Morgunblaðið - 06.11.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 23
ERLENT
Framboð Jeltsíns í
þriðja sinn útilokað
Bandaríkjamenn lofa Rússum matvælaaðstoð
Moskvu. Reuters.
RÚSSNESKI stjórnlagadómstóllinn
úrskurðaði í gær að Borís Jeltsín
Rússlandsforseti gæti ekki boðið sig
fram til forseta þriðja sinni. Sagði í
úrskurðinum að hætt hefði verið við
að kanna málið vegna þess að enginn
vafí léki lengiu- á því að forsetinn
gegndi nú síðasta kjörtímabili sínu.
Hefur forsetinn fallist á þennan úr-
skurð dómstólsins, að sögn Dmitri
Jakúshkín, talsmanns hans. Kvað
Jakúshkín úrskurðinn „sigur laga yf-
ir tilfinningum".
Úrskurðm- stjórnlagadómstólsins
er nú aðeins formsatriði, en á sinum
tíma var talin full ástæða til að fá úr
því skorið hvort Jeltsín gæti setið
þrjú kjörtímabil, þrátt fyrii- að stjóm-
arskráin kveði á um að forseti geti að-
eins setið í tvö tímabil. Aðstoðarmenn
Jeltsíns höfðu bent á að þar sem hann
hefði verið kjörinn fyrsta sinni sam-
kvæmt annaiTÍ stjómarskrá stæði nú
yfír fyrsta kjörtímabilið samkvæmt
þeirri sem nú gildir.
Samið um matvælaaðstoð
Rússnesk og bandarísk stjórnvöld
náðu í gær samkomulagi um 600
milljóna dala lán Bandaríkjamanna
til Rússa, sem nota á til að kaupa 1,5
milljónir tonna af bandarískum mat-
vælum. Þá munu Bandaríkjamenn
gefa Rússum annað eins magn af
hveiti, að sögn Gennadí Kúlik, að-
stoðarforsætisráðherra Rússlands.
Lánið er til tuttugu ára, með 2%
vöxtum á ári.
Þá var í gær tilkynnt sala á 2,5%
hlut í Gazprom, stærsta gasfyrirtæki
heims, sem er enn að 40% í eigu rík-
isins. Er salan til marks um að rúss-
neska stjórnin leitar nú allra leiða til
að fá fé í ríkissjóð en hún gerir sér
vonir um að greiðslurnar verði farn-
ar að berast í ríkiskassann fyrii' ára-
mót. Verðið á hlutnum er um 651
milljón dala.
Álandseyjar áfram
hluti Finnlands
Helsingfors. Morgunblaðið.
MARTTI Ahtisaari Finnlands-
forseti segir að Finnar muni seint
afsala sér lögsögu yfir Alandseyj-
um. Ahtisaari ávarpaði lögþing
eyjaskeggja við setningu þess í
vikunni.
Ragnar Erlandsson, forseti
lögþings Alendinga, svaraði
ávarpinu með því að lýsa yfir
hollustu heimamanna við Finn-
land. Að sögn Erlandssons eru
engin sjálfstæðisáform af hálfu
heimastjórnarinnar.
I sumar hófst umræða um
hugsanlegt sjálfstæði eyjanna
enn á ný að frumkvæði Anders
Erikssons efnahagsmálaráð-
herra heimastjórnarinnar.
Stjórnmálaflokkar á lögþinginu
lýstu því síðar yfir að núverandi
heimastjórnarlög væru fullnægj-
andi. Alitisaari sagði m.a. að
sjálfstæði Alandseyja myndi
ógna öryggi og jafnvægi á
Eystrasaltssvæðinu. Einnig var-
aði Ahtisaari við því áð eyja-
skeggjar myndu þurfa að semja
um öll sín milliríkjamál á ný færi
Finnland ekki lengur með stjórn
utapríkismála Alandseyja.
Álandseyjar eru sjálfstjórnar-
svæði sem tilheyrir Finnlandi
samkvæmt sáttmála sem gerður
var í skjóli Þjóðabandalagsins ár-
ið 1921. Finnar sjá um skatta,
landvarnh' og utanríkismál en
heimastjórnin hefur t.d. lögsögu
yfir heilsugæslu og menntamál-
um.
Þegar Finnar gerðust aðilar að
Evrópusambandinu fengu Alend-
ingar ýmiskonar undanþágur frá
lögum sambandsins. Þannig hef-
ur t.d. verið sett upp tollskoðun
milli eyjanna og meginlandsins.
Tollmörkin valda því m.a. að ekki
þarf að leggja niður tollfrjálsa
verslun á farþegaskipum milli
Finnlands og Svíþjóðar þegar
bann ESB við tollfrjálsri verslun
innan sambandsins gengur í gildi
á miðju ári 1999.
Afangasigur
Brasilíu-
stjórnar
Brasilíuborg. Reuters.
RÍKISSTJÓRN Brasilíu tókst í
gær að vinna áfangasigur í barátt-
unni við að bjarga við efnahagi
landsins og byggja aftur upp traust
kauphallarfjárfesta og alþjóðlegra
lánardrottna.
Stjórnin bætti stöðu sína á tákn-
rænan hátt þegar neðri deild þings-
ins samþykkti lagafrumvarp um
breytingar á almannatrygginga-
kerfinu, sem lengi hafði beðið af-
greiðslu en miðar að því að stöðva
gríðarlegan halla á rekstri lífeyris-
kerfisins.
Atkvæðagreiðslan á þinginu var
álitin prófsteinn á hæfni ríkisstjórn-
ar Fernandos Cardoso forseta til að
þrýsta í gegn tilfinnanlegum skatta-
hækkunum og niðurskurði ríkisút-
gjalda, sem ætlað er að koma í veg
fyrir gengislækkun realsins, brasil-
íska gjaldmiðilsins, og að búa Bras-
ilíu undir að gangast undir þær
skuldbindingar sem fylgja stórum
efnahagsaðstoðarlánum sem von er
á frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og
fleiri erlendum aðilum.
Lögleiðing reglna ESB um viðskipti með dýr og dýraafurðir
Kr. 10.900.
Meiriháttar skór frá
IGREGORI
Mikið úrval
Teg. 982612.
Svart leður og
svart leðurlakk.
St. 36-41.
P0STSENDUM
SAMDÆGURS
SKÆEX
Kringlunni - I. hæð, s. 568 9345.
Lambahryggvöðvi
Ef rétta hráefnið er notað getur
matarboðið ekki klikkað. Við buðum
upp á lambahryggvöðva (,/ilet“) og
þrátt fyrir að vera snilldarkokkur lét
ég gestina sjálfa sjá um steikinguna.
Útkoman var glæsileg „fondú- og
rakklettveisla“ á heimsmælikvarða.
Aðferá
1. Kjötið er skorið t mátulega bita og marínerað í hvít-
lauk og pipar.
2. Hver gestur steikir sína bita eftir eigin höfði t
fondúpotti eða á „rakklettpönnunni“.
3. Það er skemmtilegt að bjóða upp á nokkrar tegundir
af sósu með kjötinu, s.s. hvítlaukssósu, piparrótarsósu,
sinnepssósu o.fl.
Hráefni
2 kg lambahryggvöðvi_
salt, pipar og hvítlaukur
Meðlæti: Bakaðar kartöflur,
sveppir, salat, dvergmaís
Vín: Torres Gran Coronas
SigurðurSvemssonogSigriður
Héðinsdóttirágóðristund
Norska stjórnin klofín
NORSKA ríkisstjómin samþykkti í
gær frumvarp sem miðar að því að
reglur Evrópusambandsins (ESB)
um vottun og viðskipti með kjötvöru
og lifandi dýr verði lögleidd í Nor-
egi, þrátt fyrir að núverandi stjórn-
arflokkar séu andsnúnir þessari
reglubreytingu. Fjórir af sex ráð-
herrum Miðflokksins, sem stendur
að stjórn Kjell Magne Bondeviks
ásamt tveimur öðrum miðju-hægri-
flokkum, greiddu atkvæði gegn
frumvarpinu.
Þegar gengið var frá samningn-
um um Evrópskt efnahagssvæði,
EES, á sínum tíma (1993) sömdu
Norðmenn og íslendingar um und-
anþágu frá því regluverki sem gildir
á innri markaði Evrópusambands-
ins um heilbrigðisvottun og við-
skipti með dýr og dýraafurðir, en
þessar reglur ná reyndar einnig til
sjávarfangs. Ríkisstjórn norska
Verkamannaflokksins sem hafði
gert aðildarsamninginn við ESB
sem Norðmenn felldu í þjóðarat-
kvæðagreiðslu í lok árs 1994 samdi
síðar við ESB um að láta þessar
reglur einnig ná til Noregs, og þótt
minnihlutastjórn miðflokkanna,
sem tók við völdum eftir kosning-
arnar í fyrra, hefði reynt að breyta
þessum samningum fékk hún engu
breytt og varð því að samþykkja
frumvarpið, sem á tryggan meiri-
hluta á Stórþinginu þótt sumir
Undanþága enn í
gildi fyrir ísland
stjórnarliðar séu á móti eða sitji
hjá.
Knut Vollebæk utanríkisráð-
herra sagði að stjórnin hefði árang-
urslaust reynt að semja upp á nýtt
um undanþágu frá gildistöku þess-
ara reglna, sem eru hluti af EES-
samningnum með sérstökum við-
auka. Margir Norðmenn óttast að
dýrasjúkdómar á borð við salmon-
ellu, sem er sjaldgæf í Noregi,
breiðist auðveldar út eftir að inn-
flutningur kjötvöru frá öðrum Evr-
ópuríkjum til landsins verður auð-
veldari.
Islendingar sömdu aðeins um
fískafurðir
Halldór Runólfsson yfirdýra-
læknir sagði í samtali við Morgun-
blaðið að undanþágurnar sem ís-
lendingar og Norðmenn sömdu um
hefðu komið til endurskoðunar
1995-1996. Þá hafi Norðmenn sam-
þykkt gildistöku allra þessara
ESB-gerða fyrir sitt leyti en ís-
lendingar sömdu aðeins um að regl-
urnar tækju gildi hér á landi um
fiskafurðir. Þannig falla uppruna-
legu undanþágurnar úr gildi um
næstu áramót, í Noregi fyrir allar
dýraafurðir en á íslandi fyrir fisk.
„Þetta þýðir að Norðmenn verða að
leyfa innflutning á lifandi dýrum án
þess að geta tekið þau í sóttkví eins
og við gerum og þeir verða líka að
taka við kjöti með upprunavottorði,
þ.e. vottorði frá framleiðsluland-
inu,“ sagði Halldór.
Með gildistöku þessara reglna
fyrir vottun og viðskipti með fiskaf-
urðir munu íslendingar geta flutt út
fisk hvert sem er á Evrópska efna-
hagssvæðið, án þess að hægt sé að
hamla þau viðskipti með því að
skylda íslenzkan fisk til að gangast
undir vottun annars staðai' en hér
heima. „Þar með er íslenzkur fiskur
meðhöndlaður innan ESB eins og
hann væri framleiddur í hverju öðru
ESB-ríki,“ sagði Halldór. „En við
fengum áframhaldandi undanþágur
hvað varðar önnur dýr og dýraaf-
urðir.“
Þessi undanþága gildir til 1. janú-
ar árið 2000, og því kemur að því á
næsta ári að semja um framhald
hennar, að sögn yfirdýralæknis.
datt á hjalla: Sigríður Héðinsdóttir, Guðvarður Gíslason, Guðrún Helga
Arnarsdóttir, Vala Valtýsdóttir, Sigurður Sveinsson, Gísli óskarsson og
Guðlaug Halldórsdóttir njóta matarins.
ÍSLENSKIR
CCC SAUÐFJÁRBÆNDUR
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
Vettvangur fólks f fasteignaleit
-
w.mbl.is/fasteignir