Morgunblaðið - 06.11.1998, Síða 13

Morgunblaðið - 06.11.1998, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 13 FRÉTTIR Ráðherraskipuð nefnd til að auka hlut kvenna í sljórnmálum Ataki hrint af stað með auglýsingum Morgunblaðið/Kristinn SIV Friðleifsdóttir, formaður ráðherraskipaðrar nefndar sem ætlað er að auka hlut kvenna í stjórnmálum, og Una María Óskarsdóttir, verkefnisstjóri, á fréttamannafundi þar sem verkefni nefndarinnar voru kynnt. UM helgina hefst auglýsingaátak í fjölmiðlum sem hefur það markmið að auka hlut kvenna í stjórnmálum, en átakið er á vegum ráðherraskip- aðrar nefndar sem ætlað er að auka hlut kvenna á þessum vettvangi. Hafa foringjar stjórnmálaaflanna í landinu lagt átakinu lið og birtast þeir í auglýsingum á vegum nefnd- arinnar. Pingsályktunartillaga um aðgerð- ir til að auka hlut kvenna í stjórn- málum var samþykkt á Alþingi síð- astliðið vor. í framhaldi af því fól ríkisstjórnin félagsmálaráðherra að skipa nefnd til að skipuleggja þverpólitískar aðgerðir til að bæta hlut kvenna í stjórnmálum, og er nefndinni ætlað að starfa í að minnsta kosti fímm ár. Nefndin er skipuð fulltrúum stjórnmálaflokka, Skrifstofu jafnréttismála og Kven- réttindafélags Islands, og á hún að annast fræðslu, auglýsingaherferðir og útgáfu. Á þessu ári hefur nefndin fimm milljónir króna til ráðstöfunar og fær hún síðan fjárveitingar sam- kvæmt fjárlögum hvers árs. I nefndinni eiga sæti þær Siv Friðleifsdóttir frá Framsóknar- flokki, og er hún formaður nefndar- innar, Arnbjörg Sveinsdóttir frá Sjálfstæðisflokki, Bryndís Hlöðversdóttir frá Alþýðubanda- lagi, Elsa Þorkelsdóttir frá Jafn- réttisráði, Hólmfríður Sveinsdóttir frá Alþýðuflokki, Kristín Halldórs- dóttir frá samtökum um Kvenna- lista og Ragnhildur Guðmundsdótt- ir frá Kvenréttindafélagi Islands. Verkefnisstjóri nefndarinnar er Una María Óskarsdóttir. Mikill velvilji hjá stjórnmálaflokkunum Siv Friðleifsdóttir sagði á fundi með fréttamönnum í gær, þar sem verkefni og áherslur nefndarinnar voru kynnt, að staða kvenna í stjórnmálum annars staðar á Norð- urlöndum væri mun betri en á Is- landi. Þar eru konur um 40% þeirra sem sitja í sveitarstjórnum og á þjóðþingum, en hér er hlutur kvenna í stjórnum sveitarfélaga 29% og 25% alþingismanna eru kon- ur. Sagði Siv að ein skýringin á því að þátttaka kvenna væri meiri á Norðurlöndunum væri sú að átak eins og nefndinni er ætlað að standa fyrir hafi verið í gangi þar um ára- bil. „Það er mjög mikiil velviiji hjá stjómmálaflokkunum að fara út í þetta verkefni, og allir flokkarnir em með það á stefnu sinni að auka hlut kvenna í stjómmálum. Við höf- um leitað til leiðtoga stjórnmálaafl- anna um að leggja þessu átaki lið með því að birtast í auglýsingum okkar, og allir sem einn hafa tekið vel í það,“ sagði hún. Auglýsingar nefndarinnar byrja að birtast nú um helgina í dagblöð- um og síðan í ljósvakamiðlum, og sagði Siv leiðtoga stjórnmálaafl- anna hafa tekið þátt í verkefninu til að sýna fram á að mikil breidd væri á bak við það og mikil alvara væri á ferðinni. 80% telur að auka eigi hlut kvenna í stjórnmálum Nýlega vora birtar niðurstöður könnunar sem Skrifstofa jafnréttis- mála lét gera þar sem spurt var m.a. hvort fólk teldi að auka ætti hlut kvenna í stjórnmálum, en tæp- lega 80% voru því fylgjandi og 53% þeirra vora fylgjandi því að stjórn- málaflokkarnir gerðu sérstakt átak í þessu skyni. Siv sagði að auðvitað hefði mikil vinna verið í gangi á ýmsum vett- vangi í gegnum árin til að auka hlut kvenna í stjórnmálum, og al- menningsálitið sýndi að fólk vildi sjá fleiri konur í stjórnmálum eins og könnunin á vegum Skrifstofu jafnréttismála gæfi glögglega til kjmna. „Það er mjög brýnt að fylgja því eftir með því að vera með átak af þessu tagi til þess að hafa áhrif á al- menning sem mun taka þátt í að raða upp framboðslistum, fulltrúa flokkanna sem þátt taka í því og for- svarsmenn flokkanna og ráðandi öfl í flokkunum sem hafa líka talsverð áhrif á það hvemig listar líta endan- lega út. Þetta átak á að beinast að öllum þessum hópum. Við erum ekki einungis að fara út í þetta auglýsingaátak heldur höf- um við líka fundað með formönnum kvennahreyfinga flokkanna, kynnt verkefnið fyrir þeim og boðið þeim hjálp okkar varðandi starf innan flokkanna til að auka hlut kvenna. Það var mjög gagnlegur fundur og við munum hitta þennan hóp aftur. Þá höfum við skipulagt greinaskrif í fjölmiðlum og á næstunni munu birtast greinar frá bæði konum og körlum um þetta verkefni, þannig að það á ekki einungis að felast í auglýsingum heldur einnig í al- mennri fræðslu," sagði Siv. Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar Undarleg vinnu- brögð VR og Mbl. í LJÓSI fréttar frá Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur í Morgun- blaðinu í gær þann 5. nóvember um sameiningu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og Verslunarmannafé- lags Hafnarfjarðar, óskar VH eftir að gera eftirfarandi athugasemd: VR sendi VH bréf þar sem óskað var viðræðna um hvort grundvöllur væri fyrir sameiningu félaganna. Stjórn og trúnaðarráð VH sam- þykkti að skipuð yrði viðræðunefnd til að ræða þetta mál og var VR til- kynnt um þetta með bréfi þann 26. október en ekkert hefur heyrst frá félaginu þegar þetta er ritað. Að mati VH hefur þvi engin ákvörðun verið tekin um hvort grundvöllur er fyrir sameiningu eða ekki. Það er því í hæsta máta ótímabært og undarleg vinnubrögð af hálfu VR að birta frétt þessa í fjölmiðlum án samráðs við VH og er ótrúlegt að fé- laginu skuli ekki sýnd sjálfsögð til- litssemi. Viðræður um sameiningu stéttar- félaga hefjast einfaldlega ekki á síð- um dagblaðanna. Einnig eru vinnubrögð Morgun- blaðsins átalin og eðlilegra hefði ver- ið að leita umsagnar VH á málinu. Athugasemd ritstj.: Morgunblaðið vísar því á bug að vinnubrögð varðandi frétt um ákvörðun um viðræður um samein- ingu Verslunarmannafélags Reykja- víkm1 og Verslunarmannafélags Hafnarfjai-ðar séu óeðlileg og ekki sé hægt að segja slíka frétt öðru vísi en leita umsagnar VH. Athugasemd Verslunamannafélags Hafnarfjarð- ar staðfestir að frétt Morgunblaðsins er rétt. Bæði félögin hafa ákveðið að ganga til viðræðna um grundvöll fyr- ir sameiningu. Eðli málsins sam- kvæmt geta viðræðumar bæði leitt til þess að félögin sameinist og að þau geri það ekki. Samskiptamál fé- laganna og hvernig þeim er hagað eru Morgunblaðinu og fréttaflutn- ingi þess óviðkomandi. Heimsferðir 27% fjölgun farþega til London í haust VERULEG fjölgun farþega hefur orðið á milli ára með beinu flugi Heimsferða til London, en ferða- skrifstofan hefur flogið til Gatwick- flugvallar tvisvar í riku frá 1. októ- ber og mun fljúgan þangað áfram til 7. desember. Aukningin nemur 27% milli ára. Frá þessu er skýrt í fréttatilkynn- ingu frá Heimsferðum og þar segir jafnframt að þetta sé fjórða árið í röð, sem ferðaskrifstofan býður upp á reglulegar ferðm með leiguflugi til London. Þar segir: „Með tilkomu þessarar samkeppni hafa fargjöld stórlækkað, en London er í dag ein eftirsóttasta borg Evrópu og hefur aldrei áður verið jafn mikil eftir- spurn eftir gisth-ými í London eins og í dag.“ Heimsferðir bjóða þjónustu ís- lenskra fararstjóra í London og ferð- ir til og frá Gatwick-flugvelli inn í borgina. HÖFUM OPNAÐ ÚTSÖLUMARKAÐ í KRINGLUNNI Fatnaður og skór frá eftirtöldum verslunum: Sautján, Smash, Deres, 4-you o.fl. FATAMARKAÐURINN Kringlunni, 2. hæð, suðurhúsi, (Borgarkringlunni,) sími 581 1308. % % 70 80 % % afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.