Morgunblaðið - 06.11.1998, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 19
Annar Ex-
plorer frá
Microsoft
Seattle. Reuters.
MICROSOFT hefur kynnt tilrauna-
útgáfu af nýjum Internet Explorer
5.0, síðasta vopninu í vefskoðunar-
striði fyrirtækisins og Netscape-
samsteypunnar.
Nýi vefskoðunarbúnaðuiinn verður
innbyggður í Windows 2000-stýri-
kerfið og fáanlegur ókeypis í öðrum
útgáfum. Að sögn Microsoft verður
búnaðurinn auðveldur í notkun og þar
við mun bætast svokölluð „IntelliSen-
se“-tækni, lík þeiiTÍ sem notuð er í
Office-fomti hugbúnaðarrisans.
Nýi gripurinn verður fáanlegur al-
menningi, en er aðallega ætlaður
tæknimönnum að sögn Yusufs
Mehdis, markaðsstjóra Microsoft.
Endanleg gerð verður fáanleg í byrj-
un næsta árs.
------------------
Yfírmaður
Rank segir af
sér vegna
verri afkomu
London. Reuters.
FORSTJÓRI Rank Group, hins bág-
stadda afþreyingarfyrirtækis í Bret-
landi, hefur sagt af sér eftir tvö ár í
starfi vegna lélegrar afkomu á þriðja
ársfjórðungi.
Eftir afsögnina hækkaði verð
hlutabréfa í fyrirtækinu um 5% í 237
pens. Rank er sérleyfishafi Hard
Rock Café veitingastaðanna í heim-
inum og á auk þess Odeon kvik-
myndahúsin og Mecca bingósalina í
Bretlandi. Einnig á fyrirtækið
Deluxe, sem fjölfaldar kvikmyndir
og myndbönd.
Verð bréfa í Rank hefur lækkað
um meira en helming síðan það var
hæst í apríl 1995, um 550 pens, og
fór niður fyrir 200 pens í síðasta
mánuði. Bréfin eru ekki lengur með-
al hlutabréfa helztu fyrirtækja Bret-
lands, sem FTSE 100 hlutabréfavísi-
talan nær til.
Minnkaði um 20%
Um leið og Teare sagði af sér voru
birtir reikningar, sem sýndu að
hagnaður Rank minnkaði um 20% í
111 milljónir punda, tæpa 13 millj-
arða íslenskra króna, á þremur mán-
uðum til 26. september, aðalanna-
tíma fyrirtækisins.
Stjómarformaður Rank, Denys
Henderson, sagði að stjórn fyrirtæk-
isins væri staðráðin í að sækja fram
undir forystu nýs forstjóra.
Teare kom til Rank frá English
China Clays í apríl 1996 og helztu
hluthafar hafa lagt fast að honum að
auka hagnað fyrirtækisins. Stærstu
hluthafamir era Pradential, sem á
rúm 5%, og Schroders, sem á rúm-
lega 10%.
Bréf í Rank komust í 545 pens
þegar Teare tók við, en verð þeirra
lækkaði um helming á fyrsta starfs-
ári hans.
Barclays snýr
baki við nýjum
mörkuðum
London. Reuters.
BARCLAYS Capital, íjárfestinga-
banki Barclays Plc, hefur lagt út-
þenslu á nýjum mörkuðum á hilluna í
samræmi við úttekt, sem hefur verið
gerð á áætlunum fyrirtækisins.
Barclays Capital hefur sagt upp 200
starfsmönnum í þessari viku vegna út-
tektarinnar og hafa þar með 250 misst
atvinnuna síðan ijárfestingaarmurinn
tapaði 250 milljónum dollara á óvenju-
legum viðsldptum með rússnesk
verðbréf fyrr á þessu ári.
„Vegna minni möguleika á nýjum
mörkuðum höfum við ákveðið að
draga úr starfsemi okkar og lagt út-
þensluáætlun á hilluna," sagði tals-
maður fyi-irtækisins. „Við munum
ekki reyna að auka umsvif á nýjum
mörkuðum 1999.“
Arnarfell ehf. kaupir
stærstu Komatsu-
beltagröfuna til þessa
NÝLEGA gengu Kraftvélar ehf.,
umboðsaðili Komatsu á Islandi,
frá samningum um sölu á stærstu
beltagröfu sem fyrirtækið hefur
flutt inn til þessa. Um er að ræða
Komatsu PC750 77 tonna belta-
gröfu. Verktakafyrirtækið Arn-
arfell hf. er kaupandi vélarinnar
en jafnframt fékk það afhentar
tvær aðrar Komatsu-vélar, 24 og
34 tonna, í sömu vikunni. Vélarn-
ar voru afhentar á verksvæði
Sultartangavirkjunar í október-
byrjun að viðstöddum fulltrúum
frá Komatsu. Það hefur vakið at-
hygli í Evrópu hversu háa mark-
aðshlutdeild Komatsu hefur í
beltagröfum á ísiandi en hún er
einhver sú hæsta sem þekkist eða
52%. Reyndar er Islenski belta-
gröfumarkaðurinn óvenjulega
stór sé tekið tillit til stærðar
landsins. Til gamans má geta að
heildarmarkaðurinn fyrir belta-
gröfur á Islandi verður um það
bil 50 stk. fyrir árið 1998, en
danski markaðurinn um það bil
110 stk.
FRÁ vinstri Sal Salman frá Komatsu UK, Þorvaldur Konráðsson, eig-
andi Arnarfells, Ævar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Kraftvéla ehf.,
og Pétur Ingason, sölustjóri vinnuvéladeildar Kraftvéla ehf.
I hverju ætla ég í vinnuna í dag?
Hvað fer best við bíáa jakkanrs? Hvaða snið
FERRE
TRACTION*
PRODUCTIONS
TRACTION5
PRODUCTIONS
fer mér best? Hvaða litur er ég?
KISURA
100% titan
I hverj
u er ég þegar ég klæði
mig upp?
alain
mikli.
Hvaða gleraugu a ég að nota?
UNSAN
AÐALSTRÆTI 9, SÍMI 551 5055