hefur gefið forráða- mönnum Leeds leyfi til að ræða við miðherjann Dion Dublin. Þrettánda mark Arnars ARNAR Gunniaugsson skoraði þriðja mark Bolton sem sigraði Port Vale 3:1 í ensku 1. deildinni í gærkvöldi. Þetta var 13. mark Amars á tímabilinu og er hann markahæsti leikmaður liðsins. Þetta var fyrsti sigur Bolton í síð- ustu sjö leikjum og er liðið nú í níunda sæti deildarinnar. Bob Taylor gerði fyrsta mark Bolton á 5. mínútu og eftir 20 mínútur var staðan orðin 2:0. Daninn Per Frandsen gerði það eftir undirbúning Amars, sem setti síðan endapunktinn er hann gerði þriðja markið á 69. mín. Það var glæsilegt mark hjá Amari, beint úr aukaspymu efst í markhomið af 20 metra færi. Tíu mínútum fyrir leikslok minnkaði Peter Beadle muninn fyrir Port Vale. Amar fór af velli á 74. mínútu. Guðni Bergsson lék allan leikinn í vöm- inni. Eysteinn í Grimsby KEFLVfKINGAR virðast ætla að halda flestum af leikmönnum sínum frá þvf í fyrra. Að sögn Gunnars Oddssonar, annars þjálf- ara liðsins, er aðeins einn leikmaður með lausan samning, Ey- steinn Hauksson. Hann dvelur þessa dagana í Grimsby í Englandi þar sem hann er við æfíngar og sagði Gunnar að hans mál ættu að skýrast í næstu viku. Keflvíkingar hafa fengið liðs- styrk því Zoran Ljubicic, sem leikið hefur með Grindvíkingum, er genginn til liðs við félagið. Arnar Gunnlaugsson hjá Bolton Saknar Blake Amar Gunnlaugsson, sóknar- maður hjá Bolton, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að hann hefði ekki heyrt neitt formlegt um að hann væri ef til vill á föram til annarra liða, hvorki frá forráða- mönnum Bolton né annarra félaga. „Ég hef ekkert heyrt en ég vona að þetta fari allt að skýrast á næst- unni, það er leiðinlegt að bíða svona án þess að fá botn í sín mál,“ sagði Amar, en hann hefur verið í samn- ingaviðræðum við Bolton um áfram- haldandi samning og um leið hærri laun. Amar sagðist hafa verið mjög ósáttur með að félagið skyldi selja Nathan Blake. „Hann er góður leikmaður sem dregur til sín at- hygh vamarmanna og opnar þá um leið fyrir aðra. Ég sakna hans úr framlínunni," sagði Amar og bætti við að trúlega yrði Bob Taylor með honum frammi á næstunni. „Ann- ars getur þjálfarinn breytt þessu og ég var til dæmis settur á hægri vænginn síðustu 20 mínútumar á móti Sunderland. Nú verðum við að fara að setja okkur í gír á ný og fara að fá einhver stig. Við höfum ekki leikið illa en lánleysið hefur verið algjört." FRJALSIÞROTTIR Tillaga FRÍ um mótaröð evrópskra frjálsíþróttamanna Nýr vettvangur þá bestu fýrir Tillaga gengur út á það að Evr- ópusambandið taki mót sem nú þegar era í gangi í einstökum löndum og geri úr þeim nokkurs konar Grand Prix-mót til hliðar við eða sem mótvægi við mótaröð alþjóðasambandsins sem ekki er til mikils gagns fyrir íremstu frjálsíþróttamenn Evrópu í mörg- um greinum," segir Jónas Egils- son, formaður Frjálsíþróttasam: bands íslands (FRI). Tillaga FRÍ um uppstokkun í mótakerfi evr- ópskra frjálsíþrótta fékk góðar undirtektir í stjóm Evrópusam- bandsins (EAA) í Granada á Spáni um sl. helgi. „Ég var kallaður sérstaklega inn á fund stjómarinnar og beðinn að gera grein fyrir málinu. Stjóm- armenn virtust mjög áhugasamir um tillöguna og mér fannst hug- mjmdin fá góðar undirtektir. Eg kynnti hana og forráðamönnum margra þjóða á mótaþingi Evr- ópusambandsins, sem haldið var í Granada, og fékk hvarvetna já- kvæð viðbrögð. Hún virðist eiga hljómgrunn en tillagan gerir ráð fyrir að stjómin skipi vinnuhóp er undirbúi málið og skili tillögu fyrir þing EAA að ári,“ sagði Jónas. „Með því að búa til Grand Prix- mótakeðju í nafni EAA, sem hugs- anlega má hafa sjónvarpstekjur af, styrkjum við stöðu sambands- ins sem ekki hefur þótt gæta hags- muna evrópskra frjálsíþrótta- manna nógu vel. Fremstu frjálsí- þróttamenn Evrópu ættu þá að fá nýjan vettvang og jafnframt styrlgum við stöðu upprennandi afreksmanna í frjálsum á íslandi því þeir fá ný mót til að spreyta sigá. Mót IAAF hafa verið drottn- andi og því hefur þeirri hugmynd m.a. skotið upp, að setja þurfi kvóta á keppendur til að gefa Evr- ópubúum aukin keppnisfæri. Þótt Evrópa sé vagga frjálsíþrótta komast evrópskir íþróttamenn oft ekki að á IAAF-mótaröðinni því greinamar era fullar af keppend- um frá öðram álfum. Kenýumenn hafa t.d. einokað langhlaupin, Bandaríkjamenn spretthlaupin og svo framvegis. Af þeim sökum finnst mönnum íþróttin að vissu leyti hafa átt í vök að verjast að undanfömu, en með nýrri evr- ópskri mótaröð yrði stuðlað að frekari útbreiðslu,“ sagði Jónas.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.