Morgunblaðið - 06.11.1998, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 25
ETA segir
vopnahlé
óhaggað
AÐSKILNAÐARSAMTÖK
Baska (ETA) staðfestu í gær
að vopnahlé samtakanna væri
enn í fullu gildi og gáfu jafn-
framt í skyn að þau hugíeiddu
nú að binda „varanlegan" enda
á þrjátíu ára baráttu sína fyrir
sjálfstæði Baskalands. Sögðu
þau þó að slíkt myndi ráðast af
gangi mála en spænsk stjóm-
völd tilkynntu fyrr í vikunni að
þau hygðust hefja viðræður við
fulltrúa ETA.
Eitrað
skautasvell
MEIRA en hundrað og fimm-
tíu manns voru fluttir á sjúkra-
hús í úthverfi Stokkhólms í
gær eftir að hafa andað að sér
hættulegum eiturgufum í
skautahöll. Bárust eiturefnin
sennilega út í andrúmsloftið
vegna bilunar í íshreinsivél.
50 fórust í
Indlandi
AÐ minnsta kosti fimmtíu fór-
ust þegar langferðabíll keyrði
út af brú í austurhluta Ind-
lands í gær ofan í Mahanadi-
ánna. Bílstjórinn var að reyna
að taka fram úr öðmm bíl er
rútan fór í ána.
Viðræður
hefjast á ný
INDLAND og Pakistan hófu í
gær viðræður á nýjan leik um
samnýtingu Jhelum-ár, sem
rennur í gegnum bæði löndin,
en áin á upptök sín í Kasmír-
ríki sem löndin hafa lengi deilt
um. Benti fátt til að mikill
árangur næðist í viðræðunum.
Reuters
Sprakk við
Kremlarmúra
MIKIL sprenging varð í bíl rétt
við Kremlarmúra í Moskvu á
miðvikudag en í gær var ekki
vitað hvort um hefði verið að
ræða tilraun til hryðjuverks en
ökumaðurinn, Ivan Orlov, félagi
í lítt kunnum öfgasamtökum,
komst út úr bfinum á síðustu
stund. Er hann nú á sjúkrahúsi
ásamt þremur vörðum við
Kreml. Rússneska fjármálablað-
ið Kommersant sagði í gær, að
hugsanlega hefði sprengingin
orðið fyrir slysni. Orlov hefði
sagt lögreglunni, að hann hefði
ætlað að stytta sér aldur á
Rauða torginu en þegar hann
hefði stigið út úr bfinum með
byssu í hendi, hefðu lögreglu-
mennirnir skotið á hann og bfl-
inn umsvifalaust. Við það hefði
bfllinn sprungið.
Skrifstofa stuðningsmanna
Árna M. Mathiesen er við
Bæjarhraun 14 f Hafnarfirði
Allir velkomnir!
Símar: 565 9523 / 565 9524
og 565 9528 • Fax: 565 9538
f'm’JAM'
.""I, I. ,
Veikari Golf-
straumur en
samt hlýrra
HUGSANLEGT er, að gróður-
húsaáhrifin svokölluðu verði til að
draga úr styrk Golfstraumsins
þegar fram kemur á næstu öld.
Kemur þetta fram í spálíkani,
sem Hadley-veðurfræðistofnunin
breska lagði fram á ráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna um loftmeng-
un og umhverfismál í Buenos
Aires.
Miklar vangaveltur hafa verið
meðal vísindamanna um áhrif
gróðurhúsaástandsins eða hækk-
andi hitastigs á veðurfar og haf-
strauma og sumir hafa jafnvel látið
sér detta í hug, að Golfstraumurinn
gæti tekið upp á því að fara í suður.
Það myndi óhjákvæmilega leiða til
kaldari veðráttu í Evrópu og við
norðanvert Atlantshaf.
Spálíkan Hadley-stofnunarinnar
gerir alls ekki ráð fyrir því, að
Golfstraumurinn breyti um stefnu
en því er hins vegar spáð, að hann
hafi veikst um 20% þegar fram
kemur á miðja næstu öld. Er niður-
staðan sú, að jafnvel þótt koltvísýr-
ingur í andrúmsloftinu aukist um
2% á ári, sem raunar er talið vera
fjarri lagi, og nái jafnvægi er hann
verður orðinn fjórfaldur á við það,
sem nú er, þá muni styrkur
Golfstraumsins ekki minnka um
meira en 25%.
Líklega stormasamara vegna
breytinga á straumnum
Dragi úr styrk Golftsraumsins,
mun hann flytja minni varma
norður á bóginn en hækkandi hita-
stig vegna gróðurhúsaástandsins
mun gera meira en vega upp á
móti því. Breytingar á straumnum
munu aftur á móti hafa áhrif á veð-
urfarið, sem trúlega verður
stormasamara.
og enn höldum við áfram að bjóða
frábær föt á góðu verði
JEúfiy WEÚ=t
Verið velkomin í nýjar Do Re Mí
verslanir í Kjarna Mosfellsbæ og að
Hafnargötu 21 í Keflavík
joí'göSö ono 6ii ;i nuiojjpO'iBbaBS
Barnabóta-
nbiis
Sparaðu þúsundir með þátttöku
í afsláttarleik Do Re Mí.
Barnabótafrumvarpið er í
fullum gangi fram að jólum.
- frábær föt fyrir flotta krakka
Ss*<s6$
Faxafeni 8, Laugavegi 20, Fjarðargötu 17
í Hafnarfirði og Kirkjuvegi 10 í Vestmannaeyjum