Morgunblaðið - 06.11.1998, Page 1

Morgunblaðið - 06.11.1998, Page 1
253. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS __ Reuters Tala látinna hækkar enn Mexíkóborg, Miami. Reuters. TALA látinna í Mið-Ameríkurík- inu Nfkaragva vegna fellibylsins Mitch hækkaði í gær úr 1.452 í meira en 3.800 að sögn Arnoldos Alemans, forseta landsins, og er því heildartala látinna af völdum Mitch komin í yfir ellefu þúsund manns í Níkaragva, Hondúras, Gvatemala og E1 Salvador. Attu verstu hamfarirnar sér í stað í Hondúras og Níkaragva og er tala látinna í Hondúras einu sögð á sjöunda þúsund og enn er óvíst um afdrif ellefu þúsund manua þar. Aleman sagði að fleiri en millj- ón manns væru enn innilokaðir í Níkaragva vegna flóða af völdum óveðursins og bætti því við að kól- erufaraldur og ýmsar aðrar far- sóttir gerðu nú vart við sig. „fbú- ar Níkaragva þarfnast nú lyfja framar öllu öðru,“ sagði Aleman. Á myndinni sést ungur dreng- ur gefa lítilli systur sinni að drekka í bænum Flores de Ori- ente í Hondúras en þar hafði flætt yfir helstu götur bæjarins og eru meira en tvö hundruð manns heimilislaus í þorpinu af þeim sökum. ■ Óttast að/22 Israelsstjórn á maraþonfundi Jerúsalem, Kaíró. Reuters. HATTSETTUR fulltrúi úr samn- inganefnd Palestínumanna hafnaði í gærkvöldi þeirri kröfu Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Isra- els, að heimastjórn Palestínumanna ákvæði á fundi sínum í desember að ógilda þann hluta stofnskrár frelsis- fylkingar Palestínu (PLO) sem kall- ar á tortímingu Ísraelsríkis. Lét Netanyahu í kjölfarið hafa eftir sér að kalli Palestínumenn ekki saman fund í þessu skyni muni Israels- menn ekki halda áfram og afhenda Palestínumönnum það landsvæði sem þeim ber, skv. skilmálum Wye Mills-samkomulagins, sem náðist með milligöngu Bandaríkjamanna í síðasta mánuði. Arafat krafinn um skýringar Ríkisstjórn Netanyahus sat í gær á þrettán klukkustunda löngum fundi sem haldið verður áfram í dag því ekki tókst að ná samkomulagi um að samþykkja Wye Mills-sam- komulagið og mun fundurinn í gær hafa verið mikill átakafundur. Gaf stjórnin frá sér yfirlýsingu þar sem Yasser Arafat, forseti heimastjóm- ar Palestínu, var beðinn að útlista nánar áætlanir Palestínumanna hvað stofnskrána varðaði. Er auk þess öflug andstaða við samkomulagið meðal harðlínu- manna í Israel og svo virtist sem all- ir ráðherrar ríkisstjórnarinnar vildu tjá sig í löngu máli um það í gær. Sögðu stjórnarerindrekar því ekki Reuters BENJAMIN Netanyahu við upp- haf ríkisstjómarfúndarms í gær. víst að hægt yrði að greiða atkvæði um samninginn fyrr en á sunnudag, að afloknum hvíldardegi gyðinga. Var þvi spáð að níu ráðherrar myndu greiða atkvæði með sam- komulaginu en fjórir myndu lýsa sig andsnúna því. Líklegt þykir síðan að fjórir ráðherrar, sem ekki hafa tekið afstöðu til frumvarpsins, muni sitja hjá við atkvæðagreiðslu. Netanyahu hefur margsinnis frestað umræðum um samninginn í rikisstjórn sinni og krafist þess að Palestínumenn handtaki 30 menn sem sakaðir eru um að myrða, eða gera tilraunir til að myrða, ísraelska rikisborgara áður en Israelsmenn samþykkja samkomulagið. Sagði hann seint í gær að Palestínumenn hefðu nú uppfyllt þessar kröfur. • • Oryggisráð SÞ ein- róma í afstöðu sinni Fordæmir aðgerðir Iraka og' ályktar að þær séu „augljóst brot“ á samþykktum Sameinuðu þjóðanna Washington, London, Bagdad. Reuters. Reuters Mannskæð sprenging í Bern AÐ minnsta kosti þrír fórust og átján særðust í sprengingu sem átti sér stað í fimm hæða íbúða- byggingu í Bern, höfuðborg Sviss, í gær. Hrundi byggingin eins og „spilaborg" að sögn sjón- arvotta og var ekki ljóst hvort fleiri fórnarlömb sprengingar- innar væru falin í rústum bygg- ingarinnar. Ekki er talið að um sprengjutilræði hafi verið að ræða og sagði fulltrúi lögregl- unnar í Bern í gærkvöldi að hún rannsakaði nú hvort gaslínur hefðu valdið sprengingunni eða hvort eldsneytistankar sem geymdir voru á jarðhæð hússins hefðu sprungið í loft upp. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í gærkvöldi ein- róma ályktun þar sem aðgerðir fraka, en þeir slitu samstarfi við vopnaeftirlitsnefnd SP (UNSCOM) um síðustu helgi, era fordæmdar og sagðar „augljóst brot“ á samþykkt- um SÞ. Fór öryggisráðið jafnframt fram á að írakar endurskoðuðu ákvörðun sína tafarlaust. Náðist óvenju góð samstaða í öryggisráð- inu að þessu sinni og engin aðildar- þjóðanna 15 sat hjá. Hafði Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, varað stjórnvöld í írak fyrr um daginn við því enn á ný að beiting hervalds væri alls ekki úti- lokuð endurskoðuðu írakar ekki ákvörðun sína. Lét Clinton þessi orð falla eftir að William Cohen, varnarmálaráðheraa Bandaríkjanna, hafði lýst því yfir að arabaþjóðir við Persaflóa „stæðu sameinaðar í fordæmingu sinni“ á þvermóðsku íraka. „Við trúum því að við höfum nægan stuðning við hverjar þær aðgerðir sem við ákveð- um að grípa til,“ sagði Clinton. írakar höfðu fyrr í gær sagt að ályktun öryggisráðsins fengi þá ekki til að endurskoða ákvörðunina um að slíta samstarfi við UNSCOM en þeir hafa krafist þess að _ SP aflétti viðskiptabanni sínu á írak áður en af frekara samstarfi verður. í ályktun öryggisráðsins er ekki að finna beinar heimildir fyrir beit- ingu hervalds gegn írak en Robin Cook, utanríkisráðheira Bretlands, sagði hins vegar í gær að lagalegur grandvöllur fyrir mögulegri beitingu heivalds væri nú þegar fyrir hendi enda væri írökum hótað „hörðustu afieiðingum" í ályktun, sem sam- þykkt var hjá SÞ í febrúar síðast- liðnum þegai’ svipuð deila um vopna- eftirlit SÞ í írak kom upp. Sagði Cook þessa ályktun enn í fullu gildi. Cohen á ferð og flugi Cohen hefur átt samræður við stjómarherra í Saudi-Arabíu, Kuwait, Bahrain, Qatar, Óman og Sameinuðu arabísku furstadæmun- um og Egyptalandi og Jórdaníu undanfarna tvo daga og heldur til Tyrklands í dag. Hafði áhrifamesta dagblað íraks, Babel, fyrr í gær haldið því fram að ferðalag Cohens um Arabíuskaga til að tryggja stuðning við aðgerðir gegn Irak væri dæmt til að mistakast. Mat fréttaskýrenda í gær var hins vegar það að flestar þeirra þjóða, sem í febrúar síðastliðn- umfordæmdu hótanir Bandaríkja- manna um beitingu hervalds, væru nú afar óánægðar með áframhald- andi undanslátt Saddams Husseins, forseta Iraks. Vai’ haft eftir ónefndum arabísk- um sendifulltrúa í London að í þetta sinn yi’ði enginn til að halda vemdar- hendi yfir Hussein. „í þetta sinn hef- ur Saddam gengið of langt. Það eru allir dauðþreyttir á honum og það myndi enginn kippa sér veralega upp við það þótt hann fengi þá refsingu sem hann á skilda." Er einnig taiið að Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ, finnist sem Saddam Hussein hafi blekkt sig en það var Annan sem tryggði samkomulagið í febráai’ sem kom í veg fyrir hernaðarátök. Hindra Kosovo-för saksóknara Haag. Reuters. SERBAR munu ekki veita aðalsak- sóknara stríðsglæpadómstóls Sam- einuðu þjóðanna vegna ríkja fyrrver- andi Júgóslavíu heimild til að heim- sækja Kosovo-hérað og rannsaka þai’ ásakanh’ um mannréttindabrot, að því er fulltrái dómstólsins skýrði frá í gær. Fyrirhugað var að Louise Arbour, aðalsaksóknari stríðsglæpadómstóls- ins, færi til Belgrad, höfuðborgar Serbíu, og síðan til Kosovo í lok þessarar viku, ásamt Graham Blewitt, aðstoðarsaksóknara, og tíu rannsóknarmönnum. Serbnesk stjórnvöld neita þeim hins vegar um vegabréfsáritanir, og halda því fram að lögsaga dómstólsins nái ekki til Kosovo-héraðs. Forseti stríðsglæpadómstólsins, Gabrielle Kil’k McDonald, gagnrýndi í gær harðlega ákvörðun Serba og sagði hana til marks um að Júgóslav- ía, sambandsríki Serbíu og Svart- fjallalands, væri „glæparíki" sem hefði alþjóðalög að engu. Chris Hill, samningamaður Bandaríkjastjórnar í Kosovo-deil- unni, lýsti því yfir í gær að hann hefði náð „góðum árangri" en að enn væri langt í land með að varanlegur friður kæmist á milli Serba og Kosovo-Albana. Sagði Hill að ekki aðeins horfði nú friðvænlegar í hér- aðinu, heldur hefðu stríðandi fylk- ingar færst nær pólitískri lausn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.