Morgunblaðið - 06.11.1998, Síða 17

Morgunblaðið - 06.11.1998, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 17 Lánasjóður landbúnaðarins 29 sækja um stöðu fram- kvæm dastjóra TUTTUGU og níu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Lánasjóðs land- búnaðarins og sá þrítugasti dró um- sókn sína til baka. Leifur Kr. Jó- hannesson lætur af starfi 1. mars næstkomandi að eigin ósk. Umsækjendurnir eru: Björn Gunnarsson, fyrrverandi banka- maður, Björn Jónsson hrl., Dóra Ingvadóttir útibússtjóri, Erna Bjarnadóttir deildarstjóri, Gísli Karlsson framkvæmdastjóri, Guð- björn Arnason framkvæmdastjóri, Guðmundur Hermannsson, fyrr- verandi sveitarstjóri, Guðmundur Sigþórsson skrifstofustjóri, Guð- mundur Stefánsson búnaðarhag- fræðingur, Gunnar Gunnarsson ráðunautur, Gylfí Björgvinsson dreifingarstjóri, Gylfi Gíslason rekstrarhagfræðingur, Hrafnkell Tryggvason viðskiptafræðingur, ívar Ragnarsson rekstrarfræðing- ur, Jón Bjarnason skólastjóri, Júlí- us Ingvarsson verktaki, Ketill A. Hannesson búnaðarhagfræðingur, Magnús B. Jónsson skólastjóri, Magnús Ki-istjánsson skrifstofu- stjóri, Ólafur Friðriksson deildar- stjóri, Pétur J. Jónasson starfs- mannastjóri, Ragnheiður Péturs- dóttir lánasérfræðingur, Sigurður Þór Sigurðsson framkvæmdastjóri, Sigurjón Björnsson framkvæmda- stjóri, Stefán Bjarnason skrifstofu- stjóri, Sveinbjörn Eyjólfsson fram- kvæmdastjóri, Sveinn Skúlason hdl., Valur Þorvaldsson héraðs- ráðunautur og Þorfínnur Bjömsson deildarstjóri. Minni hagnaður hjá Royal Dutch/Shell London. Reuters. ROYAL Dutch/Shell-olíufélagið hef- ur skýrt frá því að hagnaður á þriðja ársfjórðungi hafi dregizt saman um 56% og þar með vakið óánægju fjár- festa, sem hafa ekki heldur verið ánægðir með tilraunir til að endur- skipuleggja fyrirtækið. Hagnaðurinn nam 841 milljón dollara, en sérfræðingar höfðu búizt við að hann yrði yfir einn milljarður. Afkoma fyrirtækisins á ársfjórð- ungnum var mun lakari en keppi- nautanna British Petroleum Co Plc og Exxon Corp. Sérfræðingar í fjárfestingum sögðu að engin einfóld skýi'ing væri á hinni slöku afkomu og munu gera ráð fyrir minni árshagnaði en fram til þessa. Sagt er að ekki bæti úr skák að mörgum fjárfestum sé í nöp við stjóm fyrirtækisins. Bandarískur sérfræðingur gaf í skyn að fyrirtækið hefði dregið upp dekkri mynd af ástandinu en ástæða væri til, þar eð það gerði ráð fyrir að ná sér á strik þegar áhrifa aðgerða til að draga úr kostnaði færi að gæta og verð á olíu færi að hækka á ný á næsta ári. Verð hlutabréfa í Shell Transport, Bretlandsarmi fyrirtækisins, lækkaði um 4,6% í 359 pens, en í Amsterdam lækkaði verð bréfa í Royal Dutch Petroleum um 3,96% í 89,80 gyllini. Shell sagði ástæðurnar fyrir minni hagnaði vera 33% lækkun á hráolíu- verði á einu ári og áhrif samdráttar- ins á Asíu-Kyrrahafssvæðinu. bitnar á afkomu Statoil Ósló. Reuters. NORSKA ríkisorkufyrirtækið Sta- toil í Stafangri kennir lægra olíu- verði um 46% minni rekstrarhagnað á fyrstu níu mánuðum þessa árs mið- að við sama tíma í fyrra. Statoil kveðst ekki geta treyst því að nokkur „veruleg hækkun" verði á hráolíuverði í framtíðinni og býst við að afkoman á árinu í heild muni „stórversna." Rekstrarhagnaður fyrirtækisins minnkaði í 7,2 milljarða norskra króna, eða 67 milljarða íslenskra króna, á níu mánuðum til september- loka úr 13,2 milljörðum norskra króna, eða tæplega 123 milljörðum íslenskra króna, í fyrra. Statoil (Den norske stats oljesel- skap AS) sagði að 4,2 milljarðar doll- arar af hagnaðarrýrnuninni stöfúðu af lægra olíuverði. Nettóhagnaður minnkaði í 1,3 milljarða norskra króna úr 3,1 milljarði. Minna framleitt Statoil sagði að einnig hefði haft áhrif á afkomuna að olíuframleiðsla hefði minnkað nokkuð, vinnslukostn- aður væri hár, 300 og 500 milljóna króna olíulindir, China Lufeng og Norwegian Varg, hefðu verið afskrif- aðar og leitarskipið West Navion II afpantað. Olíuframleiðsla minnkaði í 429.000 tunnur á dag úr 370.000 tunnum. Viðmiðunarverð lækkaði í 13,30 dollara tunnan úr 19,20 dollur- um. DVD er ný tækni í afspilun á hljóði og mynd af geisladiskum Stafræn afspilun á hljóði og mynd, þ.e. bestu mögulegu gæði. 1 Stutt er á einn hnapp og öll atriði sem ekki eru við hæfi barna eru klippt út úr myndinni. Auknir möguleikar, t.d. bæði Wide Screen og venjuieg útgáfa á sama diski, viðtöl við leikara og fleira. Flestar myndirnar eru fjöltexta (hægt að skipta á milli íslensku, ensku, dönsku, sænsku, portúgölsku o.s.' DVD nýtist vei til tungumálanáms þar sem þú valið um mismunandi tal, með eða án texta, t.d. ensku, þýsku og spænsku. Hvað er DVD? Ef þú kaupir DVD spilara, stakan eða í tölvu, býðst þér frábært tilboð. Þú greiðir fyrir einn disk en færð þrjá! Þú getur valið hvaða diska sem er frá Warner Bros og Disney BXB spilari gvg Góður DVD spilari. Doiby Digital (AC-3) Super-VHS og RCA PAL og NTSC afspilun mynd/hljóðútgangur Spilar DVD og venjulega Útgangur fyrir Ijósleiðara geisladiska Frábær hægmynd og kyrrmynd Tveggja hraða DVD mynddiskadrif frá Creative. MPEG-2 afspilunarkort. Tveir frábærir leikir fylgja: Claw og Wing Commander 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.