Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Uti er alltaf að snjóa!
ÓVENJUMIKIL úrkoma hefur
verið í Eyjafirði, en frá því kl. 18
á miðvikudagskvöld og þar tii kl.
9 á fimmtudagmorgun mældist
úrkoman 11,8 millimetrar. Um
25 sentimetra jafnfaliinn snjór
var yfir þegar Akureyringar
fóru á fætur í gærmorgun og
þurftu menn að mæta deginum
með því að göslast í snjó upp á
kálfa, flestir á leið að lítilli snjó-
hrúgu á hlaðinu hvar undir mátti
finna bifreið.
Þæfingsfærð var um bæinn,
en umferð gekk nánast óhappa-
laust fyrir sig og þykir það að
sögn lögreglu vel sioppið miðað
við aðstæður. Veðurspá gerir
ráð fyrir kulda og éljagangi í
dag en um helgi er búist við að
hlýni eitthvað með suðlægari
áttum.
Þykir mörgum vetur setjast
helst til snemma að og lítið ann-
að eftir en að halda í vonina um
að vorið verði að sama skapi
snemma á ferðinni. Líklega kæt-
ast þeir sem standa fyrir því að
færa bæinn í jólabúninginn
snemma, því varla verður um-
hverfið jólalegra en nú er. Svan-
hildur Þórisdóttir velti því sjálf-
sagt lítið fyrir sér hvort um-
hverfið væri jólalegt eður ei,
heldur tók til óspilltra málanna
og mokaði stéttina heima hjá sér
Morgunblaðið/Kristján
í Hrafnagilsstrætinu, en félag-
arnir Kristján og Jóhann sem
voru að bera út í Seljahlíð virtu
snjóbarin trén dálítið fyrir sér á
leiðinni. Engu er hins vegar lík-
ara en menn sé bókstaflega að
snjóa í kaf nyrðra þegar litið er á
Vilhjálm Stefánsson, starfsmann
Akureyrarbæjar, standa með
höfuðið upp úr skafli. Sem betur
fer er ástandið ekki enn orðið
svona slæmt, Vilhjálmur er að
gægjast upp úr brunni sem hann
var að vinna í!
Umfangsmikil starfsemi Gilfélagsins sem nú stendur á krossgötum
Bærinn leggi fram 23 millj.
og lokið verði við Ketilhús
A skíðum í
sólarhring
FJÓRTÁN unglingar í skíða-
deild Leifturs standa fyrir
áheitaskíðun í Ólafsfirði í dag,
föstudaginn 6. nóvember.
Unglingarnir ætla að fara á
skíði eftir hádegi og vera
samfleytt að í einn sólar-
hring. Skipst verður á að vera
á göngu- og svigskíðum. Ung-
lingarnir eru að safna áheit-
um meðal bæjarbúa vegna
æfíngaferðar sem fyrirhugað
er að fara í til Noregs í janú-
armánuði næstkomandi.
Vitni óskast
RANNSÓKNARDEILD lög-
reglunnar á Akureyri leitar
vitna að árekstri sem varð
fimmtudaginn 29. október síð-
astliðinn á Borgarbraut rétt
neðan við Bugðusíðu um kl.
7.50. Þar lenti rauður fólksbíll
aftan á grænum Fiat Uno.
Ökumaður rauða fólksbílsins,
eða aðrir sem kunna að hafa
orðið vitni að árekstrinum eru
beðnir að gefa sig fram við
lögreglu.
Basar
BASAR verður haldinn í Kaþ-
ólsku kirkjunni við Eyrar-
landsveg 26 á sunnudag, 8.
nóvember. Þar er að finna
margt fallegt, m.a. til jóla-
gjafa.
TAKIST ekki að sannfæra bæjaryf-
irvöld um gildi þess að fjárfesta í
menningarmiðstöðinni í Grófargili
og gera Gilfélaginu kleift að reka
þar öfluga starfsemi hlýtur félagið
að skoða í alvöru að segja upp
samningum við Akureyrarbæ og
skila af sér þeim húseignum bæjar-
ins sem það nú hefur til umráða.
Félagið yrði þá annaðhvort lagt nið-
ur, eða þá það hirti eigur sínar og
starfaði áfram að áhugamálum fé-
lagsmanna án skuldbindinga við
Akureyrarbæ.
Þetta kemur fram í greinargerð
stjómar Gilfélagsins um framtíðar-
starfsemi félagsins, en á laugardag,
7. nóvember, verður haldinn borg-
arafundur sem ber yfirskriftina: Á
að negla fyrir gluggana? Fundurinn
AUÐUR Ólafsdóttir er myndlistar-
maður nóvembermánaðar í Listflétt-
unni í Hafnarstræti á Akureyri. Hún
sýnir akrýl- og vatnslitamyndir.
Auður stundaði nám við Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands 1981-
1986 og hefur auk þess tekið fjöl-
mörg námskeið í Myndlistaskóla
Reykjavíkur. Hún hefur unnið að
myndlistinni jafnhliða kennslu í
myndlist, bæði í eldri bekkjum
verður í Deiglunni og hefst kl. 13.30
en tilefni hans er ástand Ketilhúss-
ins og þrengingar menningarmið-
stöðvarinnar í Grófargili.
Fram kemur í greinargerðinni að
Gilfélagið er nú á krossgötum,
starfsemin hefur þanist út og er nú
orðin svo umfangsmikil að útilokað
er að halda utan um hana án laun-
aðs starfsfólks. Lagt er til að ráðinn
verði starfsmaður við hlið fram-
kvæmdastjóra.
Mikil vinna við Listasumar
Meginverkefni félagsins er skipu-
lagning og rekstur Listasumars,
sem orðið hefur æ umfangsmeiri
með árunum og þá sér félagið um
gestavinnustofu sem krefst mikillar
vinnu. Einnig hefur mikil vinna ver-
grunnskóla og á námskejðum í
Myndlista-og handíðaskóla íslands.
Síðustu þrjú ár hefur Auður ein-
beitt sér að myndlistinni og eru
verk hennar til sölu í galleríum
bæði hér heima og erlendis.
Verslunin Listfléttan er opin alla
virka daga frá kl. 11 til 18 og á laug-
ardögum frá 11 til 14. Fyrsta laug-
ardag í hverjum mánuði er opið til
kl. 16.
ið lögð fram í tengslum við upp-
byggingu Ketilhúss. Nauðsynlegt
þykir að búa leiklist og tónlist að-
stöðu í Gilinu, og Ketilhúsið þykir
henta til þess, en m.a. var mikil
áhersla lögð á hljómburð við endur-
bætur þar. Fjármuni þraut áður en
húsið komst í nothæft horf og
stendur það nú autt, „óbrotgjarn
minnisvarði þess fálætis sem bæjar-
yfírvöld hafa árum saman sýnt
starfsemi Gilfélagsins og Menning-
armiðstöðinni í Listagili,“ eins og
komist er að orði í greinargerðinni.
Leggur stjóm Gilfélagsins til að
Akureyrarbær leggi fram 23 millj-
ónir króna á næsta ári til að ljúka
endurbótum á Ketilhúsi.
Pólarrojhrekkir
HARALDUR Ingi Haraldsson opn-
ar sýningu í Ljósmyndakompunni á
morgun, laugardaginn 7. nóvember
kl. 16. Hún ber yfirskriftina „Pólar-
rojhrekkir".
Þetta er fjórtánda einkasýning
Haraldar Inga, sem er forstöðumað-
ur Listasafnsins á Akureyi'i, en hann
tók síðast þátt í samsýningunni
„Hausar" í Deiglunni á Listasumri.
Þráður Haraldar spinnur sig frá
Rauða húsinu á Akureyri til framtíð-
ar. Róttækni myndlistarinnar er við-
fangsefni hans og þaðan er engrar
undankomu auðið. Tæknin er sí-
breytileg..
Auður listamaður
mánaðarins
Sýningu
feðga lýkur
SÝNINGU feðganna Gunnars og
Kristins G. Jóhannssonar í List-
húsinu Þingi á Akureyri lýkur um
helgina.
A sýningunni eru ljósmyndaverk
eftir Gunnar sem fjalla um drauma
og veruleika, en Kristinn sýnir ol-
íumálverk um litbrigði jarðarinnar.
Mikil aðsókn hefur verið að sýning-
unni sem lýkur á sunnudag, 8. nóv-
ember, kl. 19.
Spilað á
Melum
KVENFÉLAG Hörgdæla efnir til
spilakvölda á Melum í Hörgárdal á
laugardagskvöld, 7. nóvember, og
verður spilamennskunni fram hald-
ið tvö næstu laugardagskvöld þar á
eftir, 14. og 21. nóvember. Spila-
mennskan hefst öll kvöld kl. 21.
Veitt verða verðlaun f'yrir hvert
kvöld auk þess sem heildarverð-
laun fyrir öll kvöldin þrjú verða
veitt. Kaffiveitingar eru í boði. All-
ir eru velkomnir að taka þátt í
spilakvöldunum á Melum.
--------------
Kristniboðs-
samkomur
KRISTNIBOÐSSAMKOMUR á
vegum KFUM og K verða haldnar
dagana 6., 7. og 8. nóvember næst-
komandi í félagsheimilinu í Sunnu-
hlíð.
Ræðumaður á samkomunum
verður sr. Kjartan Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
kristniboðsfélaga og kynnir hann
íslenska kristniboðið í Kenýa og
Eþíópíu í máli og myndum. Allir
eru velkomnir á samkomurnar sem
hefjast kl. 20.30 öll kvöldin.
Kristniboðsdagurinn er 8. nóv-
ember og verður kaffísala í Sunnu-
hlíð til styrktar kristniboðinu frá
kl. 15 til 17.
-----♦-♦-♦--
Spunadans
ANNA Richards spunadansari
flytur svonefndan Hreingjörning í
göngugötunni Hafnarstræti í dag,
föstudaginn 6. nóvember, kl. 16.30.
Hreingjörninginn ætlar hún að
flytja á sama stað og tíma í heilt ár,
en hún byrjaði fyrr í haust.
-----♦-♦-♦--
Messur
LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkju-
skóli á morgun, laugardag kl. 11 í
Svalbarðskirkju. Guðsþjónusta í
Laufáskirkju sunnudaginn 8. nóv-
ember kl. 14. Ræðuefni: Er trúai'-
blómið okkar að skrælna? Ferm-
ingarfræðsla á prestssetrinu á
sunnudag kl. 11. Kirkjuskóli í
Grenivíkurkirkju á laugardag, 7.
nóvember kl. 13.30. Kyrrðar- og
bænastund á sunnudagskvöld kl.
21. Messað í Grenilundi á sunnu-
dag kl. 16.
MÖÐRUVALLAPRSTAKALL:
Sunnudagaskóli í Möðruvallakirkju
kl. 11 sunnudaginn 8. nóvember í
umsjá Söru Helgadóttur og Hann-
esar Blandon.
Aksjón
6. nóvember, föstudngur
12.00^-Skjáfréttir
18.15^-Kortér Fréttaþáttur í
samvinnu við Dag. Endursýndur
kl. 18.45, 19.15, 19.45, 20.15 og
20.45.
21.00^-Harmónikkuball í
íþróttahöllinni með sænska
tríóinu „Nya bröderna Farm“.
Seinni hluti (e).