Morgunblaðið - 06.11.1998, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Lyfjaeftirlitsgiald dæmt ólögmætt fyrir Hæstarétti
Fullnægjandi skattlagning-
arheimild ekki fyrir hendi
HÆSTIRETTUR dæmdi íslenska ríkið í gær til
að endurgreiða Jóni Pórðarsyni lyfsala í Hvera-
gerði svokallað lyfjaeftirlitsgjald þar sem skort
hefði viðhlítandi lagaheimild fyrir gjaldheimt-
unni. Hafði Jón gert kröfu um endurgreiðslu inn-
heimts gjalds árið 1996 að fjárhæð 130.000 kr.
Mál þetta var prófmál í þeim skilningi að gjald-
takan snertir lyfsala í landinu almennt þótt hér
hafi einungis verið látið á hana reyna í einu máli
vegna eins árs. Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins má búast við að lyfsalar geri kröfu um
endurgreiðslu gjaldsins og hugsanlega einnig
svokallaðs leyfisgjalds allt að tíu ár aftur í tímann
eða jafn langt aftur og fyrningarreglur kunna að
heimila. Eftir því sem fram kom við rekstur máls
þessa námu innheimt eftirlits-, leyfis- og skán-
ingargjöld til Lyfjaeftirlits ríkisins tæpum 19
milljónum króna árið 1996.
Etirlitsgjald sem þjónustugjald
Allt frá árinu 1924 hefur lyfsölum verið gert að
greiða árlegt gjald í ríkissjóð vegna kostnaðar við
eftirlit með lyfjabúðum. Núgildandi lagaheimild
til innheimtu gjaldsins er að finna í 3. mgr. 2. gr.
lyfjalaga nr. 93/1994 þar sem segir að árlega skuli
leggja eftirlitsgjald á fyrirtæki þau og stofnanir
sem Lyfjaeftirlit ríldsins hafi eftirlit með. Verja
skuli tekjum þessum til greiðslu kostnaðai- við
eftirlitið. Segir Hæstiréttur að skýra verði ákvæði
þetta svo að löggjafinn hafi ætlað eftirlitsgjaldinu
að vera þjónustugjald. Reglugerð nr. 325/1996 um
eftirlitsgjald vegna lyfjaeftirlits hafi hins vegar
byggst á því að gjaldið væri innheimt án tillits til
þess hvort eða í hvaða mæli einstakir gjaldendur
nytu í reynd þjónustu af hálfu Lyfjaeftirlits ríkis-
ins. Gjaldið skyldi lagt á eftir „veltu og/eða um-
fangi eftirlitsskyldrar starfsemi“, eins og sagði í
reglugerðinni.
Ekki rétt að miða við
veltu eina og sér
Segir í dómnum að gjald lyfsalans hafi verið
ákveðið á grundvelli veltu í lyfjabúð hans. „Ekki
hafa verið færð viðhlítandi rök fyrir því að velta
ein sér endurspegli þörf á eftirliti með einstökum
lyfjabúðum. Samkvæmt 1. gr. reglugerðarinnar
skyldi skipa þeim, sem gjaldið yrði lagt á, í ein-
hvem af þargreindum 26 flokkum og var fjárhæð
þess allt frá 7.500 krónum til 500.000 króna. í
fylgiskjali með reglugerðinni var mælt fyrir um
að lyfsöluleyfishafar skyldu ásamt lyfsölum
lækna og sveitarfélaga falla hver um sig undir
einhvern af fyrstu níu gjaldflokkunum."
Var lyfsalanum í kjölfarið skipað í 6. gjaldflokk.
Segii' í dómnum að í 2. gr. lyfjalaga sé ekki stoð
fyrir því að skipa þeim, sem gjaldskylda hvíldi á, í
gjaldflokka með þessum hætti, og beri ákvæði
reglugerðarinnar ekki með sér hver tengsl geti
verið á milli slíkrar flokkunar og þarfarinnar á
eftirliti í hverju tilviki. Ljóst sé að lögbundin
starfsemi Lyfjaeftirlits ríkisins ná tO ýmissa ann-
arra atriða en eftirlits með þeim, sem taldir séu í
fyrmefndu fylgiskjali með reglugerðinni. Þeim sé
þó allt að einu gert að bera allan kostnað af starf-
semi Lyfjaeftirlitsins með gjöldum sínum.
Segir Hæstiréttur að bein tengsl skorti á milli
skyldu til að greiða eftirlitsgjaldið og fjárhæðar
þess annars vegar og hins vegar þeirrar þjónustu
sem Lyfjaeftirlit rfldsins veiti hverjum gjald-
anda. „Af þeim sökum gat sú skipan, sem reist
var á reglugerð nr. 325/1996, ekki fengið staðist
án viðhlítandi lagaheimildar, sem fullnægði kröf-
um 40. gr. og 77. gr. stjómarskrárinnar." Var því
staðfest sú niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur
að taka gjaldsins af lyfsalanum hafi verið ólög-
mæt og að endurgreiða bæri honum fjárhæðina,
sem nam 130.000 kr. auk dráttarvaxta frá 31. júlí
1996. Þann dag hafði lyfsalinn greitt eftirlits-
gjaldið með fyrirvara um rétt sinn til að krefjast
endurgreiðslu þess.
Málið fluttu Sigrún Guðmundsdóttir hrl. og
Asdís Rafnar hdl. fyrir hönd íslenska ríksins og
Tryggvi Gunnarsson hrl. af hálfu Jóns Þórðar-
sonar.
Davíð Gerhard
Oddsson Schröder
Davíð
ræðir við
Schröder
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
mun í næstu viku eiga fund með
Gerhard Schröder, kanslara Þýska-
lands. Hann mun einnig hitta að
máli Helmut Kohl, fyrrverandi
kanslara Þýskalands og halda er-
indi í Konrad Adenauer-stofnun-
inni. í lok ferðarinnar til Þýska-
lands fer forsætisráðherrann til
Berlínar og skoðar nýbyggingu ís-
lenska sendiráðsins í Berlín.
Aður en Davíð fer til Þýskalands
situr hann þing Norðurlandaráðs í
Osló. Þar mun hann sitja fund með
forsætisráðherrum Norðurlanda og
flytja stefnuræðu vegna for-
mennsku íslands í Norðurlandaráði
á næsta ári. Davíð situr einnig fund
sem hann og starfsbræður hans á
Norðurlöndum eiga með forsætis-
ráðhermm Eystrasaltsríkjanna.
Vilja ganga til liðs
við Aðaldælinga
MIKILL meirihluti ft)úa í norðan-
verðri Köldukinn í Ljósavatnshreppi
í S-Þingeyjarsýslu hefur skrifað
undir áskomn til hreppsnefndar, þar
sem farið er fram á að hreppamörk
verði færð til. Ibúamir á bæjum
norðan Ljósvetningabúðar og norður
að Björgum vilja segja skilið við
Ljósavatnshrepp og ganga til liðs við
Aðaldælahrepp, austan Skjálfanda-
fljóts.
Alls skrifuðu 42 kosningabærir
íbúar undii' áskomnina til hrepps-
nefndar en íbúar þar era um 80. Ibú-
ar í Ljósavatnshreppi eru tæplega
240 þannig að hér er um að ræða
þriðjung íbúa hreppsins.
Eiður Jónsson í Arteigi, einn
þeirra sem skrifuðu undir, sagði
ástæðu þessa snúast fyrst og fremst
og skólamál. Böm á svæðinu hafa
--------------------
Ekið á konu
og barn
EKIÐ var á konu á sextugsaldri og
fjögurra ára dreng, sem var í fylgd
hennar á Njarðargötunni, síðdegis í
gær. Konan kastaðist upp á vélarhlíf
bifreiðarinnar og fór í gegnum
framrúðu hennar og missti
meðvitund við höggið.
Hún var flutt ásamt drengnum á
slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur,
en er ekki alvarlega slösuð.
Drengurinn reyndist ekki slasaður.
Lögreglan telur að ökumaður
bifreiðarinnar hafi blindast í sól og
ekki séð konuna og bamið þegar þau
gengu yfir götuna.
gengið í Hafralækjarskóla í Aðaldal
en nú hefur hreppsnefnd Ljósa-
vatnshrepps sagt upp samningi við
Hafralækjarskóla frá áramótum og
vill að bömin gangi í Stórutjarnar-
skóla í Ljósavatnshreppi.
„Við eram mjög óhress með að
þessum samningi var sagt upp og
viljum halda áfram okkar
skólagöngu í Hafralækjarskóla eins
og sl. 26 ár. Það er miklu heppilegri
kostur fyrir okkur og hefur alltaf
verið og við höfum átt mjög góð sam-
skipti við Aðaldælinga.“
I vetur eru 13 nemendur úr Ljósa-
vatnshreppi í Hafralækjarskóla en
þeir hafa verið allt upp í 20. Eiður
sagði að börnum væri að fækka í
sveitum og þeim ætti eftir að fækka
enn frekar á næstu árum.
Okkar leið liggur í austurátt
Eiður sagði uppi hugmyndir um að
sameina jafnvel Fnjóskadal, Bárðar-
dal og Kinn og því væri rökrétt að
íbúarnir í norðanverðri Kinninni
færu austur yfir og tengdust
Aðaldælingum. „Okkar leið liggur í
langflestum tilfellum í austurátt,
m.a. til Húsavíkur, og auk þess not-
um við bæði grannskólann og
leikskólann í Aðaldal.“
Helga Erlingsdóttir, oddviti
Ljósavatnshrepps, vildi ekkert tjá
sig um þetta mál í gær. Dagur
Jóhannesson, oddviti Aðaldals-
hrepps sagði að boltinn væri hjá
hreppsnefnd Ljósavatnshrepps en
sjálfur hefði hann ekkert á móti því
að fjölga íbúum Aðaldalshrepps.
„Við höfum ekkert á móti þvi að
stækka okkar sveitarfélag en þetta
mál verður hins vegar fyrst að leys-
ast heima fyrir,“ sagði Dagur.
Morgunblaðið/Golli
EFTIRLIT með nýja kerfinu annast liðsmenn 932. sveitar bandaríska flughersins á Keflavíkurflugvelli.
Nýtt loftvarnarkerfí tekið í notkun á Keflavíkurflugvelli
Kostnaður 35 milljarðar
í GÆR var formlega tekið í notkun
nýtt loftvarnarkerfí á Keflavíkur-
flugvelli. Haldin var sérstök athöfn
af tilefninu að viðstöddum fulltrú-
um utanríkisráðuneytisins, yfir-
stjórnar NATO, bandaríska flug-
hersins, Bandaríkjaflota og Varn-
arliðsins. Viðstöddum var síðan
boðið að skoða miðstöðina, sem er
vandlega gætt af vopnuðum vörð-
Tvöföldum Reykjanesbrautina á
2 árum með einkafjármögnun!
Gunnn? sjírmæn
s «. I I
J J,S2HUD
Það vantar kraft
í kjördæmið!
um. Loftvarnarkerfið kostaði alls
um 500 milljónir Bandaríkjadala
eða sem svarar um 35 milljörðum
íslenskra króna. Verkefnið, sem
rekur upphaf sitt til ársins 1981,
var fjármagnað af Mannvirkjasjóði
NATO og hafði bandaríska fyi’ir-
tækið Raytheon System Company
yfiramsjón með smíði kerfisins í
samstarfi við undirverktaka sinn,
Kögun hf., sem sér um viðhald
hugbúnaðar loftvarnarkerfisins.
Hið nýja loftvarnarkerfi gerir
allt eftirlit með flugumferð mun
auðveldara en áður, en öflugur
fjarskipta- og samskiptabúnaður
þess tengir saman einstaka þætti
kerfisins og tengir það við önnur
loftvarnarkerfí, skip og flugvélar
NATO. Fjórar ratsjárstöðvar, hver
á sínu landshorni, ein rat-
sjármiðstöð og hugbúnaðarsetur
mynda uppistöðuna í loftvamar-
kerfinu í heild sinni. Á tveimur
mínútum geta liðsmenn 932. sveit-
ar loftvamarsveitar bandaríska
flughersins greint alla flugumferð í
allt að 250 sjómílna fjarlægð undan
ströndum landsins og gripið skjótt
til aðgerða ef um óvinaflugvélar er
að ræða og stýrt orrustuvélum
Vamarliðsins í veg fyrir þær stefni
þær að landinu.
Gerir eftirlitið
skilvirkara
„I sjálfu sér er þetta það full-
komnasta sem völ er á í dag og
gerir allt eftirlit miklu skilvii’kara,“
sagði Þórður Ægir Óskarsson,
skrifstofustjóri Varnarmálaskrif-
stofunnar, um nýja kerfið.
Athöfnin í gær markar hápunkt-
inn á fimmtán ára þróunarferli,
sem hófst þegar endumýjun á rat-
sjárkerfi Varnarliðsins var tekin til
endurskoðunar. Fjóram áram síð-
ar hófst síðan vinna við endurnýjun
af fullum krafti þegar íslendingar
og Bandaríkjamenn gerðu sam-
komulag um að íslenskir tækni-
menn skyldu taka við af liðsmönn-
um flughersins og annast tækni-
legt viðhald á búnaði ratsjár-
stöðvanna og íslenska loftvarnar-
kerfisins.