Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Efnahagslífíð í Hondúras og víðar í Mið-Ameríku í rústum af völdum fellibylsins Mitch Óttast að sjúkdómar auki enn á hörmungarnar Managua, San Salvador, Miami. Reuters. TÖLUR yfir látna og slasaða af völdum fellibylsins Mitch hækka með degi hverjum og jafnframt kemur betur í ljós hve eyðileggingin er gífurleg. Talið er, að hamfarirnar hafi fært veikburða efnahagslífið í Mið-Ameríku aftur um 20 ár og nú er mikil hætta á, að sjúkdómar gjósi upp og verði að faraldri. Talsmaður Matvælaaðstoðar Sa- meinuðu þjóðanna sagði í Róm í gær, að á mestu hamfarasvæðun- um, aðallega í Hondúras, væri öll uppskera landsmanna ónýt og mestur hluti búpeningsins dauður. Eyðilegginging væri gífurleg, á að- eins einum degi hefði allt, sem áunnist hefði sl. 20 ár, verið þurrkað út. Áætlað er, að í Hondúras kosti það ekki minna en 140 milljarða ísl. kr. að koma samfélaginu aftur af stað en það samsvarar þriðjungi þjóðarframleiðslunnar. Hafa vest- ræn ríki lagt nokkurt fé af mörkum nú þegar en það er þó ekki nema brot af því, sem til þarf. Tölur yfir látna eru eðlilega á reiki en talið er, að um 9.000 manns hafi farist með vissu og um 13.000 sé saknað. Mannfallið getur því á endanum orðið á bilinu 20 til 30.000. Líkamleg og andleg kröm Embættismenn í Mið-Ameríku- ríkjunum sögðu í gær, að búast mætti við sjúkdómsfaröldrum, bein- brunasótt og malaríu, sem berast á milli manna með moskítóflugum, en lirfur hennar þrífast vel í vatninu, pollum og tjörnum, sem fellibylur- inn skildi eftir sig. Þá er einnig bú- ist við, að taugaveiki, blóðsótt og kólera gjósi upp og þar fyrir utan hafa margir orðið fyrir sálarlegu áfalli í hörmungunum. Sem dæmi um það er nefndur maður, sem horfði á fljót í miklum vexti hrífa með sér 160 manns í bænum Chilanguera. Amoldo Aleman, forseti Nicaragua, sagði í gær, að fellibyl- urinn hefði valdið meiri skaða en jarðskjálftarnir 1972 en þá fórust um 10.000 manns. Væri mannfallið að vísu minna nú en jarðskjálftinn hefði fyrst og fremst haft afleiðing- ar í höfuðborginni. Nú hefðu flóð valdið miklu tjóni í helmingi lands- ins. Fellibylurinn Mitch var um tíma sá fjórði öflugasti, sem mælst hefur, en nokkuð dró úr honum áður en hann fór yfir Mið-Ameríkuríkin Hondúras, Nicaragua og E1 Salvador. Róaðist hann síðan enn frekar en í gær var hann aftur vax- andi og þá á norðausturleið í átt til Kúbu, Florida og Bahamaeyja. Reuters MEXÍKANSKIR hermenn stafla upp hjálpargögnum á flugvellinum í Tegucigalpaí Hondúras sem tekin eru að berast handa bágstöddum í löndunum sem orðið hafa verst úti vegna fellibylsins Mitch. Örmagna kona fannst í sjónum 120 km frá strönd Hondúras ÁHÖFNIN á bandarísku strand- gæsluflugvélinni var ekki viss um hvað hún sá í sjónum nokkuð langt framundan en hún var að leita að ummerkjum um skemmtisnekkjuna Fantome, sem hefur verið saknað í rúma viku. Þegar flugvélin kom nær sást að þetta var kona, örmagna og hálf- meðvitundarlaus en hún áttaði sig þó á flugvélinni fyrir ofan sig. Hún veifaði með annarri hend- inni en hinni hélt hún í báru- járnsplötu, sem vafist hafði um rætur trés. Konan var í sjónum í um 120 km fjarlægð frá Hondúrasströnd og áhöfnin taldi, að hún hefði hugsanlega komist af er fellibyl- urinn Mitch sökkti Fantome. Gerði hún áhöfninni á bresku freigátunni Sheffield viðvart og Hékk í rótum trés í sex daga innan klukkustundar var búið að bjarga konunni um borð í þyrlu frá skipinu. Þegar komið var með konuna um borð í skipið var hún aðeins með meðvitund öðruhverju og blóðþrýstingurinn orðinn hættulega lágur og einnig lík- amshitinn. Voru henni strax gefin lyf og næring í æð. Konan umlaði eitthvað á spænsku og spænskumælandi skipverji reyndi að tala við hana. Hann vildi vita hvað hefði gerst, hvaðan hún væri og hvort hún hefði verið með Fantome. Konan hresstist brátt og þá sagði hún, að hún héti Isabella Arriola og hefði ekki verið um borð í Fantome. Lýsingin á því, sem hún hafði gengið í gegnum, var furðulegri en svo. „Þetta var stórfurðulegt, eigin- lega kraftaverk. Hún sagði, að beljandi fióðvatn hefði skollið á húsinu sínu í Hondúras og borið það til sjávar. Með því hefði hún farið, maðurinn hennar og börn- in þeirra þrjú. Sjálfri hefði henni tekist að ná taki á einhverju braki en ekki séð neitt meira til fjölskyldu sinnar,“ sagði Colin Hamp, foringi um borð í Sheffi- eld. Arriola var í sex daga í sjónum og um tíma var hún í miðju auga fellibylsins í ölduhæð, sem hefur líklega ekki verið minni en 10 metrar. Undir lokin var hún að því komin að örmagnast og mátti ekki tæpara standa, að lienni yrði bjargað. Hamp segir, að ljóst sé, að Arriola sé óvenjulega þrekmikil manneskja enda hafi hún verið búin að jafna sig líkamlega á minna en sólarhring eftir að henni var bjargað úr sjónum. Hún sé hins vegar áhyggjufull yf- ir örlögum fjölskyldunnar og raunar ekki líklegt, að hún sjái hana aftur. Tilboð á MYNDBONDUM um helgina 999 kr.^ upa fyrirlOC verður boi onicajhe Boy ’,s Mine* andy ,NevefSayNever, U2 Best of 80- 90, NINTENDO i»0 GtbN'R ÁÍStANP'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.