Morgunblaðið - 06.11.1998, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Þorkell
SÍÐASTA mastrið reist við Búrfell um hádegið í gær.
Búið að reisa
öll möstrin
RÚSSNESKA fyrirtækið Techno-
promexport lauk í gær, fimmtudag,
við að reisa þrjú síðustu möstrin í
Búrfellslínu 3a milli Búrfellsstöðvar
og tengivirkis við Sandskeið, en
möstrin eru alls 253 talsins. Til stóð
að ljúka verkinu í fyrradag en þá var
of hvasst til að reisa möstrin. Norskt
fyrirtæki vinnur að því að strengja
línur á möstrin og verður því vænt-
anlega lokið í bytjun desember.
Að sögn Þorsteins Hilmarssonar,
upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar,
verður Búrfellslína 3a væntanlega
komin í rekstur fyrir miðjan desem-
ber, en upphaflega var áætlað að
línan yrði komin í rekstur um miðj-
an nóvember. Vinna við möstrin
hófst hins vegar mánuði seinna en
til stóð, m.a. vegna þess að seinkun
varð á efnissendingum til landsins
og eins voru rússnesku verktakarn-
ir seinni að koma sér upp mannafla
og bækistöð en áætlað var.
,Að öðru leyti hefur verkið gengið
vel. Tæknilega séð hafa þeir unnið
vel og efnið er gott,“ sagði Þor-
steinn.
FRÉTTIR
Fræðslufundur eldri ökumanna í Kópavogi
• •
Okumönnum 65 ára
og eldri fjölgar mjög
KÓPAVOGSBÆR, Umferðarráð
og Sýslumaðurinn í Kópavogi
gengust í gær fyrir fræðslufundi
ætluðum bflstjórum á efri árum.
Umíjöllunarefni voru af mörg-
um toga, m.a. breyttar umferð-
araðstæður, áhrif öldi-unar á
aksturseiginleika, aukin umferð
og lausnir sem styrkja öryggi og
gott ökulag þátttakenda. Guð-
mundur Þorsteinsson hjá Um-
ferðarráði sagði í samtali við
Morgunblaðið að fræðsla af
þessu tagi væri tímabær þar
sem ökumönnum 65 ára og eldri
hefði fjölgað mjög síðari árin og
er það þróun sem átt hefur sér
stað víðast hvar á Norðurlönd-
um.
Guðmundur sagði að athugan-
ir í Svíþjóð bentu til þess að
tíðni óhappa sem rekja mætti til
eldri ökumanna væri að nálgast
slysatíðni sem rekja mætti til
yngstu ökumannana. Slíkt hefði
ekki verið athugað sérstaklega
hér á landi, en fjölgun um-
ræddra ökumanna gæfi tilefni
til aukinnar fræðslu. Þá væri
gagnlegt að athuga líkt og Svíar
hvaða aldurshópar koma oftast
fyrir sem óhappavaldar.
„Þessu hefur lítið verið sinnt
hér á landi og er þó full þörf á
því. Umferðin hér hefur breyst
mikið síðustu árin og er oft
krefjandi og fiókin, t.d. á stórum
gatnamótum og sums staðar eru
meira að segja gatnamót sem
eru ekki nokkrum manni bjóð-
andi, sama á hvaða aldri er.“
Einnig mætti athuga áhrif þess
að aka of sjaldan, en reynslan
segði að fólk sem æki sjaldan
stirðnaði frekar í umferðinni,
sagði Guðmundur.
Þar sem yngri ökumenn valda
gjaman óhöppum með því að
aka hraðar en þeir ráða við, þá
er það hið gagnstæða sem finna
má að akstri eldri ökumanna.
„Þeir eldri fara oftast hægt,
stundum fullhægt, og reynslan
sýnir að það getur einnig valdið
slysum,“ bætti Guðmundur við.
Það getur verið tilfinninga-
mál, segir Guðmundur, að
ákveða hvenær ieggja skuli skír-
teininu. Menn vilji lifa lífinu og
meðal lífsins gæða sé bfleign.
Guðmundur sagði að lokum, að
ekkert ætti að vera því til fyrir-
stöðu að eldri ökumenn gætu
ekið fram á efri ár. Bæði yrði nú
fræðsla aukin og svo er miklu
meira úrval bfla sem henta eldra
fólki, t.d. bflar með aldrifi, létt-
um og góðum stýrisbúnaði og
sjálfskiptingum.
Morgunblaðið/Ásdís
MEÐAL þess sem rætt var á fundi með eldri ökumönnum í Kópavogi í gær var að aðstæður
liafa breyst og umferðin verður stöðugt flóknari.
Landsbank-
inn óskar
eftir
viðræðum
Undirbúningur að starfsemi fbúðalánasjóðs um áramot samkvæmt áætlun
Um 50 starfsmenn í stað
um 70 hjá Hdsnæðisstofnun
UNDIRBÚNINGUR þess að
íbúðalánasjóður taki við hlutverki
Húsnæðisstofnunar rfldsins um ára-
mót gengur samkvæmt áætlun og
er gert ráð fyrir að búið verða að
ganga frá ráðningu starfsfólks um
miðjan þennan mánuð. Starfsfólki
mun fækka úr 71 í 45-50 og telur fé-
lagsmálaráðherra ekki ólíklegt að
sparnaður vegna þessara breytinga
á rekstraríyrirkomulagi geti numið
80-100 milljónum króna árlega þeg-
ar breytingamar eru að fullu komn-
ar til framkvæmda og kostnaður
samfara breytingunum er að baki.
Spamaður vegna þess eins að hætta
viðskiptum við veðdeild Lands-
banka íslands er talinn nema 20-25
mflljónum króna á ári, en kostnaður
Húsnæðisstofnunar vegna þeirrar
þjónustu sem veðdeildin hefur veitt
er um 100 milljónir króna á ári, auk
þess sem greiðslur stofnunarinnar
vegna þjónustu Reiknistofu bank-
anna hafi numið um 70 mflljónum
króna til viðbótar.
Þetta er meðal þess sem kom
fram á blaðamannafundi Páls Pét-
urssonar, félagsmálaráðherra og
Gunnars Bjömssonar, formanns
undirbúningsnefndar íbúðalána-
sjóðs, í gær. Gunnar sagði að und-
irbúningur að starfsemi íbúðalána-
sjóðs væri vel á vegi staddur og
hann myndi taka yfir alla starfsemi
Húsnæðisstofnunar um áramótin.
Um eitt hundrað umsóknir um
störf hefðu borist og yrði búið að
ganga frá ráðningum um miðjan
mánuðinn.
Fram kom að viðræður stæðu
yfir við banka og sparisjóði um að
taka að sér tiltekna þjónustu í hús-
bréfakerfinu og mun niðurstaða í
þeim efnum liggja fyrir um miðjan
mánuðinn. Ef þeir samningar
ganga eftir er gert ráð fyrir að við
húsnæðiskaup þurfi kaupandi ein-
ungis að hafa samband við við-
skiptabanka sinn og fasteignasölu
vegna kaupanna. Ef samningar
nást ekki muni þurfa að að ráða 4-5
fleiri starfsmenn til íbúðalánasjóðs
vegna þeirra verkefna sem bank-
arnir hefðu annars sinnt.
Þá eru í gangi viðræður við
sveitarfélögin um ýmis atriði sem
tengjast félagslega kerfinu og unn-
ið er að setningu reglugerða sem
tengjast lögunum um Ibúðalánsjóð.
Meðal þeirra má nefna reglugerð
um skipulag og verkefni íbúða-
lánasjóðs, reglugerð um húsbréf og
húsbréfaviðskipti, reglugerð um
sérstaka lánaflokka íbúðalána-
sjóðs, reglugerð um viðbótarlán,
reglugerð um varasjóð viðbótar-
lána, reglugerð um lánveitingar til
byggingar leiguíbúða, reglugerð
um kærunefnd húsnæðismála og
reglugerð um úrræði til þess að
bregðast við greiðsluvanda.
25% viðbótarlán
Sérstaklega var fjallað um efni
reglugerðar um viðbótarlán við al-
mennt húsnæðislán og kom fram
að hún tekur til þeirra lánveitinga
sem ætlaðar eru einstaklingum
sem búi við erfíðar aðstæður og
þurfi aðstoð til að kaupa eigið hús-
næði. Það sé bundið skilyrðum um
tekju- og eignamörk, en þó séu
heimildir til þess að víkja frá þeim.
Gert er ráð fyrir að viðbótarlánið
nemi 25% af matsverði íbúðar og
geti aldrei orðið hærra en 90% af
matsverðinu að viðbættu almennu
láni. Þau eru til 40 ára og afborg-
unarlaus fyrsta árið og annast fjár-
málastofnanir greiðslumatið. Hús-
næðisnefnd kannar hvort umsækj-
andi fullnægi skilyrðum um veit-
ingu viðbótarláns og með staðfest-
ingu sinni skuldbindur nefndin sig
til að leggja í varasjóð fjárhæð sem
nemur 5% af viðbótarláninu. Heim-
ildir sveitarfélaga til að ráðstafa
viðbótarlánum byggjast á áætlun-
um þeirra um þörf á íbúðarhús-
næði og Ibúðalánasjóður hefur
hliðsjón af áætlaðri þörf sveitarfé-
lagsins og því heildarfjármagni
sem sjóðurinn hefur til ráðstöfunar
hverju sinni við mat sitt. Þá er gert
ráð fyrir að á næstu tveimur árum
sé sveitarfélögum heimilt eftir til-
lögu húsnæðisnefnda að ákveða að
tiltekinn hluti árlegra viðbótarlána
skuli fara til að mæta endursölu
innleystra íbúða, enda taki sölu-
verð þeirra mið af markaðsverði
íbúða á viðkomandi svæði.
Á blaðamannafundinum kom
fram að íbúðalánasjóður hafi kann-
að möguleika á sjálfstæðri aðild að
Reiknistofu bankanna, en henni
var hafnað og bent á að Reiknistofa
bankanna starfaði einungis fyrir
eigendur sína. Ef Ibúðalánasjóður
hefði sjálfur ætlað að prenta út
sína greiðsluseðla án aðildar
Reiknistofu bankanna hefði það
þýtt að seðlana hefði ekki verið
hægt að greiða í bönkum og spari-
sjóðum í landinu. Reiknistofa
bankana hafi því í reynd einokun-
araðstöðu á þessu sviði.
LANDSBANKI íslands sendi í
gær frá sér eftirfarandi tilkynn-
ingu:
„I fréttum undanfarna daga hafa
komið fram ólík sjónarmið milli fé-
lagsmálaráðuneytis og undirbún-
ingsnefndar um stofnun íbúðalána- t
sjóðs annars vegar og Landsbanka
Islands hf. hins vegar um stöðu við-
ræðna um áframhaldandi þjónustu
veðdeildar Landsbankans við
íbúðalánasjóð. Af hálfu Lands-
bankans hefur það komið skýrt
fram að bankinn er reiðubúinn að
halda áfram að veita íbúðalánasjóði
þá þjónustu sem veðdeild bankans
hefur veitt Húsnæðisstofnun síð-
ustu áratugi. Janframt hefur komið
fram af hálfu Landsbankans vilji til
að endurskoða þjónustusamning
veðdeildar við Húsnæðisstofnun,
m.a. kostnaðarþátttöku.
I ljósi þessa hefur Landsbanki
Islands þegar óskað eftir fundi með
formanni undirbúningsnefndar um
stofnun íbúðalánasjóðs og fulltrúa
félagsmálaráðuneytis til að leið-
rétta þann misskilning sem upp er
kominn og leggja fram frekari hug-
myndir í viðræðum við fulltrúa
ráðuneytisins og sjóðsins. Lands-
bankinn mun gera frekari grein
fyrir afstöðu sinni til þessara mála
eftir þann fund sem verður haldinn *
á morgun [föstudag]."