Morgunblaðið - 06.11.1998, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Anna Ingólfs
KENNARAR í Egilsstaðaskóla stóðu með allar blöðrurnar uppi á kletti....
... og nemendurnir biðu spenntir fyrir neðan.
GÖMUL endurgerð kennslustofa. í henni eru gamlir munir frá Hvols-
skóla og takið eftir nemendunum sem eru úr pappa. Þeir eru klæddir í
föt sem voru í „tísku“ á árum áður. Það voru nemendur í 5. bekk sem
útbjuggu kennslustofuna.
ÞAÐ var hlaupið á eftir nýslepptum blöðrum og sumir voru heppnir
og fundu margar blöðrur.
Lásu yfir 500 bækur
90 ára af-
mæli
Hvolsskóla
Hvolsvelli - Haldið var upp á 90
ára afmæli Hvolsskóla sl. sunnu-
dag. Skólinn var stofnaður í kjölfar
fræðslulaganna 1907 og hét þá
Barnaskólinn að Stórólfshvoli, en
hlaut síðar nafnið Hvolsskóli.
Skólinn var fyrst til húsa í fé-
lagsheimili Hvolhrepps sem var
tjöruklætt hús og var hann þá jafn-
an kallaður „Svarti skóli“. 1927 var
hafin bygging skólahúss sem notað
var til 1981, er skólinn flutti í nú-
verandi húsnæði. Skólinn var fá-
mennur lengi framan af og jafnan
kennt í tveimur bekkjardeildum,
yngri og eldri deild. Þegar þéttbýli
fór að myndast á Hvolsvelli fór
smán saman fjölgandi í skólanum
og í dag stunda 180 nemendur nám
í skólanum og er Unnar Þór
Böðvarsson skólastjóri.
Afmælishátíð skólans, sem á
fímmta hundrað manns sótti, hófst
með skrúðgöngu nemenda frá
gamla skólanum að þeim nýja með
tilheyrandi lúðrablæstri. Þá var
opnuð sýning á gömlum munum úr
sögu skólans og frá nemendum
fyrri ára og verkum nemenda 1.-7.
bekkjar. Mátti þar m.a. sjá líkan af
gamla skólanum, gamla kennslu-
stofu með tilheyrandi búnaði,
veggteppi sem allir nemendur í
1.-4. bekk útbjuggu, sögulega ljós-
myndasýningu og margt fleira.
Efnt var til samkeppni um afmælis-
merki skólans og varð tillaga Kol-
beins ísólfssonar í 7. bekk fyrir val-
inu. Skreytti merkið afmælistert-
una og var einnig í barmmerki sem
allir nemendur skólans fengu í til-
eftii dagsins.
Á afmælishátíðinni sögðu nokkr-
ir gamlir nemendur frá veru sinni í
skólanum og einnig skemmtu
gamlir nemendur með söng og
hljóðfæraslætti. Skólahljómsveit
skólans lék syrpu úr verkum
Jónasar og Jóns Múla sem flutt
verður á sérstakri afmælissýningu
í vikunni. I minningabrotum gömlu
nemanna kom fram að þeim leið
einstaklega vel í skólanum og
menn hafa verið samhentir um að
gera hið besta úr hlutum þrátt fyr-
ir að aðbúnaður og húsnæði hafi
ekki verið uppá marga fiska til að
byrja með. Enda voru menn sam-
mála um að „góður skóli" er ekki
gott hús heldur byggist fyrst og
fremst upp á „góðum“ kennurum.
Afmælishald verður með einum
eða öðrum hætti í allan vetur og
næsti þáttur þess verður afmælis-
sýning eldri nemenda á miðviku-
daginn í Sunnuhúsinu. Þar verða
flutt brot úr verkum bræðranna
Jónasar og Jóns Múla og einnig at-
riði úr Saumastoftinni eftir Kjart-
an Ragnarsson.
EgOsstaðir - Nemendur 1. til 3.
bekkja Egilsstaðaskóla tóku þátt
í lestrarátaki sem gert var í skól-
anum og tók 8 daga. Markmiðið
var að Iesa mikið og fá foreldra
til að lesa eða hlusta heima. í
skólanum var þeim skipt í 3 hópa
og fóru í hlustun, sögustund og
lestur.
Akveðið var síðan að blása í
jafnmargar blöðrur og þær bæk-
ur sem lesnar voru og sleppa
þeim síðan lausum. Það urðu alls
528 bækur sem nemendur lásu og
voru það því yfir 500 blöðrur sem
blásið var í og þeim hleypt upp í
loft. Átakinu Iauk síðan með
skemmtiatriðum og kökuveislu í
skólanum. í næsta útivistartíma á
svo að skima eftir blöðruleifum
sem sjálfsagt hafa lent hér og þar
úti í náttúrunni. Þeim leifum
verður svo komið fyrir á réttum
stað, þ.e. í ruslafötunni.
Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
NEMENDUR fóru í skrúðgöngu frá gamla skólanum að núverandi skóla.
ÞAU Særún Bragadóttir, Árni Þorgilsson og Sigrún Jónsdóttir skoðuðu sýningu nemenda.
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
ÞEIR sem komu að innflutningi og smi'ði á bílnum eru hér saman-
komnir ásamt sýslumanni og fulltrúa Rauða krossins.
Rauði krossinn færir
Arnessýslu sjúkrabfl
Selfossi - Rauði kross Islands af-
henti Sýslumannsembættinu í Ár-
nessýslu fullkominn sjúkrabíl að
gjöf á dögunum. Bíllinn var síðan
afhentur lögreglunni á Selfossi
sem hafur séð um sjúkraflutninga
í umdæminu. Sjúkrabíllinn þykir
mjög fullkominn og er hann vel
tækjum búin. Meðal þess tækja-
búnaðar sem er í bílnum er beint
talsamband á milli fylgdarmanna
sjúklings og bílstjóra sjúkrabíls-
ins.
Bifreiðin er að öllu leyti unnin
Suðurlandi. Það var Innflutnings-
miðlun IB á Selfossi sem annaðist
innflutning á bílnum, Bílaskjól á
Hvolsvelli vann við nýsmíði í bíln-
um og Jeppasmiðjan á Ljónsstöð-
um sá til þess að aksturseiginleik-
ar bifreiðarinnar væru til hæfis
fyrir sjúkraflutninga. Radíóþjón-
usta Sigga Harðar sá um ljósa-,
merkja- og rafbúnað. Bifreiðin
var síðan máluð af Bílamálun Sel-
foss.