Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 11
FRÉTTIR
Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði krossinn
Aðstoð vegna
hamfaranna í
Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, kosinn formaður
stjórnar Hjálparstofnunar kirkjunnar
„Gefandi að vinna
tískuverslun
Opið laugardag kl. 10-16
Rauðarárstíg 1, sími 561 5077
Mið-Ameríku
HJALPARSTARF kirkjunnar sendi
í gær 1,5 milljóna króna framlag til
hjálparstarfs í Mið-Ameríku, einkum
Hondúras og Nikaragva. Þá hefur
Rauði kross Islands ákveðið að
leggja fram 2 milljónir til hjálpar-
starfs Rauða kross hreyfmgai'innar í
löndunum sem verst hafa orðið úti
vegna fellibylsins Mitch. Jafnframt
leggur Akureyrardeild félagsins
fram 200 þúsund krónur.
ACT, alþjóðarneyðarhjálp kii'kna,
sem Hjálparstarf kh'kjunnar er aðili
að, mun ráðstafa fénu til kaupa á
teppum, tjöldum, lyfjum, mat, fatn-
aði, hitunartækjum, vatnsdunkum,
verkfærum og fleiri hjálpargögnum
fyrir 12.000 manns sem taldir eru í
hópi þeirra verst settu. Fjölmargh-
ACT-aðilar hafa sjálfir hafið svæðis-
bundnar hjálparaðgerðir. Kallað er á
framlög frá ACT-aðilum um allan
heim eftir því sem nýtt mat á að-
stæðum berst en nú þegar hafa
borist fréttir af stórfelldum skaða í
Gvatemala, E1 Salvador og fleiri ná-
grannalöndum.
Hjálparstarf kh'kjunnar hvetur
landsmenn til þess að leggja fórnai'-
lömbum hörmunganna lið strax með
framlagi á reikning þess: 1150 26 27.
„Þörfín er mikil og þarf að berast
strax. Eyðileggingin er gífurleg eins
og fram hefur komið í fréttum og
m.a. talið að um 60% samgöngu- og
þjónustukerfis Hondúras sé í rúst.
Aukið verður við framlag Hjálpar-
stai-fs kirkjunnar þegar jólasöfnun
þess hefst í desember,“ segir í
fréttatilkynningu.
Átta þúsund sjálfboðaliðar
Rauða krossins
„Starfsmenn og sjálfboðaliðar
landsfélaga Rauða krossins á svæð-
inu og Alþjóðasambands Rauða
kross félaga hafa gegnt mikilvægu
hlutverki í hjálparstarfínu til þessa,“
segir í frétt frá RKÍ. „Um átta þús-
und sjálboðaliðar hafa tekið þátt í
björgunar- og hjálpai'starfi, komið
upp neyðarskýlum og dreift hjálpar-
gögnum.
Alþjóðasamband landsfélaga
Rauða krossins hefur sent út neyð-
arbeiðni þar sem gert er ráð fyrir að
um 650 milljónum króna verði varið
til að aðstoða 180 þúsund manns í
Hondúras, Nikaragva, E1 Salavador,
Guatemala, Costa Rica, Panama og
Belize næstu Jjrjá mánuði. Framlag
Rauða kross Islands verður varið til
kaupa á matvælum, teppum, eldun-
aráhöldum, hreinlætisvörum, lyfjum
og klór til að hreinsa drykkjarvatn“,
segir í frétta Rauða krossins.
Ernir Snorrason geðlæknir
Ekki í samvinnu við
erlendan lyfjarisa
„ÉG held ekki að viðhorf mitt til
gagnagrunnsfrumvarpsins helgist af
því að ég sé sár yfir því að hafa ekki
fengið vinnu hjá Islenskri erfða-
gi'einingu. Eftir því sem ég veit best
sjálfur hef ég ekki haft tíma til þess
undanfarin tvö ár,“ segir Ernir
Snorrason geðlæknir um þau um-
mæli Kára Stefánssonar, forstjóra
ÍE, í Morgunblaðinu í gær að sárindi
í samskiptum þeirra þar sem hann
hefði ekki fengið starf hjá IE væni
rót gagnrýni Ernis á fyrirtækið.
„Eg veit heldur ekki til þess að ég
sé í samvinnu við neinn stóran lyfj-
arisa í samkeppni við Islenska erfða-
greiningu. Ég hef borið hag IE mjög
fyrir bijósti og hef unnið því fyrir-
tæki vel og dyggilega í mörg ár að ég
tel. Ég er meðal stofnenda, útvegaði
fé til fyrirtækisins og hef aldrei vitað
til þess að ég hafí unnið gegn hags-
munum þess og mun aldrei gera það.“
Ernir kvaðst hins vegar hafa haft
miklar áhyggjur af þein'i umræðu
sem verið hefði í þjóðfélaginu vegna
gagnagrunnsfrumvarpsins, sér fynd-
ist hún skelfileg og hann hefði
áhyggjui' vegna mannréttinda. „Ég
held að frumvarpið skaði ÍE og mér
fínnst þau orð Kára Stefánssonar,
sem hann lét falla í útvarpsviðtali,
mjög umhugsunarverð þar sem hann
heldur því fram að viðskiptafrelsi og
vísindafrelsi sé sitt hvað, og það sé
allt í lagi að leyfa mönnum að hafa
vísindafrelsi en ekki viðskiptafrelsi.
Hafí menn eitthvað getað lært af
pólitískri sögu þessarai' aldar er það
sú lexía að án viðskiptafrelsis er ekk-
ert lýðræði.
Orð mín beinast ekki gegn neinni
persónu og ég hef að mörgu leyti
dáðst að Kára Stefánssyni fyrir
margt sem hann hefur gert en ég er
líka ósammála mörgu sem hann
hefur gert og ég vísa til Hávamála
þar sem segir vinur er sá sem til
vamms segir,“ sagði Ernir Snorra-
son að lokum.
að hjálparmálum“
Hald lagt á
maríjúana
LÖGREGLUMENN úr fikniefna-
deild Reykjavíkurlögreglunnar
gerðu húsleit í húsi í austurborginni
í fyrrakvöld og lögðu hald á nim-
lega 300 grömm af maríjúana.
Maður og kona voru handtekin á
staðnum og við yfirheyi'slur gekkst
maðurinn við því að eiga fíkniefnin
og hélt því fram þau hefðu verið
ætluð til eigin neyslu.
ÓLAFUR G. Einarsson, forseti Al-
þingis, var kjörinn formaður
stjórnai' Hjálparstarfs kirkjunnar
á aðalfundi 31. október sl. A fund-
inum var gerð sú breyting að fram-
vegis heitir Hjálparstofnun kirkj-
unnar Hjálparstarf kirkjunnar.
Með Ölafi í stjórn voru kjörin
Harina G. Johannessen og Sigrún
V. Ásgeirsdóttir. I varastjórn eru
þau sr. Guðný Hallgrímsdóttir og
sr. Sigurður Jónsson í Odda.
Ólafur sagði í samtali við Morg-
unblaðið að Karl Sigurbjörnsson,
biskup Islands, hefði komið að máli
við sig og beðið sig um að taka við
forystu í samtökunum.
„Ég hafði nánast engan tíma til
að hugsa mig um. Ég vissi lítið
annað um starfið, nema það sem
hver einasti Islendingur á að vita,
að þarna er unnið merkilegt og
gott starf. Eftir að hafa kynnt mér
það nánar féllst ég á að taka starfíð
að mér. Ég hafði ekki hugsað mér
eftir að ég hætti á þingi að leita
mér að fullu starfi. Hins vegar hef
ég dálítið kviðið því að ég hefði
ekkert að gera. Kannski öðram
þræði þess vegna tók ég þessu boði
og vona að ég geti gert eitthvert
gagn. Ég veit að það er gefandi
starf að vinna að hjálparmálum,"
sagði Ólafur.
Safnanir verða erfíðari
Hann kvaðst ekki geta sagt að
hann ætlaði að innleiða nýja starfs-
hætti, hann kæmi ekki til starfa
sem byltingarsinni. „Þetta er allt í
föstum og góðum skorðum. Mér er
þó ljóst að tekjustofnar hjálpar-
starfsins hafa fyrst og fremst verið
almennar safnanir. Ég sé það á yf-
irlitum að slíkar safnanir eru að
verða erfiðari með hverju árinu
sem líður því æ fleiri aðilar standa
að þeim. Það þarf vafalaust að
Morgunblaðið/Anna M. Ólafsdóttir
ÓLAFUR G. Einarsson, nýkjörinn formaður Hjálparstarfsins, ásamt
Jónasi Þ. Þórissyni, framkvæmdasljóra, og Herði Einarssyni, fráfar-
andi sljórnarformanni (lengst til vinstri).
leggjast yfir það hvernig eigi að
afla fjár því þörfin er vaxandi ef
eitthvað er, eins og t.d. ástandið í
Mið-Ameríku sýnir okkur. Það
kallar á aðstoð alþjóðasamfélagsins
og við munum vafalaust sinna því
og erum þegar farnir að ræða um
það,“ segir ðlafur.
Hörður Einarsson, sem lætur af
stjórnarformennsku í Hjálpar-
stofnun kirkjunnar, gegndi starf-
inu um tveggja ára skeið. „Það er
ágætt og tímabært að skipta um
menn í forystunni með reglulegum
hætti,“ sagði Hörður.
Á aðalfundinum ávarpaði Karl
Sigurbjörnsson biskup Islands að-
alfundarfulltrúa Hjálparstofnunar-
innar og gesti. I máli hans komu
fram áhyggjur vegna vaxandi fá-
tæktar hér á landi þrátt fyrir góð-
ærið sem nú er. Einnig predikaði
hann um þá skyldu sérhvers krist-
ins manns að rétta fátækum og
þurfandi hjálparhönd hvar sem
þeir væra og að Hjálparstofnun
kirkjunnar væri hluti af því starfi.
I skýrslu Jónasar Þ. Þórissonar
framkvæmdastjóra kom fram að
starf innanlandsaðstoðarinnar fer
vaxandi, einkum til öryrkja og ein-
stæðra foreldra, sérstaklega með
veik börn. Af þessum sökum hefur
starf innanlandsaðstoðarinnar ver-
ið endurskipulagt og sérstakur
starfsmaður, Harpa Njálsdóttir fé-
lagsráðgjafi, verið ráðinn til þess.
Þá var getið um þátt hjálparstofn-
unarinnar í verkefni Social Action
Movement sem miðar að því að
frelsa börn úr þrælavinnu sem oft
er til komin vegna skulda.
Opnum í dag nýja og
GLÆSILEGA SNYRTIVÖRUVERSLUN
MARBERT kynning verður föstudag og laugardag,
10% kynningarafsláttur og glæsilegur kaupauki.
Margrét Bára Magnúsdóttir, snyrtifræðingur frá
MARBERT, veitir ráðgjöf.
Glæsileg opnunartilboð.
Einnig fá 30 fyrstu fallegt burstasett að gjöf.
Verið velkomin, við höfum heitt á könnunni.
G G
snyrtivörur,
laugavegi 61,
sími 561 8999.