Morgunblaðið - 06.11.1998, Page 20

Morgunblaðið - 06.11.1998, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Níu mánaða uppgjör Loðnuvinnslunnar hf. Hagnaður 60 milljónir króna LOÐNUVINNSLAN HF. á Fá- skrúðsfirði hagnaðist um rúmar 60 milljónir fyrstu níu mánuði árs- ins. Þetta er 21,4% minni hagnað- ur en á sama tíma í fyrra en þá nam hagnaður tímabilsins tæpum 77 milljónum króna. Rekstrartekj- ur tímabilsins í ár námu tæpum 906 m. kr. en rekstrargjöld 729 m. kr. Eigið fé Loðnuvinnslunnar nam um 675 m. kr. eftir fyrstu níu mán- uðina en skuldir og eigið fé samtals 1.196 milljónum króna. Gísli Jónatansson framkvæmda- stjóri fyrirtækisins er ánægður með afkomu fyrstu níu mánaða ársins. „Verksmiðjan tók á móti DIT Ræstingavagnar DIT-ræstivagnar í mörgum stærðum og gerðum. Verð frá kr.énvsk. 19.643,- Einnig moppur, rykklútar álsköft og önnur áhöld. Ræstivörurtil hreingerninga og viðhalds verðmæta! Ræstivörur Lynghálsi 3 • Sími 567 4142 65.000 tonnum á tímabilinu. Við fengum þó minni loðnu í suffiar en í fyrra og þarafleiðandi fékkst minna hráefni og tekjur urðu minni en ella,“ sagði Gísli í samtali við Morgunblaðið. Nýtt kolmunnaveiðiskip Loðnu- vinnslunnar er nú haldið til veiða í fyrsta skipti og segir Gísli að af- koma ársins í heild ráðist m.a. af því hvemig útgerð bátsins gangi, en þetta er framraun Loðnuvinnsl- unnar í útgerð. Einnig mun ársaf- koman ráðast af loðnuveiðinni framundan, að hans sögn. Hann sagði að kolmunni hefði verið að veiðast nú að undanförnu og vonir væru bundnar við að nýja skipið kæmi til með að styrkja hráefnisöflun verksmiðj- unnar. LOÐNUVENNSLAN hf. ■J . 1. jan. - 30. sept. 1998 Rekstrarreikningur | 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 905,9 1.052,3 -13,9% Rekstrargjöld 728,9 837,9 -13,0% Hagnaður f. afskriftir og fjárm.liði 177,0 214,4 -17,4% Afskriftir (79,4) (74,6) +6,4% Fjármagnsgjöld (16,7) (30,8) -45,8% Reiknaður tekjuskattur (20,7) (32,4) -36,1% Hagnaður ársins 60,3 76,7 -21,4% Efnahagsreikningur 30. sept. 1998 1997 Breyting I Eignir: | Fastafjármunir Milljónir króna Veltufjármunir 1.021,4 175,0 1.025,5 195,8 -0,4% -10,6% Eignir samtals 1.196,4 1.221,2 -2,0% iSkuldir ocj eigið féuá Eigið té 644,7 612,4 +5,3% Langtímaskuldir 440,5 491,3 -10,3% Skammtímaskuldir 111,3 117,5 -5,3% Skuldir og eigið fé samtals 1.196,4 1.221,2 -2,0% Sjóðstreymi 1998 1997 Breyting Veltufé frá rekstri 139,3 178,1 -21,8% VIB annast rekstur Lífeyrissjóðs lækna Eignir sjóðs- ins nema 7,6 milljörðum VERÐBRÉFAMARKAÐUR ís- landsbanka, VÍB, hefur tekið við rekstri Lífeyrissjóðs lækna frá og með 1. nóvember. Rekstrarsamn- ingur Lífeyrissjóðs lækna og VÍB er stærsti ijárvörslu- og rekstrar- samningur sem hefur verið gerð- ur hér á landi, að því er fram kemur í fréttatiikynningu. Samkvæmt skýrslu Bankaeftir- lits Seðlabanka Islands var Líf- eyrissjóður lækna þrettándi stærsti lífeyrissjóður landsins í árslok 1997 með eignir upp á 7,6 milljarða króna og tæplega 1.100 virka sjóðsfélaga. FRÁ undirritun samnings Lífeyrissjóðs lækna og VÍB. Fyrir aftan frá vinsti: Páll Þórðarson, framkvæmdasipóri LÍ, Grétar Ólafsson, stjórn Lífeyrissjóðs lækna, Björn Jónsson, VIB og Gunnar Baldvinsson, VÍB. í fremri röð frá vinstri Þorkell Bjarnason, sijórn LL, Eiríkur Benja- mínsson, formaður stjórnar LL, Sigurður B. Stefánsson, framkvæmda- stjóri VÍB og Vilborg Lofts, aðstoðarframkvæmdastjóri VÍB. AUGLÝSING ÞESSIER EINGÖNGU BIRTIUPPLÝSINGASKYNI Skráning hlutabréfa Porbjörns hf. á Verðbréfaþingi íslands Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að skrá hlutabréf Þorbjörns hf. á Aðallista þingsins þann 10. nóvember nk. Heildarnafnverð hlutafjár: Heildarnafnverð hlutafjár félagsins er kr. 558.901.321. Hlutaféö er allt í einum flokki jafn rétthárra bréta. Starfsemi samkvæmt samþykktum: Tilgangur félagsins samkvæmt 2. grein samþykkta er „að annast útgerð, fiskverkun, síldarsöltun, fiskkaup, sölu afurða og annan skyldan atvinnurekstur. Ennfremur rekstur fasteigna og allt annað sem eölilegt er að télagiö hafi með höndum." Umsjón með skráningu: íslandsbanki hf., kt. 421289-5069, Kirkjusandi, 155 Reykjavfk, sfmi 560- 8000 og bréfsími 560-8190 er umsjónaraðili og annast miliigöngu við skráningu á Verðbréfaþing íslands. Upplýsingar og gögn: Skráningarlýsing og önnur gögn um Þorbjörn hf. liggja frammí hjá viðskiptastofu íslandsbanka hf., Kirkjusandi, 155 Reykjavík og hjá Þorbirni hf„ Hafnargötu 12, 240 Grindavík. ÍSLANDSBANKI í frétt frá VÍB og Lífeyrissjóði lækna kemur fram að markmiðið með samningnum er að tryggja sjóðsfélögum góða ávöxtun og úr- vals þjónustu og ráðgjöf. „Jafn- framt er stefnt að verulegri lækk- un á rekstrarkostnaði Lífeyris- sjóðs lækna og að rekstur lífeyris- sjóðsins verði eins hagkvæmur og kostur er þannig að sem mest af ávöxtuninni skili sér til sjóðsfé- laga.“ „Ef þú kaupir ekki á okkur einhverja skemmtilega sokka þá förum við allar tíu í fýlu” Sock Shop opnar í Kringlunni á morgun kl. io:oo • • t 1 • ‘ • , , ' 1 SOGK SIIOP DEFINITIVE BODY WRAPPING KRINGLUNNI -4-I 2. SlMI 553 7010 Seðlabanki Islands Gjaldeyris- forði jókst um hálfan milljarð GJALDEYRISFORÐI Seðlabankans jókst um rúmlega hálfan miUjarð króna í október og nam í lok mánaðar- ins 29,2 milljörðum króna (jafnvirði 424 milljóna bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). Þetta kemui- fram í fréttatilkynningu frá Seðlabankanum. I tilkynningunni segir einnig að erlendar skammtímaskuldir bankans lækkuðu í mánuðinum um 0,7 millj- arða króna og voru 2,6 milljarðar króna í lok mánaðarins. Á gjaldeyr- ismarkaði voru bókfærð gjaldeyris- viðskipti Seðlabankans jákvæð um 1,5 milljarða króna í október, en bankinn átti viðskipti fyrir 5,2 millj- arða króna í mánuðinum. Gengi ís- lensku krónunnar mælt með vísitölu gengisskráningar lækkaði um 0,9% í október, segir í tilkynningunni. Heildareign Seðlabankans í mark- aðsskráðum verðbréfum minnkaði í október um 3 milljarða króna miðað við markaðsverð og nam í mánaðar- lok 10 milljörðum króna. Ríkissjóður keypti spariskírteini af Seðlabankan- um fyrir 2 milljarða króna og í lok mánaðarins nam eign bankans í spariskírteinum 3 milljörðum króna. Ríkisbréfaeign bankans stóð í stað en ríkisvíxlaeignin minnkaði um 1 milljarð króna. Kröfur Seðlabankans á innláns- stofnanir hækkuðu um 0,9 milljarða króna í október en innstæðui- þeirra í bankanum lækkuðu um 2,5 millj- arða ki’óna. Nettóki’öfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanfr lækkuðu um 3,5 milljarða ki-óna og námu um 0,4 milljörðum króna í lok október. Grunnfé bankans lækkaði um 2,4 milljarða króna í mánuðinum og nam 18,4 milljörðum króna í lok hans, segir einnig í fréttatilkynningunni frá Seðlabankanum. Þrjú tilboð í rafstöð á Húsavík ÞRJÚ tilboð bárust í rafstöð hjá Orkuveitu Húsavíkur sem boðin var út í ágúst sl. Bandaríska fyrirtækið Energy Inc., ítalska fyrirtækið Turboden og ísraelska fyrirtækið Ormat buðu í verkið. Sótt hefur ver- ið um styrk til Evrópusambandsins vegna verkefnisins og er gert ráð fyrir að gengið verði frá samningum um styrkveitingu á næstu vikum. í frétt frá Húsavíkurkaupstað kemur fram að tilboðin verði yfírfar- in og þau borin saman hvað varðar tæknilegar útfærslur o.fl. og er gert ráð fyrir að niðurstaða um við hvaða framleiðanda verður samið liggi fyrir snemma á næsta ári. Rafstöðin er hluti af endurnýjun veitukerfis Orkuveitu Húsavíkur sem einnig felur í sér endumýjun aðveitu- æðar. Þegai' hefur verið samið við framleiðanda pípunnai- í aðveituæðina og er gert ráð fyrir að útboð á lagn- ingu hennar geti farið fram í janúar. Finnair til Fort Lauderdale FINNSKA flugfélagið Finnair hefur tekið upp beint áætlunarflug milli Helsinki og Fort Lauderdale í Flórída. Verður flogið tvisvar í viku og notaðar Boeing 757 flugvélar samkvæmt dagblaðinu The Herald, sem gefið er út í Flórída. Eins og komið hefur fram hættu Flugleiðir beinu áætlunarflugi til Fort Lauderdale fyrr á þessu ári en fljúga eftir sem áður til Orlando einu sinni eða tvisvar í viku. í frétt The Herald segir að Finnair sé nú eina evrópska flugfélagið, sem fljúgi til Fort Lauderdale að frátöldu þýska flugfélaginu Condor en höfuðstöðvar þess eru í Frankfurt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.