Morgunblaðið - 06.11.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 06.11.1998, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í ræðu um utanríkismál á Alþingi í gær Samstarf Norðurlanda aldrei verið eins öflugt Norrænt samstarf verður í brennidepli á Islandi árið 1999 þegar Island gegnir for- mennsku í norrænu ráðherranefndinni. --------------------------------------y-- Þetta kom m.a. fram í ræðu Halldórs As- grímssonar utanríkisráðherra á Alþingi í gær þegar rætt var um utanríkismál. ALÞINGI „NAUÐSYNLEGT er fyrir íslend- inga að staldra við og meta stöðu norræns samstarfs þegar við tökum við formennsku þess um næstu ára- mót,“ sagði Halldór Asgrímsson. ,Á formennskuárinu gefst okkur tæki- færi til að leggja áherslu á málefni sem við teljum sérstaklega brýn og koma Norðurlöndunum í heild til góða. Umhverfismálefni verða efst á baugi, einkum sjálfbær nýting lif- andi auðlinda hafsins á norðurslóð- um, ekki síst í tengslum við ár hafs- ins og það starf sem unnið er á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna um þau málefni. Áhersla verður lögð á sam- starf til að koma í veg fyrir mengun og tryggja skynsamlega nýtingu auðlinda hafsins, þar með talda nýt- ingu sjávarspendýra." Ráðherrann sagði ennfremur að íslendingar myndu leitast við að marka samnorræna stefnu varðandi norðlægu víddina, en þar er um að ræða tillögu sem Finnar hafa lagt fram innan Evrópusambandsins (ESB) og miðar að því að ESB móti áætlun fyrir norðlægari hluta Evr- ópu líkt og gert hefur verið varð- andi Miðjarðarhafssvæðið. ,Aukin áhersla ESB á norðlægu víddina getur haft mjög mikla þýðingu fyrir umhverfís-, atvinnu- og efnahags- mál á norðurslóðum og ekki síst evrópskt samstarf við Rússland,“ sagði ráðherra. Þá sagði hann að á formennskuárinu yrði ennfremur stefnt að því að móta norrænt sam- ráð varðandi Evrómyntina og fylgj- ast vel með reynslu Finna hvað það varðaði. „Við teljum einnig mikil- vægt að tengja norrænt samstarf nýrri öld og landafundaárinu. Með því gefst gott tækifæri fyrir Island og önnur lönd, sem teljast til vest- urhluta Norðurlandanna, til að verða í norrænu sviðsljósi." Ráðherra tók fram í ræðu sinni að samstarf Norðurlandanna hefði sennilega aldrei verið jafnöflugt og nú, þrátt fyrir aðild þriggja þeirra að ESB. „Jafnframt er athyglisvert hve virkan þátt öll Norðurlöndin taka í alþjóðlegu og evrópsku sam- starfí. Á meðan ísland gegnir for- mennsku í norræna samstarfínu og Evrópuráðinu á næsta ári mun Nor- egur fara með formennsku í Örygg- is- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) og Finnland mun leiða starf ESB seinni helming ársins.“ Varaformennska í Evrópuráði ísland tók í fyrradag við varafor- mennsku Evrópuráðsins og í maí- mánuði á næsta ári tekur ísland við formennsku þess í fyrsta sinn. „Undirbúningur fyrir foimennsk- una er þegar hafínn og fastanefnd íslands hjá Evrópuráðinu hefur verið efld. Island situr nú í stjórnar- nefnd ráðsins og fastafulltrúi okkar hjá Evrópuráðinu stýrir afmælis- nefnd þess,“ sagði ráðherra, en Evrópuráðið heldur upp á fímmtíu ára afmæli sitt á næsta ári. „í for- mennsku felst að stjórna fundum ráðherranefndarinnar, hafa mál- efnalegt frumkvæði í störfum ráðs- ins og að vera í forsvari fyrir Evr- ópuráðið gagnvart öðrum alþjóða- stofnunum eins og ÖSE, ESB, NATO og Sameinuðu þjóðanna (SÞ),“ sagði ráðherra og hélt áfram: „Formennska í Evrópuráðinu, á hálfrar aldar afmæli þess, gefur okkur kærkomið tækifæri til að árétta stuðning við lýðræðisþróun, varðveislu mannréttinda og frið- samlega lausn deilumála í álfunni." Ráðherra fjallaði nánar um þátt- töku íslendinga í ÖSE og sagði m.a. að um nokkurt skeið hefði ísland verið eina Evrópuríkið án fasta- nefndar hjá ÖSE í Vínarborg. Hann skýrði frá því að ákveðið hefði verið að opna skrifstofu fastanefndar ís- lands þar á ný strax eftir áramótin og bætti því við að ekki væri síður mikilvægt að hafa íslenska fasta- nefnd í Vínborg en í Strassborg. Þá fór ráðherra yfír ýmis efna- ' Morgunblaðið/Þorkell Á ANNAÐ hundrað manns sótti fund Samtaka um þjóðareign. Ályktun aðalfundar Samtaka um þjóðareign Styðja stofnun Frjáls- lynda flokksins SAMTÖK um þjóðareign sam- þykktu samhljóða ályktun á aðal- fundi sínum á miðvikudagskvöld þess efnis að hvetja félagsmenn til að standa að stofnun nýs stjórn- málaflokks, Frjálslynda flokksins, síðar í þessum mánuði. Samtökin verða eftir sem áður til sem vett- vangur pólitískrar umræðu um það markmið að breyta lögum um fiskveiðistjórn. Bárður Halldórsson var kjörinn formaður samtakanna og eftir að fráfarandi stjórn hafði gefið skýrslu sína og ný stjórn verið kjörin bar hún fram áðurgreinda tillögu. Fram kom á fundinum sú skoð- un að þar sem ekki hefði tekist með skrifum, umræðum og kynn- ingu að finna aðra leið við stjórn- un fiskveiða og leggja niður nú- verandi fyrirkomulag væri nú orð- ið tímabært að vinna að framgangi málsins með því að styðja stofnun stjómmálaflokks er hefði það á stefnuskrá sinni. HALLDÓR Ásgrímsson flutti ræðu á utanríkisráðherrafundi Evrópu ráðsins á miðvikudag og í gær var fjallað um utanríkismál á Alþingi. hags- og viðskiptamál og greindi m.a. frá því að samningaviðræður EFTA-ríkjanna og Jórdaníu um frí- verslun væru hafnar og að viðræður stæðu einnig yfir við Kýpur og Tún- is. „Þá eru í undirbúningi fríversl- unai-viðræður við Egyptaland og gerð samstarfsyfirlýsingar við MERCOSUR-ríkin fjögur, Argent- ínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ. Á ráðherrafundi EFTA í desember nk. er stefnt að undirritun fríversl- unarsamnings við sjálfstjórnar- svæði Palestínumanna." Umræða vinstrimanna um NATO kemur á óvart Ráðherra fjallaði stuttlega um þær efnahagsþrengingar sem nú ættu sér stað í Asíu og sagði m.a. að ætla verði að Asíuríkin nái að vinna sig út úr þessum erfiðleikum og að viðskipti Islendinga aukist þá veru- lega við þennan heimshluta. „End- uruppbygging efnahags ríkja Suð- austur-Asíu skapar ný tækifæri íyr- ir íslensk fyrirtæki til að ná fótfestu þar. Full ástæða er því til að huga grannt að þeim tækifærum sem nú gefast í Asíu. I því sambandi ráð- geri ég ferð til nokkurra Asíulanda snemma næsta árs. Er hún fyrst og fremst ætluð til að ryðja íslenskum fyrirtækjum braut með hliðstæðum hætti og gert hefur verið á öðrum mörkuðum." Er ráðherra fjallaði um Atlants- hafsbandalagið (NATO) sagði hann m.a. að sú umræða sem farið hefði fram á vinstri væng stjórnmálanna undanfarið um aðildina að NATO kæmi á óvart. ,Álitið hafði verið að nú ríkti meiri friður en nokkru sinni fyrr um þátttöku okkar í bandalag- inu, einkum í ljósi ótvíræðs mikil- vægis þess í öryggismálum í álfunni og ekki síst vegna þess hve þátttaka okkar Islendinga í bandalaginu hef- ur aukist og orðið sýnilegri í hinu nýja öryggisumhverfi,“ sagði hann og ítrekaði að þátttaka íslendinga í NATO væri og hefði verið einn af hornsteinum íslenskrar utanríkis- stefnu. „Lögð hefur verið áhersla á virka þátttöku Islands í störfum bandalagsins og hefur fastanefnd íslands í Brussel verið efld í þessu skyni.“ Um framtíð vamarsamstarfsins við Bandaríkin sagði ráðherra m.a. að vera vamarliðsins hér samrýmd- ist vamarhagsmunum beggja ríkja og tryggði öryggi íslands og jafn- framt stöðugleika á Norður-Atlants- hafi, mMvægustu samgönguæð í heimi, hvort heldur á friðar- eða ófriðartímum. „Pólitískur styrkur Atlantshafsbandalagsins liggur í sameiginlegum hagsmunum, sam- ræmdri stefnu aðildarríkjanna í ör- yggismálum og gagnkvæmum vam- arskuldbindingum. Vamarstöðin á Miðnesheiði er órjúfanlegur hluti þess kerfis," sagði hann m.a. og bætti því við að Bandaríkin myndu ekki án samþykkis íslenskra stjóm- valda breyta varnarviðbúnaðinum hér á landi. ,Að sama skapi þurfa ís- lensk stjórnvöld að laga sig að breyttu öryggisumhvei-fi og koma til móts við helsta bandamann sinn í vamarmálum, ekld síst á tímum nið- urskurðar. Kostnaðarlækkun er lyk- ilhugtak í því sambandi." Auðlindamál skipa mikilvægan sess í alþjóðasamstarfi „Auðlinda- og umhverfismál skipa æ mikilvægari sess í alþjóða- samstarfi, einkanlega á vettvangi Sameinuðu þjóðanna," sagði ráð- herra í ræðu sinni og taldi nauðsyn- legt að efla markvissa þátttöku Is- lands í þessu samstarfi. „I ræðu minni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna vakti ég athygli þingheims á athyglisverðri skýrslu sem um- hverfisverndarsamtökin World Wildlife Fund gáfu út um nýtingu fiskistofna í heiminum. í þessari skýrslu segir berum orðum að ein- ungis þrjú ríki í heiminum hafi kom- ið sér upp fiskveiðistjórnunarkerfi sem leiði til sjálfbærrar og skyn- samlegrar nýtingar fiskistofna: Ástralía, Nýja-Sjáland og Island," sagði hann ennfremur. I umræðunum á eftir fögnuðu margir þingmenn þeirri ákvörðun að stefnt skuli að framboði til sætis í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en þar hefur ísland aldrei átt full- trúa. Þá var nokkuð rætt um stækk- un Evrópusambandsins og hvernig sú þróun hefði áhrif á stöðu íslands. Tómas Ingi Olrich formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis kvaðst telja að íslendingar ættu að líta á útvíkkun ESB sem hagstæða þróun fyrir sig. „Við þurfum að standa vörð um hagsmuni okkar á sem flestum markaðssvæðum í heimin- um og ekki líta á stækkun ESB sem ógnun við okkur heldur þvert á móti sem möguleika," sagði hann og bætti því við að Islendingar ættu einnig að leggja mikla rækt við markaði í Asíu og Rússlandi. Síðar urðu nokkrar umræður um málefnaskrá samfylkingar A- flokka og Samtaka um kvennalista og var m.a. spurt hvort Alþýðu- flokkurinn „væri kominn á flot í varnar- og öryggismálum". Guð- mundur Árni Stefánsson, Þing- flokki jafnaðarmanna, svaraði því m.a. til að Alþýðuflokkurinn hefði það ekki á stefnuskrá sinni að ganga úr NATO. Sighvatur Björg- vinsson, formaður Alþýðuflokksins, skýrði einnig frá því að það stæði ekki í málefnaskránni að framtíð- armarkmiðið væri að standa utan NATO.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.