Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 19 Annar Ex- plorer frá Microsoft Seattle. Reuters. MICROSOFT hefur kynnt tilrauna- útgáfu af nýjum Internet Explorer 5.0, síðasta vopninu í vefskoðunar- striði fyrirtækisins og Netscape- samsteypunnar. Nýi vefskoðunarbúnaðuiinn verður innbyggður í Windows 2000-stýri- kerfið og fáanlegur ókeypis í öðrum útgáfum. Að sögn Microsoft verður búnaðurinn auðveldur í notkun og þar við mun bætast svokölluð „IntelliSen- se“-tækni, lík þeiiTÍ sem notuð er í Office-fomti hugbúnaðarrisans. Nýi gripurinn verður fáanlegur al- menningi, en er aðallega ætlaður tæknimönnum að sögn Yusufs Mehdis, markaðsstjóra Microsoft. Endanleg gerð verður fáanleg í byrj- un næsta árs. ------------------ Yfírmaður Rank segir af sér vegna verri afkomu London. Reuters. FORSTJÓRI Rank Group, hins bág- stadda afþreyingarfyrirtækis í Bret- landi, hefur sagt af sér eftir tvö ár í starfi vegna lélegrar afkomu á þriðja ársfjórðungi. Eftir afsögnina hækkaði verð hlutabréfa í fyrirtækinu um 5% í 237 pens. Rank er sérleyfishafi Hard Rock Café veitingastaðanna í heim- inum og á auk þess Odeon kvik- myndahúsin og Mecca bingósalina í Bretlandi. Einnig á fyrirtækið Deluxe, sem fjölfaldar kvikmyndir og myndbönd. Verð bréfa í Rank hefur lækkað um meira en helming síðan það var hæst í apríl 1995, um 550 pens, og fór niður fyrir 200 pens í síðasta mánuði. Bréfin eru ekki lengur með- al hlutabréfa helztu fyrirtækja Bret- lands, sem FTSE 100 hlutabréfavísi- talan nær til. Minnkaði um 20% Um leið og Teare sagði af sér voru birtir reikningar, sem sýndu að hagnaður Rank minnkaði um 20% í 111 milljónir punda, tæpa 13 millj- arða íslenskra króna, á þremur mán- uðum til 26. september, aðalanna- tíma fyrirtækisins. Stjómarformaður Rank, Denys Henderson, sagði að stjórn fyrirtæk- isins væri staðráðin í að sækja fram undir forystu nýs forstjóra. Teare kom til Rank frá English China Clays í apríl 1996 og helztu hluthafar hafa lagt fast að honum að auka hagnað fyrirtækisins. Stærstu hluthafamir era Pradential, sem á rúm 5%, og Schroders, sem á rúm- lega 10%. Bréf í Rank komust í 545 pens þegar Teare tók við, en verð þeirra lækkaði um helming á fyrsta starfs- ári hans. Barclays snýr baki við nýjum mörkuðum London. Reuters. BARCLAYS Capital, íjárfestinga- banki Barclays Plc, hefur lagt út- þenslu á nýjum mörkuðum á hilluna í samræmi við úttekt, sem hefur verið gerð á áætlunum fyrirtækisins. Barclays Capital hefur sagt upp 200 starfsmönnum í þessari viku vegna út- tektarinnar og hafa þar með 250 misst atvinnuna síðan ijárfestingaarmurinn tapaði 250 milljónum dollara á óvenju- legum viðsldptum með rússnesk verðbréf fyrr á þessu ári. „Vegna minni möguleika á nýjum mörkuðum höfum við ákveðið að draga úr starfsemi okkar og lagt út- þensluáætlun á hilluna," sagði tals- maður fyi-irtækisins. „Við munum ekki reyna að auka umsvif á nýjum mörkuðum 1999.“ Arnarfell ehf. kaupir stærstu Komatsu- beltagröfuna til þessa NÝLEGA gengu Kraftvélar ehf., umboðsaðili Komatsu á Islandi, frá samningum um sölu á stærstu beltagröfu sem fyrirtækið hefur flutt inn til þessa. Um er að ræða Komatsu PC750 77 tonna belta- gröfu. Verktakafyrirtækið Arn- arfell hf. er kaupandi vélarinnar en jafnframt fékk það afhentar tvær aðrar Komatsu-vélar, 24 og 34 tonna, í sömu vikunni. Vélarn- ar voru afhentar á verksvæði Sultartangavirkjunar í október- byrjun að viðstöddum fulltrúum frá Komatsu. Það hefur vakið at- hygli í Evrópu hversu háa mark- aðshlutdeild Komatsu hefur í beltagröfum á ísiandi en hún er einhver sú hæsta sem þekkist eða 52%. Reyndar er Islenski belta- gröfumarkaðurinn óvenjulega stór sé tekið tillit til stærðar landsins. Til gamans má geta að heildarmarkaðurinn fyrir belta- gröfur á Islandi verður um það bil 50 stk. fyrir árið 1998, en danski markaðurinn um það bil 110 stk. FRÁ vinstri Sal Salman frá Komatsu UK, Þorvaldur Konráðsson, eig- andi Arnarfells, Ævar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Kraftvéla ehf., og Pétur Ingason, sölustjóri vinnuvéladeildar Kraftvéla ehf. I hverju ætla ég í vinnuna í dag? Hvað fer best við bíáa jakkanrs? Hvaða snið FERRE TRACTION* PRODUCTIONS TRACTION5 PRODUCTIONS fer mér best? Hvaða litur er ég? KISURA 100% titan I hverj u er ég þegar ég klæði mig upp? alain mikli. Hvaða gleraugu a ég að nota? UNSAN AÐALSTRÆTI 9, SÍMI 551 5055
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.