Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTTIR Frumathugun á umhverfis- áhrifum Sultartangalínu 2 FRUMATHUGUN Skipulagsstofn- unar er hafin á umhverfísáhrifum vegna lagningar 440kV háspennu- línu, Sultartangalínu 2, í Gnúpverja- hreppi. Um er að ræða 12,5 km línu milli tengivirkis Sultartangavirkj- unar og nýs tengivirkis við Búrfells- stöð og er Landsvirkjun fram- kvæmdaaðili verksins en skýrsla um mat á umhverfisáhrifum er unn- in af Verkfræðistofu Suðurlands. í frétt frá Skipulagsstofnun segir að samkvæmt breytingu á Aðal- skipulagi Gnúpverjahrepps sé gert ráð fyrir háspennulínu í línustæðinu sem kynnt er í frummatsskýrslu og er línan skráð sem Sultartangalína 1 á skipulagsuppdrætti. Áætlaður framkvæmdatími er frá apríl til okt. 1999. Samsíða Sigöldulínu Lega línunnar er að mestu sam- síða Sigöldulínu 3, stystu leið milli tengivirkjanna og eru flest möstrin stöguð og V-laga en einnig fjór- fótungar. V-möstrin eru 2-3 metr- um hærri og 5,5 metrum breiðari en þau möstur sem fyrir eru á svæðinu. Flest möstur Sultartanga- línu verða staðsett þannig að þau munu standast á við möstur Búr- fellslínu 3. Sjónræn áhrif nýi-rar línu ættu því að vera í lágmarki. Nokkur aukning er talin verða á segulsviði og hávaða frá línunum en áhrif þess eru þó ekki talin tilfínn- anleg þar sem Búrfellslína liggur með henni og engin byggð eða mannvirki eru nærri. Tekið er fram að gi'óðurfar sé ekki talið fjölskrúðugt á svæðinu og að ekki sé vitað um tegundir sem eru í hættu eða séu sérstæðar fyrir svæðið. Efnistaka til slóðagerðar og fyllinga að möstrum verður úr frá- rennslisskurði Sultartangavirkjun- ar, Sandártungunámu neðan við Búrfellsstöðvar og úr áreyrum við Þjórsárbrú við Sandafell. I fréttinni segir að línunni verði komið þannig fyrir að hún falli eins vel að landinu og hægt sé og að brýnt verði fyrir verktökum að halda jarðraski í lágmarki. Gengið verður frá vinnusvæðinu í samræmi við kröfur Landgræðslu ríkisins. Frummatsskýrslan liggur frammi hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík og á skrifstofu Gnúp- verjahrepps, í Þjóðarbókhlöðunni frá 4. nóvember til 9. desember og gefast almenningi flmm vikur til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir til Skipulags- stofnunar eigi síðar en 9. desember 1998. Leitað verður umsagna frá hreppsnefnd Gnúpverjahrepps, Náttúruvernd ríkisins og Land- græðslu ríkisins. Auk þess var framkvæmdin kynnt Löggildingar- stofu og Þjóðminjasafni Islands. • • Hugmynd Or- yrkjabanda- lagsins skoðuð PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra segist telja sjálfsagt að skoða hugmyndir Öryrkjabanda- lagsins um að grunnlífeyrir ör- jrkja taki mið af þvi hvenær þeir verði fyrir varanlegri örorku þannig að þeir sem verði fyrii’ ör- orku ungir fái hæn-i grunnlífeyri en þeir sem eldri eru. Páll sagði að þessi hugmynd Öryrkjabandalagsins væri sér fi-amandi. Það væri hins vegar nauðsynlegt að velta sífellt fyiir sér hvemig bótagreiðslui- komi réttlátast niðui’ og verði að sem mestu gagni. Þessi hugmynd værí vel þess virði að skoða hana. Hann sagðist ekki hafa haft tíma til að skoða þetta frá öllum hliðum, en hann myndi gera það. Lögreglan varar við ógætilegri meðferð loftskotvopna Getur skapað hættuástand Könnun á peningaþvætti í þremur aðildarrfkjum EFTA 1994-1997 Morgunblaðið/Ásdís Samráðsfundur vegna kristnihátíðar KRISTNIHÁTÍÐARNEFND, fulltrúar prófastsdæma og aðrir aðilar sem standa að hátíðar- höldum þegar þess verður minnst að þúsund ár eru liðin frá því kristin trú var lögtekin á Al- þingi, komu saman til samráðs- fundar í vikunni. Meðal þeirra sem sátu fundinn voru þeir sr. Úlfar Guðmundsson, prófastur í Árnesprófastsdæmi, sr. Ágúst Sigurðsson á Prestbakka, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, pró- fastur í Borgarfjarðarprófasts- dæmi, sr. Heimir Steinsson, þjóð- garðsvörður á Þingvöllum, sr. Guðmundur Guðmundsson á Akureyri og sr. Hannes Blandon frá Eyjaíjarðarprófastsdæmi. Að sögn Júliusar Hafstein, fram- kvæmdastjóra nefndarinnar, var fundurinn haldinn til að kynna hversu langt undirbúningurinn er kominn og sagði hann að allt benti til þess að dagskráin yrði ljölbreytt en hún hefst væntan- lega með ráðstefnu á Kirkjubæj- arklaustri, þar sem fjallað verð- ur um kristni í Skaftafellspró- fastsdæmi. LÖGREGLUNNI í Reykjavík hafa að undanförnu borist ábendingar um að fólk hafí verið með ýmiskon- ar loftbyssur í fórum sínum, bæði skammbyssur og riffla eða eftirlík- ingar af skotvopnum. „Við höfum dæmi um að menn hafi verið að veifa loftskammbyss- um og eftirlíkingum af skotvopnum í bifreiðum og hræða vegfarendur með þeim,“ segir Karl Steinar Vals- son aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Einnig hafa sumir gengið svo langt að reka byssurnar út um bflglugga og miða þeim á aðra ökumenn í um- ferðinni. Þetta getur skapað hættu- ástand því þótt þeir sem haga sér svona ætli sér ekki að valda slysi, þá er hættan sú að grunlausir öku- menn geta brugðist mjög misjafn- lega við svona truflun." Falla undir ákvæði vopnalaga Full ástæða er, að mati lögregl- unnar, til að benda á ákvæði vopna- laganna en undir þau falla skotvopn, sem hægt er með sprengikrafti, sam- anþjöppuðu lofti eða á annan sam- bærilegan hátt að skjóta úr kúlum, höglum eða öðrum skeytum. Þannig falla allar loftbyssur undir þessi lög og til þess að eiga þær og nota þarf skotvopnaleyfi og loftbyssurnar eiga að vera skráðar. Að auki er bannað að flytja til landsins, framleiða, eignast eða hafa í vörslu sinni vopn eins og fjaðra- hnífa, hnúajárn, gaddakylfur, kast- stjömur, lásboga og örvaboga hvers konar, svo og örvarodda. Eftirlíking- ar þessara vopna eru einnig bannað- ar og geta brot við vopnalögum varð- að fangelsi allt að 4 árum. 24 tilfelli peningaþvætt- is rannsökuð á Islandi E FTIRLITSSTOFNUN Fríversl- unarbandalags Evrópu, EFTA, birti á miðvikudag niðurstöðu könnunar á því hversu vel hefði gengið að fylgja eftir tilskipun Evrópusambandsins um peningaþvætti í þremur aðildar- rílgum bandalagsins, íslandi, Lichtenstein og Noregi. Þótti fram- kvæmdin hafa gengið vel, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ESA. Kannað var hversu oft yfirvöld- um hefði borist skýrsla um pen- ingaþvætti og í hversu mörgum til- fellum rannsókn hefði leitt til sak- sóknar og/eða sakfellingar. í ljós kom að á árunum 1994-1997 komu upp 24 tilfelli um peningaþvætti á Ekki var talin ástæða til málssóknar íslandi, en ekkert þeirra leiddi til saksóknar. Á sama tímabili voru skráð 1304 tilfelli í Noregi sem leiddu til saksóknar 43 sinnum og þar af voru 26 tilfelli sem enduðu með sakfellingu. I Lichtenstein voru 18 tilfelli tilkynnt árið 1997 á sama tímabili og óvenju mörg þeirra leiddu til sakfellingar eða 14. Ekki voru til tölur um fjölda árin á undan í Lichtenstein. Nokkra athygli vekur að mikill munur er á fjölda tilkynntra tilfella á Islandi milli ára en tvö tilfelli voi’u til- kynnt árið 1994. Strax árið eftir voru tillynnt 9 tilfelli og árið 1996 féll kúrf- an niður í 2 á nýjan leik. í fyrra snar- jókst síðan fjöldinn og fór upp í 11. Morgunblaðið/Þorkell Norskir ritstjórar í heimsókn SEXTÁN ritstjórar frá vestur Noregi heimsóttu ritstjórn Morg- unblaðsins í vikunni en hingað komu þeir í íjögurra daga kynn- isferð. Ritstjórarnir komu frá ýmsum dagblöðum bæði stónim og smáum í Bergen og nágrenni, Hörðalandi og Sogni. Langur iaugardagur á Laugavegi 400 verslanir verða opnar LANGUR laugardagur verður á Laugavegi á morgun, laugardag. Nær 400 verslanir á Laugavegi og nágrenni verða opnar til klukkan 17 auk þess sem veitingastaðir verða opnir. Flestar verslanir á svæðinu verða með sértilboð í tilefni dagsins. Skemmtikraftar verða á svæðinu allan daginn, svo sem eldgleypir, töframaður, bumbuslagari og harm- oníkuleikari. Gallerý Listakot á Laugavegi 70 býður upp á tvær sýningar sem opnaðar verða um helgina, þ.e. leirlistar- og textílsýn- ingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.